Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HORFURI EFNAHAGSMÁLUM ALÞJÓÐASTOFNANIR, sem fjalla um efnahagsmál, eins og Efnahags- og framfarastofnunin, OECD og Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn, eru nú að birta niðurstöður sínar af athugunum á íslenzku efnahagslífi, ástandi og horfum. Báðar stofnanirnar vara við „ofhitnun“ í þjóðfélaginu, sem gæti leitt til vaxandi verðbólgu, en fara annars lofsamleg- um orðum um efnahagsstjórn síðustu ára og sjá margt já- kvætt við hana. En hvað er þá til ráða og hvað geta stjórnvöld gert til þess að hamla gegn verðbólgu? Þar eru ýmis ráð til, en mikilvægast er að áliti þessara stofnana að auka sparnað í þjóðfélaginu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir í skýrslu sinni, að þegar litið sé fram á veginn, eigi stefnan í ríkis- fjármálum að gegna því lykilhlutverki að koma á jafnvægi milli sparnaðar og fjárfestingar. Hinn mikli árangur undan- farinna ára við að styrkja ríkisfjármálin hafi orðið almenn- ingi sýnilegur, þegar greidd eru upp lán hins opinbera, þar á meðal erlend lán. „Stjórnvöld ættu að færa sér í nyt aukna almenna vitund um ávinning af efnahagslegum stöð- ugleika með skýrri stefnumörkun fyrir komandi ár sem miðar að því að skila verulegum afgangi í rekstri hins opin- bera. Þetta myndi stuðla að auknum sparnaði í þjóðarbú- skapnum og stuðla með því að bættu ytra jafnvægi á kom- andi tímum. Það myndi líka skapa nauðsynlegt svigrúm fyrir aðgerðirj til lengri tíma litið, til að mæta hugsanlegum ytri áföllum. Aherzlan í ríkisbúskapnum ætti áfram að vera á aðhald í útgjöldum. Við teljum, að svigrúm sé til að draga enn frekar úr stuðningi ríkisins við einkageirann. Fram- leiðslustyrkir og tilfærslur taka enn til sín verulegan hluta af fjárlögum. Aðhald að útgjöldum skapar svigrúm til að lækka skattbyrði sem haldizt hefur óbreytt í meginatriðum á undanförnum árum.“ Ríkisstjórn, sem hefur markvisst lækkað skatta undan- farin ár, á erfitt með að hækka skatta í góðæri, en skatta- hækkun er vissulega aðferð til að slá á eftirspurn í þjóðfé- laginu. Hið sama má segja um vaxtahækkun, en í því frjáls- ræði, sem nú ríkir og er vissulega hluti af þeirri uppsveiflu, sem verið hefur á efnahagssviðinu, er það ekki einfalt mál. Fyrirtæki taka nú í auknum mæli erlend lán, m.a. vegna þess að vaxtamunur hérlendis og erlendis er þegar kominn á það bil, að þar munar 4 til 5 prósentustigum. Hækkun skatta og vaxta er því mjög erfíð leið fyrir stjórnvöld við þessar aðstæður, enda bendir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á, að með aðhaldi ríkisútgjalda sé enn svigrúm til lækkunar skatta. A hinn bóginn hefur aukinn kaupmáttur og hækkun launa í þjóðfélaginu, m.a. launaskrið, valdið því að kaupæði hefur að vissu leyti gripið um sig. Bílainnflutningur er gíf- urlegur og á þátt í óhagstæðum viðskiptajöfnuði, sem menn hafa m.a. bent á sem þenslumerki. Sérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telja, að stjórn- völd hafí enn frekar dregið úr vægi opinberra afskipta í þjóðarbúskapnum með því t.d. að einkavæða að hluta til fjármálastofnanir í eigu hins opinbera. Fyrstu aðgerðir í þessa átt hafi gefíð góða raun og ættu stjórnvöld nú að ráð- ast í það að einkavæða bankakerfið að fullu með því að selja þann hlut, sem enn er í eigu hins opinbera. Utvíkkun einka- væðingarstefnunnar til annarra sviða efnahagslífsins, svo sem fjarskipta, myndi einnig skila verulegum ávinningi. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, segir m.a. að mesta áhættan í framvindu efnahagsmálanna sé að verð- bólga aukist mun meir en spáð hefur verið, sem leitt gæti til víxlhækkana kaupgjalds og verðlags. Til að fyrirbyggja slíkt þurfi að treysta peningastefnuna. Gerist það ekki gæti orðið erfitt að ráða við slík umskipti í efnahagsmálum. Framleiðslugeta þjóðarbúsins var að mati Þjóðhagsstofn- unar því sem næst fullnýtt árið 1997 og frá þeim tíma hefur landsframleiðslan aukizt hraðar en framleiðslugeta hag- kerfísins og mældist munurinn um 3% á árinu 1998. Sú framleiðsluspenna bendir til hættu á aukinni verðbólgu. Með^ sameiginlegu átaki þarf þjóðin að breyta afstöðu sinni. í stað þess að það þyki eftirsóknarverðast að kaupa nýjan bíl eða ferðast oft til útlanda á það að verða eftir- sóknarvert að spara. En það er ástæða til að undirstrika, að þau vandamál og viðfangsefni, sem framundan eru í efnahagsmálum, eru vandamál, sem leiða af góðæri, einhverju því mesta, sem þjóðin hefur kynnzt á þessari öld. Svæðisskipulaff miðhálendisins til ársins 2015 hefur tekið fflldi [Solungarvik' jísafjöföur Húsavík Blönduós? AkiRByri1 Reykjahlíð Blönduvirkjun [■] Heröu- breiðar- lindir 0 Ódáðahraun Ár,narvatr|$tieiðL Tvídægra ® Hveravellír/ Hofsjökull Tungnafells- jökull Þrándar- jökuH bakkar Kverkfjöll ■Ðpipivogur Keriingar- fjöll Hvftárvatn: jVersalír Skjaldbreiður Seltjamarnes HafnarflörðiRú Torfajökul1 ^Grindavík ,*Kirkjubæ)aridaiistur: '...?^s>mórfc Mýrdals- \ y-’\. . Pkull Á mannvirkjabeltum miðhálendisins eru aðalfjallvegir, mannvirki sem tengjast raforkuvinnslu og helstu þjónustustaðir ferðamanna. Mannvirkjabeltin eru afmörkuð með brotalínu. Sandgerði Natturuvernd Natturuverndarsvæoi Verndarsvæði Önnur svæði Samgöngur og ferðamái Aðalfjallvegir Fjallvegir Vegir utan hálendis Jaðarmiðstöðvar jft) Hálendismiðstöðvar (2) Skálasvæði A Fjallasel 0 Flugvöllur Línan er viðmiðunariina til að afmarka skipulagssvæði miðhálendis. Sú lína hefur verið ákveðin í aðalatriðum og felst í henni skilgreining á mörkum heimalanda og afrétta. Þessa markalínu hafa fulltrúar heimamanna og skipulagsnefndar miðhálendisins komið sér saman um með samþykki viðkomandi sveitarstjórna. Orkuvinnsla 1 Raforfcuver Miðlunartón 0 Fyrirtiuguð orfcuver - Fyrirtiuguð miðlunarión Háspennulínur (á hálendinu) Fyrirtiugaðar háspennulínur o Hugsanleg miðlunarión GÓI: Byggt ó gögnum fró Landmótun ehf. (Einar E. Sæmundsen, Gfsli Gfslason, Yngvi Þór Loftsson) Grófur rammi um skipulag hálendisins Svæðisskipulag miðhálendisins hefur tekið gildi eftir að umhverfísráðherra staðfesti það fyrir skömmu. Stefán Thors skipulags- stjóri ríkisins sagði Rögnu Söru Jónsdóttur frá aðalatriðum skipulagsins. UMHVERFISRÁÐHERRA staðfesti svæðisskipulag miðhálendis íslands 10. maí sl. og hefur þar með verið mörkuð stefna í skipulagsmál- um hálendisins fram til ársins 2015. Þó ber ekki að skilja staðfestingu skipulagins sem svo að nú sé búið að ákveða í eitt skipti íyrir öll hver framtíð hálendisins verði. Ný sam- vinnunefnd um svæðisskipulag mið- hálendis íslands verður skipuð innan tíðar og mun hennar fyrsta verk verða að afla sér upplýsinga um hugsanlegar breytingar og breyttar forsendur á umræddu skipulags- svæði, auk þess sem hún mun gæta þess að tillögur sveitarfélaga um að- alskipulag á sínu svæði verði í sam- ræmi við markaða stefnu svæðis- skipulagsins eða þær breytingar sem hugsanlega verða gerðar á því. Aðdragandinn að svæðisskipulagi miðhálendis Islands var langur. Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendis Islands, sem skipuð var árið 1993 vann að tillögunni sem kom út í maí 1997. í nefndinni áttu þær 12 héraðsnefndir sem liggja að miðhá- lendinu hver um sig einn fulltrúa en umhverfisráðherra skipaði formann nefndarinnar. Að lokinni útgáfu til- lögunnar var skipulagið auglýst og almenningi og hagsmunaaðilum gef- inn kostur á að gera athugasemdir við það. í nóvember 1998 lauk nefnd- in við að vinna úr innsendum athuga- semdum, sem voru um 100 talsins, og afgreiddi skipulagið. Skipulags- stofnun fór að því búnu yfir það, og útskýrði og túlkaði framsetningu þess. 9. apríl mælti stofnunin með því við umhverfísráðherra að skipu- íagið yrði staðfest, sem hann og gerði 10. maí. Að sögn Stefáns Thors skipulags- stjóra var þörfin fyrir að skipuleggja háiendið mikil og hann sé ekki frá því að hún hafi aukist mikið á síðustu árum, meðal annars vegna þess að þeim sem sæki inn á hálendið fjölgi stöðugt, þeir hafí mismunandi þarfír og áhugamál og hagsmunir þeirra skarist í sumum tilvikum. Hann seg- ir að þrátt fyrir að miðhálendið nái yfír um 40% flatarmáls landsins hafi ástand í skipulags- og byggingarmál- um á svæðinu hingað til verið eins og hjá vanþróuðustu ríkjum. Nauðsyn- legt hafí verið að breyta þessu og því sé ánægjulegt að mörkuð hafí verið stefna í skipulagsmálum þess. „Eflaust verður áfram deilt um efnistök og stefnu í skipulagsmálum á miðhálendinu, enda skipulagsáætl- un aldrei gerð í eitt skiptið fyrir öll. Með staðfestingu svæðisskipulagsins núna er hins vegar stigið stórt skref, það er búið að koma skipulagsmálum í ákveðinn farveg. Búið er að marka leiðina þannig að ef gera á breyting- ar þá er vitað frá hverju er verið að breyta og í hvað,“ segir Stefán. Landslag og ásýnd svæðisins verði varðveitt sem best Við gerð á Svæðisskipulagi miðhá- lendisins má segja að um tvo kosti hafí verið að ræða. Annars vegar að á svæðinu skyldi ríkja algert bygg- ingarbann eða þá að framkvæmdir skyldu vera takmarkaðar. Síðari kosturinn varð fyrir valinu og voru eftirfarandi meginmarkmið höfð að leiðarijósi við gerð svæðisskipulags- ins: Heildarstefna var mörkuð í leyfís- veitingum fyrir mannvirkjagerð á hálendinu og áhrif hennar á um- hverfíð metin. Landslag og ásýnd svæðisins skyldi varðveitt sem best, þar með talið gróður og lífríki, nátt- úru- og menningarminjar. Skilgreina skyldi vegakerfíð og það lagfært ög reynt að koma í veg fyrir akstur ut- an vega. Virkjanasvæði og land ætl- að undir uppistöðulón og línulagnir framtíðarinnar skyldu sýnd á skipu- laginu. Ferðamál á hálendinu væru skilgreind, hálendismiðstöðvum og þyrpingum fjallaskála skyldu valin svæði og aðstaða ferðamanna bætt. Skipulagi yrði komið á sorp- og frá- rennslismál og náttúruverndarsvæði væru skilgreind og landgræðslu- svæði sýnd. Skipulagið tekur til þátta eins og samgangna, orkuvinnslu, útivistar- og ferðamála, fjarskipta, þjóðminja, byggingarmála, náttúruverndar, heilbrigðismála, vatnsvemdar og hefðbundinna nytja og landgræðslu. Þá byggir það á þeirri meginhug- mynd að miðhálendinu er deilt niður í belti, sem ákvarðast annars vegar af mannvirkjagerð og hins vegar af vemdargildi. Með því móti er stuðlað að því að allri meiriháttar mann- virkjagerð er haldið á afmörkuðum beltum en tekin em frá sem stærst og samfelldust vemdarsvæði þar sem framkvæmdum er haldið í lág- marki. Mannvirkjum verði haldið á afmörkuðum beltum Eins og sjá má á meðfylgjandi korti em helstu mannvirkjabelti miðhálendisins tvö samkvæmt svæð- isskipulaginu og liggja þau þvert yfir hálendið um Sprengisand og Kjöl. „Þar eru flutningsæðar raforku og umferðar auk uppistöðulóna, og þar em helstu þjónustusvæði ferða- manna. Á Suðurlandi em einnig þvertengingar meðfram Byggðalínu um Fjallabakssvæði að virkjunum á Tungnaársvæðinu og þaðan til vest- urs með Hvalfjarðarlínu sunnan Langjökuls," segir Stefán. Orkuvinnslusvæði em sérstaklega skilgreind í skipulaginu. Þar er um að ræða þrjá flokka: núverandi orku- vinnslusvæði, fyrirhuguð orku- vinnslusvæði og fyrirhugaðar há- spennulínur. Að sögn Stefáns gerði samvinnunefndin fyrirvara á Fljóts- dalsvirkjun og Norðlingaöldumiðlun í afgreiðslu sinni á svæðisskipulag- inu. „Þessi fyrirvari hefur þó ekki beinlínis takmarkandi þýðingu fyrir virkjanirnar vegna þess að til em lög sem heimila Fljótsdalsvirkjun og Norðlingaöldumiðlun, en hann er ábending um að skoða ætti aðra út- færslukosti. Nefndin gerir ekki fyr- ii-vara við aðrar fyrirhugaðar virkj- anir vegna þess að þær em skemmra á veg komnar og ekki em fyrirsjáan- legir jafnmiklir hagsmunaárekstrar og komið hafa í ljós í hinum tilvikun- um,“ segir Stefán. Þrír flokkar vemdarsvæða Hvað vemdarsvæði varðar skipt- ast þau í þijá flokka. Svæði sem era dökkgræn á kortinu kallast náttúm- , vemdarsvæði. Innan þeirra era frið- 1 lýst svæði og svæði á Náttúruminja- skrá en á þeim gilda þegar takmark- andi reglur um landnotkun og um- ferð. Svæðisskipulagið gerir ráð fyr- ] ir að tekið sé mið af almennum sjón- i armiðum um „vemdarheildir“ og „lágt byggingarstig“ á þessum svæð- i um. Að sögn Stefáns er stefnt að því að á náttúruvemdarsvæðum verði : settar ákveðnar reglur sem tak- c marka hvers konar mannvirkjagerð, umferð og umgengni, jafnt sumar ( sem vetur. 1 Almenn vemdarsvæði era ljós- græn á kortinu. Um þau gilda svip- . aðar reglur og um náttúruverndar- svæði og svæði á Náttúruminjaskrá . era innan almennra vemdarsvæða. I Þá em einnig skilgreind vatnsvemd- ; arsvæði og önnur svæði, en ekki er J skilgreint hvaða landnotkun eigi við á þeim síðarnefndu. ] Stærstu ár Sprengisandsleiðar og Kjalar verði brúaðar Svæðisskipulagið tekur afstöðu til uppbyggingar vega á hálendinu en um það hefur mikið verið rætt und- anfarin misseri, hvort vegunum skuh haldið í svipuðu ástandi og þeir eru nú eða hvort gera eigi róttækar breytingar og koma upp heilsársæð- um þvert yfir landið, til dæmis um Sprengisandsleið eða Kjöl. Jafnvel hafa verið uppi hugmyndir um slíka samgönguæð þvert yfír landið norð- an Vatnajökuls. í svæðisskipulaginu er ekki tekið undir svo róttækar hugmyndir en hins vegar er mælt með því að aðal- fjallvegir og stofnvegir hálendisins, Sprengisandur og Kjölur, verði byggðir upp sem góðir sumarvegir og helstu ár á þeim vegum verði brú- aðar. Fjallvegum, sem er meirihluti vega á hálendinu, verði hins vegar haldið óbreyttum. Einkavegum og öðmm ökuleiðum verður ekki breytt en ákvarðanir um legu nýrra einka- vega og annarra ökuleiða tengist ákvörðunum um ný mannvirki og skal fjalla um það sérstaklega. Frá hálendismiðstöð að fjallaseli Þjónustustaðir fyrir ferðamenn em flokkaðir í fjóra flokka: jaðar- miðstöðvar, hálendismiðstöðvar, skálasvæði og fjallsvæði. Jaðarmið- stöðvar em í jaðri hálendisins og í góðu vegasambandi og rekstri að jafnaði allt árið, eins og til dæmis Húsafell og Hólaskjól. Hálendismið- stöðvar em hins vegar við aðalfjall- vegi og er þar reiknað með alhliða þjónustu við vetraramferð, hesta- menn, veiðimenn og skíðafólk. Hveravellir og Versalir falla til dæmis undir þennan flokk. Skála- svæði eru einnig í góðu vegasam- bandi en þjónusta er minni en í há- lendismiðstöðvum. Fjallaselin em aftur á móti í takmörkuðu eða engu vegasambandi. Þau eiga, eins og miðstöðvar og skálar, að vera opin fyrir almenning í öryggisskyni. Þá segir að megináhersla sé lögð á gist- ingu í skálum frekar en í tjöldum. Stefán segir aðspurður að svæðis- skipulagið muni koma til með að taka breytingum eftir því sem frek- ari upplýsingar liggi fyrir og for- sendur breytist. Hann segir að þessi stefnumörkun sé gerð á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggi fyrir í dag, en eftir því sem nákvæmari upplýsingar um gróðurfar, lífríki og fomminjar líti dagsins ijós, því betra verði skipulagið. „Svæðisskipulag miðhálendisins sem nú hefur verið samþykkt hefur komið byggingar- og skipulagsmálum hálendisins í ákveðinn farveg. Það er gi-ófur rammi sem nauðsynlegt er að byggja á en tekur breytingum eftir því sem nákvæmari upplýsingar liggja fyxúr, hvort sem er í einstökum málaflokk- um eða á afmörkuðum svæðum,“ segir Stefán að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.