Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 47" MINNINGAR SVEINBJÖRG BRANDSDÓTTIR + Sveinbjörg Brandsdóttir fæddist 11. septem- ber 1906 á Fróða- stöðum í Hvítársíðu. Hann lést á Akra- nesi 15. maí síðast- liðinn. Foreldrar: Brandur Damelsson, f. 14. júb' 1855, d. 4. des. 1936 og Þuríður Sveinbjamardóttir, f. 3. ágiíst 1868, d. 29. maí 1948. Svein- björg starfaði við barnakennslu áður en hún giftist. M. 30. júní 1929, Einar Kristleifsson, f. 7. júní 1896 á Uppsölum í Hálsa- sveit, d. 14. október 1982. For- eldrar: Kristleifur Þorsteinsson, f. 5. apríl 1861, d. 1. október 1952 og kona hans Andrína Guð- rún Einarsdóttir, f. 31. ágúst 1859, d. 25. jan. 1899. Sveinbjörg og Einar bjuggu á Signjjarstöð- um í Hálsasveit, Borg., 1929- 1931, Fróðastöðum, Hvítársíðu, Mýr., 1931-1943, síðan í Runn- um, Reykholtsdal, Borg., nýbýli sem þau byggðu úr Stóra- Kroppslandi. Böm þeirra: 1) Ingibjörg Einarsdóttir, f. 22. ágúst 1930 á Signýjarstöðum í Hálsasveit, listmálari. Sambýlis- maður Guðni Sörensen. Böm hennar: a) Sigrún Aðalheiður Ámundadóttir, skrifstofumaður. b) Sveinbjöm Einar Ámundason, vélvirkjameistari. 2) Brandur Fróði Einarsson, f. 21. okt. 1931, f.v. lögregluvarðstjóri. Kona Þuríður Skarphéðinsdóttir. Böm þeirra: a) Margrét Brands- dóttir, meinatæknir. b) Svein- bjöm Brandsson, bæklunarskurð- læknir. c) Einar Brandsson, rekstr- aríæknifræðingur. d) Magnús Daníel Brandsson, spari- sjóðsstjóri. e) Krist- ín Sigurlaug Brandsdóttir, lög- regluþjónn. f) Soffía Guðrún Brandsdótt- ir, snyrtifræðingur. g) Kristleifúr Skarp- héðinn Brandsson, sjúkraþjálfarí. 3) Kristleifur Guðni Einarsson, f. 23. maí 1933, for- stjóri. Kona hans var Bergljót Kristjánsdóttir. Dætur þeirra: a) Þórdís Guðrún Kristleifsdóttir, BA í íslensku. b) Guðný Krist- leifsdóttir; matartæknir. 4) Ásta Einarsdóttir, f. 30. jan. 1940, þroskaþjálfi. Maður Friðbjörn Guðni Aðalsteinsson, lögreglu- varðstjóri. Böm þeirra: a) Klara Sveinbjörg Guðnadóttir, tækni- teiknari. b) Birgir Guðnason, bif- vélavirki. c) Eygló Guðnadóttir, nemandi. d) Ingi Aðalsteinn Guðnason, sjómaður og Baadermaður. 5) Sigríður Ein- arsdóttir, afgreiðslumaður. Mað- ur Þorvaldur Pálmason, kenn- ari. Böm: a) Alda María Traustadóttir, safnvörður. b) Einar Steinþór Traustason, for- stjóri. c) Anney Þómnn Þor- valdsdóttir, skrifstofumaður. d) Guðrún Þorvaldsdóttir, nem- andi. Utför Sveinbjargar fer fram frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í vöggugjöf sú von er gefin, þó verði erfíð hinstu skrefin. Að aftur bláni himinhvelin, það heiði eftir dimmu élin. Ævistarfið búi og börnum, baráttunni á vegi fórnum, helgaðir með sanni og sóma, þú sást þar lífsins helgidóma. I nýrri vidd í nýjum heimi náðin Drottins um þig streymi. Stigin upp úr æskubrunnum aftur komin heim að Runnum. Kristján Ámason, Skálá. Það kom mér ekki á óvart þegar faðir minn hringdi og færði mér fréttir af andláti ömmu minnar Sveinbjargar Brandsdóttur. Þú amma mín fagnai- hvíldinni og þó við ættingjar þínir syrgjum þig þá vitum við að þrek þitt var gengið til þurrðar og hvfldin kærkomin. Nú færðu að hvíla við hlið afa í Reyk- holti. Þú, amma mín, hefur alltaf átt stóran part af hjarta mínu. Eg fékk nafnið þitt og hef alltaf verið stoltur yfir því og kem til með að reyna að bera það nafn með sóma. Þegar ég minnist þín þá kemur upp í huga minn hæglát og ljúf kona sem hafði reisn og glæsileika sem hélst alla tíð. Alltaf þegar ég hitti þig þá fann ég fyrir djúpri hlýju og væntumþykju. Þitt inni: lega faðmlag gaf mér mikið. I Runnum var heimili þitt og afa og ég veit að þér þótti mjög erfítt að yfirgefa bæinn þinn og fallega garðinn þinn sem þú varst svo stolt yfír og sem bar vitni alúðar þinnar. Því miður höfum við ekki hist oft síðustu árin vegna veru minnar erlendis en ég er þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum saman og kem alltaf til með að minnast þín. Sveinbjörn Brandsson. + Guðmunda F. Björnsdóttir, Fornasandi 1, Hellu, var fædd að Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum 4. ágúst 1912. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Suðurlands 27. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hlíðar- endakirkju í Fljóts- hlíð 8. maí. Það er einkennileg tilfinning að geta ekki lengur litið inn hjá Mundu á Hellu, eins og við systkini mín voram vön að kalla hana, og njóta alls þess sem hún hafði upp á að bjóða. Það ljóm- aði alltaf svo af henni að maður fylltist ósjálfrátt friði og vellíðan hjá henni. Munda tók það aldrei í mál að „hafa ekkert íyrir manni“, enda sér maður hana fyrir sér í eldhúsinu að laga sitt rómaða súkkulaði á meðan líflegar umræður fara fram. + Gestur Ottó Jónsson fæddist í Brekku í Eyjafjarðarsveit 26. september 1929. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 2. maí síðastliðinn. Útför Gests fór fram ’ frá Háteigskirkju mið- vikudaginn 12. maí. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Okkur langar til að þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, alla þá ást og hlýju sem þú gafst okkur og ætlum við að geyma hana í hjarta okkar. Við vitum og fmnum að þér líður vel og þú ert kominn með hesta Hún leiftraði af lífs- þrótti og það er varla hægt að minnast henn- ar öðravísi en með kímniglampa í augun- um, tilbúna til að rök- ræða af þeirri víðsýni sem hún bjó yfir. Þegar Mundu er minnst gerir maður sér grein fyrir því hve ald- ur er afstæður; það er dýrmætt að vera ungur í anda eins og hún var fram á seinasta dag. Ohætt er að segja að Munda hafi verið nátt- úrabarn. Hún ólst upp í faðmi fjall- anna á Rauðnefsstöðum á Rangár- völlum og bjó síðar á Hlíðarenda í Fljótshlíð og undi sér vel í náttúr- unni í samspili við sagnabrunn hér- aðsins. Munda var ein þeirra sem nutu þess að fræðast um umhverfí sitt og bjó yfir ýmsum fróðleik sem varðveist hefur kynslóð fram af kynslóð. Hún var t.d. alveg handviss um hver væri höfundur Njálu og las heilsu, það er það sem okkur hefur dreymt og við óskað okkur síðustu ár og nú er það komið. Takk fyrir allt. Þérkærasendiégkveðju með kvöldstjörnunni blá, það hjarta sem þú áttir enersvolangtþérfrá, þar mætast okkar augu, þótt ei oftar sjáumst vér en Guð minn ávallt gætir þín ég gleymi aldrei þér. Kveðja, Þröstur, Guðbjörg og Alaxander Ottó. það af öllu því sem henni var í blóð borið. Hún var hluti af þeirri alda- gömlu frásagnarhefð sem virðist vera að týnast niður með þjóðinni - ef til vill vegna þess að maður held- ur að það sé alltaf hægt að sækja í þessa arfleifð. En það er ekki svo; upp á síðkastið talaði Munda nokkrum sinnum um að hún yrði að segja mér frá ágætri bók og per- sónu hennar sem ég þyrfti að kynn- ast. Ekkert hafði enn orðið úr því þegar yfir lauk. - Það er þessi sökn- uður sem maður fmnur þá fyrir; að hafa ekki rætt um svo margt. Ófáir hafa notið hjartagæsku Mundu ömmusystur minnar og átt hjá henni skjól. Hún átti hóp vina sem kunni að meta glaðværð henn- ar og hreinlyndi. Munda tók að sér börn Sigríðar systur sinnar að henni látinni og var sem amma barnabarna hennar. Elsku Munda, við á Hömrum viljum þakka þér fyr- ir allt það sem þú hefur gefið okkur og kveðjum þig með þessum ljóðlín- um: Dýpsta sæla og sorgin þunga srifa hþóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. (Ólöf frá Hlöðum.) Þuríður M. Björnsdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skóla- göngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálan- um, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. GUÐMUNDA F. BJÖRNSDÓTTIR GESTUR OTTÓ JÓNSSON Með sorg í hjarta og söknuði kveð ég þig elsku amma mín. Laugardag- inn 15. maí sl. fékkstu þína lang- þráðu hvfld og varst kölluð til æðri heima. Nú þegar komið er að kveðjustund og leiðir skilja finn ég huggun í að lesa eftirfarandi kveðjuljóð Valdimars Briem: Hin langa þraut er liðin nú loksins fékkstu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sóhn björt upp runnin á bak við dinuna dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fýrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal heQa ei hér má lengur te§a í dauðans dimmum val. Ur inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem) Þegar ég hugsa aftur til liðinna ára koma margar minningar upp í hugann. Einkum þó ljúfar minning- ar frá áranum okkar saman í Runn- um. Það leið varla sá dagur að ég skottaðist ekki yfir garðinn til að heimsækja þig og við sátum og spjölluðum um heima og geima. Állra skemmtilegast þótti mér þeg- ar ég spurði þig hvort við gætum haldið veislu. Þá tókst þú fram spariglösin úr svarta stofuskápnum, bakaðir kannski pönnukökur og við sátum eins og hefðarfrúr í fínu boði. Þegar ég fór í skóla á Laugar- vatni varst þú svo áhugasöm um hvernig lífið gengi fyrir sig þar og hvemig mér gengi. Þá heimsótti ég þig stundum um helgar og sagði þér frá öllu. Þar sem ég sit og rifja upp gaml- ar stundir, sakna ég þess að geta ekki lengur skroppið niður að Runnum , sest niður í litla eldhúsið þitt - þú opnar kannski langa skáp- < inn og stingur einhverju góðgæti í munninn á mér og við spjöllum um allt milli himins og jarðar. Eg minnist þín í verki í fallega garðinum þínum sem var þitt líf og yndi. Þar sé ég þig fyrir mér á hján- um, að gróðursetja litrík blóm. Allt sett niður af smekkvísi og alúð eins raunar allt sem þú tókst þér fyrir hendur og þér einni var lagið. Síðustu ár ævi þinnar háðir þú hetjulegan bardaga við erfið veik- indi. Á endanum svaraðir þú kallinu sem bíður okkai’ allra og langþráð- r ur draumur þinn hefur nú orðið að veruleika um að hitta hann afa á ný. Eg veit, elsku amma mín, að núna líður þér vel. Eftir stendur minn- ingin um réttsýna, lítilláta og hjartahlýja konu. Eftir stendur minningin um hana ömmu mína í Runnum. Anney Þórunn Þorvaldsdóttir. Vinnuhjúaskildagi - og langri vist að Ijúka hjá þér elsku Sveinbjörg mín. Jarðvist sem einkennst hefur af trúmennsku, gæsku og nærgætni. Lotningu fyrir lífinu. Og þó þú hafir ætíð, eins og ræktunarmanninum er tamast, horft tfl fi-amtíðar gættir þú þess alla tíð að taka mið af fortíðinni * - reynslunni. Vai-ðveittir hana, geymdir með þér minningamar góðu svo þær urðu þér ekki aðeins ljóslifandi heldur að ljósi að lýsa þér veg í gegnum vetrarmyrkrið. Því er það í þínum takti að hafa vistaskipti við vinnuhjúaskildaga, að hnýta um foggur þínar og halda tfl hans Ein- ars vitandi og viss um að hann vænti þín til að hlú að brami og blómum á völlum hins eilífa vors, þar sem hann hefur beðið þín svo lengi. Og ég sé ■V SJÁ NÆSTU SÍÐU SMAAUGLYSINGAR FELAGSLÍF FERÐAFELAG ® ÍSIANDS MORKINNI6 - SÍMI 568-2533 Hvítasunnudagur 23. maí kl. 10.30 Þórðarfell - Sandfells- hœð - Eldvörp - Staðarhverfi. Verð 1.500 kr. Áætluð um 5—6 klst. ganga. Annar í hvítasunnu 24. maí kl. 13.00 Botnsdalur - Glym- ur. Áætluð um 3 klst. ganga. Gengið að hæsta fossi landsins. Verð 1.400. kr„ fritt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, austanmeg- in, og Mörkinni 6. Þriðjudagur 25. maf kl. 20.30: Lónsöræfakvöld: Kynningar- og undirbúnings- fundur fyrir þátttakendur í sum- arleyfisferðunum og annað áhugafólk (einnig þá sem eru á biðlista í ferðirnar). Gunnlaugur Ólafsson kynnir Lónsöræfaferð- ir og Inga Rósa Þórðardóttir gönguferðir frá Snæfelli til Lónsöræfa (Ferðafólags Fljóts- dalshéraðs). fíunhjólp Hátíðarsamkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, á morgun kl. 16.00. Samhjálparkórinn syngur. Ólafur Theódórsson og Jóhanna Ólafsdóttir vitna. Bergsteinn Ómar syngur frumsamin lög. Ræðumaður: Kristinn Ólason. Barnapössun. Kaffi að lokinni smkomu. Samhjálp. Dalvegi 24, Kópavogi. Samkoma fellur niður vegna móts um hvítasunnuhelgina f Kirkjulækjarkoti. Allir velkomnir. Islenska Kristskirkjan Samkoma laugardag kl. 20.00. Ræðumaður Dan Siemens. Allir velkomnir. Hjálpræóis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 14.00 Karlakórinn „Mannssambandet" heldur útitónleika á Ingólfstorgi. Kl. 20.00. Tónleikar í Fríkirkjunni við Tjörnina. Aðgangur er ókeypis á tónleikana. 1/1 H«illvrig.*irstig 1 • simi 561 4330 Dagsferð mánudaginn 24. maí Frá BSf kl. 10.30. Mosfellsheiði - Lyklafell. Verð 1300/1500. Næstu dagsferðir Föstudaginn 28. maí kvöldganga Grindaskörð — Langahlíð — Vatnsskarð. Brottför kl. 21.00. Sunnudaginn 30. maí, Bakaleið- in, 2. áfangi, Brúarhlöð — Flúð- ir. Brottför kl. 10.30. Sumar með Útivist Á dagskrá sumarsins er fjöldi ferða. Upplýsingar og þátttöku- tilkynningar á skrifstofu Útivist- ar. Á meðal ferða má nefna: Fimmvörðuháls, Laugaveginn, Hornstrandir, Sveinstind — Eldgjá, skíðaferð yfir Vatnajökul, jeppaferðir o.fl. Fáið ferðaáætlun á skrifstofu Útivistar. Afgreiðslu- tíml á skrifstofu er á milli kl. 10.00 og 17.00 út maí en 9.00 og 17.00 júní—september. Heimasfða: centrum.is/utivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.