Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 69 ^ Molar frá Cannes Skilnaðurinn opnar dyr fyrir Gerede KVIKMYND tyrkneska leikstjór- ans Canan Gerede Skilnaðurinn sem m.a. er framleidd af íslensku kvikmyndasamsteypunni var frumsýnd á hátíðinni í Cannes og fékk miðlungs dóma í kvikmynda- tímaritinu Variety. I bakgrunni myndarinnar er sagan af baráttu Sophiu Hansen fýrir því að endurheimta dætur sínar tvær frá föður sínum í Tyrklandi en þó er mörgu breytt, til að mynda nöfnum og einstök- um atburðum, og skáldað í eyð- urnar. Deborah Young, gagnrýnandi Variety, segir söguna áhrifaríka og að hún eigi eftir að opna fleiri dyr fyrir leikstjóranum Gerede í Evrópu. Þó finnur hún að stirð- busalegri ensku, gagnrýnir leik- inn nokkuð og segir að það vanti upp á að sýna sálræna hlið per- sónanna. Ennfremur segir í gagnrýninni að sagan veki ýmsar spurningar, FÓLK í FRÉTTUM LEIKSTJÓRINN Atom Egoyan með dóttur sinni, eiginkonu og leikar- anum Mel Gibson við frumsýningu myndarinnar Felicia’s Journey. t.d. hvort feður hafi rétt á að aia afkvæmi sfn upp í eigin strangtrú- uðu skoðunum. I lokin segir gagn- rýnandinn að myndin komi út sem and-tyrknesk og það geti varla verið sem leikstjórinn hafi ætlað sér, hvað sem gagnrýnandinn hef- ur nú fyrir sér í því. „Næstum allar myndirnar í keppninni fjalla um samtímann," segir Gilles Jacob í viðtali við Moving Pictures. Hann er yfir há- tíðinni og sér um að velja myndir í þær opinberu dagskrár sem boðið er upp á. „Leiksljórar um allan heim eru að leita að nýjum leiðum til að segja sögu á filmu til að mæta kröfum nýs árþúsunds." Hann ætti að vita það því hann ásamt aðstoðarfólki sínu horfði á ríflega 500 kvikmyndir, 500 stutt- myndir og 400 myndir eftir leik- stjóra sem eru að gera sína fyrstu '*í- atrennu að kvikmyndagerð. Jacob vill gjarnan viðhalda jafnvægi á milli mynda sem eru listrænar og þeirra sem hafa skemmtanagildi. „Stundum fáum við hvort tveggja í einni og sömu myndinni eins og gildir um mynd Almodovars Allt um móður mína og mynd Atoms Egoyans Felicia’s Journey. Það eru alltaf meðmæli." Báðar myndirnar þykja einmitt lfklegar til að hreppa gullpálmann á Iokahátfð- inni á sunnudag. Sá orðrómur fer á kreik á hverju ári að það Jacob ætli sér að hætta enda hefiir hann verið yfir hátfðin í 21 ár. En hann hafn- ar því alfarið. „Það kemur ekki til mála. Mér finnst þetta frábært starf og ef enginn hefur neitt við það að athuga þá er ég ekkert á þeim buxunum að hætta." T.V. ◄ AÐSTANDENDUR kvikmyndar- innar „The Straight Story“ (f.v.) John Roach annar handritshöfund- urinn, Angelo Badalamenti er sá um tónlistina, Harry Dean Stanton leikari, Mary Sweeny handritshöf- undur, David Lynch leikstjóri, ^" Sissy Spacek leikkona og Richard Farnsworth leikari. T.H. ◄ UÓSMYNDARAR eru fjölmargir á kvikmyndahátfðinni en skýla sér iðulega bakvið linsur myndavéla. Hér eru þeir þó í aðalhlutverki og hafa vakið áhuga konu fremur en stjörnurnar dáðu sem myndaðar eru sem mest. TITILL nýjasta afsprengis bandaríska leikstjórans Davids Lynch gefur óneitanlega til kynna breyttar áherslur. Hún nefnist „The Straight Story“ og hefðu það ein- hvern tíma þótt tíðindi um manninn sem gerði m.a. sjónvarpsþáttaröðina „Twin Peaks“ og kvikmyndina „Lost Highway" sem voru báðar úr tengsl- um við raunveruleikann. Ekki er nóg með að „The Straight Story“ sé raunsærri en aðrar myndir Lynch heldur er hún líka byggð á sannri sögu. Hún fjallar um bræður sem hafa ekki talað saman í tíu ár. Annar þeirra dettur og slasar sig og þegar hann er að jafna sig fréttir hann að hinn bróðirinn hafi fengið hjartaáfall. Hann fær áhyggjur af bróður sínum, vill sættast og ákveð- ur að leggja upp í mörg hundruð kílómetra ferð til að hitta hann. Þar sem hann hefur ekki efni á að kaupa sér miða, er ekki með nógu góða sjón til að keyra og er of stoltur til að þiggja far leggur gamli maður upp í ferðina á garðsláttuvélinni sinni og dregur á eftir sér vagn með birgðum fyrir ferðina. „Ég býst við að ég verði að taka undir að þessi mynd er ólík þeim niyndum sem ég hef gert upp á síðkastið," segir Lynch sem að vanda er með hárið úfið að hætti aðalsögu- persónunnar úr fyrstu mynd sinni „Erasurehead". Hann heldur áfram: „En maður verður alltaf að taka mið af aðstæðum hveiju sinni og eins þurfti ég að taka mið af sögunni. Þetta var það sem myndin þurfti. Og við lögðum í hann. Það var einfald- lega eitthvað í handritinu sem sagði mér að þetta væri rétta leiðin." Lynch hefur tvisvar áður komið til Cannes með myndir sínar. Hann fékk gullpálmann fyrir myndina „Wild At Heart“, sem framleidd var af Sigurjóni Sighvatssyni, og var rakkaður niður fyrir myndina „Twin Peaks: Pire Walk With Me.“ En hvernig er hann stemmdur fyrir há- tíðina að þessu sinni? „Þetta er stór- fenglegasta kvikmyndahátíð í heim- inum og það er gaman að taka þátt í aðalkeppninni. Það eykur á spenn- una,“ segir hann og bætir við: „Stundum ber maður eitthvað úr býtum og stundum ekki. Þannig er lífið. En hvernig sem keppnin fer þá nýt ég þess að vera hér.“ Ástæðuna fyrir því að Lynch valdi að gera mynd við þessa sögu segir Kvikmyndahátíðin í Cannes Lynch leitar á nýjar slóðir Leikstjórinn David Lynch hefur oft vakið deilur með myndum sínum en skiptir um ham í nýjustu mynd sinni sem frumsýnd var í Cannes í gær- kvöldi. Pétur Blöndal sótti blaðamannafund með honum og leikurum myndarinnar, hann vera næmið fyrir tilfinningum í handrit- inu sem Mary Sweeney og John Roach skrif- uðu. „Það var fyrirgefn- ingin sem snart mig dýpst,“ bætir hann við. En hvemig höfðu hand- ritshöfundarnir upp á sögunni. „Ég las um ferðina í New York Times þegar hann lagði í hana árið 1994,“ segir Sweeney. „Fjölmiðlar fjölluðu mikið um ferð- ina. Ég þurfti að bíða í nokkur ár því aðrir urðu fyrri til að verða sér úti um réttinn að kvikmyndinni en þegar það verkefni rann út í sandinn og rétturinn losnaði þá var ég fljót til og við lukum við handritið á fjórum mánuðum." Lynch á varla orð til að lýsa leik- hóp myndarinnar. „Eins og þú veist er Richard Farnsworth næstum því í hverju einasta atriði myndarinnar. Stundum er sagt að menn séu fæddir í hlutverk og ef það hefur nokkurn tíma átt við þá er það núna. Það er svo yndisleg manneskja sem skín í gegnum hvert orð og augnatillit og mikil gæfa að hafa hann í myndinni. Mig hafði alltaf langað til að vinna með Sissy Spacek. Hún er eins og kamelljón að því leyti að hún getur leikið hvaða hlutverk sem er. Og hvað Harry Dean Stanton varðar þá leikur hann aðeins í einu atriði, en það er gríðarlega mikilvægt og hann leysir það vel af hendi.“ „Það var ekki mjög erfitt að leika í þessari mynd,“ , segir Farnsworth. „Ég náði góðum tengslum við persónuna án þess að þurfa að setja mig inn í annan hugarheim. Enda gæti þetta verið saga um mig,“ segir hann og hlær. „Raunar er það dálítið spaugi- legt að ég var nýkom- inn úr aðgerð og ekki í góðu líkamlegu ásig- komulagi þegar mér var boðið hlutverkið. Eg gekk við staf og þegar umboðsmaðurinn minn hringdi og sagðist hafa lesið yndis- legt handrit þá sagðist ég ekki vera viss um að ég væri til stórræðanna." Hún sagði: „Þú átt ekki eftir að trúa þessu en þessi sögupersóna gengur við tvo stafi.“ Og ég svaraði: „Ég ætti að geta ráðið við það.“ Farnsworth er með kúrekahatt og góðmennskan skín úr hverjum and- litsdrætti eins og í myndinni. Það býr líka seigla í honum því hann byrjaði ferilinn sem áhættuleikari. „Ég var áhættuleikari í 25 ár,“ segir hann. „Astæðan fyrir því að ég gerð- ist leikari var sú að jörðin var orðin ansi hörð viðkomu og ég var orðinn Morgunblaðið/Halldór Kolbeins LEIKSTJÓRINN David Lynch með úfið hár að vanda. þreyttur á að vinna við að brotlenda á henni. Ég bjóst nú reyndar aldrei við að komast að sem leikari og ætl- aði bara að hætta í kvikmyndum en þegar tækifærið bauðst var ég ekki seinn til að grípa það.“ Myndin „The Straight Story“ er afar hæg og einn gagnrýnandi lýsti henni svo að hún væri ferðalag um Bandaríkin á 5 kílómetra hraða. „Ég þurfti að fá mér gamlan hjarta- gangráð til þess að geta þetta,“ segir Lynch og kímir. Gagnrýnendum hef- ur einnig orðið tíðrætt um að enginn deyr í myndinni og að þar sé engin undirhggjandi þjóðfélagsádeila, sem verði að teljast afar ólíkt myndum Lynch. Hann hefur aðeins eitt um það að segja: „Mary Sweeney þurfti að bregða sér frá þegar hún átti von á símtali frá kvikmyndaeftirlitinu. Ég svaraði því símanum og náungi að nafni Tony sagði við mig: „Mynd- in er leyfð til sýninga fyrir alla ald- urshópa." Og ég svaraði: „Þú verður að endurtaka þetta því ég örugglega á aldrei eftir að heyra þetta aftur það sem eftir er ævi minnar.“„ „The Straight Story“ verður að teljast óður til þrjóskunnar. >rAðal- persónan verður að sýna mikla seiglu og sigrast á ótal hindrunum til að sýna bróður sínum hversu honum er annt um hann,“ segir Lynch. Að- spurður um hvað varð um bræðurna segir hann: „Því verður svarað í The Straight Story II,“ og brosir. Enda kannski ekki hið dæmigerða efni í framhaldsmyndir. En þegar Lynch er annars vegar - hver veit? Sólþurrkaðir tómatar MONLVMM Hámarks gœði, einstakt bragð Góðir með gríllmat! Drelfing Heilsa ehf • sími 533 3232 Hiti i sætum, rafmagnsrúður, sportpakki (sportsæti, stýri. skipting fjöðrun), teðurinniétting, armpúði, höfuðpúðai, loftpúðai. 4x4 akstuistötva, hraðastillir, rafmagnsstýri, topptúga, lafmagnssaeti, 5 gira sjátfskiptur og beinskiptur, HIFf system ineð útv., kass. og geislaspitara dökk viðarinnrétting, 17“ átfetgur, lestrartjós, fjarst. centrat með þjðfavörn Upplýsingar í síma 565 8386 og 896 2282
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.