Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 42

Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fræði sem sigruðu „Gott dæmi um vandrœðaganginn er þriðja leiðin svonefnda milli markaðs- hyggju og jafnaðarstefnu; þegar hún er rannsökuð og nuddaður afhenni farð- inn kemur í Ijós að boðuð er sígild hœgristefna. “ Hugmyndafræði er ekki í tísku. Marg- ir tengja nú eitt- hvað ógeðfellt við orðið, t.d. ein- strengingshátt og þras að ekki sé talað um glæpaverk alræðis- flokkanna. Tuttugasta öldin skil- ur eftir sig arf í þvi tilliti með öllum hryðjuverkunum sem voru framin í nafni tvíburanna, nasisma og kommúnisma. Lenínismi, stalínismi, maó- ismi; framleiðslan á ismum hef- ur verið óþrjótandi og eins gott að nöfn forkólfanna voru ekki of löng og óþjál. VIÐHORF En sannir -------- hægrimenn Eftir Kristján hafa fremur Jónsson viljað trúa því að þeir þyrftu ekki slíka leiðsögn, þeir hafa haft vantrú á rígbundnum kenn- ingasmíðum úr akademíunni. Mestu skiptir að nota heilbrigða skynsemi, sögðu þeir og hlógu að endalausum túlkunartilraun- um og innbyrðis rifrildi and- stæðinganna. En er þetta svona? Markaðs- hyggja og frjálslyndi byggjast ekki bara á einhverri heilbrigðri skynsemi okkar allra. Sumir höfðu einfaldlega meira til mál- anna að leggja en aðrir. Hug- myndafræðingar hægrimanna, menn eins og John Stuart Mill og Adam Smith, lögðu kannski ekki fram forskrift að gallalausu samfélagi eins og höfundar al- ræðis öreiganna en svo sannar- lega betur ígrundaðar hug- myndir en aðrir höfðu gert. Af hverju ekki að kannast við það og sættast á að til séu ólíkar gerðir hugmyndafræði, misjafn- lega altækar og misjafnlega of- beldisfullar? Og hvernig er það, erum við endilega laus við hugmynda- fræði þótt við séum ekki sýknt og heilagt að vitna í einhverja skeggjaða spámenn frá síðustu öld? Lifi ég í tómarúmi, hefur ekkert af því sem aðrir segja eða gera mótað skoðanir mínar meira en eitthvað annað? Er ég ósnortinn af tíðarandanum og hef ég hjálparlaust skilið að markaðshyggja er, þrátt fyrir gallana, langskásti kosturinn? Ef ég segist vilja lýðræði og frjálsa samkeppni er ég um leið að tjá skoðun mína á þeirri hug- myndafræði sem býr að baki, hvort sem ég er vel að mér um fræðin eða allsendis áhugalaus um þau. Strangt til tekið er það auðvitað líka hugmyndafræði að segjast vera á móti öllu slíku. „Enginn sannleikur er til“ er fullyrðing sem oft er nefnd sem hliðstætt dæmi í heimspekirit- um. Er fullyrðingin þá sjálf ósönn eða sjálfur stóri sannleik- urinn - sem er þá til? Rökstudd hugmyndafræði er þegar vel tekst til aðferð til að koma skipulagi á hugsanir sínar og tilfinningar, skilgreina for- sendur, velja ákveðin gildi og reyna að segja fyrir um framtíð- ina. Síðan koma einhveijir og gera verkáætlun og það er þá v sem allt fer aflaga ef menn líta ekki á hugmyndafræðina sem tæki heldur guðlega opinberun, síðasta orðið. En ætlum við að hætta að hugsa skipulega þegar stjómmál eru annars vegar? Varla. Sumir segja að stjóm- málin séu að visna eins og gam- alt tré vegna þess að með auknu frjálsræði skipti pólitíkusarnir og allt þeirra stjórnlyndi okkur minna máli. Vonandi er eitthvað til í því, nóg gera þeir af því að sýna mátt sinn og megin en varla er nú búið að segja síðasta orðið þótt nær allir viðurkenni, ljóst eða leynt, yfirburði mark- aðshyggjunnar vegna reynslunn- ar af tilraunum sósíalista. Það gæti samt hugsast að umræður á Alþingi eigi eftir að snúast meira um grandvallaratriði laga og minna um skattfé til mismun- andi brýnna hagsmunamála. Þegar við spáum dauða hug- myndafræðinnar eram við senni- lega að tjá mjög mannlega þrá. Við eram að óska þess að fólk lendi ekki oftar í skotgröfum kennisetninga, hætti að berjast jafn hatramlega um hugmyndir og gert hefur verið á öldinni. Og reyni að ræða saman. En ekki má gleyma því að í reiptogi sigrar oftast annað lið- ið, svona í bili. Markaðurinn vann - en það geta vinstrimenn ekki sagt það vegna þess að þá væra þeir að viðurkenna að hafa haft rangt fyrir sér. Þá er skárra að segja að öll hug- myndafræði sé dauð, líka and- stæðinganna. Auðveídara að halda andlitinu. Gott dæmi um vandræðaganginn er þriðja leið- in svonefnda milli markaðs- hyggju ogjafnaðarstefnu; þegar hún er rannsökuð og nuddaður af henni farðinn kemur í ljós að boðuð er sígild hægristefna. Geta hægrimenn beðið um betri einkunn? Ekki einhver taumlaus oftrú á markaðinn heldur viður- kenning á því að deilurnar um skipulag framleiðslunnar, gildi einkarekstrar og þess háttar era í aðalatriðum leystar. Ef við lítum á stjórnmála- flokkana hér fer ekkert milli mála að þeir era allir markaðs- hyggjuflokkar, jafnvel Vinstri- grænir sem verða þó að flagga gömlu hugsjónunum út á við af tillitssemi við gamla og trygga sósíalista. Sannfæringin er ekki mikil að baki. Blæbrigðamunur er á útfærslunni, oft vegna ein- hverra dulinna hagsmuna í byggðamálum eða enn þrengri hagsmuna en niðurstaðan er að hugmyndafræði allra er sú sem hægrisinnar hafa haft í stefnu- skrám sínum í meira en öld. Eina viðbótin er velferðarkerfið sem enginn ætlar að leggja nið- ur en sumir vilja lagfæra. Ein hugmyndafræði er sem stendur allsráðandi en nýjar hugmyndir eiga eftir að kvikna. Menn hættu ekki að hugsa um stjömufræði þótt gamlar rang- hugmyndir um að jörðin væri flöt dyttu upp fyrir, menn hætta heldur ekki að hafa ólíkar lífs- skoðanir þótt sósíalisminn sé jarðsunginn. Andlát hugmynda- fræðinnar er áreiðanlega ýkt. _______UMRÆÐAN_______ A að banna skylmingar vegna vígs Gunnars á Hlíðarenda? TVEIR valinkunnir heiðursmenn, Leifur Sveinsson og Marteinn B. Björgvinsson, hafa með skömmu millibili ritað greinar í Morgun- blaðið þar sem þeirri ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins að leyfa ólympíska hnefa- leika á íslandi er mót- mælt. Leifur byggði rök sín meðal annars á því að hann hefði séð ólympíska hnefaleika í Helsinki árið 1952 og rakti síðan feril nokk- urra ólympíumeistara, sem gerðust atvinnu- menn, máli sínu til stuðnings. Mar- teinn færir alvarleg meiðsli sem hann hlaut af völdum iðkunar hnefa- leika á íslandi fyrir fimmtíu áram sem rök fyrir því að ekki skuli leyfa ólympíska hnefaleika hér nú. Báðir falla þessir menn í þá gryfju að byggja álit sitt á því í hvaða formi áhugamannahnefaleikar vora stund- aðir fyrir hálfri öld. En síðan þá hef- ur form ólympískra hnefaleika breyst svo rnikið að hvergi í heimin- um nema hér er talin ástæða til þess að banna þá í nútímaformi, þótt at- vinnuhnefaleikar með gamla laginu séu bannaðir í nokkram löndum. Fram fóra ítarlegar læknisfræðileg- ar rannsóknir í Bandaríkjunum, Kanada og Svíþjóð á ólympískum hnefaleikum til þess að komast að því hvort ástæða væri til að banna þá og niðurstaðan varð sú, að ekki lægju fyrir rök fyrir banni. Og hvers vegna? Jú, í ólympískum hnefaleik- um með nútímasniði era tuttugu sinnum minni meiðsli en í þeim hnefaleikum, sem þeir Leifur og Marteinn fjaOa um og vora bannaðir hér á landi árið 1956. Núna era not- aðar höfuðhlífar og aðrir hanskar, loturnar era styttri og miklu færri, öryggiskröfur era auknar og ekkert stig er gefið fyrir að slá andstæðing- inn í gólfið, sem reyndar er afar sjaldgæft. Það er beinlínis rangt hjá Marteini að í ólympískum hnefaleik- um þurfi menn að þola stanslausa höggahríð. Síðastliðið sumar. vora sýndir á Sýn margir klukkutímar af ólympískum hnefaleik- um á heimsleikum sem undirritaður lýsti. Gefin vora stig með því að telja þau högg, sem dómaramir vora sam- mála um að rötuðu í gegnum vamir hnefa- leikaranna. þau voru sárafá, yfirleitt innan við tíu hjá hvoram í heilli viðureign og flest af þeim skrokkhögg, því í þessum hnefaleik- um er vömin höfuðatriði. I sumum lotunum rataði ekkert högg í gegn! Klukkustundum saman urðu kepp- Hnefaleikar * Eg fæ ekki betur séð, segir Omar Þ. Ragnarsson, en að bann við ólympískum hnefaleikum einum og sér feli í sér misrátti milli íþróttagreina. endur ekki fyrir neinum meiðslum! Um svipað leyti vora sýndar myndir af íslenskum handboltaleikjum þar sem stöðva varð hvem einasta leik margsinnis vegna meiðsla. í einum leiknum var handboltakona rotuð svo kirfilega að hefði það gerst í hnefaleik hefði þurft að telja upp að minnst þrjátíu! Meiðsli í ólympísk- um hnefaleikum með nútímasniði era minni en í knattspymu, ísknatt- leik, handbolta, körfubolta og kappakstri. það er rétt hjá Marteini að meðal breskra lækna era uppi efasemdir og hugmyndir um að banna ólympíska hnefaleika og skallabolta í knattspymu. Mér vit- anlega liggja þó ekki viðurkenndar rannsóknir að baki slíku. Það skal skýrt tekið fram að ég er algerlega sammála þeim Leifi og Marteini um að banna hér á landi þá hnefaleika sem þeir kynntust fyrir hálfri öld. Ég er líka meðmæltur því að bannað sé að berjast með sverðum með sama hætti og fornmenn gerðu. En það þýðir ekki að ég myndi mæla með banni á skylmingum í nú- tímaformi vegna þess að Gunnar á Hlíðarenda hefði verið veginn með eggvopni. Þetta mál snýst um jafn- rétti íþróttagreina því hnefaleikar eru í raun tíðkaðir á íslandi ef þeir heita austrænum nöfnum. Hér er iðkað og kennt jít kuna dó, taflensk íþrótt sem heitir nú reyndar kick- box á ensku. í henni er barist með hönskum en einnig leyfð spörk. í ólympísku íþróttinni tæ kvan dó er barist með beram hnefum og spark- að og hefur sú íþrótt verið kynnt í bamatíma sjónvarpsins sem sérlega uppbyggileg íþrótt fyrir börn. Mér fínnst að afstaða manna til ólympískra hnefaleika eigi að byggj- ast á því hvort þeir kynna sér stað- reyndir um íþróttir í upphafi 21. ald- arinnar fremur en því að álykta út frá hvemig þetta var í kringum 1950. Vel kann að vera að rétt sé að banna framangreindar bardaga- íþróttir og aðrar íþróttagreinar, sem hafa meiri meiðsli í för með sér, svo sem knattspymu, ísknattleik og handbolta. En þá verður að gera það á grandvelli viðurkenndra rann- sókna og á jafnréttisgrandvelli. Ég fæ ekki betur séð en að bann við ólympískum hnefaleikum einum og sér feli í sér misrétti milli íþrótta- greina. Og vegna þess að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem samþykkt var með þorra at- kvæða, virðist kveikjan að skrifum þeirra Leifs og Marteins, má minna þá á, að tillaga íþróttanefndar lands- fundarins um að leyfa ólympíska hnefaleika var rökstudd með gömlu kjörorði Sjálfstæðisflokksins: Gjör rétt! Þol ei órétt! Höfundur er fréttamaður. Ómar Þ. Ragnarsson Um Svavar fyrr- verandi sendiherra OFT hefur skipan í embætti vakið athygli, eins og þegar Svavar Gestsson var skipaður sendiherra í NATO-rík- inu Kanada, en að sú ákvörðun snerist upp í skrípaleik óraði engan fyrir. Þótt nokkuð sé liðið síðan opinbert varð um niðurfærslu Svavars úr sendiherrastöðu í stöðu aðalræðismanns er nauðsynlegt að fjalla nokkuð um málið. Og þótt nú sé búið að kjósa til Alþingis er ekki von til þess, að þar á bæ hafi menn kjark til að ræða þessi mál. í Dagblaðinu 17. aprfl 1999 svarar Sverrir Haukur Gunnlaugsson spurningum blaðsins um þetta ein- stæða mál, fyrir hönd utanríkisráð- herra. Heldur era svörin loðin og vandræðaleg. Ekki er von á öðra, enda hefur aldrei fyrr borið við í sögu utanríkisþjónustu íslands, að sendiherra sé færður niður og gerð- ur að ræðismanni. Heldur er þessi niðurfærsla hjákátleg og lítt utanrík- isþjónustunni til sóma. Það er einnig alveg nýtt í sögu utanríkisþjónustu íslands, að ræðismaður sé á fullum Stjórnmál Heldur er þessi niður- færsla hjákátleg, segir Hreggviður Jónsson, og lítt utanríkishi ónust- unni til sóma. Svör forsætisráðherra Davíðs Oddssonar á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins 1999, þegar hann var spurður um skipan Svavars Gests- sonar í embætti sendiherra, vöktu athygli. Það eina sem hann sagði var að hann tæki ábyrgð á barninu og það væri erfitt. Efnisleg svör' Við' spurningum eins og: „Er það í lagi að sendiherra sé á móti aðfld íslands að NATO? Er í lagi að sendiherrann sé á móti vamarsamstarfi við Banda- ríkin?“ bárast ekki. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur því snúið til vinstri í ut- anríkismálum. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonai’ hefur tekið upp hættu- lega stefnu, þar sem samtryggingin ræður ferðinni, en ekki málefnið. Höfundur cr fyrrverandi alþingis- nuulur Sjálfstœðisflokksins. ur eru aðeins dæmi um greiðslu á takmörkuð- um kostnaði fyrir ræð- ismann. Þar að auki er það venja, að ræðis- menn hafi fasta búsetu í viðkomandi landi, oft- ast eru þeir ríkisborg- arar þess lands, þar sem þeir era skipaðir ræðismenn. I svari utanríkisráð- herra, Halldórs Ás- grímssonar, er gert ráð fyrir, að skipan Svavars sem aðalræðismanns sé mjög eðlileg. Sannleik- urinn er alveg þveröf- ugur, það er hlægilegt klúður og meistaralegt kunnáttu- leysi, að færa sendiherrann niður á stig ræðismanns. Þar að auki er vafamál um afstöðu Kanadamanna, sem öllu frekar munu líta á þetta mál sem dæmi um gamanleik úr afdölum. Og ekki hefði Myllu-Kobbi skemmt mönnum meira með sérkennilegum tiltækjum sínum. Þessu má líkja við það, þegar Myllu-Kobbi setti á sig farg til að hann gæti skriðið yfir botn Grafarár í Deildardal í stað þess að vaða hann. Já, klárir erum við ís- lendingar. Hreggviður Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.