Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Debenhams í Smáralind árið 2001 Alvöru „magasín“ á tveimur hæðum Debenhams verður fyrsta erlenda deilda- ---------------------7---------------- skipta stórverslunin á Islandi með fatnað, snyrtivörur og ýmsan heimilisvarning en hún verður opnuð í Smáralind árið 2001. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir brá sér í Debenhams í Brighton í Englandi ásamt nýráðnum framkvæmdastjóra Debenhams -----7-------------------------------- á Islandi, Bryndísi Hrafnkelsdóttur. MARGAR nýjar verslanir hafa sprottið upp hér á landi undanfarin ár og það er dálítið skrítin tilfínn- ing að þramma niður Oxford stræti í London og þekkja nöfn verslan- anna að heiman svo sem Morgan, Oasis, Monsoon, Accessorize, og H&M. Og nú stendur fyrir dyrum hjá Baugi að opna Top Shop innan skamms og árið 2001 deildaskiptu stórverslunina Debenhams í Smáralind. Aformað er að Debenhams verði á tveimur hæðum í 4.000-5.000 fer- metra húsnæði. Þessi nýja verslun- arsamstæða, sem mun heita Smáralind, er byggð upp þannig að tvær stórverslanir verða hvor í sín- um enda hennar og 110-130 versl- anir og þjónustufyrirtæki á milli. Hagkaup verður í öðrum enda byggingarinnar í 10.000 fermetra húsnæði og þess má geta að mat- vöruverslanimar verða tvær því jafnframt er reiknað með að Nóa- tún verði með tæplega þúsund fer- metra pláss í Smáralind. Gert er ráð fyrir að byggingin verði alls 54.000 fermetrar að stærð. Nýtt útlit Debenhams búðanna Bryndís Hrafnkelsdóttir, sem er nýráðinn framkvæmdastjóri Deb- enhams á íslandi, hefur undanfarin ár starfað sem fjármálastjóri Hag- kaups. Við heimsóttum Deben- hams í Brighton, með viðkomu í London, nú í vikunni en sú búð var opnuð fyrir hálfu ári og er svipuð að stærð og sú verslun sem verður í Smáralind. Verslunin í Brighton gefur einnig góða mynd af því sem íslenskir neytendur geta búist við því hún er hönnuð í samræmi við áform Debenhams um framtíðarút- lit verslananna. Breidd í vöruverði Debenhams er svona eins og for- framaðir ferðalangar hefðu sagt hér á árum áður að væri „ekta magasín á mörgum hæðum“ og í Brighton er Debenhams á þremur hæðum í nýrri verslunarsamstæðu miðsvæðis í bænum. Það er hvorki hægt að segja að Debenhams sé ódýr né dýr verslun því það er tölu- verð breidd í úrvali og vöruverði. Viðskiptavinir geta keypt ódýrar herraskyrtur, borgað meðalverð fyrir þær eða keypt dýrar skyrtur. Það er stefna hjá Debenhams að hafa nokkra breidd í vöruvali og hafa verðið mismunandi eftir gæð- um enda eru hátt í 300 vörumerki seld í Debenhams. Aðalinngangurinn í Debenhams í Brighton er á annarri hæð. A þeirri hæð er snyrtivörudeildin áberandi og herrafatnaði gefið mikið pláss. Snyrtivörudeildin er öðruvísi en víða annarsstaðar í deildaskiptum stórverslunum. Þar geta viðskipta- vinir gengið um og valið sjálfir snyrtivörurnar. Þá er einnig boðið upp á þjónustu snyrtifræðings sem hefur aðstöðu innaf snyrtivöru- deildinni. Hann tekur viðskiptavini í andlitsbað, plokkun og litun, slök- un og handsnyrtingu svo dæmi séu tekin og sérstök dagskrá er fyrir brúðir. Herrafatadeildin var skemmti- lega uppsett, það er að segja skipu- lagið var eftirtektarvert. Herra- skyrtur voru flokkaðar eftir vöru- merkjum og síðan eftir litum og allar merkingar voru mjög skýrar. Síðan var sérdeild undir nærfatnað herra, aftnarkað pláss fyrir sokka og svo mætti áfram telja. Mæla brjóstastærðir Kvenfatnaðurinn var niðri í þessari verslun og þar var glugga- íaust, lægra undir loft en á hinum hæðunum og teppi á gólfum. Eftir að hafa verið á hinum hæðunum fann maður hvað birtan skiptir miklu máli. A þessari hæð var líka sérstök undirfatadeild fyrir konur. Þar var viðskiptavinum boðið að panta sérstakan viðtalstíma hjá starfsmanni deildarinnar til að fá úr því skorið hvaða brjóstahaldara- stærð hentar. I ljós hefur komið að í Bretlandi virðast allt að 75% kvenna ganga í röngum stærðum af bijóstahaldara og hjá Deben- hams hefur þessi þjónusta verið mikið notuð. Stærsta brúðkaups- gjafaþjónustan Forráðamenn hjá Debenhams hafa fitjað upp á ýmsum öðrum nýjungum. Þeir hafa undanfarin þijú ár boðið upp á brúðkaups- gjafaþjónustu og eru í dag stærstir í Bretlandi á þeim vettvangi. Þjón- ustan virkar þannig að verðandi brúðhjón koma í Debenhams með góðum fyrirvara og fara í sérstaka deild sem ætluð er brúðhjónunum. Þar fá þau í hendur skanna sem þau ganga með um búðina og beita á þá hluti sem þau kjósa að fá í brúðkaupsgjöf. Skanninn les núm- er af vörunum og færir þær á nafn brúðhjónanna. Gestir geta síðan komið í Debenhams hvar sem er í Bretlandi og fengið þennan lista í hendur en hlutimir eru strokaðir jafnóðum af listanum og þeir eru keyptir. Þegar brúðhjónin eru gef- in saman fá þau síðan gjafabréf frá Debenhams sem hljóðar upp á 5% af því sem gestimir hafa keypt fyr- ir handa þeim. Kaffihúsin nauðsynleg Þegar farið er í deildarskipta stórverslun í útlöndum er nauðsyn- legt að geta sest niður og fengið sér kaffi í miðjum verslunarleið- angri. Bryndís segir að í Deben- hams á Islandi verði komið á fót kaffihúsi. A veitingastaðnum í Brighton var lítið hom fyrir börn- in. Þar gátu þau raðað í sérstök bamabox því sem hugur gimtist úr sérstöku bamaborði. Bryndís segir að lögð verði áhersla á að koma upp góðu kaffihúsi í Debenhams í Smáralind. Hún bendir á að verslunin heima verði byggð upp í samvinnu við Morgunblaðið/Guðbjörg R. Guðmundsdóttir BRYNDÍS Hrafnkelsdóttir, nýráðinn framkvæmda- stjóri Debenhams á íslandi, segir að á næstu mán- uðum skýrist hvemig deildaskiptingin verði í Deb- enhams en verslunin verður á tveimur hæðum. Debenhams í Bretlandi. Gerður var sérleyfissamningur við Baug. Baugur hefur því með allan rekst- ur fyrirtækisins hér heima að gera. Vömmar segir Bryndís að verði valdar á forsendum starfsfólksins hér heima enda markaðurinn í Bretlandi og á íslandi ekki alveg eins. „Vömvalið verður skoðað á næstu mánuðum og ákveðið hvaða leiðir verða valdar. Sumt heillar meira en annað og það em nokkrar deildir sem ég held að við ættum að leggja meiri áherslu á en aðrar. Enn sem komið er er þó alltof fljótt að ræða um það því fram til ársins 2001 kann margt að breytast í þeim efnum.“ Á VEITINGASTAÐNUM í Debenhams var sérstakt borð fyrir börn þar sem þau gátu valið í barnabox það sem hugur gimtist. Þegar Bryndís er spurð hvort verðið verði sambærilegt og það er í Bretlandi segir hún að lögð verði kapp á að Debenhams á íslandi verði samkeppnisfær við Deben- hams í Bretlandi. 200 ára fyrirtæki Debenhams fyrirtækið stendur á gömlum merg en það var stofnað fyrir rúmlega tvö hundmð áram. Mikið vatn hefur rannið til sjávar síðan þá og nú em verslanir Deb- enhams orðnar 95 talsins, flestar í Englandi en einnig í Skotlandi og á Irlandi. A næstu ámm stendur til að opna nokkrar nýjar verslanir í Bretlandi og halda áfram með að taka þær búðir sem fyrir era í gegn. Fyrir tveimur áram gekk Debemhams opinberlega frá fyrsta sérleyfissamningnum við fyrirtæki utan Bretlands, M H Alshaya Group í Mið-Austurlöndum. Fyrsta búðin var opnuð í Barein, þá önnur í Kúveit í september sl. og í Dúbaí fyrir nokkrum vikum. I haust verð- ur síðan fjórða verslunin opnuð í Jeddah. Baugur er annað fyrirtæk- ið sem Debenhams gerir við sér- leyfissamning og Debenhams í Smáralind verður þá fimmta versl- unin utan Bretlands. Stefnt er að því opna fleiri verslanir utan Bret- lands á næstu áram. ÞAÐ er stefna hjá Debenhams að hafa nokkra breidd í vöruvali og hafa verðið mismunandi eftir gæðum enda eru hátt í 300 vörumerki seld í Debenhams. I Brighton var hægt að fá skyrtur á lágu verði, meðalverði og dýrar skyrtur, allt eftir merkjum og gæðum. VÖRUR til heimilisins taka mikið rými í búðinni í Brighton, rúmfatn- aður, handklæði, búsáhöld, gluggaljöld og gjafavörur af ýmsum toga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.