Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 53 V KRISTJAN VERNHARÐ UR ODDGEIRSSON + Kristján Vern- harður Odd- geirsson fæddist 8. nóvember 1915 að Hlöðum á Grenivík. Hann lést á Fjdrð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 11. maí síðastliðinn. Faðir hans var Odd- geir skipstjdri á Grenivík, f. 23.10. 1880, d. 1971, Jd- hannsson í Saurbrú- argerði austan Eyja- íjarðar, frá Stekkj- ai’flötum í Skaga- firði Gíslasonar; mdðir Oddgeirs var Kristín Sigurðarddttir Bjarnasonar frá Fellsseli í Köldukinn. Mdðir Kristjáns Vernharðs var Aðalheiður, f. 9.11. 1885, d. 1977. Kristjánsddttir frá Hrdarsstöðum í Fnjdskadal Guð- mundssonar (Reykja- dalsætt úr Fnjdska- dal). Kristján og Lís- bet bjuggu að Vé- geirsstöðum í Fnjdskadal. Mdðir Að- alheiðar var Lísbet Bessaddttir frá Skdg- um í Fi\jtískadal. Mdð- ir Lísbetar var Mar- grét frá Heiðarhúsum á Flateyjardalsheiði Jdnsddttir. Bessi var Eiríksson hins sterka frá Stein- kirkju. Oddgeir og Aðalheiður bjuggu á Hlöðum á Grenivík og var Kristján Vernharður sjötti í röð tdlf barna þeirra hjdna. Systk- inin eru: 1) Agnes, gift Jdni Björnssyni, bæði látin. 2) Alma, býr í hárri elli á Grenivík, var gift ísak Vilhjálmssyni, hann er látinn. 3) Aðalheiður, bjtí á Akureyri, var gift Alfreð Páls- syni, bæði Iátin. 4) Björgdlfur, dáinn eins mánaðar. 5) Jdhann Adolf, skipstjdri búsettur á Grenivík, lést 5. apríl sl., kvænt- ur Steinunni Guðjdnsddttur. 6) Fanney, býr á Akureyri, gift Jd- hanni Konráðssyni, söngvara, hann er látinn. 7) Hlaðgerður, bjd lengst af á Raufarhöfn, gift Birni Friðrikssyni, verslunar- manni. 8) Margrét, býr í Kdpa- vogi, gift Grími Bjömssyni, tannlækni. 9) Sigríður, býr í Reykjavík, gift Eric Steinssyni, lögregluþjdni. Tvíburi við Sig- ríði er 10) Hákon, býr í Reykja- vík, málari og söngvari, kvænt- ur Fridel Oddgeirsson. 11) Björgvin, skipstjdri kvæntur Lám Egilsddttur, þam em bú- sett á Seltjamamesi. Utför Kristjáns Vernharðs fer fram frá Grenivíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar ég heimsótti Venna bróður minn 7. og 8. maí sl. þar sem hann lá á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri var hann meðvitundarh'till. Hann hafði dottið niður nokkrum dögum áður heima á Hlöðum. Sennilega blæðing inn á heila. Þeg- ar andlátsfregnin, sem kom ekki á óvart, barst svo 11. maí komu upp í hugann minningar frá liðnum árum. Þegar við vorum að alast upp keypti Venni sér skíði, skauta og reiðhjól, en hafði lítinn frið með það fyrir okkur yngri systkinunum. Ég man hvað ég var dauðhrædd þegar ég loks kom heim á hjólinu hans eftir langa ferð, en sá ótti var ástæðu- laus. Venni var alla tíð reglumaður. Hann hafði yndi af að syngja í glöð- um systkinahópi og rifjaðist þá upp margt skemmtilegt frá þeim tíma, sem sungið var margraddað í beit- ingaskúrunum. Á yngri ái-um var Venni til sjós á Narfa og fleiri skip- um. Síðar keypti hann trillu sem hann reri til sjós á. Honum fórst sonarhlutverkið vel úr hendi og annaðist foreldra okkar þar til þeir létust í hárri elli. Hann bjó einn á Hlöðum eftir að móðir okkar dó árið 1977. Það var alltaf gott að koma heim að Hlöðum og heimsækja Venna. Nú er hans sárt saknað og verður tómlegt að koma heim án þess að hitta nokkum fyrir. Ég kveð bróður minn með þessum orðum. Drottinn elskar Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Kr.P.) Margrét. Móðurbróðir minn, Venni, er lát- inn eftir stutta sjúkdómslegu. Ég vissi hvert stefndi er ég sat við sjúkrabeð hans þann 8. maí s.l. Þeg- ar svo móðir mín sagði mér að hann væri látinn, komu löngu liðin atvik upp í hugann. - Venni á tröppunum á Hlöðum ásamt með ömmu og afa; + Sigxirmundur Jörundsson fæddist í Reykjavík 3. september 1908. Hann lést á Sjúkra- húsi Patreksfjarðar 17. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jörundur Bjarnason, skip- stjdri á Bíldudal, f. 5. september 1875, d. 30. maí 1951 og eiginkona hans Steinunn Hallddra Guðmundsddttir, f. 17. janúar 1884, d. 20. desember 1963. Systkini Sigurmundar voru Lilja, f. 17. júlí 1910, d. 11. janúar 1995. Bjarni Dufland, f. 1. desember 1912, d. 25. maí 1990. Garðar, f. 9. ágúst 1916, og Ólína f. 18. júní 1924. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku pabbi, með þessum línum langar okkur að minanst þín í örfá- um orðum. Minningarnar streyma fram, allt sem þú kenndir okkur og gerðir fyrir okkur í litla húsinu sem þú byggðir á erfíðum tíma. Þú varst alltaf á sjónum, og mamma hugsaði um barnahópinn, saumaði og prjón- aði, við minnumst þín með hlýhug, því þú varst alltaf svo skapgóður, sama á hverju gekk í barnaskaran- um, en svo var líka alltaf stutt í glensið og stríðnina, áhugamál áttir þú ekki mörg, en þar var sjórinn númer eitt, bryggjan og hvað bát- arnir höfðu fískað, síðan var það lestur, og að taka í spil, og ekki vor- um við gömul þegar þú kenndir okkur að spila. Ekki má gleyma því að fara og sjá góð leikrit, en það var þín besta skemmtun. Ef eitthvað þurfti að laga eða gera við heima, þá var alltaf viðkvæðið, „Gugga, ég bið hann Kidda að laga þetta.“ Sigurmundur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu S. Guð- mundsddttur, 14. september 1935, hún dvelur nú á Sjúkrahúsi Patreks- fjarðar. Sigurmund- ur og Guðbjörg eignuðust sjö börn. 1) Erla, f. 4. septem- ber 1936. 2) Stein- unn, f. 6. mars 1938. 3) Sigríður, f. 12. ágúst 1941. 4) Bjarni, f. 26. febrú- ar 1943. 5) Þuríður, f. 18. maí 1945. 6) Jdrunn, f. 21. ágúst 1947. 7) Freyja, f. 27. ágúst 1952. Sigurmundur verður jarð- settur frá Bíldudalskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þú varst mjög heilsuhraustur, og munum við varla eftir því að þú hafir verið veikur. En síðustu 3 ár varst þú á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar. Elsku pabbi, við vitum að það var erfitt fyrir þig að yfirgefa litla húsið sem þú hafðir búið í, í meira en 50 ár, yfirgefa dalinn sem þér var svo kær, sjá ekki lengur niður á bryggju, eða lygnan voginn, en núna vitum við að þér líður vel. Hvfl þú í friði. Föðurland vort hálft er hafið helgað þúsund feðra dáð þangað lífsbjörg þjóðin sótti þar mun verða stríðið háð. Yfirlognogbanabylgju bjarmi skín af drottins náð. Föðurland vort hálft er hafið hetjulífi og dauða skráð. Börnin þín. Nú eru þeir flestir farnir eða á förum sem lifðu síðustu ár skútuald- arinnar hér á landi. En við vorum þónokkuð margir piltarnir frá Bfldudal sem 1927-30 upplifðum þessi seinustu ár þeirra atvinnu- hátta. Einn af þeim seinustu en jafnframt eftirminnilegustu var nú að kveðja, Sigurmundur Jörunds- son, sonur þeirra hjóna Steinunnar Gunnarsdóttur og Jörundar Bjarnasonar, skútuskipstjóra á Bfldudal. Hann var æskuvinur minn. Við kynntumst raunar ungir drengir um 1920 og frá þeim fyrstu kynnum varð síðan óslitin ævilöng vinátta sem aldrei bar skugga á. Enn þykir mér t.a.m. vænt um lít- ið atvik frá þessum fyrstu árum í kynnum okkar Sigurmundar. Ég bjó þá í skjóli ömmu minnar og föð- urfólks norður í Aðalvík. Þá verður það sumarið 1922 að skip Jörundar föður Sigurmundar kemur inn á víkina undan stormi. Léttbátur var sjósettur og Sigurmundur kom í heimsókn, sem ekki síst jók á hróð- ur minn meðal leikfélaganna. Rræktarsemi og trygglyndi af þessu tagi fannst mér æ síðan eitt af höfuðeinkennum hans. Þann hálfa fjórða áratug sem ég síðan bjó á Bíldudal og stundaði sjó var líf okkar Sigurmundar býsna tengt þó að sjaldnast værum við raunar skipsfélagar. Við deildum kjörum í kreppunni þegar gufulínu- skipin voru gerð út frá Bfldudal og eignuðumst síðan hvor sinn bátinn þegar rétti úr kútnum á stríðstím- anum. Hvort sem var í samvinnu eða samkeppni reyndist Sigurmundur ætíð sami drengurinn. Hann var með afbrigðum jafnlyndur og svo ósérhlífinn að hvarvetna var til þess tekið. Þannig man ég hann best sem fremstan meðal jafningja. Sigurmundur gerði sér sérstakt far um að fylgjast vel með allri þró- un í sjávarútvegi allan þann við- burðaríka tíma sem hann lifði enda var hann að auki fiskimaður af guðs náð. Nú þegar vegir skilja um sinn sendi ég eftirlifandi konu hans, syni, dætrum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur þakklát- um huga fyrir alla vináttu fyrr og síðar. Blessuð sé minning Sigurmundar Jörundssonar. Guðbjartur Ólason. SIGURMUNDUR JÖR UNDSSON við að renna í hlað. - Lítil hönd í stórum hlýjum lófa á leiðinni út í fjós að mjólka kýrnar. - Niðri á bryggju að fylgjast með bátunum. - Kennir okkur krökkunum að dorga, hlær af klaufaskapnum. - Hjálpar til við að ganga frá árabát sem við höfðum stolist út á og ávítar okkur íyrir glannaskapinn. - Situr á eld- húsbekknum við gluggann á Hlöð- um og ræðir pólitík, liggur ekki á skoðunum sínum. - Situr á vegg of- an við fjöruna og ræðir við hina karlana í Víkinni. - Segir hlæjandi frá því þegar hann hljóp frá Greni- vík inn á Svalbarðsströnd til að spila fótbolta. - Ræðir sveitastjóm- amál af hita og fótbolta af engu minni hita. Minningin um staðfast- an og góðan mann mun lifa. Lísbet. Kristján Vernharður ólst upp i foreldrahúsum í stórum systkina- hópi. Hann var sjötti í röð tólf barna þeirra hjóna Aðalheiðar Kristjáns- dóttur og Oddgeirs Jóhannssonar, útvegsbónda á Grenivík. Að honum stóðu sterkir stofnar úr Þingeyjar- sýslu og Skagafirði. Hann var fn'ður sýnum og hafði þennan óvenju sterka ættarsvip allrar fjölskyld- unnar. Ungur stundaði hann íþrótt- ir, lék knattspymu með íþróttafé- laginu Magna og var einnig mjög þolinn hlaupari. Ómissandi þótti hann líka í kirkjukórinn, söng þar með sinni háu og björtu tenórrödd, enda flugnæmur á músík. Honum þótti afar vænt um kirkju sína, færði henni gjafir og var líka heiðr- aður af kirkjukórnum. Á Hlöðum var mannmargt heimili og oft glatt á hjalla. Aðalheiður og Oddgeir bæði mjög söngelsk, og alltaf var sungið fjórraddað, bæði í beitu- skúrnum og heima þegar frístundir gáfust, en enginn vissi þá að þarna vom í hópnum margir upprennandi einsöngvarar. Ósjaldan kom fólk úr nágrenninu til að fá að syngjameð á löngum vetrarkvöldum. Faðir Kristjáns Vernharðs var sórhuga, byggði þriggja hæða íbúð- arhús, sem fjölskyldan flutti í 1930. Hann rak umfangsmikla útgerð á Grenivík, og um leið og börnin uxu úr grasi fóru þau að vinna við út- gerðina. Að mörgu þurfti að hyggja bæði á sjö og landi. Eftir að Odd- geir hætti skipstjórn tók sonur hans, Jóhann Adolf, við, þá aðeins 16 ára að aldri og mun það líklega einsdæmi að svo ungum manni væri falin slík ábyrgð. Hann var mjög aflasæll og naut mikillar virðingar sem skipstjóri. Hann lést 5, fyrra mánðar. Hlutverk Venna, en svo var Kri- stján Vernharður ætíð nefndur af sínu fólki, var að stjórna allri land- vinnslunni, það var ekki síður um- fangsmikið, en annað sem viðkom útgerðinni. Vakað var um nætur til að gera að afla því allur fiskur var verkaður, saltaður og þurraður til útflutnings. Snyrtimennska var Venna í blóð borin, svo annálað var, og þótti sumum nóg um. Éftir að Oddgeir hætti útgerð- inni og síðasti Hákoninn var seldur varð það hlutskipti Venna að búa áfram á Hlöðum og annast aldraða foreldra sína, sem hann gerði af mikilli natni og ástúð en Oddgeir lést 1971 og Aðalheiður 1977. Eftir lát Aðalheiðar bjó Venni einn í stóra fjölskylduhúsinu á Hlöðum, og hefur það eflaust verið nokkuð einmanalegt í mesta skammdeginu og hann hefur eflaust hlakkað til sumarsins þegar von var á fjöl- skyldunni til sumardvalar, því þá var hann glaðastur þegar húsið fylltist af ættingjunum. Fjölskyldan færir honum miklar þakkir íýrir fórnfýsi og fyrir mót- tökumar á liðnum árum, það má segja að hlutverk hans í lífinu hafi verið að hugsa meira um aðra en sjálfan sig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Lára og Guðrún. Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvai’ og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. + Innilegar þakkir flytjum við þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR KETILSSONAR mjólkurfræðings, Starengi 4, Selfossi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands fyrir ein- staklega hlýtt viðmót og góða umönnun. Jón Grétar Guðmundsson, Hildur Guðmundsdóttir, Kristín Anna Guðmundsdóttir, Bogi Karlsson, Helgi Guðmundsson, Margrét Sverrisdóttir, Álfheiður Sjöfn Guðmundsdóttir, Hlöðver Ólafur Ólafsson, Eydís Katla Guðmundsdóttir, Jón Hlöðver Hrafnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t-- í < + Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS ÁSGRÍMSSONAR frá Varmalandi, Öldustlg 1, Sauðárkróki. Ingibjörg Sigurðardóttir, Ólöf Þorsteinsdóttir, Ásgrímur Þorsteinsson, Anne Melén, Steinar Mar Ásgrímsson, Þorsteinn K. Ásgrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.