Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 51 BJARGEY (BÍBÍ) KRIS TJÁNSDÓTTIR + Bjargey Krist- jánsdóttir fædd- ist á Hofsósi 27. júlí 1927. Hún andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi 14. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðrún Steinþórs- dóttir, f. 7. aprfl 1902 að Hólkoti í Ólafsfirði, d. 25. aprfl 1958 og Krist- ján Guðmundsson, f. 16. nóvember 1898 að Lónkoti í Sléttuhlíð, d. 21. aprfl 1975. Bróðir Bjargeyjar er Þorsteinn, f. 26. ágúst 1936, starfsmaður Stuðlabergs og býr hann á Hofsósi. Bjargey bjó á Hofsósi til árs- ins 1958, er hún fluttist til Blönduóss, þar sem hún bjó til æviloka. Útför Bjargeyjar fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Á sjávarbakkanum út með ströndinni fyrir utan Hofsós stóð lítill bær, sem nefndur var Berlín. Lítill garður var fyrir sunnan hús- ið, þar sem matjurtir og nokkur sla-autblóm voru ræktuð. Þar steig lítil stúlka sín fyrstu spor. Hún hét Bjargey en var ætíð kölluð Bíbí. Hún fékk snemma tilfinningu fyrir náttúru landsins og naut þess að sjá blóm og grös vaxa og dafna og hlúa að þeim með litlum höndum. Sú tilfinning fylgdi henni alla ævi. Sama var að segja um dýr og allt sem lifandi var. Á bemskuheimili hennar voru öll venjuleg húsdýr eins og tíðkast hefur í sveitum frá fyrstu tíð. Hafði hún mikla ánægju af að umgangast þau en kisurnar voru hennar bestu vinir. Ef eitt- hvað bjátaði á, einhver var að stríða eða hrekkja, var leitað til mömmu, því að hún var best allra. Mamma var skjólið, þegar litla stúlkan fann að hún var ofurlítið sérstök. Bíbí fæddist með sjúkdóm sem leiddi til fötlunar sem setti mark á líf hennar allt. Ef hún hefði fæðst nokkrum áratugum síðar, hefði verið hægt að meðhöndla sjúkdóminn og hún getað lifað eðli- legu lífi. Hún fann alla tíð sárt til þess að vera ekki eins og aðrir, því að greind hafði hún næga til að gera sér grein fyrir því. Árin færðu henni, eins og okkur flestum, bæði gleði og sorg en hún átti sínar ósk- ir og vonir eins og við öll. Bíbí ólst upp í foreldrahúsum ásamt bróður sínum, Þorsteini, en foreldrar þeirra voru þau Guðrún Steinþórs- dóttir og Kristján Guðmundsson. Bíbí lauk barnaskólanámi og átti létt með margar námsgreinar. Hún hafði yndi af lestri, hafði næmt eyra fyrir hljómfalli ríms og stuðla og hafði gaman af að gera visur. Fyrr á árum skrifaðist Bíbí á við marga vini sína og ættingja um land allt. Móðir hennar kenndi henni ýmsa handavinnu sem kom henni til góða síðar á lífsleiðinni. Hún safnaði brúðum og saumaði mikið af fötum á þær og einnig saumaði hún sínar eigin brúður, sem voru ótrúlega skemmtilega gerðar. Hún átti orðið mikið brúðu- safn, sem að hún færði Þjóðminja- safninu að gjöf fyrir nokkrum ár- um. Þegar Bíbí var rúmlega þrítug að aldri lést Guðrún móðir hennar og hrundi þá heimur Bíbíar að veru- legu leyti og hófst þá nýtt skeið í lífi hennar.. Faðir hennar og bróðir höfðu ekki tök á að vera henni það skjól sem móðir hennar hafði verið og fór þá Bíbí á Héraðshælið á Blönduósi, þar sem að hún átti at- hvarf í rúm fjörutíu ár. Henni leið vel þar að öðru leyti en því að hún þráði alltaf að eiga sitt eigið heimili. Eftir nokkurra ára dvöl á Héraðs- hælinu kynntist hún Ingibjörgu Sig- urðardóttur, starfsstúlku þar. Með þeim tókst góð vinátta sem var þeim báðum mikils virði. Ingibjörg gerði Bíbí kleift að skapa sér sitt eigið heimili, fyrst í húsi Ingibjargar, en síðar í litlu húsi sem þær stöllur keyptu saman. Þar bjó Bíbí þar til heilsu hennar hrakaði svo mjög, að hún treysti sér ekki til að búa lengur ein og flutti þá aftur á Héraðshæl- ið. Ingibjörg Sigurðar- dóttir á heiður skilinn fyrir alla þá góðvild og umhyggju sem að hún auðsýndi Bíbí og fáum við það seint þakkað. Hún gerði Bíbí fært að lifa í allmörg ár á þann hátt sem hún óskaði helst. Þær vinkonurnar ferð- uðust saman um landið og þannig gafst Bíbí tækifæri til að sjá og kynnast mörgum stöðum sem hún hefði aldrei kynnst ella. Á meðan Bíbí hafði heilsu tíl, heimsótti hún írændfólk og vini hér sunnanlands og dvaldi hjá þeim um vikutíma í senn. Það var gaman að fara með henni á söfn og í smáferðalög. Hún vissi ótrúlega mikið um sögu lands og þjóðar. Þessi ár munu hafa verið hamingjuríkustu ár Bíbíar. í útjaðri Blönduóss er gömul malarnáma. Þar bjó Bíbí sér un- aðsreit. Hún ræktaði blóm og fleiri jurtir í fallega hlöðnum grjótbeð- um sem að hún hafði skapað sjálf af mikilli elju og dugnaði. Á hverj- um degi, hvemig sem viðraði, fór Bíbí í garðinn sinn. Hún hafði með sér nesti og vann þar oft fram á kvöld. Vinir hennar, þeirra á meðal Knútur Einarsson, aðstoðuðu hana á margan hátt, útveguðu henni lítið hús, þar sem hún gat leitað skjóls og reistu girðingu kringum garð- inn. Með hverju árinu varð garður- inn hennar Bíbíar fallegri og rækt- arlegri. Það var með ólíkindum hve mörgum tegundum jurta hún náði að viða að sér og listfengi og smekkvísi réðu þar ríkjum. Fyrir nokkrum árum veitti Blönduósbær henni verðlaun fyrir garðrækt. Var sú viðurkenning Bíbí mikils virði. Hin síðari ár ævi sinnar dvaldi Bíbí á Héraðshælinu. Heilsunni fór smám saman hrakandi og sárt þótti henni, að geta ekki komist í garðinn sinn. En þegar hún átti orðið erfitt um gang, naut hún aðstoðar vina sinna sem óku henni þangað. St- arfsfólk Héraðshælisins annaðist hana alla tíð frábærlega vel og íyrir það eru því fluttar hugheilar þakkir. Sigursteinn Guðmundsson, yfir- læknir Héraðshælisins, var læknir- inn hennar og mat Bíbí hann ætíð mjög mikils og var honum þakklát fyrir vinsemd hans. Steini bróðir hennar og við frændfólkið hér sunn- an heiða og erlendis, þakka öllum þeim sem sýndu Bíbí hlýju og góð- mennsku og léttu henni lífið. Við sendum Bíbí kærar kveðjur að leiðarlokum og þökkum henni samfylgdina. Kristjana H. Guðmundsdóttir. Þegar ekið er suður með Hér- aðssjúkrahúsinu á Blönduósi svo sem fjóra kílómetra er komið að of- urlitlum skrúðgarði sem lætur ekki mikið yfir sér. Þetta er garður sem Bíbí ræktaði upp úr malargryfju sem Blönduósbær átti. Frá því að snjóa leysti á vorin og fram á fyrstu snjóa á haustin í yfir tvo áratugi gekk hún á hverjum degi fram og til baka til þess að rækta garðinn sinn. Þar var athvarf henn- ar hvernig sem viðraði og félags- skap hafði hún af stærstu brúðun- um sínum sem fengu líka að vera í þessari jarðnesku paradís. Hún var stolt af honum og mátti líka vera það. Gaman var að heimsækja hana í þennan unaðsreit. Hætt er við að á köldu vori taki þessi garður seint að gróa og fáir munu geta hirt um hann úr því að Bjargey Kristjáns- dóttir, eins og Bíbí hét fullu nafni, er ekki lengur til þess. Eljusemi hennar og þrautseigja við að brjóta land til ræktunar verð- ur að teljast einstakt framtak og það hafa Blönduósbúar kunnað að meta. Þeir girtu fyrir hana landið og fyrir nokkrum árum hlaut hún sérstaka viðurkenningu bæjarins íyrir garðinn. Bíbí átti líka sínar unaðarstundir við lestur góðra bóka. Hún las alls kyns efni en hún gat samt verið vandlát í vali sínu. Á síðari árum hafði hún mestan áhuga á þjóðleg- um fróðleik og ferðabókum. Hún kom sér upp miklu safni af brúðum. Ymist fékk hún þær að gjöf eða saumaði þær sjálf. Fyrir nokkrum árum gaf hún Þjóðminjasafni ís- lands mest allt brúðusafn sitt. Bíbí fæddist á Hofsósi og bjó í föðurhúsum fram að þrítugsaldri. Vegna heilsubrests fór hún á Hér- aðssjúkrahúsið á Blönduósi þar sem hún kynntist Ingibjörgu Sig- urðardóttur, sem vann í þvottahúsi hælisins. Mikill og góður kunnings- skapur tókst með þeim Ingibjörgu, sem þá var orðin ekkja. Um sinn fékk Bíbí inni hjá henni í Aðalgöt- unni. Síðan eignaðist Bíbí lítið hús í bænum og bjó þar í sjálfsmennsku í nokkur ár. Þær vinkonurnar fóru saman í mörg ferðalög um landið og þeirra ferða nutu þær báðar. Ingibjörg er nú vistmaður á sjúkrahúsinu í hám elli. Þegai- heilsunni tók að hraka fór Bíbí aftur á Héraðssjúkrahúsið og naut þar einstakrar umönnunar síð- ustu árin allt þar til sá sjúkdómur, sem enginn fékk við ráðið, lagði hana að velli. Við fundum það glöggt þegar við sátum við sjúkra- beð hennar áður en yfir lauk að hún hafði ætíð verið í góðum höndum lækna og hjúkrunarfólks sjúkra- hússins. Bíbí var trú yfir litlu í þessu lífi en hún vildi láta aðra njóta þess með sér sem hún mat mest. Nú heyrir það sögunni til að hún hringi í okkur á mánudagskvöldum um hálfáttaleytið. Blessað sé það fólk sem hjálpaði Bíbí í lífsbaráttunni og hjúkraði henni í veikindum hennar. Blessuð sé minning Bíbíar. Áslaug og Ólafur Jens. Þú áttir þér heim, þar sem himinn er tær, og hlæjandi blómálfar svífa. Og þér voru blessuðu blómin þín kær, að búa þeim velsæld og hlífa. Ktt líf var ei kapphlaup um virðing og völd, né veraldar prjáhð hið dýra. Þú lést ekki margslungna umbrota öld, ævinni þrúgandi stýra. Þú varðveittir bamið í sinni og sál, við söknum þín hjartkæra frænka. Bömin mín skynja í minning þitt mál, er móar og brekkumar grænka. Og ekki þarf heldur neinn hreinsunareld, handan við mærin að kveikja. Því Bíbba hún gengur nú brosandi í kvöld, með blómum og englum til leikja. Erla Bjargmundsdóttir og fjölskylda. Persónuleg, alhtiða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. wv/vv.utfararstofa.ehf.is/ t Móðir okkar og tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA SIGURBORG JÓNSDÓTTIR, áður Goðheimum 23, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 20. maí. Útför hennar fer fram frá Áskirkirkju fimmtu- daginn 27. maí kl. 13.30. Eiríkur Símon Eiríksson, Ásthildur Júlíusdóttir, Stefán Eiríksson, Ástríður Guðmundsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. t Elskuleg móðir og tengdamóðir okkar, KRISTÍN GRÍMSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 20. maí. Guðrún E. Sæmundsdóttir, Ingunn R. Sæmundsdóttir, Siggeir Jóhannesson, Bjarni Sæmundsson, Gíslína Vilhjálmsdóttir, Gylfi Sæmundsson. t Móðir okkar og tengdamóðir, SIGURBJÖRG LÁRUSDÓTTIR, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 20. maí. Angela Baldvins, Stefán V. Pálsson, Grímhildur Bragadóttir, Haukur Guðlaugsson, Baldur B. Bragason, Halldór Bragason, Esmat Paimani, Steingrímur L. Bragason, Sesselja Einarsdóttir, Kormákur Bragason, Þórdís Pálsdóttir, Matthias Bragason, Ragnheiður Helgadóttir, Þorvaldur Bragason, Kristín Bragadóttir. Ólöf Sighvatsdóttir, t Faðir minn, stjúpi okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMANN GUÐBRANDSSON, Álfaskeiði 64 4c, Hafnarfirði, andaðist á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði mið- vikudaginn 19. maí. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 27. maí kl. 13.30. Bára Guðmannsdóttir, Borgþór Sigurjónssson, Birgir Sigurjónsson, Herdís Sigurjónsdóttir, Þórhildur Sigurjónsdóttir, Karl Ólafsson, fris Kristjánsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Jón Ólafsson og barnabörn. t Móðurbróðir minn, ÓLAFUR ÞÓRÐARSON frá Eilífsdal, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 25. maf kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Bjarnason. t Við þökkum innilega öllum þeim sem auð- sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför systur okkar, BERTU GUÐJÓNSDÓTTUR REIMANN, Álfaborgum 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins. Gfsli Guðjónsson, Sigríður Guðjónsdóttir, Bára Guðjónsdóttir, Katrín Guðjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.