Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Kærustuparið Elíza og Heiðar Elta drauma sína og mætast á miðri leið Bellatrix er með kveðjutónleika á Gauki á Stöng í kvöld en þar koma einnig fram sveitirnar Botnleðja og Dan Modan. Dóra ---?---------------------------- Osk Halldórsdóttir hitti kærustuparið Elízu í Bellatrix og Heiðar í Botnleðju og forvitnaðist um sambandið og framtíðina. „MA ÉG fá smábrokkolí,“ segir Elíza og horfir löngunaraugum á grænmetisbökuna á diski Iieiðars sem verður strax við bóninni og réttir sinni heittelskuðu sprotakál á dcfcfcas HLAUPASKOR Falcon 3 Nubuk Cushion Þægilegur hlaupaskór fyrir hlaupara með eðlilegt niðurstig. Response Cushion Hlaupaskór fyrir hlaupara með eðlilegt niðurstig. Radiant Trail Cushion Frábær Feet You Wear torfæru hlaupaskór" fyrir hlaupara með eðlilegt niðurstig. Galaxy Cushion Universal Cushion Þægilegur hlaupaskór fyrir k hlaupara með ^ eðlilegt niðurstig en óska eftir stýringu í niðurstigi Piedmont TS Support Fyrir hlaupara sem þurfa aukinn innanverðan stuðning. Ozweego Light Fyrir hlaupara sem vilja létta og góða skó. IBOLTAMAÐUR NN Laugavegi 23 - Sími 551 5599 gaffli. Þegar grænmetisbökurnar eru búnar og kaffið komið í bollana hefst spjallið. - Hvað eruð þið búin að vera lengi saman? Þau líta hvort á annað og brosa. „Það var á Músíktilraunum," segir Heiðar. „Já, við í Kolrössu vorum gestahljómsveit og þegar Botnleðja vann vorum við svo góðar að leyfa þeim að spila með okkur,“ segir Elíza. „Við erum búin að vera saman í fjögur ár núna í byrjun júní,“ segir Elíza. -Nú virðast sambönd ekkert endast vel í þessum tónlistar- bransa, sérstaklega ekki þegar fólk sést ekki oft vegna mikilla ferðalaga. Hver er galdurinn hjá ykkur? Elíza: „Það er kannski galdurinn, að vera ekki stöðugt samvistum," segir Elíza. Heiðar: „Það er líka að skilningur sé á starfi hvors annars. Við erum að vinna á sama sviði og höfum mik- inn skilning á þörfum hvors annars." „Beislið þarf að vera svolítið laust hvort á öðru. Við þurfum að leyfa hinu að vera svolítið frjálst líka í því að flakka um heiminn. Ég held að það sé lika undirstaðan í okkar sam- bandi. Við treystum hvort öðru til þess að eltast við okkar eigin drauma og svo mætumst við bara á miðri leið.“ - Heiðar, ert þú ekki að flytja með Elízu til Lundúna? Heiðar: „Nei, ekki núna strax. En ég flyt út eftir mánuð.“ -Pið eruð bæði skapandi lista- menn. Eruð þið ekkert að spá í að vinna saman? Elíza: „Það getur vel verið ein- hvem tíma. Ef þeir sem eru með okkur í hljómsveitum láta illa að stjóm þá stofnum við bara okk- ar eigið „band“. Svona ástar- dúett,“ segir Elíza og hlær. -Hjónaplata með hugljúfum ást- arlögum? „Jú, þetta er allt í bígerð,“ segir Heiðar kíminn á svip, en svipur hans er á engan hátt sannfærandi svo lík- lega verður bið á ballöðunum. - Er mikið sungið á heimilinu? Elíza: „Já, auðvitað. Kassagítarinn er alltaf uppi á borði og fiðlan nær- tæk.“ - En hvernig er verkaskiptingin hjá ykkur? Ef þið eruð bæði úti í víking, á tónleikum öll kvöld. Hver sér þá um uppvaskið? Eli'za: „Það fær nú yfirleitt að liggja í vaskinum,“ segir Elíza hlæjandi, „þangað til einhver þriðji aðili gerir athugasemd." Heiðar: „Nei, nei. Það er öllum störfum á okkar heimili skipt til helminga." Eiíza: „Hann er eiginlega húsmóð- irin og ég húsbóndinn. Hann eldar og sér um þetta fína og ég er durg- urinn,“ segir hún og skellir upp úr. - Færir hann þér blaðið í sófann ? Elíza: „Já, já. A meðan ég horfi á fréttimar." - Tónleikarnir í kvöld eru auglýst- ir sem kveðjutónleikar Bellatrix á íslandi. Er hljómsveitin farin af landi brott fyrir fullt og allt? Elíza: „Við viljum nú ekki vera að slá neinu föstu um að við séum al- fluttar út. Við erum að fara í víking og sjáum bara til með hvernig það gengur." - Nú hafið þið verið að fá mjög góða dóma erlendis. „Jú, þetta hefur gengið mjög ELIZA: „Maður verður að hafa sjálfstraustið í lagi og trúa á það sem maður er að gera.“ vel. En það hefur líka verið mikil vinna að koma sér á framfæri en við höfum trú á okkur og vonumst til að uppskera eins og við sáum. Við eram mjög ánægðar með að fjölmiðlar hafa tekið okkur svona vel. En þetta er erfiður markað- ur og við sáum á hátíðinni i Texas hversu framboðið er rosa- legt. Það vora 800 hljómsveitir að spila þarna og allar frábærar. En maður verður að hafa sjálfs- traustið í lagi og trúa á það sem maður er að gera. Vera tilbúinn að taka þátt í ævintýri og því sígaunalífi sem því fylgir." -En hvað með Botnleðju, eru þetta líka lokatónleikar ykkar á Is- landi? Heiðar: „Nei, Botnleðja á eftir að spila töluvert meira i sumar og mestmegnis úti á landi. Ég fer til London ásamt Kristni Gunnari Blöndal orgelleikara um mánaða- mótin júní-júlí og eftir það eru hlut- irnir óráðnir.“ -Ég frétti að bæði Bellatrix og Botnleðja myndu spila á tónlistarhá- tíðinni í Redding í sumar. ÓNEITANLEGA sæt saman. the park hátíðinni í Englandi og svo förum við til Svíþjóðar, Hollands og Portúgal, þannig að við munum flakka um Evrópu og spila á tón- leikahátíðum í allt sumar.“ - Og ný smáskífa, Crash, væntan- leg í júní. Eruð þið að byggja upp spenning fyrir stóru plöt- una? Elíza: „Já, það má segja það. Við ætlum að byrja að taka hana upp í haust en ég hugsa að hún komi samt ekki út fyrr en á næsta ári. Við ætlum ekki að lenda í því að keyra efnið í gegn á alltof stuttum tíma. Við ætlum bara að gera góða plötu og gefa okkur tíma í það. Þá fyrst byrjar ballið.“ -Hvað er á döfmni hjá Botnleðju, fyrir utan tónleika- hald næsta mánuðinn? Heiðar: „Það stendur til að gera smáskífu í haust úti í London. Hún kæmi þá út í kjölfar Redding-hátíð- arinnar og þá munum við fara í tón- leikaferð um Bretland.“ HEIÐAR: „Það er öllum störf- um á okkar heimili skipt til helminga.“ „Já, það er rétt,“ segir Heiðar og Elíza bætir við að umboðsmaður Bellatrix í London, Anna Hildur Hildibrandsdóttir, hafi útvegað Botnleðju tónleikana. „Þetta tengist allt,“ segir hún. „Svo eram við líka að spila á Breeze-hátíðinni og T-in HEIÐAR: „Margir halda að svona tónleikaferðir séu bara tómt fyllirí og skandalar en það er ekki rétt.“ -Er stór plata þá væntanleg í kjölfarið? Heiðar: „Já við hugsum smáskífuna sem kynningarplötu á okk- ur eins og Bellatrix gerði með g og dreifa henni til sem flestra aðila og sjá síð- an hvað gerist upp úr því.“ -En eruð þið þá komnir með allt efni á ensku? Heiðar: „Já, já. Núna þessa dagana erum við að vinna mikið nýtt efni og við semjum það beint á ensku. Við stefnum að því að vera með nánast eingöngu nýtt efni þegar við fóram út.“ - Nú er Ester hætt í Bellat- rix. Hver kemur í hennur stað? Elíza: „Eins og er spilar Hjörtur vinur okkar með okkur til bráðabirgða. Hann er reynd- ar gítarleikari, en við höfum ákveðna manneskju í huga, en ég vil ekkert gefa það upp fyrr en allt er ákveðið." -Ef við ímyndum okkur að sú staða kæmi upp að Botnleðju gengi verr í útlöndum en Bellatrix, hver yrði þá staðan? Myndir þú fylgja EIízu eða fara heim? Heiðar: „Jú ég myndi fylgja Elízu ef ég fengi limmósínu og kúbanskan vindil en ég er náttúralega virkur Morgunblaðið/Ásdís tónlistarmaður hvort sem mér er vel tekið eða ekki.“ Elíza: „Hann mundi nú ekki slá hendinni á móti limmósínu, ef það væri í boði,“ segir Elíza hlæjandi. „Vera bara í pels og_svona.“ Heiðar: „Nei, nei. Ég myndi aldrei hætta í Botnleðju til að fylgja Elízu og gera ekki neitt. Það eina sem ég vil gera er að semja tónlist og mun halda því áfram,“ segir Heiðar og blaðamaður fær samviskubit yfir að sjóða saman svona leiðinlegar að- stæður og fer strax yfir á jákvæðari nótur. -Nú hafa síðustu tvær plötur ykkar fengið mjög lofsamlega dóma. Eruð þið í Botnleðju að þróa ykkur áfram á sama sviði eða eru einhverj- ar breytingar á döfmni? Heiðar: „Já, já. Við erum alltaf að þróast. Við höfum þróast frá þeirri rosakeyrslu sem við voram fyrst þekktir fyrir. Við erum að færast yf- ir í alvarlegri tónlist og við gefum okkur meiri tíma.“ - Það er semsagt ekki breiðskífa eftir 25 tíma í hljóðveri, eins og ykkar fyrsta plata? Elíza: „Þetta var algjört met. Flestir taka upp eitt lag á ein- um degi.“ - Utanferðin leggst bara vel í ykkur? Heiðar: „Já, mjög vel. Við hit- uðum upp fyrir Blxu- á sínum tíma og kynntumst þessu þá og það var mjög gaman. En marg- ir halda að svona tónleikaferðir séu bara tómt fyllirí og skandalar en það er ekki rétt. Þetta er alltof mikil vinna til að það gangi að sukka með þessu.“ Elíza: „Það er hörkuvinna að spila kvöld eftir kvöld þótt það sé rosa- lega skemmtilegt líka. Maður þarf að sofa vel og hugsa vel um sjálfan sig. Svo fær maður svo ELlZA: „Hann eldar og sér um þetta fína og ég er durgurinn." mikið „kikk“_ að spila fyrir góða áheyrendur. Á síðustu tónleikunum okkar fylltum við klúbbinn Garage í London og það var ótrúlega gaman. Eftir tónleikana vorum við orðin svo æst að maður þurfti langan tíma að ná sér niður.“ - Nú heyrðist að hljómsveitimar myndu renna saman í kvöld og verða að einni. Hvaða sveit verður það og hvað spilað? „Botnrassa?!" segir Elíza og skellihlær. „Annars er ég að heyra fyrst af þessu núna, en þetta er at- hyglisvert. Það verður öragglega fín partístemmning.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.