Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 1
STOFNAÐ 1913 113. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Suður-Afríka Kennarar skutu nemanda Durban. AP. KENNARI og skólastjóri hófu skothríð á nemendur í fram- haldsskóla í Suður-Afríku á fimmtudag með þeim afleiðing- um að einn nemandi lést og tveir særðust. Nemendumir við Zith- okozise framhaldsskólann í Durban höfðu reiðst mjög og kastað steinum að kennurun- um er þeir uppgötvuðu að þeir höfðu verið látnir borga of hátt gjald fyrir vettvangsferð á veg- um skólans. Nemendumir kröfðust þess að fá mismuninn endurgreidd- an. Er kennararnir höfnuðu beiðninni hófu nemendur að kasta steinum í kennarana. Að sögn talsmanns mennta- málanefndar lokuðu kennar- amir sig inni á bókasafni af hræðslu við að nemendurnir gerðu þeim mein. Svo virtist sem kennaramir hefðu hafið skothríðina er nemendumir reyndu að brjótast inn, með fyrrnefndum afleiðingum. Var skólanum lokað eftir at- vikið og mættu kennaramir fyr- ir rétt í gær. Þeir sögðust hafa framið verknaðinn í sjálfsvöm. Reuters Námsmenn minnast falls Suhartos UM 3.000 indónesískir náms- menn héldu í mótmælagöngu að þinghúsinu í Jakarta í gær. Með mótmælunum var þess minnst að nú er ár liðið frá því að Suharto, fyrrverandi forseti, hrökklaðist frá völdum. Öryggissveitir skutu aðvörunarskotum upp í loftið og beittu táragasi til að dreifa námsmönnunum. Að minnsta kosti þrfr lögreglumenn og nokkrir námsmenn særðust í átökunum. ■ Lögregla/25 D’Alema stappar stálinu í ítali Rdm. Reuters. MASSIMO D’Alema, forsætisráð- herra Ítalíu, reyndi í gær að full- vissa þjóð sína um að ekki væri ástæða til að óttast að skálmöld í líkingu við þá sem ríkti á Ítalíu seint á áttunda áratugnum og í byrjun þess níunda, væri að ganga í garð á nýjan leik. D’Alema sagði hins veg- ar að morðið í fyrradag á Massimo D’Antona, háttsettum ráðgjafa ítalska vinnumálaráðherrans, væri aðfor að ítölsku lýðræði sem ítalir yrðu að svara með því að sýna sam- stöðu. „Ég vil fullvissa ítölsku þjóðina um að þeim, sem stóðu fyrir þessu tilræði, mun ekki takast að steypa Italíu aftur í það ástand sem ríkti á „árum blýsins“,“ sagði D’Alema á fréttamannafundi í gær, áður en hann fór til að vera viðstaddur útfór D’Antonas. ,Ar blýsins" var heitið sem gefið var skálmöldinni, er ríkti á árunum í kringum 1980 vegna ummerkjanna sem byssukúlur öfgamanna skildu eftir á gangstéttum á vettvangi póli- tískra hryðjuverka. ■ Hörð viðbrögð/25 Fulltrúar Rússa og Vesturlanda ræða Kosovo-deiluna Ivanov seg’ir vik- ur í samkomulag’ Bonn, Brussel, Moskvu, Aþenu, Helsinki. Reuters, AP, AFP. ÍGOR ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að loknum fundi með George Papandreou, ut- anríkisráðherra Grikklands, og Carl Bildt, sérlegum erindreka Samein- uðu þjóðanna (SÞ) í friðarumleitun- um í Júgóslavíu, að vikur væru í að samkomulag næðist í Kosovo-deil- unni ef Atlantshafsbandalagið (NATO) slægi ekki af kröfum sínum. Samningaviðræður héldu áfram í gær, án þess þó að haldbærar nið- urstöður næðust. Talsmenn NATO vísuðu á bug þeim orðrómi að til stæði að gera hlé á loftárásunum, en Joschka Fiseher, utanríkisráð- herra Þýskalands, sagði í gær að í ljósi þeirra mistaka sem NATO hefði gert í loftárásunum, þar sem þær hefðu ekki einungis hæft hem- aðarlega mikilvæg skotmörk, væri brýnt að bandalagið endurskoðaði áætlanir sínar um loftárásir. Að- spurður um ummæli Fischers sagði Jamie Shea, talsmaður NATO, bandalaginu ekki hafa borist neinar beiðnir þar að lútandi. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði vikur í að sam- komulag næðist í deilunni létu Vest- urlönd ekki af kröfunni um að al- þjóðlegt friðargæslulið yrði starf- rækt í Kosovo-héraði eftir að friður kæmist á. Einnig væm kröfur NATO um að serbneskar hersveitir fæm frá héraðinu friðarsamningum til trafala. Rússnesk og júgóslavnesk stjóm- völd sögðu biýnast að NATO hætti loftárásum sínum á Júgóslavíu, drægi herlið sitt frá nærliggjandi landamærum og hleypti Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, að samningaborðinu. Nebojsa Vujovic, talsmaður júgóslavneska utanrílds- ráðuneytisins, sagði stjóm Milos- evic vera tilbúna til friðarviðræðna og að Serbar hefðu nú þegar dregið fjölda hermanna til baka frá Kosovo. NATO og ríkisstjórn Albaníu ítrekuðu hins vegar í gær, að Milos- evic yrði að ganga að þeim skilyrð- um sem bandalagið hefði sett hon- um til að loftárásunum yrði hætt og friður kæmist á í Júgóslavíu. Milosevic ekki í samn- ingahugleiðingum Strobe Talbott, aðstoðamtanrík- isráðherra Bandaríkjanna, Martti Ahtisaari, forseti Finnlands, og Viktor Tsjemomyrdín, sérlegur er- indreki Rússlandsstjómar í málefn- um Júgóslavíu, ræddu saman um hugsanlega lausn á Kosovo-deilunni í Moskvu í gær. Ekki náðist sam- komulag í viðræðunum en Talbott sagði þær hafa verið „nægilega upp- byggilegar“ til að viðræður geti haldið áfram í Moskvu í næstu viku. Rússneskir embættismenn gagn- rýndu Bandaríkjastjóm fyrir „þrjósku" í málinu og sögðu viðræð- ur fulltrúa Vesturlanda við Tsjemomyrdín hafa aukið svartsýni á lausn á deilunni og Jjóst að friðar- viðræður í Rússlandi að undanfömu hefðu ekki borið árangur. Við komu sína til Finnlands í gær sagðist Ahtisaari ekki telja Milos- evic á þeim buxunum að samþykkja friðartillögur NATO. Ahtisaari sagðist mundu hitta Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, í Stokk- hólmi í dag tii að ræða frekari leiðir til lausnar á Kosovo-deilunni. Lítill árangur náðist á fundi G-8 hópsins, samtaka sjö helstu iðnríkja heims auk Rússlands, um lausn á Kosovo-deilunni í Bonn í gær. Giienter Pleuger hjá þýska utanrík- isráðuneytinu sagði ,jákvæð skref hafa verið stigin í samningaátt", en enn væm mikilvæg atriði sem ráð- herramir væm ósammála um. Helst væri deilt um hvemig sam- hæfa ætti hvenær serbneskar her- sveitir fæm frá Kosovo, hvenær loftárásunum yrði hætt og alþjóð- legt friðargæslulið tæki til starfa í héraðinu til að tryggja flóttafólki örugga heimkomu. ■ Nítján manns/24 Svartfellingar mótmæla júgóslavneska hernum YFIR fjögur þúsund Svartfell- ingar héldu út á götur Cetinje, sem er um 30 km suðvestur af höfuðborginni Podgorica, í gær. Vildi fólkið mótmæla aukinni viðveru hergagna og hermanna í júgóslavneska hernum í Cetinje. Fáninn sem sést á myndinni er sá sami og Svartfellingar flögg- uðu er þeir héldu í átök á mið- öldum. Mótmælin endurspegla þá miklu spennu sem vaxið hefur milli íbúanna og hernaðaryfir- valda um það hver hafí yfirráð yfir landamærunum. Sífellt fleiri fregnir hafa borist af hermönn- um sem gerast liðhlaupar úr herjum Slobodans Milosevic, for- seta Júgóslavíu. Þarlend yfirvöld neituðu hins vegar í gær að brestir væru að myndast innan hersins. Erfítt er að fylgjast með fjölda liðhlaupa en nú er talið að um 2.000 hermenn hafi flúið átakasvæði í Kosovo. Sem stend- ur byggja Vesturlönd vitneskju sína á upplýsingum sem borist hafa frá njósnurum og öðrum aðilum í Júgóslavíu. Sérfræðing- ar í leyniþjónustum á Vestur- löndum vinna nú að því að koma upp áreiðanlegra upplýsinga- kerfí og komast yfir haldbærar upplýsingar um það hvaða her- menn þetta eru, hvernig stöðu þeir hafi gegnt og hvort aðrir hafi komið í þeirra stað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.