Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 54
y 54 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Arnfríður Inga Arnmundsdóttir fæddist á Akranesi 3. apríl 1928. Hún lést á liknardeild Landspítalans 14. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arnmundur Gíslason, kaupfé- lagsstjóri, kaup- maður og verka- maður á Akranesi, «■ f. 3.3. 1890, d. 10.4. 1978, og kona hans Ingiríður Sigurðar- dóttir, húsfreyja, f. 28.4. 1893, d. 27.7. 1978. Systir hennar sammæðra er: 1) Jófríð- ur María Jóhannesdóttir, f. 17.11 1917. Alsystkin 2) Jó- hanna Dagfríður Ammunds- dóttir Backman, f. 7.1 1923. 3) Sigurður Bjartmar Arnmunds- son, f. 27.12 1925, d. 17.4. 1986 4) Sveinbjörg Heiðrún Ara- mundsdóttir, f. 15.2. 1927. Am- fríður giftist 26.8. 1950 Jónasi Sturlu Gíslasyni, prófessor og síðar vígslubiskupi, f. 23.11. 1926, d. 18.11 1998. Foreldrar —> hans voru Gísli Jónasson skóla- stjóri, f. 22.12. 1891, d. 11.10. 1967 og Margrét Jóna Jónsdótt- ir, f. 4.9. 1898, d. 1.7. 1976. Jónas og Arnfríður eignuðust tvo syni: 1) Gísli, f. 26.3. 1952, kona hans er Árný Albertsdótt- ir, f. 29.4. 1957. Þeirra börn eru: a) Ingibjörg, f. 18.9. 1976, b) Friðbjörg, f. 23.9. 1978, unnusti hennar er Ágúst Hólm Smávinir fagrir, foldarskart, fifill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fhndið stað ástarsælan, því ástin hans allstaðar fylÚr þarfir manns. (Jónas Hallgr.) Þessar ljóðlínur koma mér í hug, þegar ég minnist kærrar móður- systur minnar. Adda, eins og hún var alltaf kölluð í fjölskyldunni, var barn vorsins og gróandans. Hún leit dagsins ljós að vori og hún kvaddi þennan heim, við söng vorð- boðans ljúfa og gargsins í kríunni, sem tylltu sér niður við gluggann fyrir framan líknardeild Landspít- '^alans í Kópavoginum, þar sem hún lést. Hún hlakkaði til vorsins og tal- aði alltaf um að hressast með vor- inu. Adda var unnandi alls sem fagurt var. Blómin voru sérstakir vinir hennar, og alls staðar sem hún bjó spruttu upp fallegir garðar, með litasamsetningum sem lýstu ein- stöku næmi og smekkvísi. Hún naut návistar við náttúruna og tal- aði oft um hversu litbrigði náttúr- unnar hefðu mikil áhrif á sig. Adda hafði yndi af að hlusta á fallega tón- list og hún var alveg sannfærð um að það væri mikið sungið og spilað á himnum. . Hún var fædd og uppalin á Akra- nesi yngst fimm systkina. Verald- legum auði var ekld fyrir að fara á því heimili, en því meiri rækt var lögð við hin góðu gildi, að hjálpa þeim sem enn verr voru staddir. I öruggu skjóli og mikilli umhyggju foreldra sinna uxu þau systkinin úr grasi og fengu með sér gott vega- nesti sem mótaðist af harðri lífsbar- áttu kreppuáranna, ásamt ýmsum fróðleik sem faðir þeirra miðlaði þeim, en honum var einkar umhug- að um, að bömin töluðu fallegt og ^rétt mál og stunduðu sinn skóla af kostgæfni. Ung að árum fór Adda til Reykjavíkur, eins og þá var títt um ungar stúlkur utan af landi, og þar kynntist hún eiginmanni sfnum, Jónasi Gíslasyni. Adda helgaði líf sitt eiginmanni sínum og sonum og skapaði þeim einstaklega fallegt ^heimili, þar sem listfengi hennar fékk að njóta sín. Nokkrum árum Haraldsson, f. 19.1. 1975, c) Margrét Inga, f. 3.10. 1983, d) Jónas Sturla, f. 10.12. 1991, e) Guð- brandur Aron, f. 23.6. 1995. 2) Ara- mundur Kristinn, f. 3.6. 1955, kona hans er Aðalheiður Sig- hvatsdóttir, f. 21.5. 1956. Þeirra börn eru: a) Arafríður Inga, f. 21.4. 1976, b) Sighvatur Hilm- ar, f. 25.7. 1978, c) Erla Guðrún, f. 17.7. 1980, d) Gyða Rut, f. 11.1. 1992, e) Amar Sölvi, f. 20.6. 1994. Amfríður stundaði nám í hannyrðaskólanum Hurdal verk í Noregi 1951. Hún tók alla tíð virkan þátt í starfi eig- inmanns síns, bæði sem prests- frú hér heima og ekki síður í Danmörku þar sem heimili þeirra stóð öllum opið sem á þurftu að halda. Síðar, er eig- inmaður hennar varð vígslu- biskup, opnaði hún heimili sitt í Skálholti fyrir gestum og gangandi. Hún lauk stúdents- prófi frá öldungadeild MH 1989 og síðar BA prófi í dönsku frá HÍ 1994. Hún þýddi bókina „Parkinsonsveiki" sem er fræðslurit fyrir aðstandend- ur Parkinsonsjúklinga. Jarðsett verður í Skálholts- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. eftir að synimir voru famir að heiman lét hún gamlan draum ræt- ast. Hún settist í öldungadeild Hamrahlíðarskólans og lauk stúd- entsprófi vorið 1989. Hún lét ekki þar við sitja heldur hélt áfram og lauk BA-námi í dönsku með miklum glæsibrag, sem má teljast afrek, með öllu öðru sem hún hafði að sinna á gestkvæmu heimili. Hún naut þess að læra, enda mjög góð- um gáfum gædd. Eg á því láni að fagna, að kynni okkar Öddu urðu mjög náin, og fékk ég að njóta þess, að hún var viðstödd þegar ég fæddist. Allt frá bamæsku og fram á síðasta dag voram við miklar vinkonur, og mörg vora sameiginleg áhugamál okkar. - Ég lít út í garðinn minn og sé fyrstu vorblómin, sem era sprot- ar af blómum Öddu. Ég lít upp í himinninn og horfi á kvöldroðann, sem minnir mig á hana sem vissu- lega þráði lengra ævikvöld, með drengjunum sínum, tengdadætrum og elskuðum barnabömum. Þegar ég heyri fallega tónlist, þá minnist ég hennar. Hinsta hvíla hennar verður við hlið eiginmannsins í Skálholti. Sá allt of stutti tími sem hún bjó þar vora hennar sælustundir, í návígi við náttúrana og síbreytilega lita- dýrð Vörðufellsins, fífils í haga og návistar þess Guðs sem þessi stað- ur er helgaður. Að sonum, tengdadætrum, barnaböraum og eftirlifandi systr- um er mikill harmur kveðinn við andlát Öddu. Við Jón og bömin okkar biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Við kveðjum Óddu með mikilli þökk fyrir allt sem hún var okkur. Inga Þóra Geirlaugsdóttir. Tæpt hálft ár er umliðið síðan vinur okkar hjóna og skólabróðir, Jónas Gíslason vígslubiskup andað- ist nær 72 ára að aldri. Nú hefur dauðinn einnig hrifið vin okkar Öddu, eiginkonu Jónasar, á brott. Við lát hennar líða fram Ijúfar minningar um hana sem persónu og lífsförunaut látins vinar. Á síðustu menntaskólaáram okk- ar Páls vissum við að Jónas átti sér unnustu frá Akranesi. Hann var hamingjusamur, hafði fengið köllun til að boða Guðs orð í starfi fyrir KFUM og K í Reykjavík, í Vatna- skógi, á Akranesi og víðar. Forsjón- in hafði augljóslega leitt saman þessi tvö trúuðu ungmenni. Við hittum ekki Öddu fyrr en eft- ir brúðkaup þeirra í ágúst 1950. Það vor lauk Jónas guðfræðiprófi frá Háskóla Islands. Þau héldu um haustið til Osló til árs dvalar. Þar stundaði Jónas framhaldsnám í kirkjusögu og trúfræði en Adda var á hannyrðaskóla. Að loknu námi ytra fluttust ungu hjónin að Leifs- götu 27 þar sem foreldrar Jónasar bjuggu lengst af. Samskipti tveggja hjóna, sem aldrei bar skugga á, hófust þar og héldust til æviloka Jónasar og Öddu. Adda var einstaklega hlýleg og elskuleg í viðmóti, ftjálsleg og glað- leg í fasi. Hún var greind og hóg- vær, kurteis og sannkristin kona. Hún bar þess fagurt vitni að hún kom frá menningarheimili sam- hentra foreldra. Faðir hennar var skáldmæltur félagshyggjumaður, ættaður af Langanesi, af sterkum stofnum. Móðir hennar var fyrir- myndar húsmóðir með fagra söng- rödd. Hún var af borgfirskum bændaættum. Adda var yngst systkina sinna. Hún hafði fagra sópranrödd og fágaðan tónlist- arsmekk, enda stundaði hún um tíma nám í tónlistarskóla í Reykja- vík. Systur Öddu hafa líka góða söngrödd og mörg systraböm hennar era listamenn: Söngvarar, leikari og rithöfundur. Adda var að mínu mati gædd öll- um þeim hæfileikum og mannkost- um sem prýða mega prestskonu. Það kom sér vel, þvi það mæðir mikið á prestsfrúnni í dreifbýli og þéttbýli, ekki síst ef presturinn er ótal störfum hlaðinn eins og Jónas ætíð var. Mér koma í hug orðskvið- ir spekingsins Salómons: „Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni.“ Við Páll eigum dýrmætar minn- ingar frá samverastundum á heim- ili þeirra í Vík í Mýrdal, en þangað fluttu þau 1953 og bjuggu þar í 11 ár. Nýtt tímabil hófst í lífi þeirra er Jónas varð sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn 1964. Þar bjuggu þau í sex ár. Adda var í senn eigin- kona sendiráðsprests i Höfn og hjálparhella og sálusorgari ís- lenskra sjúklinga við Ríkisspítalann þar. Heimili þeirra í Holte stóð öll- um opið. Við áttum þess kost að gista einu sinni á heimili þeirra og njóta sem fyrr frábærrar gestrisni. Á þessu tímabili fækkaði fundum okkar, nú var vík milli vina. Við hjónin urðum fegin er sam- fundum fjölgaði við heimkomu Öddu og Jónasar. Fallegt einbýlis- hús í fógra umhverfi að Austur- gerði 3 var heimili þeirra um ára- bil eftir heimkomuna frá Höfn 1970. Milli hlýlegs heimilis þeirra og okkar í Stigahlíð 89 voru mikil tengsl af ótal yndislegum tilefnum. Jónas gaf saman allar þrjár dætur okkar og eiginmenn þeirra á áran- um 1970,1972 og 1978 og síðar son okkar og eiginkonu hans 1986. Hann skírði átta af níu barnabörn- um okkar á árunum 1970-1994. Á sorgarstundum við ótímabæran sjúkdóm og andlát einkabróður míns, Jóns Atla, sem lést 1975 fimmtugur, reyndist hann sannur sálusorgari. Adda og Jónas voru fyrirmynd- arforeldrar. Þess bera synir þeirra, séra Gísli og Arnmundur Kristinn skrifstofustjóri, fagurt vitni. Þeim auðnaðist að eignast góðar tengdadætur og 10 efnileg barnaböm. Adda og Jónas vora hamingju- söm hjón sem elskuðu, treystu og virtu hvort annað. Lengst af helg- aði Adda sig eingöngu umsvifa- miklu heimili og sonum sínum sem prestsfrú, prófessors- og biskups- frú. Um fimmtugt hóf hún lang- skólanám sem hún átti ekki kost á ung, þrátt fyrir góðar gáfur. Hún lauk stúdentsprófi og háskólanámi í dönsku með miklum ágætum. Jónas var að vonum glaður og hreykinn af afrekum Öddu. Ljúfar endurminningar eigum við Páll frá heimsóknum á heimili þeirra hjóna í Þrastarlundi 15, í Skálholti, Eiðistorgi 13 og síðast að Lækjarsmára 2. Smekkvísi og snyrtimennska Öddu settu hvar- vetna svip sinn á heimili þeirra hjóna, þar sem gestrisni, rausnar- skapur og gefandi samskipti hjón- anna við gesti þeirra réðu ríkjum. Hæst ber þó í minningum mínum heimsókn okkar skólasystkina Jónasar frá 1946 í Skálholt vorið 1994. Jónas las skýrt hrífandi, myndræna frásögn af siðbótar- manninum Oddi Gottskálkssyni, er hann þýddi Nýja testamentið yfir á íslensku við erfiðar aðstæður. Þessi heimsókn til fyrstu vígslubiskups- hjónanna með búsetu í Skálholti í 200 ár verður mér ógleymanleg. Þrátt fyrir þungbær veikindi tókst Jónasi að gera mikið fyrir Skálholt, studdur af kærleik ást- ríkrar eiginkonu. Jónas var alla ævi eldhugi og af- kastamaður. Jafnvel eftir að Park- insonssjúkdómurinn herti tökin hóf hann lífróður að ljúka sem mestu áður en yfir lyki. Honum tókst með sterku trúartrausti að láta eftir sig dýrmætar bækur og rit um trúar- leg efni og endurminningar. Þáttur Öddu í sigram Jónasar í lífi og starfi er stór. Trúarstyrkur hennar veitti henni kraft til að styðja hann af öllum mætti. Hún gekkst undir stóran uppskurð við alvarlegu krabbameini í ágúst 1997. Samt studdi hún Jónas áfram með ráðum og dáð heima hjá þeim, í heimsóknum og á mannamót, því að Jónas hafði yndi af að deila geði við vini sína og starfsbræður þrátt fyr- ir líkamsfötlun sína. Við Páll sóttum þau í heimsókn til okkar í Ásholt 4 í októberlok 1998. Jónas var þá löngu kominn í Skógarbæ. Að venju var lesin huggunarrík ritningargrein og síð- asta bænin okkar beðin saman um styrk. Þetta varð síðasta heimsókn þeirra til okkar. Mánuði síðar, þann 18. nóvember, var vinur okkar sofn- aður. Adda fylgdi honum síðasta spölinn til Skálholts. Líkamlegt þrek hennar var þorrið, en sálar- styrkur ekki. Henni auðnaðist með hjálp syst- ur sinnar, Sveinbjargar, að dveljast í þijár vikur í febrúar sl. á Kanarí- eyjum. Við Páll voram samtímis þeim systram ytra. Fómfýsi og umhyggja Sveinbjargar við systur sína var aðdáunarverð og gerði Öddu dvölina auðveldari. Aðeins ár er á milli þeirra systra og þær vora alla tíð mjög samrýndar. Raunar er samheldni aðalsmerki ættmenna Öddu. Eftir heimkomuna frá Kanaríeyj- um hrakaði Öddu hratt. Hún dvald- ist þó um tíma heima, studd af ást- vinum sínum. Síðustu vikurnar háði hún sitt harða sjúkdómsstrið af æðruleysi og undirgefni við Guðs vilja. Hún sofnaði síðasta blundinn á líknardeild Landspítalans, um- kringd ástvinum sínum, þann 14. maí. Við Páll vottum sonum þeirra Öddu og Jónasar, eiginkonum þeirra, bamabömum og allri fjöl- skyldu hennar dýpstu samúð okkar og biðjum Guð að blessa þau öll og leiða um alla framtíð. Við Páll söknum sárt dýrmætra samverastunda með sönnum vinum okkar. Á slíkum stundum var ekki fjasað um fjarskyld efni. Bænarefni okkar eftir uppbyggilegar umræð- ur vora um sanna volduga vakn- ingu inn á hvert heimili, skóla, vinnustað og söfnuð á íslandi. Ein- kunnarorð Jónasar á afmælisriti hans vora: „Oss langar að sjá Jesú.“ Lærisveinar Krists störðu til himins á eftir honum. Tveir englar á hvítum klæðum stóðu hjá þeim og sögðu við þá: „Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins. Þessi Jesús, sem varð uppnuminn frá yður, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.“ Fög- ur fyrirheit, sem öragglega uppfyll- ast á efsta degi, veita huggun og styrkja trúarvissu okkar um endur- fundi. Guðrún Jónsdóttir. ARNFRÍÐURINGA » ARNMUNDSDÓTTIR - Ég hef Drottin ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar skriðnar mér ekki fótur. Fyrir því fagnar hjarta mitt, sál mín gleðst, og líkami minn hvílist í friði, þvi að þú ofurselur Helju eigi líf mitt, leyfir eigi að þinn trúaði sjái gröfina. Kunnan gjörir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. (Sl. 16,8-11.) Arnfríður Arnmundsdóttir vissi hver hún var og að hverju hún gekk. Og hún bar sig að eins og því hæfði hverju sinni. Sjálf skipti hún ekki gjarna um hlutverk. Það gerði hins vegar maður hennar nokkram sinnum og hennar hlutur breyttist um leið. Hún hafði greinst með krabbamein. Varanleg lækning var ekki í sjónmáli. Við áttum skömmu síðar samtal um það. Samtalið var mótað af sýn reyndrar konu. Hún átti bara eitt markmið: að fá að lifa mann sinn. Og hún náði því. Lík- lega náði hún alltaf því sem hún setti sér. Samt var markið sjaldn- ast fyrir hana eina, heldur fyrir fjölskylduna, eða eiginmanninn. Ádda, eins og ég þekkti hana, var kona manns síns og móðir sona sinna. Fyrst og síðast. Þess vegna vora það líka oftast gluggarnir hans Jónasar sem hún horfði út um til að skoða heiminn. Við töluðum stundum um það. Hún var ánægð með útsýnið. Hún varð stúdent úr öldungadeild um leið og maður hennar varð vígslubiskup og hún stundaði dönskunám við Háskólann nokkra hríð eftir að þau fluttu í Skálholt. En hún gerði gys að hug- leiðingum mínum um framhald þeirra mála enda önnur verk meira aðkallandi. Það var matartími þeg- ar ég leit til hennar um daginn, og ég bað hana að forláta það. - Ég sofna þá ekki ofan í matinn minn - sagði hún, - og svo kíttum við dálít- ið um málefni sem nú er geymt og gleymt, rétt eins og svo oft áður. Það var sýnilega satt sem postulinn skrifar: - Jafnvel þótt vor ytri mað- ur hrömi, endurnýjast dag frá degi vor innri maður. - (II. Kor. 4, 16b). Adda myndi alltaf vera hún sjálf. Það yrði ekki snúið að finna hana frammi fyrir hástól Guðs þegar við verðum kölluð þangað um síðir. Ég er dálítið hróðugur yfir því að hafa átt hana að vini. Svona líka lengi. Óþrjótandi var kaffilindin í Austur- gerði þar sem fundum okkar bar fyrst saman. Og aldrei varð hún þurr. Ekki frekar en konan sem af henni jós. Vistarveran sem þau gistu hjónin nokkurra mánaða skeið í Bammental við Heidelberg við hlið okkar, lítillar námsmanna- fjölskyldu í útlöndum fyrir löngu, var kölluð eplaherbergið af því að áratugum saman var hún ekki not- uð til annars en að geyma eplaupp- skerana - og Öddu og Jónas um hríð. Tryggðaböndin brustu aldrei eftir það. Árin sem löngu síðar fylgdu í nánu sambýli á helgum Skálholtsstað treystu þau enn. Það vora góð ár. Þar skyggði ekki á. Jafnvel ekki heilsubrestur Jónasar megnaði að breyta þar nokkru. Og nú er hún gengin inn til hvíldar Drottins og þau bæði. - Rita þú: Sælir era dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já, segir and- inn, þeir skulu fá hvfld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim. - (Op. 14,13). Þökk fyrir árin öll, - þökk íyrir Skálholtsárin í nafni Skálholtsskóla og starfsfólksins þar, og þökk fyrir okkur. Guð styrki og gleðji þau öll sem nú syrgja. Margrét, Kristján Valur og synir í Skálholti. Andlát Öddu kom ekki á óvart, en samt finnst okkur sem þekktum hana hún vera tekin allt of fljótt frá okkur. Hún var ein þeirra kvenna sem helgaði fjölskyldunni krafta sína og stóð ávallt við hlið manns síns, sr. Jónasar Gíslasonar. Hún og sr. Jónas gáfu mikið af sér fyrir mig og mína kynslóð þegar við vor- um unglingar og ungt, fullorðið fólk í Kristilegu skólahreyfingunni. Þau tóku þátt í lífi okkar og vandamál- um. Ádda var ávallt róleg og yfir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.