Morgunblaðið - 22.05.1999, Side 6

Morgunblaðið - 22.05.1999, Side 6
6 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Auðvelt að nálgast eiturlyf UM 93% fólks á aldrinum 12 til 30 ára telja að þau geti mjög eða frekar auðveldlega orðið sér úti um ólögleg vímueftii á Islandi, en um 1% telur það mjög erfítt. Ef aðeins er litið á aldurshópinn 12 til 15 ára, þá telja um 83% þeirra að auðvelt sé að verða sér úti um ólögleg vímuefni. Þetta kom fram í nið- urstöðum könnunar Gallup. I könnuninni var unga fólkið einnig spurt að því hversu mikil ógn það teldi að stafaði af vímu- efnum á íslandi í dag og telja 82% fólks að mikil ógn stafi af vímuefnum. Afengisneysla var einnig könnuð og kom í ljós að um 17% unglinga á aldrinum 12 til 15 ára neyta áfengis, 82% ung- linga á aldrinum 16 til 19, 94% fólks á aldrinum 20 til 24 ára og um 85% fólks á aldrinum 25 til 30 ára. Hærra hlutfall pilta en stúlkna neytir áfengis oft eða 11% pilta en rúmlega 3% stúlkna. Reykingar voru einnig at- hugaðar, en samkvæmt könn- uninni reykja um 4% unglinga á aldrinum 12 til 15 ára, 26% ung- linga á aldrinum 16 til 19 ára og um 32% fólks á aldrinum 20 til 30 ára. 491 kærður fyrir hraðakstur ALLS var 491 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur og 54 kærðir iyrir ölvun við akstur á Islandi í vik- unni 3. til 9. maí sl, en þá fylgdist lögreglan sérstaklega með hraðakstri og ölvunarakstri í tengsl- um við verkefni norrænna lögreglu- manna undir yfírskriftinni norræna umferðarvikan. I sömu viku var fylgst með hraðakstri og ölvunarakstri á hinum Norðurlöndunum og segir Hjálmar Björgvinsson aðalvarðstjóri umferð- ardeildar ríkislögreglustjóra að fjöldi þeirra sem kærðir voru fyrir hraðakstur eða ölvunarakstur hér á landi viku hafí verið hlutfallslega svipaður fjölda þeirra sem kærðir voru á hinum Norðurlöndunum. Alls voru 14.697 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Norðurlöndunum í umræddri viku en þar af voru 565 sviptir ökuréttindum. Tveir þeirra voru á íslandi. Þá voru alls 525 kærðir fyrir ölvun við akstur á öllum Norðurlöndunum. Faldi am- fetamín í áfengis- flösku TOLLVERÐIR í flugstöð Leifs Ei- ríkssonar tóku flugfarþega með um 80 grömm af amfetamíni í fórum sínum á þriðjudag, þegar hann var að koma til landsins. Maðurinn reyndi að smygla fíkniefnunum til landsins í áfengisflösku. Málið' er talið upplýst. Þá hefur lögreglan í Reykjavík handtekið nokkra aðila og lagt hald á talsvert magn fíkniefna undan- farna daga, þar á meðal kókaín og amfetamín. Fylgst með fíkniefnasölum Lögreglan hefur að undanfömu lagt áherslu á að fylgjast með aðil- um sem grunaðir eru um sölu fíkni- efna, að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns hjá lögreglunni í Reykjavík. Þannig leiddi samstarf lögreglu- manna í þremur umdæmum í liðinni viku til handtöku tveggja manna, sem komið höfðu utan af landi til innkaupa fíkniefna í borginni. Mennimir hafa verið granaðir um sölu fíkniefna í bæ á Austurlandi og vora með um tíu grömm af hassi í fórum sínum, þegar þeir voru teknir höndum. Tveir menn sem lögreglan hafði afskipti af reyndust vera með kóka- ín í fórum sínum og maður á fímm- tugsaldri var handtekinn með rúm- lega 30 grömm af hassi í fórum sín- um, en hann er grunaður um sölu ýmissa fíkniefna til yngra fólks. Maðurinn viðurkenndi neyslu og sölu efnanna. Auk þess hefur lögreglan lagt hald á nokkurt magn fíkniefna eftir að hafa stöðvað ökumenn við um- ferðareftirlit og við leit að þýfi í húsum. „Starfsmenn fíkniefnadeildar í samstarfí við aðra lögreglumenn, bæði á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík og annars staðar, munu á næstunni leggja mun meiri áherslu á að vinna úr fyrirliggjandi upplýs- ingum frá almenningi, fylgjast með grunuðum sölumönnum fíkniefna og hafa eftirlit með þeim eftir því sem ástæða þykir til,“ segir Ómar Smári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við hættu á verðbólgu Fjárlagagerð hemji eftirspurnina Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, hefur sent frá sér fréttatilkynningu um efnahagsástandið á íslandi og varar stofnunin við hættu á aukinni verðbólgu. Telur stofnunin að fjár- lagagerð íslenskra stjómvalda eigi að gegna mikilvægu hlutverki við að hemja eftirspum á fjármálamark- aði. Stofnunin benti jafnframt á nauðsyn þess að draga úr ríkisút- gjöldum og, ekki síst, að ná stjóm á launaskriði hjá ríkisstarfsmönnum. Stofnunin telur að rétt hafi verið að hækka vexti snemma í marsmán- uði sl. og að svigrúm sé til frekari aðgerða á því sviði. Birgir ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri segir að afstaða Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins komi sér ekki á óvart. Grunnurinn að frétta- tilkynningunni sé vinna sendinefnd- ar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem kom til Islands í janúar sl. „í lok sinnar heimsóknar gaf sendinefndin frá sér yfirlýsingu sem birt var í fjölmiðlum og var hún mjög í þessum dúr. Við höfum jafti- framt rætt um að nauðsynlegt sé að beita ríkisfjármálum í svona þenslu- ástandi. Einnig höfum við beitt að- haldssamri fjármálastefnu og mun- um gera það áfram. Vaxtahækkanir hafa ekki verið á döfinni. Við fylgj- umst auðvitað með nánast frá degi til dags hvemig hinar einstöku vís- bendingar þróast sem við förum eft- ir þegar við metum ástandið. Ekk- ert hefur ennþá kallað á vaxta- hækkun að okkar mati, hvað sem seinna verður," segir Bfrgir ísleif- Hann segir að umræðan um þensluástand í efnahagslífínu sé að sínu mati dálítið ýkjukennd. „En ef ekkert verður að gert og þróunin heldur áfram eins og hún er núna gæti verið hætta framundan í efna- hagslífinu. Hættan er sú að verð- bólgan fari af stað með meiri hraða en við höfum séð. Við höfum verið í innan við 2% verðbólgu en nú hafa komið þrjár mælingar sem benda til þess að hún sé hærri en hún var í fyrra og jafnvel allt að 3%, sem er þó ekkert stórkostlegt miðað við það sem gerist í öðrum löndum. En við verðum að sjá til þess að það verði staðnæmst þar og helst að ná verðbólgu aftur niður fyrir 2%,“ sagði Birgir ísleifur. Bíóköttur HANN horfir óragur í myndavél- ina, þessi köttur sem skyndilega hefiir fengið hlutverk í bíómynd vegfarandans, enda er hann mið- bæjarköttur og vanur því að fólk dáist að honum þar sem hann sit- ur í glugganum sfnum og fylgist með mannlífinu á Laugaveginum. Helgi Hjörvar um álit minnihluta á uppbyggingu í Laugardal Sýnir sundrungu og skort á forystu Eldur kom upp í verkfæraskúr Fiskalóns Tjónið gæti numið einni milljón SIGURBERG Kjartansson fiskeldis- fræðingur telur að tjón vegna elds- voða í verkfæraskúr, bárujáms- klæddu timburhúsi, fiskeldisstöðvar- innar Fiskalóns í Ölfushreppi geti numið um eða yfir einni milljón króna. Eldsins varð fyrst vart um fimmleytið í gærmorgun og lagði þá mikinn reyk út úr húsinu. Fimm stundarfjórðungum síðar hafði slökkviliðið í Hveragerði ráðið niður- lögum eldsins. Hins vegar þurfti að kalla slökkviliðið út að nýju rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun vegna þess að aftur var farið að loga í hús- inu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn í seinna skiptið. Að sögn Sigurbergs standa út- veggir hússins uppi en þakið féll nið- ur við brunarm. Þá ■segfr-hamr að“—leysuströTidr ~ tölvubúnaður, vatnsdælur og ýmis verkfæri hafi eyðilagst í brunanum. Telur hann öruggt að húsið sé tryggt en óvíst sé með innanstokksmunina. Vegna brunans fór rafmagnið af fisk- eldisstöðinni en búið var að koma því í lag um fjögurleytið í gærdag. Fisk- urinn, segir Sigurberg, var aldrei í hættu. „Þegar rafmagnið fór af stöðvaðist dæla sem leiðir heitt vatn til fiskeldisstöðvarinnar. Það kom hins vegar ekld að sök því kalt vatn er leitt ofan úr fjalli í stöðina. Fiskur- inn var því aldrei í hættu.“ Auk Sigurbergs starfar á Fiska- lóni Höbye Christiensen eigandi stöðvarinnar. Hann hefur átt stöðina í um fimm ár og leigir hana nú Sil- ungi, fyrirtæki í fiskeldi á Vatns- TALSVERÐ umræða varð um skipulagsmál í Laugardalnum í Reykjavík á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld m.a. vegna hug- mynda um að Landssími íslands hf. fái úthlutað lóð sem tónlistarhúsi var ætluð og vegna umsóknar um byggingu kvikmyndahúss. Borgar- fulltrúar Reykjavíkurlistans segja borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sundraða í málinu en þeir sjálfir telja að meirihlutinn hafi þegar ákveðið að heimila umræddar bygg- ingar. Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram bókun vegna málsins og telur hann að endurskoða eigi öll áform um byggingáframkvæmdir austast í Laugardal á svæðinu milli Engja- vegar og Suðurlandsbrautar. Hann segir að íþróttastarf og útivist eigi að hafa forgang í skipulagi og nýt- ingu dalsins og leggja þurfi áherslu á að sátt náist um skipulag svæðis- ins jafnt innan borgarstjómar sem utan. Helgi Hjörvar, oddviti Reykjavík- urlistans, sem einkum tók þátt í um- Jimr' Gísladóttur borgarstjóra, sagði sundrungu og skort á forystu áber- andi í afstöðu sjálfstæðismanna í þessu máli. Inga Jóna Þórðardóttir og fleiri hefðu í borgarráði verið hlynnt því að höfuðstöðvar Lands- símans rísi við Suðurlandsbraut, gegnt húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Júlíus Vífill Ingvarsson hefði lagt til að þar risi víkingaaldargarður, Kjartan Magnússon og Guðlaugur Þór Þórðarson vildu að iþróttahreyf- ingunni yrði falin öll uppbygging og Ólafur F. Magnússon vildi endur- skoða öll áform. Þannig væru uppi þrjár eða fjórar skoðanir hjá minni- hlutanum. Helgi minnti á að búið væri að gefa Landssímanum vilyrði fyrir lóðinni og ekki væri eins og byggja ætti í miðjum dalnum. í ný- byggingu Landssímans væri líka gert ráð fyrir tæknisafni á jarðhæð sem gæfi gestum Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins færi á enn fjölbreyttari afþreyingu. Aðspurður sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði verið tekin nein afstaða hjá meirihlutanum til umsóknar um byggingu kvikmyndahúss, málið ~væritil skoðunar.-------------—— Borgarfulltrúar Reykj avíkurlistans lögðu áherslu á að ljúka uppbyggingu sem nú stæði yfir í Laugardalnum og neftidu framkvæmdir við sundlaug- arnar, hugmyndir um heilsuræktar- miðstöð og skautahöll og frágang á bflastæðum og aðkomu að Laugar- dalsvelli. Áskorun til borgarstjórnar vísað frá hjá ÍTR Málið var einnig rætt á fundi íþrótta- og tómstundaráðs í gær og þar lagði Kjartan Magnússon, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, það til að skora á borgarstjóm að beita sér fyrir því að það land sem enn er til ráðstöfunar í Laugardaln- um verði nýtt til starfsemi í þágu íþróttaiðkunar eða annarrar starf- semi tengdri útiveru og tómstunda- iðkun fjölskyldna. Tillögunni var vís- að frá. „Þessi frávísun og afstaðan sem fram kom í borgarstjóm stað- festir í mínum augum þau áform meirihlutans að láta verða af bygg- ingu kvikmyndahúss og leiktækjasal- ar í Laugardalnum," sagði Kjartan Magnússon í samtali við Morgunblað- iðígær. ........

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.