Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU SIF kaupir 70% hlut í Armengol, helzta keppinaut sfnum á Spánarmarkaði SAMNINGUR á rnilli SIF hf. og eig- endanna að E&J Armengol S.A. í Barcelona um kaup SÍF hf. á 70% hlut í félaginu hefur nú verið undir- ritaður. Einnig hafa verið undirritað- ir starfssamningar við eigendur að E&J Armengol S.A. þá Eduard Ar- mengol, sem gegna mun áfram fram- kvæmdastjórastöðu við félagið og Jo- an Armengol sem gegna mun áfram stöðu sölu- og markaðsstjóra. Sam- kvæmt samningnum er gert ráð fyrir að yfirtakan eigi sér stað 31. júlí nk. að undangenginni endurskoðun á fé- laginu. Með þessum kaupum er SÍF komið með tæpan þriðjung allra salt- fiskviðskipta á Spáni og með um 20% viðskipta með saltfisk í heiminum. Velta SIF verður að þessu loknu um 22 milljarðar króna. Veltan um 1,5 milljarðar króna E&J Armengol S.A. hefur í gegn- um tíðina verið öflugasti keppinaut- ur dótturfélaga SÍF hf. á Spáni, Union Islandia S.A og Comercial Heredia S.A. Félagið hefur keypt frá keppinautum SÍF hf. á íslandi um 3000 tonn af saltfiski á ári, ásamt því að hafa keypt saltfisk frá Færeyjum og Noregi. Velta félagsins á síðasta ári var um 3000 milljónir peseta eða um 1,5 milljarður ísl. kr. og hefur reksturinn gengið vel, einnig er eig- infjárstaðan sterk. Vörumerki félagsins er þekkt á meðal kaupenda á Spáni og hefur fé- lagið yfir að ráða öflugu dreifikerfi á afurðum sínum. Félagið hefur aukið sölu sína á fullunnum -------------- saltfiskafurðum verulega á undanfómum misser- um, ásamt því að sér- pakka stórum hluta af sínum vörum í neytenda- pakkningar. Einnig dreifir félagið léttsöltuðum frystum flökum, reykt- um laxi o.fl. afurðum. Um 60 starfs- menn starfa hjá félaginu í dag og Markaðshlutdeild SÍF á Spáni um 30% Armengol þekkt vöru- merki ekki er gert ráð fyrir breytingu á því. Erum að styrkja stöðu okkar „Með þessum kaupum er SÍF- samstæðan að styrlqa verulega stöðu sína á Spánarmarkaði. Við þessar aðstæður er markaðshlut- deild samstæðunnar orðin yfir 60% á Katalóníumarkaði, á markaði sem í gegnum tíðina hefur greitt hvað hæst verð fyrir saltfiskafurðir. Með þessum kaupum er SÍF-samstæðan einnig að styrkja stöðu sína gagn- vart viðskiptavinum sínum hérlend- is, þ.e. saltfiskframleiðendum, með millOiðalausum aðgangi að mjög öfl- ugum dreifileiðum að einum besta saltfiskmarkaði sem völ er á,“ segir í frétt um samninginn frá SÍF. Gunnar Öm Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, segir kaupin á 70% hlutafjár í Armengol afar mikil- væg fyrir félagið. „Armengol er mjög öflugt í framhalds- og full- vinnslu afurða úr saltfiski og með gott dreifingarkerfi. Dótturfyrirtæki okkar, Union Islandia, í Barcelona hefur á hinn bóginn verið meira í því að dreifa saltfiskinum í 25 kílóa köss- um inn á matvörumark- aði og sérstakar saltfisk- verzlanir. Þetta eykur breiddina hjá okkur og __________ styrkir stöðu okkar á markaðnum verulega, enda hefur Armengol veitt okkur meiri samkeppni en nokkur annar keppinautur á markaðnum. Þessi kaup hafa einnig haft áhrif hér heima, því þeir sem hafa verið að selja Armengol fisk héðan að heiman finna ekki annan kaupanda sem tek- ur við 3.000 tonnum á ári. Til þess er enginn nógu stór lengur. Með þessu erum við komnir með stærri einingu en áður og samkeppnishæfari rekst- ur,“ segir Gunnar Órn. Losa okkur við milliliðina Hann segir enn fremur að með þessum kaupum sé SÍF að styrkja stöðu sina gagnvart viðskiptavinum sínum hér heima verulega. „Stefiia okkar hefur verið sú að losa okkur við milliliðina, sem hafa verið á milli okk- ar og hins endanlega kaupanda. Með þessu erum við að ná mikilli hag- kvæmni gegn um allt kerfið, bæði fyr- ir framleiðendur og okkur sjálfa. Við vonumst eftir því að þeir sem hafa selt Armengol fisk héðan haldi því árfram, en framleiðendur ráða því auðvitað sjálfir við hvaða útflytjendur þeir skipta. Við værum auðvitað mjög ánægðir ef þessi viðskipti færast yfir til okkar. Armengol og Union Islandia verða rekin sem algerlega aðskilin félög. Sömu stjórnendur verða áfram hjá Armengol og áherzlan verður áfram lögð á fullvinnslu afurðanna fyrir smásölu í stórmörkuðum. Union Is- landia heldur svo áfram sínu striki. Það hefur verið að selja meira og meira inn á stórmarkaði og risamarkaði og auka vöruúrval sitt, meðal annars að taka reyktan lax frá Frakklandi. Fyrirtækið hefur verið að setja upp svokallaðar útvatnara- w K0MDUI Hagnýtt nám til framtíðar í nútímaskóla. Kennslan í dag byggir á að koma skólanum og nemendum hans inn í 21. öldina. Kennslan er í stöðugu endurmati og henni breytt í takt við þróun tímans. Hin aukna tæknivæðing í sjávarútvegi er höfð að leiðarljósi. Markmið skólans er að útskrifa fiskiðnaðarmenn sem geta tekið að sér gæða- verk- og framleiðslustjórnun. Nemendum skólans heíur vegnað vel í störfum og margir hafa unnið sig upp í toppstöður. Allmargir nemendur hafa haldið áfram námi á háskólastigi. Inntökuskilyrði hafa verið rýmkuð. Almennt er gerð krafa um 52 einingar úr framhaldsskóla. Almennt nám í Fiskvinnsluskólanum er 4 annir. Námið er lánshæft. fg Umsóknarfrestur er til 4. júní. -W _ r Hvaleyrarbraut 13 220 Hafnarfírði Sími: 565 2099 Fax: 565 2029 Gsm: 892 0030 Heimasíða: http://rvik.ismennt.is/~fiskvin Netfang: gislier@ismennt.is búðir, saltfiskverzlanir í stórmörkuð- unum. Þar hefur meðal annars verið gerður samningur við stórmarkaða- keðjuna Prica um samstarf. Þetta hefur gengið ágætlega og lögð verð- ur áherzla á framhald þessarar þró- unar. Union Islandia selur megnið af sínum fiski tU endanlegs notanda, fiskbúða og veitingahúsa eins og Ar- mengol. Við leggjum áherzlu á að ná sterkri stöðu á þessu sviði og ekki aðeins í Katalóníu, heldur öllum Spáni. Bæði þessi fyrirtæki hafa mjög sterka stöðu á Norður-Spáni, en Union Islandia hefur verið með sterkari stöðu á Suður-Spáni. Þá hefur annað dótturfyrirtæki okkar Commercial Heredia mjög sterka stöðu syðst í Katalóníu.“ Stenzt samkeppnislög Hvað með samkeppnislög á Spáni, geta þau sett strik í reikninginn? „Það voru sett ný samkeppnislög á Spáni í aprU síðastliðnum. Við þurf- um að fara betur í gegn um það ferli, en samkvæmt því sem lögfræðingar okkar segja eru litlar sem engar lík- ur á því að þetta verði stoppað, en hugsanlega settir ein- ------------------- hverjir skilmálar. Við Bætir stöðu keyrum því á þetta af framleið- fullum krafti.“ Union Islandia seldi á _____ síðasta ári um 4.600 tonn af saltfiski, Armengol um 3.000 og Heredia um 500 tonn. Samtals verða fyrirtæki í eigu SÍF því með rúm- lega 8.000 tonn árlega miðað við stöðuna núna. Það er tæplega þriðj- ungur af öllum saltfiskmarkaðnum á Spáni. Samanlögð velta verður þá um það bil 3,5 mUljarðar króna. Að þessu loknu verður árleg velta SIF að minnsta kosti 22 mUljarðar króna miðað við óbreyttar forsendur. enda munum jafnframt ná hagkvæmni í flutningum í gegn um okkar eigin flutninga, birgðahald verður hag- kvæmara, en birgðahald fyrir Spán er í Jonzac í Frakklandi og við mun- um ná fram ýmissi annarri hag- kvæmni, sem á að geta styrkt sam- keppnisstöðu okkar.“ Færri og stærri Rekstur Armengol hefur gengið vel. Hvers vegna er þá verið að selja meirihlutann í því? „Fyrirtækið er vissulega í góðum rekstri og fjárhagslega vel sett. Þeir era ekki að selja af fjárhagslégum ástæðum. Þeir sjá framtíðina fyrir sér með þeim hætti, að aðilum í inn- flutningi og dreifingu á saltfiski er að fækka og þeir eru að stækka. Það verður erfiðara og erfiðara að keppa vi_ð stóru aðUana, sem hafa, eins og SIF, góðan aðgang að hráefni, bæði á Islandi, í Noregi, Færeyjum og í Kanada. Það verður stöðugt mikil- vægari þáttur í starfsemi af þessu tagi að tengja saman hráefnisöflun og dreifingu til endanlegs kaupanda, losa sig við milliliðina. Nánast allar okkar fjárfestingar að undanfömu felast í því að kaupa aðgang að markaði og fá tækifæri til að koma vörum okkur til endanlegra kaup- enda. Kaupin á Armengol eru liður í þessu og þar erum við einnig að fjár- festa í mjög góðu vörumerki. Svona fjárfesting í vörumerki og markaði tryggir jafnframt stöðu framleið- enda hér heima. Þeir eru þá örugg- ari með að selja fram- leiðslu sína á viðunandi verði. Leiðin fyrir fiskinn þeirra inn á markaðin er mun greiðari en ella. ““ Eigendur Armengol gerðu sér grein fyrir því að sam- keppnin yrði þeim erfið í framtíðinni vegna þess að þá skorti nægilega ör- uggan aðgang að hráefni. Þeir sáu þvi hag fyrirtækisins bezt borgið með því að sejja SÍF meirihluta í fé- laginu til að tryggja framtíð þess. Ýmis hagkvæmni „Með kaupunum á Armengol fáum við vonandi meira magn í gegn um kerfið án þess að auka kostnað. Yið Aðgangur að hráefni mikilvægur Þessar stóru verzlunarkeðjur taka viðskipti við þá, sem hafa öruggan aðgang að hráefni og breitt vöruúr- val, fram yfir hina, sem eru smærri geta ekki sýnt fram á að þeir geti alltaf staðið við afhendingu á réttum tíma. Til þess að halda velli í þessari hörðu samkeppni er aðgangur að hráefni nauðsynlegur, breitt vöruúr- val og öflugt dreifikerfi lykillinn að velgegni. 1998 settum við okkur það mark- mið að ná 20% hlutdeild i saltfiskvið- skiptum í heiminum á fimm árum. Við erum að komast á það stig nú,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson. GOLFEFNABUÐIN Borgartúni 33 flísar íríaP"ket verð ^jpóð þjónusta ... .......' Taktu vel á móti skátum LfiJfcÉJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.