Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 29 LISTIR Ljósmynd/Grímur Bjarnason BESSI Bjamason og Guðrún Þ. Stephensen í hlutverkum sínum. Þjóðleikhúsið í leik- ferð með Mann í mislitum sokkum UM mánaðamót hefst leikferð Þjóð- leikhússins með leikrit Arnmundar Backman, Maður í mislitum sokk- um, í leikstjórn Sigurðar Sigurjóns- sonar. Verkið hefur verið sýnt á Smíðaverkstæðinu frá liðnu hausti. Að þessu sinni verður sýnt á fimm stöðum á landinu, byrjað á Snæfellsbæ, þaðan í ísafjarðarbæ, á Blönduós, í Aðaldal og endað á Austurhéraði. Verður 100. sýning á verkinu á Isafirði hinn 5. júní. Maður í mislitum sokkum lýsir í léttum dúr viðburðaríkum dögum í lífi ekkju á besta aldri og nokkuiTa vina hennar. Hvað gerir góðhjörtuð kona þegar hún finnur ókunnugan, rammvilltan og minnislausan mann á förnum vegi? Tekur hann auðvitað með sér heim! Leikendur í Mislitum sokkum eru úr hópi ástsælustu leikara landsins, þau Þóra Friðriksdóttir, Bessi Bjarnason, Guðrún Þ. Stephensen, Erlingur Gíslason, Helga Bach- mann, Arni Tryggvason, Tinna Gunnlaugsdóttir og Olafur Darri Olafsson. Lýsingu hannar Asmund- ur Karlsson. Höfundur leikmyndar og búninga er Hlín Gunnarsdóttir. Sigurður Sigurjónsson leikstýrir. Sýningar eru 2. júní í Félags- heimilinu á Klifi, Olafsvík, 4. og 5. júní í ísafjarðarbæ og í Félagsheim- ilinu Hnífsdal, 8. júní 1 Félagsheim- ilinu Blönduósi, 9. júní í Félags- heimilinu Ýdölum í Aðaldal og 11. og 12. júní í Félagsheimilinu Vala- skjálf á Egilsstöðum. Sýningarnar hefjast kl. 20.30. DAGAR lita og tóna heitir lista- hátíð sem haldin er í Akóges í Vestrnannaeyjum nú um helgina. Boðið verður upp á djasstónleika laugardags- og sunnudagskvöld og líkt og fyrri ár hefur mynd- listarmanni verið falið að móta umgjörð hátíðarinnar. Það er Grímur Marinó Stein- dórsson sem sýnir verk úr blandaðri tækni í Akóges. Einn skúlptúra hans, Harpa, er tákn liátíðarinnar og verður komið fyrir við ytri höfnina að hátíð lokinni. A sýningu Gríms verða skúlptúrar, veggmyndir úr málmi og klippi-, vatnslita- og olíumyndir. Menning- ardagar í Eyjum Hermann Einarsson, einn for- svarsmanna hátíðarinnar, segir helstu djasstónlistarmenn lands- ins spila í Eyjum um helgina. En hátíðin er nú haldin í áttunda sinn. Meðal þeirra sem þar koma fram eru þeir Ami Schev- ing, Karl Möller, Alfreð Alfreðs- son, Árni Elvar og dixiesveit lúðrasveitar Vestmannaeyja. Að sögn Hermanns enda tónleikarn- ir bæði kvöldin á djammsessjón. Hermann segir mikið um að vera í Eyjum um helgina, en há- punktur hátíðarinnar verði þó í raun ekki fyrr en sunnudaginn 30. maí, þegar Niels-Henning 0rsted Pedersen spilar í Eyjum á tónleikum tileinkuðum minn- ingu Eyjólfs Pálssonar, eins for- göngumanna hátíðarinnar. Sýn- ing Gríms stendur fram yfir tónleika Niels Henning og er þetta önnur sýning hans á ár- inu. GRÍMUR Marinó Steindórsson við eitt verka sinna. HARPA, tákn listaliátíðarinnar, sem komið verður fyrir við ytri höfnina. Hátíðardagskrá í tilefni sjötugsafmælis írska leikritaskáldsins Brians Friels Þykir fremsta núlifandi s leikritaskáld Ira ÍRSKA leikritaskáldinu Brian Fri- el var fagnað vel við hátíðlega at- höfn sem haldin var í Abbey-leik- húsinu í Dublin fyrir skömmu en Friel varð sjötugur fyrr á þessu ári. Kynnti rithöfundurinn og bókmenntafræðingurinn Seamus Deane þá hátíðardagskrá, sem efnt er til í tilefni afmælisins, og sem vara mun allt fram í ágúst. Sett verða upp helstu leikrit Fri- els, lesið verður upp úr verkum hans og efnt til ýmissa annarra viðburða. Friel er þekktasta núlifandi Ieikritaskáld íra en hann fæddist í bænum Omagh á Norður-Irlandi og hefur ástandið á N-Irlandi ávallt verið honum nokkuð hug- leikið, þótt hann hafi reyndar í verkum sínum tekist á við ýmisleg sammannleg einkenni. Friel vakti fyrst athygli á sér árið 1964 með leikritinu Phila- delphia, Here I Come sem fjallar um angist og vandamál ungs íra sem flytjast vill búferlum til Bandarílqanna, eins og svo al- gengt var um Ira fyrr á þessari öld. Angistin og mannleg vandamál er reyndar eitt af helstu viðfangs- efnum Friels og leikritið Freedom ofthéCity, frá árinu 1974, byggði hann m.a. á atburðum „blóðuga sunnudags" í Derry árið 1972, þegar breskir hermenn skutu til bana þrettán óbreytta borgara, eftir að kaþólikkar höfðu efnt til mótmælagöngu í borginni. Onnur helstu verk Friels Volun- teers, frá árinu 1975, og Translations frá árinu 1980, fjalla ekki með beinum hætti um vanda- mál N-Irlands en í báðum má þó finna undirtóna sem skírskota til ástandsins. Er það álit margra fræðimanna að síðartalda leikritið sé hans besta. Meðal annarra leikrita má nefna eitt af þeim nýrri, Dancing at Lughnasa frá árinu 1990, sem í fyrra var kvikmyndað og fór leik- konan Meryl Streep með aðalhlut- verkið í kvikmyndaútgáfunni. Eins og svo mörg önnur gerist það í þorpinu Ballybeg í Donegal- sýslu, þorpi sem Friel bjó til í upphafi ferils síns og hefur gjarn- an nýtt sem baksvið fyrir þau átök nútíma og fortíðar, framfara og afturhalds eða samheldni og þjóðfélagslegs niðurbrots sem svo mjög einkenna verk hans. Friel er sagður ekki mjög gef- inn fyrir athygli fjölmiðlanna og hefur kosið að helga líf sitt leik- húsinu. Verk hans þykja þó standa fyllilega fyrir sínu, og vel það, og þykir Friel-leiklistarhátíð- in einn helsti viðburður í írsku menningarlífi á þessu ári. ÞESSI AUGLÍSING E R BIRT í UPPLÝSINGASKYNI VERÐTRYGGÐ EINGREIÐSLUBRÉF FBA GJALDDAGI 10. APRÍL 2 0 0 5 VERÐBRÉFAÞING ÍSLANDS HEFUR SAMÞYKKT AÐ TAKA TIL SKRÁNINGAR VERÐTRYGGÐ EINGREIÐSLUBRÉF FBA: 1. flokkur 1999 Krónur 2.000.000.000,00 Gjalddagi 10. apríl 2005 Fjárfestingarbanki atvinnulífsins tekur að sér markaðsmyndun á ofangreindum flokki og hefst viðskiptavaktin eigi síðar en 10. apríl 2003. Skuldabréfaflokkurinn verður skráður 26. maí 1999. Skráningarlýsingu og önnur gögn s.s. samþykktir og síðasta ársreikning er hægt að nálgast hjá FBA, Ármúla 13A, Reykjavík, v; umsjónaraðila skráningarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.