Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 9 Nýtt örorkumat tekur gildi á hausti komanda LÆKNADEILD Tryggingastofn- unar ríkisins (TR) hefur útbúið nýjan mælikvarða fyrir örorkumat í samræmi við nýsamþykktar breytingar á lögum um almanna- tryggingar sem taka eiga gildi hinn 1. september nk. Nýju örorkumati er ætlað að byggja alfarið á læknis- fræðilegum forsendum en með því munu þeir sem læknisfræðilega teljast öryrkjar á háu stigi fá ör- orkuskírteini og þau réttindi sem því fylgja, óháð því hvort þeir stunda vinnu eða ekki. Hingað til hafa þeir sem stundað hafa vinnu, þrátt fýrir erfiða sjúk- dóma eða fótlun, ekki fengið ör- orkuskírteini. Þar með hafa þeir misst þau réttindi sem skírteininu fylgja, svo sem lægri greiðslu fyi'ir læknisþjónustu, lyf og sjúkra-, iðju- og talþjálfun. Helgi Seljan, framkvæmdastjóri Öryrkjabanda- lags Islands, telur að þessar breyt- ingar á örorkumati séu spor í rétta átt og geti leitt til góðs. Hann bendir á að Öryrkjabandalagið hafi íýlgst með umræddri lagasetningu og mælt með samþykki hennar. „Þeir sem hafa verið örorkulíf- eyrisþegar í mörg ár og býðst vinna missa örorkulífeyrinn ef tekjur fara yfir ákveðið mark,“ segir í athugasemdum við um- ræddar breytingar á almanna- tryggingalögunum. „Við næsta endurmat á örorku er jafnframt hugsanlegt að þeir missi örorku- skírteinið, þ.e. örorka er þá metin 65%, 50% eða jafnvel minni en 50% án þess að sjúkdómsástand eða fötlun hafi nokkuð batnað. Þetta getur haft í för með sér verulega aukinn kostnað vegna læknisþjón- ustu, lyfja og þjálfunar. Þau störf sem öryrkjum bjóðast eru yfirleitt lágt launuð. Það er hins vegar sorglegt að einstakiingur, sem vill komast út í lífið og nýta krafta sína til að auka tekjumar, getur lækkað í tekjum vegna tekjutenginga, auk þess sem viðkomandi missir þau hlunnindi sem örorkuskírteinið veitir.“ Getur leitt til góðs Helgi Seljan, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Islands, telur að þessar breytingar á örorkumati geti leitt til góðs svo framarlega sem mælikvarðinn eða staðallinn sem miða á við verði rétt nýttur, þ.e. nýttur eins og lögin geri ráð fyrir. Aðalávinningurinn sé sá að þeir sem stundi vinnu geti áfram fengið niðurgi-eidda ýmsa þjónustu gegn framvísun örorkuskírteinis. Lífeyristryggingadeild Trygg- ingastofnunar mun áfram íýlgjast með tekjum örorkuþega og greiða örorkubætur í samræmi við þær. „En þeir [öryi'kjar] missa ekki sín réttindi [svo sem niðurgreiðslu á læknisþjónustu] sem getur haft mikla þýðingu fyrir marga þessara manna, sem þrátt fyrir vinnu eru mjög illa á sig komnir sem öryi'kj- ar,“ segir Helgi. Nýi mælikvarðinn eða staðallinn, sem felst m.a. í ákveðnum spum- ingum til að meta líkamlega færni og geðræn vandamál, er byggður á breskri fýrirmynd. Tryggingaráð hefur staðfest staðalinn og gert er ráð fyrir því að heilbrigðis- og tryggingamálaráðheri'a muni birta hann innan skamms í reglugerð. Haraldur Jóhannsson, trygginga- læknir hjá TR, segir að nýja ör- orkumatið sé sanngjarnara en hið fyrra, til að mynda vegna þess að með því verði örorka metin án þess að miða við tekjur. í athugasemd- um við frumvarpið að umræddum breytingum kemur fram að breyt- ingamar muni hafa um 35 til 50 milljóna króna kostnaðarauka í för með sér fyrstu árin og um 10 til 20 m. kr. á ári eftir það. „Kostnaður- inn verður eitthvað meiri í upphafi vegna aukinna útgjalda í sjúkra- tryggingum þar sem fleiri öryrkjar munu njóta afsláttarkjara í lyfja-, læknis- og þjálfunarkostnaði." Nýir bolir — allar stærðir Bómullarbolur fylgir hverjum stretchbuxum í dag! Eddufelli 2 - sími 557 1730. Opið í dag frá kl. 10—15. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 Opið í dag 12-14 552 9077 Grettisgata Fallegt timburhús á steyptum kjallara ca 150 fm. Mikið endurn. m. sólstofu. Sérbílast. Áhv. 7,7 millj. húsbr. og byggsj. Verð 13,7 millj. Einiberg hf. einbýli Fallegt 150 fm einbýlishús á einni hæð m. 4 svefnh., parketi, 2 stofum, tvöf. 50 fm bílsk. Skipti möguleg á 4ra herb. íb. m. bílsk. Verð 15,7 millj. Þrastarnes einbýlishúsalóð 1254 fm á úrvalsstað vestarlega á Arnarnesi. Eignarlóð, gatnagerð- argj. greidd. Verð 5,5 millj. Grettisgata sérhæð Gullfalleg 100 fm sérhæð, hæð og ris i tvíbýli með parketi. 3 svefn- herbergi. Friðsæll staður, bakhús. Verð 11,7 millj. Tunguvegur sérhæð Falleg 4 herb. 92 fm efri sérhæð í tvíbýli ásamt 32 fm bílskúr. 3 svefnherb, stofa og sólstofa. Allt sér. Frábær staðsetning. Verð 11,5 millj. Blikahólar 4ra herb. Falleg 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í lítilli blokk ásamt 25 fm bílskúr. Verð 8,7 millj. Baldursgata 3 herb. Glæsileg 3ja herb. íbúð á 1. hæð með tveimur skiptanlegum stofum og rúmgóðu svefnherb. Parket. Nýlegt gler. Verð 7,2 millj. Grundarstígur 2ja herb. Af- burðaglæsileg 64 fm íbúð á 1. hæð í endurbyggðu steinhúsi, Parket, vandaðar innréttinaar. Sérbílastæði. Laus strax. Ahv. húsbréf 4,4 millj. Verð 8,3 millj. Mýrargata 2ja herb. 56 fm íbúð á 1. hæð í þríbýli. Mikið end- urnýjuð. Áhv. 3,7 millj. Verð 5,5 millj. ýg>mbl.is I LLTAf= eiTTH\SA0 l\IÝT~l I NÝBAKAÐIR flugmenn hjá Flugmennt. Flugnemar útskrifast FLUGSKÓLINN Flugmennt út- skrifaði hóp nemenda af einka- flugmannsnámskeiði laugardag- inn 1. maí. Aðsókn nýnema í skólann er veruleg og síst minnkandi milli ára, segir f fréttatilkynningu frá skólanum. Á næstunni standa fyrir dyrum miklar breytingar á flugnámi á Islandi, en þá taka gildi samevr- ópskar flugreglur sem kalla á breytt fyrirkomulag flugskóla. Þá mun Flugskóli Islands taka til starfa og verður flugkennsla sem áður var á hendi t.d. Flug- menntar og Flugtaks undir hans stjórn. Ferðatöskubönd með nafninu þínu! &ögn múla 17a - simi 588 1980 J) TINNA Lind Gunnarsdóttir tekur við viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Hún hafði hæstu meðaleinkunn skólans, 91%. Sportlegur fatnaður í fríið og ferðalagið hiáXýGufnkiUi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. ecco SKÖVERSLUN KÓPAVOGS HAIVIRABGRG 3 • SÍIVIi 554 1754 DAGAR 19. til 22. maí Gangur iífsins kynningarafsláttur af öllum ecco skóm ecco 10%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.