Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 9

Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 9 Nýtt örorkumat tekur gildi á hausti komanda LÆKNADEILD Tryggingastofn- unar ríkisins (TR) hefur útbúið nýjan mælikvarða fyrir örorkumat í samræmi við nýsamþykktar breytingar á lögum um almanna- tryggingar sem taka eiga gildi hinn 1. september nk. Nýju örorkumati er ætlað að byggja alfarið á læknis- fræðilegum forsendum en með því munu þeir sem læknisfræðilega teljast öryrkjar á háu stigi fá ör- orkuskírteini og þau réttindi sem því fylgja, óháð því hvort þeir stunda vinnu eða ekki. Hingað til hafa þeir sem stundað hafa vinnu, þrátt fýrir erfiða sjúk- dóma eða fótlun, ekki fengið ör- orkuskírteini. Þar með hafa þeir misst þau réttindi sem skírteininu fylgja, svo sem lægri greiðslu fyi'ir læknisþjónustu, lyf og sjúkra-, iðju- og talþjálfun. Helgi Seljan, framkvæmdastjóri Öryrkjabanda- lags Islands, telur að þessar breyt- ingar á örorkumati séu spor í rétta átt og geti leitt til góðs. Hann bendir á að Öryrkjabandalagið hafi íýlgst með umræddri lagasetningu og mælt með samþykki hennar. „Þeir sem hafa verið örorkulíf- eyrisþegar í mörg ár og býðst vinna missa örorkulífeyrinn ef tekjur fara yfir ákveðið mark,“ segir í athugasemdum við um- ræddar breytingar á almanna- tryggingalögunum. „Við næsta endurmat á örorku er jafnframt hugsanlegt að þeir missi örorku- skírteinið, þ.e. örorka er þá metin 65%, 50% eða jafnvel minni en 50% án þess að sjúkdómsástand eða fötlun hafi nokkuð batnað. Þetta getur haft í för með sér verulega aukinn kostnað vegna læknisþjón- ustu, lyfja og þjálfunar. Þau störf sem öryrkjum bjóðast eru yfirleitt lágt launuð. Það er hins vegar sorglegt að einstakiingur, sem vill komast út í lífið og nýta krafta sína til að auka tekjumar, getur lækkað í tekjum vegna tekjutenginga, auk þess sem viðkomandi missir þau hlunnindi sem örorkuskírteinið veitir.“ Getur leitt til góðs Helgi Seljan, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Islands, telur að þessar breytingar á örorkumati geti leitt til góðs svo framarlega sem mælikvarðinn eða staðallinn sem miða á við verði rétt nýttur, þ.e. nýttur eins og lögin geri ráð fyrir. Aðalávinningurinn sé sá að þeir sem stundi vinnu geti áfram fengið niðurgi-eidda ýmsa þjónustu gegn framvísun örorkuskírteinis. Lífeyristryggingadeild Trygg- ingastofnunar mun áfram íýlgjast með tekjum örorkuþega og greiða örorkubætur í samræmi við þær. „En þeir [öryi'kjar] missa ekki sín réttindi [svo sem niðurgreiðslu á læknisþjónustu] sem getur haft mikla þýðingu fyrir marga þessara manna, sem þrátt fyrir vinnu eru mjög illa á sig komnir sem öryi'kj- ar,“ segir Helgi. Nýi mælikvarðinn eða staðallinn, sem felst m.a. í ákveðnum spum- ingum til að meta líkamlega færni og geðræn vandamál, er byggður á breskri fýrirmynd. Tryggingaráð hefur staðfest staðalinn og gert er ráð fyrir því að heilbrigðis- og tryggingamálaráðheri'a muni birta hann innan skamms í reglugerð. Haraldur Jóhannsson, trygginga- læknir hjá TR, segir að nýja ör- orkumatið sé sanngjarnara en hið fyrra, til að mynda vegna þess að með því verði örorka metin án þess að miða við tekjur. í athugasemd- um við frumvarpið að umræddum breytingum kemur fram að breyt- ingamar muni hafa um 35 til 50 milljóna króna kostnaðarauka í för með sér fyrstu árin og um 10 til 20 m. kr. á ári eftir það. „Kostnaður- inn verður eitthvað meiri í upphafi vegna aukinna útgjalda í sjúkra- tryggingum þar sem fleiri öryrkjar munu njóta afsláttarkjara í lyfja-, læknis- og þjálfunarkostnaði." Nýir bolir — allar stærðir Bómullarbolur fylgir hverjum stretchbuxum í dag! Eddufelli 2 - sími 557 1730. Opið í dag frá kl. 10—15. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 Opið í dag 12-14 552 9077 Grettisgata Fallegt timburhús á steyptum kjallara ca 150 fm. Mikið endurn. m. sólstofu. Sérbílast. Áhv. 7,7 millj. húsbr. og byggsj. Verð 13,7 millj. Einiberg hf. einbýli Fallegt 150 fm einbýlishús á einni hæð m. 4 svefnh., parketi, 2 stofum, tvöf. 50 fm bílsk. Skipti möguleg á 4ra herb. íb. m. bílsk. Verð 15,7 millj. Þrastarnes einbýlishúsalóð 1254 fm á úrvalsstað vestarlega á Arnarnesi. Eignarlóð, gatnagerð- argj. greidd. Verð 5,5 millj. Grettisgata sérhæð Gullfalleg 100 fm sérhæð, hæð og ris i tvíbýli með parketi. 3 svefn- herbergi. Friðsæll staður, bakhús. Verð 11,7 millj. Tunguvegur sérhæð Falleg 4 herb. 92 fm efri sérhæð í tvíbýli ásamt 32 fm bílskúr. 3 svefnherb, stofa og sólstofa. Allt sér. Frábær staðsetning. Verð 11,5 millj. Blikahólar 4ra herb. Falleg 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í lítilli blokk ásamt 25 fm bílskúr. Verð 8,7 millj. Baldursgata 3 herb. Glæsileg 3ja herb. íbúð á 1. hæð með tveimur skiptanlegum stofum og rúmgóðu svefnherb. Parket. Nýlegt gler. Verð 7,2 millj. Grundarstígur 2ja herb. Af- burðaglæsileg 64 fm íbúð á 1. hæð í endurbyggðu steinhúsi, Parket, vandaðar innréttinaar. Sérbílastæði. Laus strax. Ahv. húsbréf 4,4 millj. Verð 8,3 millj. Mýrargata 2ja herb. 56 fm íbúð á 1. hæð í þríbýli. Mikið end- urnýjuð. Áhv. 3,7 millj. Verð 5,5 millj. ýg>mbl.is I LLTAf= eiTTH\SA0 l\IÝT~l I NÝBAKAÐIR flugmenn hjá Flugmennt. Flugnemar útskrifast FLUGSKÓLINN Flugmennt út- skrifaði hóp nemenda af einka- flugmannsnámskeiði laugardag- inn 1. maí. Aðsókn nýnema í skólann er veruleg og síst minnkandi milli ára, segir f fréttatilkynningu frá skólanum. Á næstunni standa fyrir dyrum miklar breytingar á flugnámi á Islandi, en þá taka gildi samevr- ópskar flugreglur sem kalla á breytt fyrirkomulag flugskóla. Þá mun Flugskóli Islands taka til starfa og verður flugkennsla sem áður var á hendi t.d. Flug- menntar og Flugtaks undir hans stjórn. Ferðatöskubönd með nafninu þínu! &ögn múla 17a - simi 588 1980 J) TINNA Lind Gunnarsdóttir tekur við viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Hún hafði hæstu meðaleinkunn skólans, 91%. Sportlegur fatnaður í fríið og ferðalagið hiáXýGufnkiUi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. ecco SKÖVERSLUN KÓPAVOGS HAIVIRABGRG 3 • SÍIVIi 554 1754 DAGAR 19. til 22. maí Gangur iífsins kynningarafsláttur af öllum ecco skóm ecco 10%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.