Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samráðsfundur um skýrslu ESB um aðgang að opinberum upplýsingum Leitað eftir áliti Islendinga Evrópusambandið hefur sent sérfræðinga sína víða um Evrópu til þess að kynna hina svokölluðu grænbók, sem er skýrsla sam- bandsins um opinberar upplýsingar í upp- lýsingasamfélaginu. Trausti Hafliðason sat fund sem haldinn var af þessu tilefni á Grand hóteli á fimmtudaginn. SAMRÁDSFUNDUR um skýrslu Evrópusambands- ins, sem nefnd hefur verið grænbók (Green Paper) og fjallar um opinberar upplýsingar, vai- haldinn á Grand hóteli á fimmtudag, en á fundinum var rætt um skýrsluna og afstöðu Islendinga til hennar. Ola-Kristian Hoff, sér- fræðingur hjá ESB, kynnti skýrsl- una, en framkvæmdastjórn sam- bandsins leitar eftir sem víðtæk- ustu áliti á henni. Hann sagðist bú- ast við því að setti ESB lög um upplýsingar og aðgengi að þeim myndu þau um margt líkjast ís- lensku upplýsingalögunum, sem sett voru árið 1996. Verkefnisstjórn um upplýsinga- samfélag og upplýsingaskrifstofan MIDAS-NET, sem rekin er í tengslum við margmiðlunaráætlun ESB og EFTA, stóðu fyrir fundin- um, sem var vel sóttur, en um 80 manns sátu hann. Grænbókin var gefin út 20. janú- ar, en útgáfan er liður í undirbún- ingi stefnumótunar ESB á þessu sviði. í skýrslunni er tekið á ótal at- riðum varðandi upplýsingar frá hinu opinbera, t.d. eru opinberar upplýsingar skilgreindar, fjallað er um aðgengi að þeim, höfundaiTétt, vemdun gagna og ábyrgð, verð- lagningu gagna og áhrif einkaréttar á samkeppnisstöðu. Ástandið í góðu lagi hér Hoff sagði að ESB hygðist not- færa sér þær upplýsingar sem kæmu fram á samráðsfundum, eins og þeim sem haldinn var á Grand hóteli á fimmtudaginn, til að móta stefnu í upplýsingamálum, en hann sagði að enn væri ekki vitað hvenær eða hvort ESB smíðaði sér- staka upplýsingalöggjöf. Þó að upp- lýsingamar verði ekki notaðar til að hanna löggjöf um upplýsingamál þá verða niðurstöðurnar af þessum samráðsfundum gefnar út af ESB þegar búið verður að skoða þær og meta. Island er fjórða landið sem Hoff heimsækir í þessum tilgangi en áð- ur hafði hann sótt fundi til Noregs, Portúgals og Spánar. Hann sagði að þó nokkur munur væri á því hvernig umræðurnar þróuðust í hverju landi fyrir sig og af umræð- unum hér að dæma sagðist hann líta þannig á að ástandið væri í nokkuð góðu lagi. Sú staðreynd að á fundinum var mest rætt um kostnað við upplýsingaþjónustu og það hvort hið opinbera eða einkaað- ilar ættu að annast þjónustuna gef- ur til kynna að gæðin séu mikil og að fólk sé almennt ánægt með það sem nú þegar er á boðstólum. Til samanburðar var á fundinum í Portúgal mest fjallað um gæði þjónustunnar og lítið framboð af gögnum og sagði Hoff þær athuga- semdir vera mun alvarlegri en þær sem hér komu fram. Hann sagði að töluverður munur væri á Norður- og Suður-Evrópu í þessum málum. Má koma öllum upplýsingum fyrir á einum stað? Á fundinum fjölluðu íslenskir sérfræðingar um málið frá mismun- andi hliðum og eins og kom fram í máli Hoff, snerist umræðan að miklu leyti um kostnað við aðgengi að upplýsingum og það hvort hið opinbera eða einkaaðilar ættu að sjá um að koma upplýsingunum til almennings. Einnig var fjallað um það hversu dreifðar upplýsingarnar frá hinu opinbera væru á Netinu, þ.e. að ráðuneyti og stofnanir væru hvert með sína heimasíðu með sín- um upplýsingum og að þar gætti oft lítils samræmis, þar sem sumir uppfærðu upplýsingar fyrr en aðrir o.s.frv. Þá var þeirri hugmynd kastað fram hvort ekki væri hægt að koma öllum upplýsingunum fyrir á einum stað, þ.e. á einni heimasíðu þannig að notendur þyrftu ekki að hamast við að leita að þeim hér og þar á Netinu. Kristján Andri Stefánsson, lög- fræðingur í forsætisráðuneytinu, flutti erindi á fundinum um aðgang að upplýsingum hjá hinu opinbera. I máli hans kom fram að árið 1996 hefði ríkisstjórnin markað ákveðna stefnu um málefni upplýsingasam- félagsins undir því metnaðarfulla formerki að „Islendingar verði í fararbroddi þjóða heims við nýt- ingu upplýsingatækni í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar". Að sögn Kristjáns falla megin- markmið stefnunnar að mestu leyti saman við markmið Evrópusam- bandsins, eins og þau eru kynnt í grænbókinni. Reglurnar verði skýrar og einfaldar Hvað varðar samræmingu á upp- lýsingalögum innan Evrópu, sagði Kristján: „Ég vil aðeins leggja áherslu á að henni verði a.m.k. ekki beitt nema í þeim tilvikum sem það er greinilega til þess fallið að ná fram hinum alkunnu markmiðum Evrópusamvinnunnar og öruggt að þarfir viðskiptalífsins krefjist þess.“ „í grænbók Evrópusambandsins er velt upp þeirri spumingu hvort samræming takmörkunar- og und- anþáguákvæða eigi rétt á sér. Þeg- ar til þess er litið að hve miklu leyti slíkar takmarkanir em þannig komnar undir mati stjómvalda á hverjum stað hljóta hinsvegar að vakna með manni efasemdir um að samræming þeirra geti nokkurn tíma þjónað nema takmörkuðum tilgangi. Verði af einhvers konar samræmingu er a.m.k. vert að hnykkja á nauðsyn þess að reglurn- Morgunblaðið/Ásdís HALDINN var samráðsfundur um skýrslu Evrópusambandsins um op- inberar upplýsingar og afstöðu íslendinga til hennar, en um 80 manns sóttu fundinn, sem var haldinn á Grand hóteli á fimmtudaginn. ÞÓR Jónsson, varaformaður Blaðamannafélags íslands, sagði að félagið væri um margt ánægt með íslensku upplýsinga- lögin þótt það hefði ýmsar at- hugasemdir fram að færa. ar verði skýrar og einfaldar annars vegar og hins vegar að tryggðar verði virkar leiðir til að fá leyst úr ágreiningsmálum með einföldum, skjótum og ódýrum hætti.“ Aðgangur hefur verið rýmkaður Kristján fjallaði einnig þó nokk- uð um réttarástandið á íslandi fyrir og eftir gildistöku upplýsingalag- anna árið 1996. Það sem helst hefur breyst er að aðgangur almennings að upplýsingum frá hinu opinbera hefur verið rýmkaður mjög, en meginreglan er sú að allir geta krafist aðgangs án þess að þurfa að nefna einhverja ástæðu fyrir beiðn- inni. Kristján sagði að upplýsinga- lögin hefðu breytt starfsskilyrðum stjórnvalda og krafist ákveðinnar hugarfarsbreytingar hjá starfsliði stjórnsýslunnar og e.t.v. almenn- ingi líka. Kristján sagði hins vegar að al- mennt væri viðurkennt að ákveðna hagsmuni bæri að verja fyrir óheft- um aðgangi almennings og því ríkti þagnarskylda um ýmsar upplýsing- ar og að varðandi annað væri stjórnvöldum heimilt en ekki skylt að veita upplýsingar. Þær takmark- anir og undanþágur sem eru í gildi hér á landi eru færri en víða annars staðar, en víðtækari. Takmarkanir og undanþágur voru útfærðar með nokkuð almenn- ari og fyrirferðarminni hætti hér en þekkist t.d. á Norðuriöndunum vegna fámennisins hér, en það ger- ir stjórnvöldum kleift að starfrækja eitt og sama kærustigið fyrir synj- anir um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga, þ.e. úr- skurðamefnd um upplýsingamál. Urskurðir nefndarinnar eiu endan- legir á stjómsýslustigi og hafa því fordæmisgildi og stuðla að því að samræmi skapist um framkvæmd laganna með hraðari og öruggari hætti en annars hefði orðið. Að áliti Kristjáns er engin knýj- andi þörf fyrir almenna lagasetn- ingu á sviði upplýsingamála, þótt e.t.v. þurfi að kanna einstök álita- efni nánar. Kostnaðarsamt að hafa lokað sljórnkerfí Að sögn Þórs Jónssonar, varafor- manns Blaðamannafélags Islands, en hann flutti erindi á fundinum, er félagið um margt ánægt með ís- lensku upplýsingalöggjöfina, þó það hafi ýmsar athugasemdir fram að færa. Að hans sögn snúa athuga- semdirnar fyrst og fremst að því hversu rúman frest stjórnvöld hafa til þess að afgreiða fyrirspurnir, þá mætti gildissvið laganna vera víð- ara og að lokum eru skjalasöfn hvorki nógu vel uppfærð né í nægi- lega góðu lagi til þess að hægt sé að nýta sér lögin til fullnustu. Þór sagðist á heildina litið vera nokkuð ánægður með grænbókina. „I grænbókinni kveður við nýjan tón hjá Evrópusambandinu, sem fyrir fjórum árum, þegar Svíar gengu í það, var furðu lostið yfir því að í Svíþjóð væri í krafti upplýs- ingalaga hægt að fá ýmis gögn og skjöl frá ESB, sem ekki væri hægt að fá í Brussel vegna þess að þar voru þau stimpluð sem trúnaðar- mál,“ sagði Þór. „Embættismenn sambandsins töldu að þarna væri kominn leki að sambandinu sem þyrfti að setja undir, en í grænbók- inni er aftur á móti bent á að það þurfí að vera auðvelt að afla sér upplýsinga frá stjórnkerfinu í hin- um mismunandi löndum bandalags- ins, atvinnulífsins vegna og vegna reglna um frjálsan flutning þjón- ustu og markaðsvöru á milli landa.“ Þór sagði að margt í grænbók- inni væri athyglisvert en þó hefði honum fundist einkar athyglisvert að sjá hversu miklum fjármunum væri sóað, einungis vegna þess hversu stjórnkerfið væri lokað og sagði hann að evrópska einkaleyfa- stofan mæti það svo að meira en 18 milljarðar evra (um 1.370 milljörð- um íslenskra króna) á ári væru lagðir í rannsóknir sem þegar hefðu farið fram á vegum annarra. Upphafið að enn frekari umræðu Guðbjörg Sigurðardóttir, for- maður verkefnisstjórnar um upp- lýsingasamfélagið, fagnaði því hversu fundurinn var vel sóttur og taldi það bera vott um mikinn áhuga fólks á þessu málefni, en hún sagði að samanborið við önnur lönd stæði Island sig nokkuð vel á þess- um vettvangi. Hún sagði að samt væri hægt að gera betur og að opna yrði meira umræðuna um persónu- vernd og höfundarréttindi. Varðandi grænbókina sagði Guð- björg að hún hefði í raun ekki að geyma neinar spurningar sem kæmu sérstaklega á óvart en að til- koma hennar hefði hinsvegar sett ákveðinn þrýsting á að koma þess- um málum í opinbera umræðu. „Þó við teljum okkur vera mjög vel stödd í þessum málum þá þurf- um við stöðugt að vera á verði og það má telja að þessi fundur hér í dag (fimmtudag) sé í raun upphafið að enn frekari umræðu um upplýs- ingamál í okkar samfélagi,“ sagði Guðbjörg. EFTA-dómstóllinn Norskir styrkir ólög- mætir EFTA-dómstóllinn hafnaði á fimmtudag kröfu ríkisstjórnar Noregs um ógildingu á ákvörð- un Eftirlitsstofnunar EFTA um að kerfi framlaga til almanna- trygginga í Noregi feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. I fréttatilkynningu frá dóm- stólnum segir, að samkvæmt al- mannatryggingalögum sem tóku gildi í Noregi í febrúar 1997, greiði launþegar og at- vinnurekendur framlag til al- mannatrygginga. Atvinnurek- endur greiða framlag sem reiknað er á grundvelli brúttó- launa launþega og er á bilinu 0- 14,5% eftir því í hvaða sveitarfé- þagi launþegi hefur fast aðsetur. Á þéttbýlissvæðum í Suður- Noregi er framlagið 14,1% en 0 á tilteknum svæðum í Norður- Noregi. Ólögmæt ríkisaðstoð Eftir athugun á málinu tók Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvörðun um að kerfið fæli í sér ólögmæta ríkisaðstoð í skilningi 61. greinar EES-samningsins. Ríkisstjórn Noregs höfðaði mál til ógildingar á ákvörðuninni og byggði á því að Eftirlitsstofnun- in hefði með ákvörðun sinni sjálf brotið gegn EES-samn- ingnum. EFTA-dómstóllinn taldi að kerfið ívilnaði ákveðnum fyiir- tækjum eða framleiðslu og fæli því í sér ríkisaðstoð í skilningi 61. gr. EES-samningsins en ekki almenna ráðstöfun sem félli utan gildissviðs greinarinn- ar, eins og ríkisstjórn Noregs hélt fram. Söfnun fyrir fórnarlömb á Balkanskaga Yfír sjö millj- ónir söfnuðust í peningum RÚMLEGA sjö milljónir króna í peningum og 620 ullarteppi að verðmæti 1,7 milljónir kr. söfn- uðust í landssöfnun Hjálpar- starfs kirkjunnar og Rauða kross íslands fyrir fómarlömb stríðs- átakanna á Balkanskaga í vik- unni. Söfnunin hófst á mánudag en lauk formlega á fimmtudag. Enn er þó hægt að leggja inn á söfnunarreikning hjá Sparisjóði Reykjavíkui' og nágrennis, SPRON, nr. 1150-26-56789. Að sögn Jónasar Þórissonai-, framkvæmdastjóra Hjálpar- starfs kirkjunnar, gaf SPRON m.a. 450 þúsund krónur í söfnun- ina, íslandsbanki 500 þúsund krónur og Elliheimilið Grund 75 þúsund krónur. Þá gáfu margir einstaklingai’ sem ekki vilja láta nafns síns getið upphæðir að fimmtíu þúsund krónum og Raf- veita Akureyrar gaf teppin 620 sem áður voru nefnd. Jónas segir að söfnunarfénu verði varið til að búa í haginn fyr- ir flóttamenn í flóttamannabúð- unum á Balkanskaga, til dæmis með kaupum á ýmsum nauðsynj- um. Komist hins vegar friður á verður fénu varið til uppbygging- ar á svæðinu. I -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.