Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÁ leikskólanum Vesturborg. Morgunblaðið/Þorkell Evrópskur staðall um öryggi leikvalla- tækja ræddur á fundi sérfræðinga seu ir Leikvellir skemmtileg’- og öruggir HELSTU sérfræðing- ar heims um öryggi á leikvöllum bama fund- uðu hér á landi í vik- unni. Tilefnið var að ræða evrópskan staðal um öryggi leikvalla- tækja. Staðallinn, sem unninn var á vegum EvrópusambandsinSj var samþykktur á Is- landi í lok síðasta árs en nokkur reynsla er komin á notkun hans í öðrum löndum. „Staðallinn gefur vísbendingu um hvemig haga á málum ef vel á að vera,“ sagði Herdís Storgaard, sem átti þátt í mótun staðalsins. Á fund- inum var meðal annars rætt um hvemig staðið skuli að kynningu staðalsins og hvaða gildi æskilegt sé að hann hafi. Líflegir leikvellir Harry Harbottle er fulltrúi evr- ópskra neytenda og starfar á veg- um Evrópusambandsins. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að mikilvægt væri að kanna aðstæður í hverju landi. Harry segir slysa- tíðni á leikvöllum svipaða og í flest- um Evrópulöndum, en staðlinum sé ætlað að draga úr henni. „Mestu skiptir að koma í veg fyrir alvarlegustu áverkana, höfuðmeiðsl og kyrkingar, minni háttar óhöpp verða alltaf óhjákvæmileg,“ sagði hann. Harry leggur áherslu á að mikilvægt sé að leikvellir bjóði upp á skemmtilegt leiksvæði, til lítils sé að leikvöllur sé öruggur ef bömin vHja heldur leika sér á götunum. Herdís Storgaard bendir á að ísland hafi nokkra sérstöðu hvað þetta varðar, hér séu leikvellir stærri en tíðkast í öðrum löndum og náttúran oft látin halda sér, sem geri vellina óneitanlega meira spennandi. Ástand nýrra leikvalla á íslandi er gott að mati sérfræðinga en við- haldi eldri leikvalla er nokkuð ábótavant. Harry Harbottle telur að hér hafi náðst góður árangur en foreldrar og stjómmálamenn þurfi að vera meðvitaðir um mikilvægi þess að börn geti leikið sér á ör- uggum svæðum. HARRY Harbottle Sala á hlutabréfum Þróunarjóðs sjávarútvegsins Forkaupsrétti stjórnar hafnað HÆSTIRÉTTUR hafnaði á fimmtudag kröfu fyrrverandi stjórnarmanns í Búlandstindi á Djúpavogi um að hann fengi að njóta forkaupsréttar við sölu á hlutabréfum Þróunarsjóðs sjávar- útvegsins í fyrirtækinu. Krafa mannsins byggðist á því að samkvæmt 12. grein laga um Þróunarsjóð sjávarútvegsins skyldi „starfsfólk og aðrir eigendur" fyr- irtækja, þar sem sjóðurinn átti hlutafé, eiga forkaupsrétt við sölu á þeim hlutabréfum í ágúst 1996. Honum hafði ekki verið boðinn þessi réttur fym en hann leitaði eftir því en stjóm Þróunarsjóðsins hafnaði síðan ósk hans um að njóta forkaupsréttar. Hann krafðist skaðabóta, um 2,4 milljóna króna, vegna þess. RANNSÓKNASTOFA í kvenna- fræðum við Háskóla Islands, jafnréttisnefnd háskólaráðs og stjórn náms í kynjafræðum mót- mæla þeirri ákvörðun Björns Bjarnasonar menntamálaráð- herra að skipa tvo karlmenn sem aðalmenn í nýtt háskólaráð og tvo karlmenn sem varamenn. Hafa þessir þrír aðilar sent ráðherra bréf þar sem segir m.a. að skipun karlmanna sam aðalmanna og varamanna í háskólaráð sé þvert á jafnréttisstefnu stjórnvalda og háskólans. Bjöm Bjarnason skipaði fyrr í mánuðinum þá Hörð Sigurgeste- son, forstjóra Eimskipafélags ís- lands og dr. Armann Höskuldsson forstöðumann Náttúrastofu Suð- urlands sem aðalmenn í háskóla- ráði og þá Gunnar Jóhann Birgis- í dómi Hæstaréttar var dómur héraðsdóms staðfestur með skírskotun til forsendna sinna en niðurstaða dómarans hafði verið sú að bundið sé í lögum hverjfr geti neytt forkaupsréttar á hlutabréf- um Þróunarsjóðsins og að stjóm- armenn í hlutaðeigandi hlutafélög- um séu ekki þar á meðal enda geti þeir ekki talist starfsmenn félags- ins. Stjórnarmaður telst ekki starfsmaður I héraðsdóminum segir að ljóst sé að stjórnarmaður í hlutafélagi er „ekki ráðinn þangað til starfa heldur er hann kosinn af hluthöf- um, sem era eigendur félagsins, til að fara með stjómunar- og eftir- litsstörf í félaginu“. Þá komi ekki son hrl. og dr. Eyjólf Árna Rafns- son sem varamenn. í fyrmefndu bréfi til ráðherra segir m.a. að af fjóram fulltrúum fastráðinna kennara í nýju há- skólaráði sé ein kona, fulltrúi sam- taka háskólakennara sé kona sem og fulltrúar stúdenta. „Um þessa fulltrúa er kosið,“ segir í bréfinu. „Eini aðilinn sem skipar án kosn- inga í háskólaráð er menntamála- ráðherra. Hann hefur valið að fara á skjön við greinilegan vilja þeirra er starfa innan háskólans um að yfirstjóm háskólans skuli vera jafnt í höndum kvenna og karla. Þessi vinnubrögð ráðherra valda miklum vonbrigðum og við hljót- um að mótmæla því að mennta- málaráðherra skuli endurtekið gera sig sekan um vinnubrögð af þessu tagi.“ fram í lögum um hlutafélög að stjórnarmenn í hlutafélagi skuli teljast til starfsmanna þess. Því hefði þurft að taka fram í 12. grein laganna um Þróunarsjóð sjávarút- vegsins ef forkaupsréttur sem lagagreinin kveður á um ætti einnig að ná til stjórnarmanna. Því fellst dómurinn ekki á að stjómarmaðurinn hafi átt for- kaupsrétt sem starfsmaður félags- ins og að ekki hafi verið lagaskil- yrði fyrir því að hann gæti keypt hlutabréfin samkvæmt forkaups- réttarákvæðinu. Því hafi það verið lögmæt ákvörðun stjómar þróun- arsjóðs að hafna ósk hans um að neyta forkaupsréttar og breyti engu þótt honum hafi áður verið boðinn forkaupsréttur að hluta- bréfunum. Sektaður fyrir smygl HÆSTIRÉTTUR dæmdi á fimmtu- dag 33 ára gamlan sjómann til að greiða 400 þúsund króna sekt fyrir að hafa smyglað 60 lengjum af sígar- ettum og 73,5 lítrum af áfengi inn til landsins með Goðafossi í ágúst á síð- asta ári. Alls var reynt að smygla inn til landsins með skipinu 473,5 lítrum af áfengi og 363 lengjum af tóbaki. I máli, sem höfðað var gegn fimm mönnum vegna málsins, samþykktu fjórir sektargreiðslu en þessi fimmti taldi 400 þúsund króna sekt of háa. Hann lét því málið ganga áfram til dómsmeðferðar í gegnum héraðs- dóm og Hæstarétt. í dómi Hæstaréttar frá því á fimmtudag segir að héraðsdómari hafi talið sekt hæfilega ákveðna 400 þúsund krónur, og sé þá m.a. miðað við verðmæti vamingsins sem mað- urinn viðurkenndi að hafa flutt inn. Ekki sé lögum samkvæmt tilefni til að breyta þeirri ákvörðun og var því niðurstaða héraðsdómarans staðfest með dómi hæstaréttardómaranna Garðars Gíslasonar, Arnljóts Björns- sonar og Markúsar Sigurbjörnsson- ar. Skipun karl- manna í háskóla- ráð mótmælt Fleiri tilraunir gerðar til að svíkja fe út úr íslenskum fyrirtækjum með skjalafalsi Alls reynt að svíkja út 220 milljónir FLEIRI tilraunir til að svíkja fé út úr íslenskum fyrirtækjum hafa ver- ið gerðar en þær sem greint var frá í síðustu viku hjá þremur fyrirtækj- um. Síðustu tilraunirnar fóra fram í þessari viku. Alls er um sjö fyrir- tæki að ræða og hefur verið reynt með skjalafalsi að svíkja samtals 220 milljónir króna út úr þessum fyrirtækjum, mest frá Flugleiðum, milli 50 og 60 milljónir. Engin til- raunanna hefur tekist. Jón Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra, og Amar Jensson aðstoðar- yfirlögregluþjónn greindu fjölmiðl- um frá þessu í gær og segja að grunsemdir beinist að erlendum mönnum í þessu sambandi og er lög- reglan í ýmsum löndum nú að kanna vísbendingar í samvinnu við íslensk yfirvöld. Þeir Jón og Amar segja erfitt að staðsetja hinn granaða þar sem beitt sé nútíma fjarskiptatækni en talið er ljóst að verkið sé^ unnið erlendis frá. Ekki er talið að íslend- ingar tengist þessum málum. Jón segir rannsókn ganga vel. Fulltrúar efnahagsbrotadeildar- innar segja að tilraunimar hafi ver- ið vel undirbúnar og notaðar að- ferðir við beiðnir um millifærslur sem tíðkist í samskiptum fyrirtækj- anna. „Það er staðið að þessu með fagmennsku afbrotamannsins ef svo má segja,“ segir Jón og segir afbrotamenn þekkja vel til banka- viðskipta stórfyrirtækja og sam- skiptakerfa þeirra. Til að undirbúa verkið fékk hinn grunaði dagana 11. til 14. maí send ljósrit úr ársreikningum 13 ís- lenskra stórfyrirtækja frá íslensku upplýsingaþjónustufyrirtæki en þar koma m.a. fram undirskriftir forráðamanna fyrirtækjanna, t.d. stjórnarformanns og framkvæmda- stjóra. Starfsmenn efnahagsbrota- deildar vöruðu strax við forráða- menn fyrirtækjanna sem höfðu samband við viðskiptabanka sína og segja þeir Amar og Jón að við rannsóknina hafi samstarf verið gott við alla sem málið komi við. Oftast 20 til 30 milljónir króna Tilraunirnar hófust miðvikudag- inn 12. maí og var þá reynt að svíkja fé frá KEA, Mjólkursamsöl- unni og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins eins og Morgunblaðið hefur þegar greint frá. Eftir það hefur einnig verið reynt að svíkja út fjár- muni frá Ingvari Helgasyni, Flug- leiðum, Samherja og Islenska járn- blendifélaginu. Um mismunandi upphæðir er að ræða, milli 50 og 60 milljónir króna frá Flugleiðum, en 20 til 30 milljónir frá hinum. Ekki vildu fulltrúar ríkislögreglustjóra greina frá nöfnum hinna fyrirtækj- anna sex né heldur hvert þjónustu- fyrfrtækið er sem sendi ljósrit og upplýsingar úr ársreikningum. Áðferðin síðustu daga er hin sama og fyrst: Enskumælandi maður hringir í fyrritækið og segist þurfa að leggja fé inn á reikning þess vegna við- skiptaskuldar. Hann kynnir sig sem viðskiptamann eða starfsmann er- lends banka sem hafi móttekið greiðslu sem koma þurfi til skila. Næsta skref er að millifærslubeiðni berst á faxi til viðskiptabanka fyrir- tækisins með undirritun forráða- manna þess. Um leið hringir ensku- mælandi maður til bankans, kynnir sig sem einn af forráðamönnum þess og heimilar að millifærslan eigi sér stað. Hann segist vera staddur á hóteli í Reykjavík þar sem verið sé að ganga frá viðskiptum og leggur áherslu á að millifærslan gangi hratt fyrir sig, mikið sé í húfi. í millifærslubeiðninni er beðið um staðfestingu í tilgreint síma- og fax- númer í Reykjavík og era þau á ein- hveiju hótelanna í borginni. Ensku- mælandi maður sem kynnir sig með sama nafni hefur þá bókað hótelher- bergi á sama hóteli en óskar eftir að öll skilaboð verði framsend í tiltekið faxnúmer erlendis. Um það atriði að íslendingurinn hafi talað ensku við eigin viðskipta- banka segja þgir Jón og Arnar að látið sé líta svo út sem viðskiptin séu að fara fram um leið og hringt er í bankann og töluð enska þar sem menn séu á fundi með útlend- ingum. Þeir segja að pressað sé á bankastarfsmenn að láta allt ganga hratt og vel fyrir sig, reynt að ná við þá persónulegu sambandi og út- mála fyrir þeim mikilvægi alls málsins. Einnig fer þetta oft fram síðari hluta dags, skömmu fyrir lok- un, þegar mikið sé um millifærslur í bankakerfinu. Þeir segja þetta svipaða aðferð og menn þekki úr fjársvikastarfsemi erlendis. Þannig hafi menn t.d. með skjalafalsi svikið fé úr bönkum í Svíþjóð og látið færa á banka í Noregi sem síðan sé flutt í önnur lönd. Bankareikningar í' ýmsum löndum Bankareikningar sem beðið hef- ur verið um millifærslu á era í ýms- um löndum, svo sem Kýpur, Banda- ríkjunum, Gíbraltar, Israel og fleiri og segja þeir Arnar og Jón að not- aðir séu þankar í löndum sem ekki séu virk í samstarfi landa um að- gerðir gegn peningaþvætti og jafn- vel er talið að um gervibanka sé að ræða. Beðið hefur verið um milli- færslurnar í ýmsum gjaldmiðlun, íslenskum krónum, Bandaríkjadoll- uram og evra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.