Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 45 KIRKJUSTARF i i i I Safnaðarstarf Vordagar í Eyjum DAGANA 31. mai til 4. júní verða haldnir vordagar fyrir 7-9 ára börn (börn fædd ‘92, ‘93 og ‘94). Dagskrá helgast af fræðslu um kristnitök- una, boðskap Jesú, kristin tákn, kristna menningu í gamla daga og bænina. Öllu þessu er blandað saman við úti- og innileiki, fóndur og söngva. Yfirskrift vordaganna er „Ki'istnitakan á Islandi árið 1000 - saman í sátt og samlyndi“. Dagskráin hefst kl. 9 alla morgna með fánahyllingu á kirkju- lóðinni og helgistund í kirkjunni og lýkur henni kl. 12 alla dagana. Börnin hafa með sér brauð í boxi og snæða í nestistímanum. Unnið er í hópum úti og inni og þarf að klæða sig eftir því. Nauðsynlegt er að skrá þátttökuna og fer skráning fram í síma safnaðarheimilisins, 481 1763, og hjá Hrefnu Hilmis- dóttur í síma 481 2408. Kristján Björnsson. Hátíðarguðs- þjónusta í Graf- arvogskirkju Á HVÍTASUNNUDAG, 23. maí, mun biskup Islands, herra Karl Sigurbjörnsson, prédika og þjóna fyrir altari ásamt föður sínum, dr. Sigurbirni Einarssyni, í guðsþjón- Háteigskirkja ustu kl. 11 í Grafarvogskirkju. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyr- ir unglinga kl. 21. Hafnarfjarðarkirkja. Kl. 11-12.30 opið hús í Strandbergi. Trú og mannlíf, biblíulestur og samræður. Leiðbeinendur sr. Gunnþór Inga- son og Ragnhild Hansen. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Samkomuhald fellur niður vegna móts í Fljótshlíð. Allir velkomnir. Krossinn. Unglingasamkoma kl. 20.30 að Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Fuglaskoðun á Hafnabergi. Ljósm/KMB ingja, sem var á leiðinni til varp- stöðvanna á Grænlandi. Hann hafði aðeins sést fimm sinnum áður í þessum ferðum. Við borðuðum nesti við Garðskagavita en þá var komið langt fram yfir hádegi. Par sem við sátum í fjörunni var at- hygli okkar vakin á einni landsvölu. í sterkum sjónauka sást vel hvar hún sat í kjól og hvítu á gulu reipi. Á vorin má sjá sanderlur hund- ruðum saman í Sandgerði eltandi útfallið en í mori þess eru krabba- dýr sem eru aðalfæði þeirra. Þær eru grænlenskur varpfugl. I þetta sinn voru þær ekki ógnarmargar í fjörunni en þær hlupu svo hratt að undrum sætti. Á Hafnabergi Vöyðuð leið hggur að Hafnabergi og er um hálftíma gangur frá vegi. Hafnaberg er þverhnípt og allvog- skorið, um þrjátíu metrar á hæð og á annan kílómetra að lengd. Af bjarginu mátti sjá langvíur svartar að ofan þar sem þær sátu á sjónum og létu öldurnar bera sig uppi. Þær verpa í bjarginu síðari hluta maí eða fyrri hluta júní. Sá tími var ekki enn kominn. En ritur sátu í berginu og horfðu mót opnu hafi. Athyglin beindist þó ekki að því augljósa heldur að þeim fuglateg- undum sem áður höfðu sést þarna. „Við höfum aldrei farið héðan án þess að hafa séð stuttnefju,“ sagði annar fararstjórinn einbeittur. Nokkrum sterkum sjónaukum var beint til sjávar og að bjarginu. Þarna sást lundi á sjó, annar í bjargi. Og áður en við snerum við hafði sést til stuttnefju. Á leiðinni að bílnum sagði einn ferðafélagi mér að hann hefði verið þarna sem drengur og horft á föður sinn síga í bjargið til eggjatöku. Að lokum lá leiðin til Grindavík- ur og stansað við vík eina skammt frá golfvellinum. Ekki bættust þar við nýjar fuglategundir og var haldið heim á leið. Sést hafði til fimmtíu og fimm fuglategunda í ferðinni. Það er fyrir ofan meðallag svo við máttum vel við una. Við hölluðum okkur aftur í sætunum. Kvöldsólin skein þegar við rennd- um í bæinn. Kjörstaðir vora enn opnir. Höfundur er ritari Ferðafélags íslands. Taflfélag Hreyfíls Norð- urlandameistari 1999 SKAK Málmey, Svfþjóö Skákþing NSU 1999 Maí 1999 TAFLFÉLAG Hreyfils var stofnað 1954 og var lengi einn af máttarstólpum skáklistar í Reykjavík. Margir leigubílstjórar voru afbragðs skákmenn og muna eldri skákunnendur eftir nöfnum eins og Anton Sigurðsson, Þórður Þórðarson og Guðlaugur Guð- mundsson að ógleymdum Guð- bjarti Guðmundssyni, sem stýrði félaginu um langt skeið en er nú heiðursfélagi. Núverandi stjórn félagsins, undir forystu Svavars Guðmundssonar, hefur á síðustu árum blásið nýju lífi í félagið og hafa skákmót og æfingar verið reglulega tvisvar i mánuði yfir veturinn. Starfsári félagsins lauk form- lega 18. maí, þegar skákmenn fé- lagsins sneru heim af Skákþingi NSU (Skáksamband sporvagn- stjóra og leigubílstjóra). Frá Málmey höfðu skákmennirnir með sér meistarabikarinn, sem Trausti Pétursson (5 v.) vann og varðveittur verður í Hreyfilshús- inu næsta árið. í öðru sæti varð Halldór Gíslason (SVR) með 4V4 vinning og þriðji varð Per Isaks- son frá Stokkhólmi, einkar efni- legur ungur skákmaður. I 2. flokki, þar sem keppt er um sæti í meistaraflokki, varð Jó- hannes Eiríksson (Hreyfli) efstur. Þórður Ingólfsson (SVR) varð í öðru sæti og þriðji Björn Rubin frá Málmey. Taflfélag Hreyfils hefur tekið þátt í skákþingum NSU allt frá árinu 1964 og er þetta í áttunda sinn sem félagið hlýtur meistara- titilinn. Síðast gerðist það ári 1992 þegar Helgi Jónatansson varð Norðurlandameistari. Þátttaka í Norðurlandamóti NSU er kostnaðarsöm og hefði reynst félaginu erfið ef ekki hefði komið til stuðningur velunnara fé- lagsins. Styrktaraðilar voru Euro- pay, íslandsbanki, Topp-Sól, Hjól- barðahöllin, VISA-ísland, Nes- radíó, Múlaradíó, Höfðadekk, Þrep, Úr og skart, TM, Guðmund- ur Arason, Rafkaup, Toyota og Esso. Það er vissulega ánægjulegt að sjá þennan góða árangui' íslensku keppendanna á Norðurlandamót- inu. Einnig er það fagnaðarefni að starfsemi Taflfélagsins Hreyfils skuli vera að eflast. Það er mjög mikilvægt fyrir íslenskt skáklíf að skák sé iðkuð sem víðast. Róbert hraðskákmeistari Grand-Rokks Róbert Harðarson sigraði með yfirburðum á Meistaramóti TRAUSTI Pétursson (t.h.) fagnar með margföldum NUS-meistara, Arne Danielsen. Grand-Rokks í hraðskák. Auk keppninnar um meistaratitilinn var hér um að ræða keppni fyrir- tækja, en Róbert tefldi undir merkjum Máls og menningar. Ró- bert náði þeim ótrúlega árangri að vinna allar skákir sínar, 20 að tölu. Tómas Björnsson (visir.is) varð annar með 17% vinning. Kjartan Ó. Guðmundsson (Lög- fræðistofa Atla Gíslasonar) og Kristján Örn Elíasson (BSR) fengu 13 vinninga og Ellert Bemdsen (Holsten) hlaut 11 vinn- inga, en aðrir minna. Önnur fyrir- tæki sem tóku þátt í mótinu vora: íslenskir aðalverktakar, Hreyfill, Kögun, Skjaldborg, Skákhúsið, Bæjarleiðir, Orkuveita Reykjavík- ur, Hjá Magna, Loftkastalinn og VISA-ísland. Skákin nýtur sívaxandi vin- sælda á Grand-Rokk og eru með- limir í skákfélaginu orðnir á þriðja hundrað. Næsta mót á Grand-Rokk verð- ur haldið mánudaginn 24. maí klukkan 14. Þá verður haldið hvítasunnumót félagsins. Öllum er heimil þátttaka. Magnús Gunnarsson sigrar á fullorðinsmóti Magnús Gunnarsson sigraði ör- ugglega á fullorðinsmóti Hellis hinn 17. maí. Magnús sigraði alla andstæðinga sína, sjö að tölu. I 2.-3. sæti urðu Þór Stefánsson og Rolf Stavnem með 5 vinninga. Úr- slit urðu annars sem hér segir: 1. Magnús Gunnarsson 7 v. 2. -3. Þór Stefánsson og Rolf Stavnem 5 v. 4. Vigfús Ó. Vigfússon 4!4 v. 5. Jón Úlfljótsson 4 v. 6. Kjartan Másson 3!4 v. 7. -9. Andrés Kolbeinsson, Arnþór Hreinsson og Benedikt Egilsson 3 v. o.s.frv. Skákstjóri var Vigfús Ó. Vigfús- son. Fullorðinsmót Hellis era nú komin í sumarfrí, en munu hefja göngu sína aftur í haust. Jafntefli í Sarajevo Öllum skákum fjórðu umferðar á stórmeistaramótinu í Sarajevo lauk með jafntefli. Staðan á mót- SVAVAR Guðmundsson, for maður Taflfélags Hreyfils. inu er því óbreytt. Morozevich er enn efstur og hefur hálfs vinnings forskot á þá Kasparov, Topalov, Adams og Bareev. Umræðuhornið Nú hefur verið sett upp vefsíða þar sem skákáhugamenn geta rætt um málefni sem tengjast skákinni. Slóðin er: www.vks.is/cgi-bin/config.pl Þarna geta menn skipst á skoð- unum um skákir, afbrigði, sundur- greiningar jafnt sem aðra hluti svo sem skákbækur, sögulega hluti, skákmót, málefni skák- hreyfingai'innar o.s.frv. Skákmót á næstunni Tilkynningar um skákmót og aðra viðburði sendist til umsjón- armanna skákþáttar Morgun- blaðsins. Tölvupóstfangið er dadi@vks.is. Einnig má senda annað efni og athugasemdir við skákþættina á sama póstfang. 27.5. Meistaramót Skákskólans 29.5. SÍ. Aðalfundur 30.5. Hellir. Kvennamót 4.6. Skákþing Hafnarfjarðar Daði Örn Jðnsson Híuwes Hlífar Stefánsson BRIPS llmsjón Arnór G. Ilagnarsson Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 10. maí sl. lauk vetr- arstarfinu. Spilaður var 1 kvölds tvímenningur. Besta skor í N/S: Páll Þórsson - Frímann Stefánsson 260 Besta skor f A/V: Ómar Olgeirsson - Guðm. Gunnars- son 251 Þá voru afhent verðlaun þeim sveitum sem urðu í þremur efstu sætum í Aðalsveitakeppni vetrar- ins. Sveit Ara Más Arasonar 202 Sveit Nota Bene 196 Sveit Guði'únar Jörgensen 177 Verðlaun fyrir flest unnin brons- stig samtals á tímabilinu. Konur: Stefanía Sigurbjörnsdóttir og Inga Jóna Stefánsdóttir jafnar með 300 stig en þær spiluðu saman. Karlar: Friðjón Margeirsson 335 stig. Á tímabilinu var spilað 30 mánu- dagskvöld. Þátttakendur alls 1.910 eða 63 að meðaltali á kvöldi. 211 spilarar unnu sér inn brons- stig, alls 14.632 stig. Félögin senda sumaróskir til bridsspilara um land allt og þakka samstarfið í vetur og vona að sem flestir mæti heilir í haust. Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Föstudaginn 14. maí spiluðu 118 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S: Rafn Kristjánss. - Oliver Kristóferss. 271 Alfreð Kristjánss. - Sæmundur Bjömss. 230 Ernst Backman - Jón Andrésson 223 Lokastaða efstu para í A/V: Asthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórss. 303 Ásta Erlingsd. - Sigurður Pálsson 262 Baldur Ásgeirss. - Garðar Sigurðss. 258 Þriðjudaginn 18. maí spiluðu 26 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Baldur Ásgeirss. - Garðar Sigurðss. 382 Pórður Jörandss. - Ólafur Lárasson 369 Ólafur Ingvarsson - Þórarinn Ámason 361 Lokastaðan í A/V: Bergljót Rafnar - Soffia Theodórsd. 383*' Bent Jónsson - Sæmundur Björnss. 360 Mapús Halldórss. - Magnús Oddsson 359 Meðalskor var 216 á fóstudag en 312 á þriðjudaginn. KLUKKUR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Vefstða: vrww.oba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.