Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 17
í wr ^msmsmsr MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 17 .;:í Ik LANDIÐ Lionsklúbbur Blönduóss 40 ára Sjúkrahúsinu á Blönduósi færður ómhaus að gjöf Blönduósi - Lionsklúbbur Blöndu- óss fagnaði fjörutíu ára afmæli um helgina í félagsheimilinu á Blöndu- ósi. I tilefni tímamótanna færði Lionsklúbburinn Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi, eða Héraðs- hælinu eins og flestir héraðsbúar kjósa að nefna stofnunina, svokall- aðan ómhaus að gjöf. Tæki þetta er nemi sem tengist ómskoðunartæki og nýtist meðal annars til fóstur- skoðana. Tæki þessu, eða gjafa- bréfi, veitti Sigursteinn Guð- mundsson, fyrrverandi yfirlæknir Héraðshælisins, móttöku úr hendi Erlendar G. Eysteinssonar, for- manns Lionsklúbbs Blönduóss. Margt gesta sótti Lionsklúbb Blönduóss heim á þessum tíma- Morgunblaðið/Jón Sigurðsson SIGURSTEINN Guðmundsson læknir tekur við gjafabréfi úr hendi Erlendar G.Eysteinssonar. mótum og má þar nefna Halldór Kristjánsson, fjölumdæmisstjóra Lion, og Jón Bjarna Þorsteinsson alþjóðastjórnarmann. Formenn og félagar í nági-annaklúbbum heiðr- uðu einnig samkomuna með nær- veru sinni og gamhr brottfluttir fé- lagar komu í heimsókn. Tónlistar- flutningur og ýmis gamanmál voru fýrirferðarmikil í dagskránni og mörg snjöll ræðan var flutt og var mál manna að vel hafi til tekist. Jón Isberg, íyrrverandi sýslumað- ur, stjómaði veislunni en hann er jafnframt annar af tveim stofnend- um klúbbsins sem starfað hafa óslitið. Hinn er Stefán A. Jónsson. Voru báðir þessir menn sérstak- lega heiðraðir á samkomunni. Bakarinn í Stykkishólmi hélt upp á 30 ára starfs afmælið Stykkishólmi - Um þessár mundir eru 30 ár síðan Guðmundur Teits- son keypti Brauðgerðarhús Stykkishólms og hóf þar rekstur. Er þess minnst með ýmsu móti, enda ástæða til að halda upp á slík tímamót. Brauðgerðarhús Stykkishólms stendur á gömlum grunni. Talið er að rekstur þess hafi byrjað um árið 1910. Þegar Guðmundur kom til Stykkishólms fyrir 30 árum var bakaríið til húsa að Höfðagötu 1. Arið 1985 var svo komið að hús- næðið og öll aðstaða þótti orðin með öllu úrelt og var ekki um annað að ræða en að byggja nýtt. Það var gert og gekk verkið fljótt og vel og var nýtt húsnæði við Nesveg tekið í notkun 31. maí 1986. Opnuð var brauðbúð þar sem bæjarbúar gátu sótt vöruna beint til bakarans. Reksturinn hefur gengið vel síðan. Bæjarbúar hafa verið tryggir að kaupa brauðin hans Guðmundar, enda býður hann upp á gott úrval af brauðum og kökum. Auk þess að sinna Hólmurum þjónar bakarinn líka Grundfirðingum. Guðmundur bakari og fjöl- skylda minntust þessara tíma- móta laugardaginn 15. maí og buðu bæjarbúum að koma í bak- aríið og þiggja veitingar. Mikill Qöldi gesta mætti. Kór eldri borgara söng fyrir gesti, en Jó- hanna Guðmundsdóttir bakarafrú æfír kórinn. Einnig mætti Jón Svanur Pétursson með harmon- ikkuna og var mikið sungið. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason HJÓNIN Jóhanna Guðmundsdóttir og Guðmundur Teitsson hafa rekið Brauðgerðarhús Stykkishólms í 30 ár. Þess var minnst með veglegum tertum og kökum sem bæjarbúar fengu að njóta. Nýtt fjar- skiptamastur í Borgarnesi Borgarnesi - Tal og Islenska úvarpsfélagið hafa reist um 30 m hátt fjarskiptamastur í Borgarnesi á hæð sem innfæddir kalla „Brennuholt" (sumir hafa nefnt þetta Vörðuholt). Þar var fyrir mastur í eigu íslenska útvarpsfé- lagsins. Nýja mastrinu er ætlað að leysa það eldra af hólmi. Verður eldra mastrið tekið niður þegar búið er að flytja búnað úr því yfir í hið nýja. Að sögn forráðamanna Tals breytir þetta miklu í framtíðinni varðandi öll fjarskipti því eldra mastrið var orðið úrelt. Mun nýja aðstaðan nýt- ast fleirum en Tali og Islenska út- varpsfélaginu, og er ekki fráleitt að Landssíminn muni einnig hafa góð not af henni. Ymsir Borgnesingar hafa spurt hvers vegna mastrið væri ekki fært út úr bænum. Það væri sjónmengun af því. Tals-menn sögðu að Borgar- lenska útvarpsfélagið hafa reist í Borgarnesi. Eldra mastrið verður tekið niður. nes væri mjög erfitt svæði og með því að flytja mastrið út fyrir bæinn yrðu skilyrðin ekki eins góð. Því myndu íbúarnir ekki una. Það voru Keflavíkurverktakar sem reistu mastrið undir stjórn verkstjórans Gretars Magnússonar, fyrrum knattspyrnukappa úr IBK. ~—!— %Vr Tilboð til mánudags' Steinhæðaþrenna BergsteinDrjotur Saxifraga paniculata Fjölær steinhæðaplanta, bleik eða hvít bióm í júní, 20 cm, harðgerður. 1 Afgreiðslutími: Virkadaga kl. 9.00 -21.00 Laugardag kl. 9.00 -18.00 Hvítasunnudag lokað Annar í hvítasunnu - ^ ^ opiðtiiki. 18.00 93ÚI--------—______;________ Helldarverð áður 2.555,- Nú 1.470,- Himalajabláeinir Juniperus squamata „Meyeri' o Sígrænt biáleltt ban, útsvelgðar harðgerður. Fjalldrapi (ísl Betula nana Lágvaxinn runni, hentar vel í steinhæðir, harðgerður. 4% glf |j& Jtf * Tilboðið gildir til mánudags eða á meðan byrgðir endast GROÐRARSFOÐiN srjiiiiMxisóf ís. sim ssi -ums, íax ssj zæs Sækið sunian'ð til okka Pöntunarþjónusta fyrir landsbyggðina I *»é AV SSÆ0 forðast pínlega gjöf i i GJAFAKORTIN FÁST í KONFEKTBÚÐINNI Opið: mán.- fim. 10.00 - 18.30 fös. 10.00-19.00 lau. 10.00-18.00 KRINGMN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.