Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ Lcikir Gex64 - Enter The Gecko Midway gaf nýlega út nýjasta hönnun- arverk Crystal Dynamics, Gex64 - Ent- er The Gecko, sem er ætlað að keppa við vinsælustu ævintýraleiki Nintendo 64, Banjo Kazooie og Mario 64. ÞEGAR Gex kom út fyrir Play- Station voru menn sammála um að Crystal Dynamics hefði tekist afar vel að búa til leik sem nýtti Pla- yStation-tölvuna afar vel og skemmtilega. Þegar Nintendo 64 útgáfan kom svo út bjuggust menn við mikið bættum leik og mun flottari grafík ásamt fleiri borðum. I stað þess hefur leikurinn valdið vonbrigðum um allan heim og Pla- yStation útgáfan almennt álitin mun betri. Leikurinn státar af rödd skemmtikraftsinns Dana Gould sem Gex, eðlunni sem er söguhetja leiksins. Þó Dana Gould sé án vafa frábær skemmtikraftur í þáttum og á sviði er hann hreint út sagt ömurlegur í þessum leik. Brandar- arnir sem einkenna leikinn era ekki nema um 30 talsins og getur æfingu og ólíklegt er að spilari nái því í fyrstu tilraun. Borðin í Gex eru tuttugu og fjögur og byggð upp á svipaðan hátt og í Banjo Kazooie. Spilari þarf að klára ákveðin verkefni og þarf oft að fara oftar en tvisvar eða þrisvar til að komast í nýtt borð. Borðin eru næstum öll byggð á frægum leikjum, teiknimynd- um og bíómyndum, sem dæmi má nefni Kalla kanínu (veiði- maðurinn er þar líka) og Titan- ie. Gex er afar skemmtilegur karakter í sjálfu sér og er eiginlega skömm að hann skuli vera fastur í svona leiðinlegum leik. Hann getur gert 125 hreyfingar og má 'þar á meðal nefna stökk-karate spörk, notað tunguna til að vippa sér upp á syllur og klifrað upp veggi. Að klifra upp veggi er þó aðeins hægt í sumum borðunum eins og margar aðrar hreyfingar, sem er eiginlega synd, því það er það skemmtileg- asta í öllum leiknum fyrir utan það að einnig er hægt að sleikja allt. Gex64 - Enter The Gecko er leikur sem gæti verið mun betri. Ef einhver á PlayStation og Nin- tendo 64, borgar sig að kaupa Pla- yStation útgáfuna. Þeir sem eiga bara Nintendo ættu að byrja á að leigja hann. Ingvi Matthías Árnason ■ A V spilari átt von á að heyra sama brandarann um tíu til fimmtán sinnum í sama borðinu. Grein- arhöfundi fannst brandarinn Hei, hefur einhver séð syst- ur hans Fox Mulder? ekki mjög fyndinn, hvorki í fyrsta né fimm- tugasta skiptið. I PlayStation útgáfunni þurfti að setja talsvert af umhverfmu í þoku svo leikurinn myndi ekki hægja mikið á sér. Þessi þoka var þó yfir- leitt frekar langt í burtu frá eðl- unni og olli spilendum ekki miklum óþægindum. I Nintendo 64 útgáf- unni er mun meira af þoku og í þokkabót hægir leikurinn á sér í næstum hvert einasta skipti sem eðlan gengur inn í nýtt herbergi eða beygir fyrir horn. Stjórntæki leiksins eru afar óþægileg í notkun og samræmast sjónarhornum leiksins afar illa þó hægt sé að stilla þau. Til að ganga yfir mjóa brú til dæmis þarf mikla Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, og Morgunblaðið efndu til samkeppni um bestu Ijósmyndir fréttaritara frá árunum 1997 og 1998. ( Víkurskála.Vík í Mýrdal hefur verið komið upp sýningu á þeim myndum sem dómnefnd taldi bestar. Myndefnið er fjölbreytt og gefst því kostur á að sjá brot af viðfangsefnum fréttaritara Morgunblaðsins sem eru um 100 talsins og gegna mikilvægu hlutverki í fréttaöflun biaðsins á landsbyggðinni. Sýningin stendur til fimmtudagsins 3. júní og eru myndirnar á sýningunni til sölu. r-, ’ j ’í Ljósmyndasýning Morgunblaðsins Vík í Mýrdal Milljón eintök af WordPerfect EITT AF því helsta sem menn finna Linux til foráttu er hversu lít- ið er til af notendahugbúnaði fyrir stýrikerfið. Smám saman hafa fyr- irtæki þó kynnt Linux-útgáfur af hugbúnaði, þeirra á meðal Corel fyrirtækið kanadíska sem sá sér leik á borði að koma WordPerfect- ritvinnsluforritinu fomfræga í Lin- ux búning og hefur gengið bæri- lega. WordPerfect var í eina tíð vin- sælasta ritvinnsluforrit heims en framleiðandi þess áttaði sig ekki á Windows-byltingunni fyrr en það var um seinan. Hugbúnaður- inn/nafnið gekk síðan kaupum og sölum þar til Corel festi kaup á honum fyrir nokkrum árum. WordPerfect hefur átt á bratt- ann að sækja, þrátt fyrir ýmsis til- brigði eins og að setja á markað Java-gerð hans. Corel virðist aftur á móti hafa hitt naglann á höfuðið með Linux-útgáfu WordPerfect, því á miðvikudag var milljónasta eintakið sótt á vefsetur Corel. Linux-útgáfan af WordPerfect 8.0 er 23,6 MB og var sett upp í desember síðastliðnum. Um 70.000 manns hafa því sótt sér eintak á viku hverri, en útgáfan er ókeypis. Að sögn Corel-manna búast þeir við að þeir sem sæki sér eintak muni síðan kaupa WordPerfect Office-vöndulinn fyrir Linux sem væntanlegur er í árslok. Um 22 milljónir manna notuðu WordPerfect fyrir Windows fyrir ári samkvæmt bandarískri könnun. Nýr MP3-spilari MP3-ÆÐIÐ er síst í rénun og enn mikið um að vera á MP-tækja- markaði. Rio frá Di- amond hefur gengið bráðvel og fleiri vilja sneið af þeirri köku, meðal annars með því að auka notagildi tækj- anna. Fyrsta fyrirtæki sem setti MP-spilara á markað var kóreska fyr- irtækið Saehan. Það samdi við kanadískt fyr- irtæki um markaðssetn- inguna sem bar tak- markaðan árangur, en fyrir skemmstu brárust fregnir af því að Saehan hefði samið við nýtt fyr- irtæki vestan hafs og væri í þá mund að setja á markað nýja gerð spilarans sem er þeirri náttúru búinn að geta hljóðritað ekki síður en spilað. Á sínum tíma reyndu samtök höfundaréttareigenda að bregða fæti fyrir Rio-spilarann, en töpuðu málinu meðal annars á þeirri for- sendu að ekki væri hægt að hljóð- rita á hann. Ekki er gott að segja hvaða meðferð spilarinn nýi frá Sa- ehan, MP-F30, en kallast reyndar raveMP vestan hafs, fær, en hann er með innbyggðan hljóðnema og getur hljóðritað upp undir fjóra tíma af tali og þúsundir símanúm- era. Tækið er með 64 MB innra minni, sem hægt er að auka með minniskortum, og mun kosta um 20.000 kr. vestan hafs. Fyrirtækið sem selja mun spilarann heitir Sensory Science, en það hefur áður náð góðum árangri á myndbands- tækjamarkaði, meðal annars með tvöfóld myndbandstæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.