Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 55 ^ veguð svo að fólki leið vel í návist hennar. Vináttan hélst óbreytt þótt samskiptin yrðu minni á seinni ár- um. Hún var góð fyrirmynd ungu fólki og sýndi í verki að inntak og markmið lífs hennar var að leggja sitt af mörkum við að útbreiða Guðs ríki hér á jörð. Hún var ávallt mikill kristniboðsvinur, fylgdist vel með kristniboðsstarfi Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga og studdi það af alhug. Okkur fjölskyldunni var jafnan boðið heim til þeirra hjóna, þegar við komum heim frá Afríku, og sögðum þeim nýjar fréttir. Um leið og ég þakka Guði fyrir Öddu og góðar minningar um hana votta ég ástvinum hennar innilega samúð. Fyrir hönd Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, Kjartan Jónsson, fram- kvæmdastjóri. Kveðja frá Kvenfélagi Grensássóknar. Það eru góðar minningar tengd- ar henni Arnfríði. Hún kom til þess að verða prestskonan okkar í Grensássókn þegar maður hennar, séra Jónas Gíslason, tók þar við embætti. Þá var margt enn með frumbýlingshætti hjá hinum unga söfnuði, aðstaða léleg í einskonar bráðabirgðahúsnæði og hægt gekk með byggingaframkvæmdir safnað- arheimilisins, sem líka skyldi verða kirkja. En þau hjón létu það ekki á sig fá. Full bjartsýni efldu þau kjark okkar, hvöttu heldur en löttu og tókst ásamt okkur öllum að sjá draum um húsnæði kirkjunnar ræt- ast er safnaðarheimilið var vígt sem helgidómur Grensássafnaðar, átta árum eftir stofnun hans. Arn- fríður gerðist strax virkur félagi í Kvenfélagi Grensássóknar og gekk til liðs við kirkjukórinn. Hún var mjög traustur og góður félagi, í senn hlédræg og hreinskiptin. Hún var góðum gáfum gædd og gott að deila með henni geði og störfum. Minnistætt er hversu ötullega hún lagði fram krafta sína í kvenfélag- inu með brennandi áhuga á safnað- arstarfinu og framgangi alls kirkju- starfs, enda einlæg í trú. Ánægju- legt var að verða þess aðnjótandi að heimsækja þau hjón. Alúð og lát- leysi einkenndi þau bæði og varla er hægt að minnast svo annars þeirra að hins sé ekki getið um leið, svo samrýnd og samstiga voru þau í lífi sínu. En sr. Jónas hvarf frá söfnuðinum til annarra starfa. Arn- fríður hélt áfram að leggja kvenfé- laginu lið, allt uns hún flutti með manni sínum austur í Skálholt, er hann tók við embætti vígslubiskups þar. En tengslin við Grensássöfnuð héldust alltaf þótt samverustund- irnar yrðu strjálli. Því miður fór heilsu sr. Jónasar hrakandi og hann lét af störfum af þeim sökum. Vissulega reyndi á þrek Arnfríðar, sem enn sem fyrr studdi mann sinn dyggilega, þrátt fyrir að hún sjálf væri ekki hraust. Eftir fráfall sr. Jónasar þurfti Amfríður að glíma við eigin sjúkdóm. Nú er því stríði lokið og hvíldin fengin, aðskilnaður þeirra hjóna ekki lengri. Að leiðar- lokum eiga þessi fátæklegu orð að þakka samveruna með Amfríði og frábær kynni. Guð blessi Arnfríði Arnmundsdóttur og varðveiti fjöl- skyldu hennar og ættingja. Guð blessi minningar um prestshjónin sr. Jónas og Amfríði. Kvenfélag Grensássóknar. Nú þegar elskuleg vinkona mín, Arnfríður Arnmundsdóttir, eða Adda eins og ég kallaði hana, hefur kvatt okkur, hrannast minningam- ar upp hver af annarri. Enda sam- fylgdin oi;ðin löng. Það var árið 1943 sem ég sá Öddu fyrst en það var á kristilegri samkomu í Frón á Akra- nesi þar sem starfsemi KFUM og KFUK fór fram. Ég var þá nýlega farin að vera með í kristilega félags- skapnum í Reykjavík og tók fljótt virkan þátt í sönglífinu sem þá stóð með miklum blóma. Um þetta leyti var mikill samgangur á milli Akra- ness og Reykjavíkur og einmitt á þessum tíma var mikil kristileg trú- arvakning á báðum stöðum. Stundum fómm við í smá hópum upp á Akranes og var þá oft troðið upp með söng, við sungum fyrir þau og þau fyrir okkur, en á einni slíkri samkomu er Adda mér einkar minnisstæð. Ég ásamt fleirum var þá komin á söngpallinn og við mér blasti stúlka á næstfremsta bekk í hárauðri blússu með fallegt lauslið- að hár niður á axlir og með svolítið skásett augu. Mér fannst hún hafa mikið við sig, bæði lagleg og greind- arleg. Ekki vissi ég þá að við ættum eftir að bindast slíkum vináttubönd- um sem raun varð á. En Adda kom til Reykjavíkur um haustið og auðvitað lágu leiðir okk- ar saman í KFUM og KFUK. Því þann félagsskap elskuðum við báð- ar. Hún hafði þá lokið sínum ung- lingaskóla á Akranesi en hafði mikla löngun til að læra á píanó. Hún bæði vann fyrir sér og sótti píanó- tíma og hafði tækifæri til að æfa sig. Við vorum ekki lengi að kynnast. Ég bauð henni heim við fyrsta tæki- færi, enda áttum við samleið, þar sem báðar voru Vesturbæingar. Adda hafði mjög næmt tóneyra og þýða og fallega söngrödd. Báðar lærðum við að spila á gítar og það var okkar yndi að syngja og spila saman og oft vorum við fleiri og þá gjarnan sungið í röddum. Þegar ég hugsa til æskuáranna fyllist hugur minn þakklæti fyrir að hafa átt svona góða vinkonu. Adda var svo ekta. Eg gat treyst henni fullkomlega, hún var ákveðin stúlka og vönd að virðingu sinni. Það fór enginn með hana lengra en hún sjálf vildi. Okkur fannst báðum þeg- ar við töluðum saman seinna á æv- inni að það hefði verið mikil gæfa að fá að vera með í kristilega félags- skapnum og báðar kynntumst við okkar góðu eiginmönnum þar. Vin- átta og gott samband hélst ávallt á milli okkar og þeirra hjóna, þótt stundum liði langt á milli þess að við hittumst eins og gengur. Tíu ár voru þau í Vík í Mýrdal, fyrstu prestskaparár sr. Jónasar. Einu sinni heimsóttum við þau þangað okkur til mikillar ánægju. En þau komu af og til í bæinn og þá fannst mér alltaf hátíð, því nær undantekningarlaust heimsóttu þau okkur og þá var mikið skrafað. Éig- inmenn okkar þekktust mjög vel, og áttu mörg sameiginleg áhugamál. En svo lá leið þeirra hjóna til Dan- merkur ásamt sonum þeirra tveim þar sem sr. Jónas var prestur Is- lendinga í fimm ár. Þá var skrifast á og jafnvel skipst á gjöfum. Ég á mörg bréf frá Óddu sem ég geymi í sérstökum sendibréfakassa og sum svo gömul að þau eru skrifuð á Akranesi. Svo merkilega vildi til að fyrir tæpum tveim árum fluttum við í sömu blokk í Kópavogi. Eftir að við vissum að við myndum flytjast í sömu blokkina, töluðum við oft sam- an. Adda batt miklar vonir við þennan stað, þar sem þau væru komin miklu nær sonum sínum og henni Sveinbjörgu systur hennar, sem reyndist þeim ómetanleg hjálp- arhella. En nú hafa þau bæði verið kölluð frá okkur, sambýlið varð ekki langt. Ekki hvarflaði að okkur að þau ættu svona stutt eftir ólifað, en eins og Adda sagði eitt sinn við mig: „Peta, finnst þér ekki gott að við vitum ekkert fyrir?“ „Jú, mér finnst það ein af Guðs góðu gjöfum,“ svaraði ég. Þá var sr. Jónas mjög langt leiddur af sínum sjúkdómi og erfitt fyrir hana að annast hann, en það hafði hún gert af mikilli þrautseigju. En allt í einu var hún orðin veik af krabbameini sem uppgötvaðist tiltölulega fljótt eftir að þau fluttu. Hún barðist hetjulegri baráttu við þennan illvíga sjúkdóm og var stundum ótrúlega hress og bjartsýn þó hún gæti ekki annast manninn sinn lengur. Það varð aðeins hálft ár á milli þeirra, henni varð að ósk sinni: að lifa hann. Hún vissi hversu erfítt myndi fyrir hann að missa hana. Undanfarið, þegar ég hef vitjað Öddu á spítala, hef ég ósjálfrátt hugsað um himininn og hversu gott er að geta beðið til Jesú fyrir þeim sem manni þykir vænt um. Eftir að Adda kvaddi þennan heim hefur sálmur sem ég held mikið uppá ver- ið í huga mér. Ó, að þig, Jesú, ég göfgað gæti. Sem gimist nýtt og þakklátt hjarta mitt. Þú gafst mér Mmin þinn, son Guðs sæti. Með sælu allri, fyrir nafnið þitt. Ég þakka, frelsari, þér af hjarta. Að þú leiðst kvöl og dauða fyrir mig. Þú gafst mér friðinn og framtíð bjarta. Já, fyrir vor og sumar lofa eg þig. Við komum senn upp til sala hæða. Hvað sakar þá þótt ferðin reynist ströng? Við öðMmst kórónu og gnóttir gæða. Og grátur allur snýst í feginsöng. (Þýð. Bjami Jónsson.) Við hjónin vottum sonum Öddu og ástvinum öllum okkar dýpstu samúð. Petrfna Steinadóttir. Það er sárt að missa þá sem okk- ur þykir vænt um. Og það er enn sárara að missa þá sem þykir vænt um okkur. Þess vegna finn ég fyrir fátækt nú, þegar Adda er dáin. Arnfríður Arnmundsdóttir var mikilfengleg kona - í stíl við nafnið. Um leið var Adda jafn látlaus og heimilisleg og gælunafnið. Hún var kærleiksríkur vinur og einn af mátt- arstólpum samfélagsins. Hún var ekki í hópi þeirra sem eru þekktir og fá heiðursmerki. Hún var hljóð- látur boðberi kærleikans. Eigin- maðurinn, sr. Jónas Gíslason, vígslubiskup, var góður fræðari og predikari, sem margir fengu að hlusta á. Við vorum færri, sem nut- um predikunar Arnfríðar. En predikun hennar var ekki síður góð og eftirminnileg. Það var ekki predikun úr ræðustóli. Það var predikun með lífi. Áhrif slíkrar predikunar eru sterk og varanleg. Sú predikun gæti haft einkunnar- orðin: „Þjónið hver öðrum í kær- leika“. Kærleiksþjónusta Öddu varð mér undirstrikun á orðum Jesú um að „sá sem mikill vill verða meðal yðar, sé þjónn vðar“. Þeim orðum verður ekki fylgt í framavon, heldur í auðmýkt og kærleika. Þegar ég kynntist Jónasi fyrir áratugum, undraðist ég hve hann gat tekið þátt í mörgu og gert það vel. Mér fannst það stundum ofur- mannlegt. En þegar ég kynntist Öddu, fékk ég skýringuna. I henni átti hann svo kærleiksríka og fóm- fúsa eiginkonu og vin, að við lá að hún gengi of langt í þjónustu sinni. Hún vildi allt gera til að hjálpa manni sínum að verða góður þjónn í víngarði Drottins. Mannlega talað var hún máttarstólpinn í lífi hans. Jónas var ekki hálfur maður án Öddu. Þess vegna var þeim báðum dýrmætt, að hún skyldi fá að lifa mann sinn. Hann þurfti á henni að halda til hinstu stundar, og þrátt fyrir að Adda væri komin með al- varlegt krabbamein, tókst henni að standa upprétt og lifa hálfu ári lengur en Jónas. Með sama hætti var Adda mikil- vægur og traustur vinur fjölskyldu sinnar og vina. Umhyggja hennar var sönn og einlæg. Því er erfítt fyr- ir hina nánustu að missa Öddu nú, aðeins hálfu ári eftir andlát Jónas- ar. En minningin um þau eru dýr- mæt. í fimmtíu ár voru þau ein ein- ing, en þó svo ólíkir persónuleikar. Þau gátu skipst á skoðunum, og þau gátu rifist, en fyrst og fremst stóðu þau saman. Saman voru þau sterk og mótandi í samtíð sinni. Jónas var sterkari út á við, en Adda var sterk- ari heima fyrir. Þar var undirstaðan lögð - ekki bara í fjölskyldunni, heldur í allri tilveru þeirra. Orð Bi- blíunnar urðu að veruleika: „Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists“. í vissum skilningi er viðeigandi og gott að hugsa til þess, að Adda og Jónas fá nú að vera saman í eilífð Drottins. Ég tel það gæfu að hafa fengið að vera vinur og náinn samstarfsmað- ur Öddu og Jónasar í nálægt 30 ár. Það hefur auðgað líf mitt og kennt mér ótalmargt um mannlífið, hjóna- bandið, kirkjuna, trúarlífið - og ekki síst um kærleiksþjónustuna mikilvægu. Ég kveð Öddu í þakk- læti og virðingu. Lífspredikun hennar talar skýrt, og nú við andlát hennar finnst mér sem orð Páls postula séu orð Öddu til okkar: „Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir, verið styrkir. Allt hjá yður sé í kærleika gjört.“ (1. Kor. 16:13-14.) Guð styrki og blessi syni, tengda- dætur, barnaböm, systur og aðra ástvini. Með samúðarkveðju og þakklæti frá okkur hjónunum. Stína Gísladóttir og Óli Aadnegard. Með nokkrum orðum langar okk- ur að minnast vinkonu okkar, Arn- fríðar. Leiðir okkar lágu saman fyr- ir u.þ.b. 10 árum í dönskudeild Há- skóla íslands. Þá hafði Amfríður nýlokið stúdentsprófi frá öldunga- deild og hélt ótrauð áfram náminu, og var aldursforseti í deildinni þetta árið. Þar hófst okkar vinskapur sem hélst fram á hennar síðasta dag. Líklega höfum við því kynnst henni á annan hátt en flestir þeir sem nú syrgja hana, því að alveg eins og hjá því unga fólki sem er að hefja há- skólanám þá var helsta umræðuefni okkar námsefnið og það sem því fylgdi. Amfríður var mikil náms- manneskja og sætti sig aldrei við annað en að ná hámarksárangri. En alltaf kveið hún mikið fyrir prófum, því að sjálfstraustið var ekki alltaf í samræmi við getu. Og gaman var svo að fagna með henni í Skálholti að loknu prófi. Það má segja að hún hafi verið af þeirri kynslóð þegar sjálfsagt þótti að karlmenn nýttu sína hæfileika til náms á meðan konum var ætlað það hlutverk að vera fyrst og fremst eiginkona og móðir. Þannig hefur henni þótt sjálfsagt að styðja bónda sinn og fylgja honum þangað sem störf hans leiddu hann, og hefur ekki farið að huga að eigin löngun- um og getu til mennta fyrr en eftir að synir þeirra vora vaxnir úr grasi. Og það jafnvel þótt hún væri slík námsmanneskja og fræðimaður í eðli sínu sem raun bar vitni. Hug- myndaflug skorti hana heldur ekki, og að námi loknu byrjaði hún að skrifa skáldsögu sem hún lauk þó aldrei við. Hún hefði eflaust haft ýmislegt fram að færa fyrir land og þjóð hefði hún fengið að njóta ávaxtanna af námi sínu og hefði haft tækifæri til að sýna hvað í henni bjó á því sviði. En veikindi Jónasar og síðar hennar sjálfrar komu í veg fyrir það. Aldrei heyrðum við hana þó tala um það, enda hafði hún ef til vill miklu minni trú á eigin verðleik- um en þeir sem í kringum hana vora. Hvorag okkar hefði trúað því fyr- ir 10 árum að Amfríður yrði öll svona skjótt, aðeins hálfu ári eftir lát Jónasar. Hún sem alltaf virtist svo hraust og ungleg varð á svo skömmum tíma að láta undan þvi meini sem leiddi hana til dauða. En aldrei heyrðist hún æðrast eða láta í ljós kvíða fyrir endalokunum, enda trúuð kona. Með Arnfríði er gengin merkis- kona, heimskona, gestgjafi góður og ekki síst gáfukona. Megi hún hvíla í friði. Aldís Sigurðardóttir og Margrét Kolka. Drottinn gaf og Drottinn tók lofað veri nafe Drottins (Job 1,21.) Þessi orð komu sterkt upp í huga okkar þegar við vinkonurnar frétt- um af andláti Arnfríðar Ingu Arn- mundsdóttur eða Öddu, eins og við ávallt kölluðum hana. Stórt skarð er höggvið í vinahóp okkar og eftir sit- ur tómarúm og söknuður. Adda barðist hetjulega síðastliðin ár af miklu æðruleysi við illvígan sjúkdóm. Hún var einstök, róleg, yf- irveguð og sterk. Hún reyndi af fremsta megni að styrkja fjölskyldu sína og vini. Að hugsa um aðra fremur en sjálfa sig var hennar að- alsmerki. Það sannaðist margoft á hennar lífsleið. Nærtækasta dæmið var þegar eiginmaður hennar, sr. Jónas Gíslason, síðar vígslubiskup, háði sitt stranga dauðastríð síðast- liðið haust. Öllum stundum var hún hjá manni sínum, þrátt fyrir veik- indi sín. Við dáðumst að styrk henn- ar, en vissum hvaðan hún fékk hann. Adda hafði ung öðlast sterka trú á Jesú Krist sem vin og per- sónulegan frelsara sinn. Hann gaf henni kraft til að takast á við hvern dag, Jesús Kristur var leiðtogi í lífi hennar. Stór hluti lífshlaups Öddu var að sinna preststörfum með eiginmanni sínum, hún gegndi því hlutverki af- skaplega vel og stóð sem klettur við hlið hans í öllum hans störfum. Hún opnaði heimili sitt og sinnti þeim ólíku hlutverkum sem upp komu hverju sinni. Um fimm ára skeið bjuggu þau hjón í Danmörku þar sem sr. Jónas var sendiráðsprestur. Þau tóku þá á móti sjúklingum, sem leituðu læknisaðstoðar, fylgdu þeim á sjúkrahúsið og veittu þeim upp- örvun og styrk á meðan á sjúló-a- húsvist þeirra stóð. Við vinkonurnar hittumst í MH og áttum það sameiginlegt að vera nú á fullorðinsáram tilbúnar að láta gamlan draum rætast. (Þökk sé áfangakerfi MH.) Að vera komnar aftur í skóla var stórkostlegt og það vantaði ekki áhugann. Ekki var laust við vanmetakennd hjá okkur öllum. Hvemig mundi okkur ganga í klukkutímaprófi? Gátum við mætt kröfum skólans? Smám saman urð- um við sigurvissari og jafnvel svolít- ið hreyknar af árangrinum. Minni- máttarkenndin þokaðist burt. Þetta var sérlega gleðilegt tímabil í lífi okkar. Fljótlega fórum við að hringja hver í aðra og bera saman bækur okkar. Hver og ein lagði sig fram um að gera sitt besta. Við komum oft heim til Öddu til þess að lesa saman fyrir próf. Hún tók alltaf á móti okkur af miklum hlýleik og myndarskap. Það var mikið talað saman og námsefnið rætt fram og aftur. Töluðum við þá gjaman um bókmenntir, jafnvel Njála var krufin til mergjar. I vor era liðin 10 ár síðan Adda lauk stúdentsprófi. Tíminn hefur liðið svo fljótt. Eftir stúdentspróf fór Adda í Háskólann og lauk BA prófi í dönsku með sérlega glæsi- legum árangri. Hún gerði alltaf miklar kröfur til sjálfrar sín að hverju sem hún gekk. Adda bauð okkur vinkonunum í Skálholt í til- efni útskriftarinnar úr Háskólan- um. Við munum alltaf minnast þessa vordags með mikilli ánægju og voram ekki lítið stoltar af henni að vera búin að ljúka þessum stóra áfanga þrátt fyrir flutninga í Skál- holt og annir í sambandi við emb- ætti manns síns. Af og til höfum við vinkonur hist hver hjá annairi og nú í desember sl. heima hjá Öddu. Ekki er því að neita að veikindin höfðu þá sett sitt mark á hana, en hún var bjartsýn og þarna urðum við vitni að óvenju- legri hetjulund og hugrekki hennar. Við erum þakklátar fyrir þessa sér- stöku kvöldstund sem við eigum í minningunni um kjarkmikla konu sem reyndi í lengstu lög að verða ekki öðram til byrði þrátt fyrir óvenju löng og erfið veikindi þeirra hjóna beggja. Vináttan er hæsta fullkomnunar- stigið innan mannlegs samfélags (Montaigne). Margir telja þá vin- áttu sem mynduð er á æskuáranum vera þá sterkustu og ekki viljum við gera lítið úr því. Sú vinátta sem við Adda, Ólöf, Guðlaug og Sigrún upp- lifðum á okkar fullorðinsárum var bæði traust og góð og gaf lífinu gildi. Þei, þei og ró Þögn breiðist yfir allt. Hmgin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðarþúnjótaskalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóh. Jónsson.) Við þökkum Öddu samfylgdina og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Börnum hennar og ástvin- um öllum vottum við dýpstu samúð. Guðlaug Ragnarsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir og Sigrún Skúladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.