Morgunblaðið - 27.05.1999, Page 1

Morgunblaðið - 27.05.1999, Page 1
STOFNAÐ 1913 116. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Manchester United Evr- ópumeistari ENSKA knattspyrnuliðið Manchester United varð í gær Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 2:l-sigur á þýska liðinu Bayern Miinchen í úrslitaleik Meistara- deildarinnar á Camp Nou-Ieik- vanginum í Barcelona. Mikil fagnaðarlæti hrutust út á Englandi, ekki síst í nágrenni Manchester-borgar, og sagði m.a. í yfirlýsingu frá Tony Blair, forsæt- isráðherra Breta, að leikmenn liðs- ins hefðu unnið stórkostlegt íþróttaafrek. Danski landsliðsmarkvörðurinn Peter Schmeichel lyftir hér Evr- ópubikarnum á loft í félagi við knattspyrnustjóranii Alex Fergu- son. Þar með er þriðji titill Manchester-liðsins í höfn á leiktíð- inni, þvf það varð einnig enskur deildar- og bikarmeistari. ■ Tvö lið/B2 Finnar and- snúnir sam- einingu ESB ogVES Helsinki. Reuters. AÐ SÖGN Jan-Erik Enestam, vam- armálaráðherra Finnlands, eru þau aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) sem standa utan Vestur-Evr- ópusambandsins (VES) og NATO andsnúin tillögum Þjóðverja um að setja VES undir ESB með formlegum hætti. Enestam sagðist í viðtali við Reuters í gær þess fullviss að ríki sem sótt hafa það fast að af sameiningu stofnananna yrði, muni fallast á laus- leg tengsl þeirra. „Það er einkanlega erfítt fyrir hlut- lausu ríkin að fallast á fulla samein- ingu VES og ESB,“ sagði Enestam og benti á stefnu Finnlands, Svíþjóðar, Irlands og Austurríkis, máli sínu til stuðnings. „Finnland eitt gæti hindr- að fyrirhugaða sameiningu,“ sagði Enestam. Að undanfömu hefur gætt aukins viþa meðal ráðamanna nokkurra ESB-ríkja til að samþætta VES innan ESB. Hafa ráðherrar VES-ríkja sam- þykkt að hefja slíkt undirbúningsstarf á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Köln 3.-4. júní nk„ að frumkvæði þýsku stjómarinnar. Ein meginstoð VES, sem kveður á um sameiginlegar vamir, gengur hins vegar í berhögg við hlutleysisstefnu þeirra Evrópuríkja sem standa utan vamarbandalaga. Sagði Enestam að möguleg málamiðlun gæti verið að fjarlægja þær lagagreinar sem kveði á um að aðildarríki skuldbindi sig til sameiginlegra vama. Bágt gengi evrunnar veld- ur áhyggjum Lundúnum, París. AFP. EVRAN, hin sameiginlega mynt að- ildarríkja Evrópusambandsins, féll í gær gagnvart bandarískum dal, úr 1,0604 á þriðjudag í 1,04575 um miðjan dag í gær, og hefur gengi evmnnar aldrei verið jafnlágt. Er það rakið til viðbragða markaðarins við slæmum horfum í efnahagsbú- skap Evrópuríkja. Þrengingar evrunnar undan- farna daga eru að megninu til tald- ar tilkomnar vegna opinberra birt- inga á afar óhagstæðum hagtölum aðildarríkja ESB. Síðustu óheilla- tíðindin komu frá Italíu, en þar hafa ráðamenn varað við því að erfitt kunni að reynast að ná fram tilsettum viðmiðum um leyfilegan fjárlagahalla ríkisbúskaparins, sem má ekki fara yfir 2% af vergri þjóð- arframleiðslu. Er ástæðan sú að sýnt þykir að verg þjóðarfram- leiðsla verði lægri á árinu en spáð hafði verið. Tilkynning ríkisstjórn- ar Italíu kemur í kjölfar hagtalna frá Þýskalandi sem benda til þess að þýskt efnahagslíf hafi brugðist illa við í aprfl sl. er sýnt þótti að þýska stjórnin myndi fresta fyrir- huguðum breytingum á skattalög- gjöfínni. Bandarískt efnahagslíf held- ur hins vegar góðri siglingu fram á við og þykjast menn sjá greinileg merki þess að fjárfest- ar kjósi banda- rflqadal umfram mm Duisenberg eVrUna‘ Wlm Duisenberg, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, segir í viðtali við vikuritið Wirtschaftswoche, sem birtist í dag, að nokkur ár geti liðið uns evran nái traustri fótfestu á fjármálamörkuð- um heims. „Evran er þegar orðin trúverðugur gjaldmiðill, en vissu- lega gæti trúverðugleiki hennar verið meiri. Þetta er tímafrekt ferli sem tekur mánuði, ef ekki ár,“ sagði Duisenberg. I gær var haft eftir Yves-Thibault de Silguy, sem fer með viðskiptamál í framkvæmdastjóm ESB, að síð- ustu fregnir um bágt gengi evrunn- ar yllu ekki áhyggjum. „Húsið brennur ekki en við verðum að vera á varðbergi á komandi vikum og mánuðum," sagði de Silguy. Reuters Hermt að ákæra á hendur Milosevic verði gefín út af Stríðsglæpadómnum Júgóslavfuforseti verði ákærður fyrir stríðsfflæpi Brussel, Moskvu, Stokkhdlmi. Reuters, AP. HAFT var eftir ónefndum heimild- armanni, sem starfar hjá stríðs- glæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag, í gær að Slobodan Milosevic, Júgóslavíuforseti, hafi verið ákærð- ur fyrir stríðsglæpi og að ákæm- skipun hafi þegar verið undirrituð af fulltrúum dómstólsins. Talið er að ákæran hljóði upp á stríðsglæpi þá sem Serbar hafa framið í Kosovo- héraði, þar sem yfir milljón Kosovo- Albanar hafa verið hraktir frá heim- ilum sínum, hundrað þúsunda flúið til nágrannaríkja og ótilgreindur fjöldi myrtur af vopnuðum sveitum Serba. Jim Landale, talsmaður stríðsglæpadómstólsins, vildi ekki tjá sig um málið í gær en sagði að Louise Arbour, aðalsaksóknari dóm- stólsins, myndi opinbera afar mikil- væga tilkynningu um hádegisbil í dag. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að of snemmt væri að tjá sig um fréttimar. Tók Jamie Shea, tals- maður Atlantshafsbandalagsins (NATO), í sama streng og sagðist ekki hafa heyrt neina opinbera yfir- lýsingu þessa efhis. Fréttaskýrendur telja að ákæran kunni að styrkja málstað Atlants- hafsbandalagsins (NATO), sem hafnað hefur alfarið öllum mála- standa fast á meginkröfum sínum um að Serbar hverfi með allt herlið sitt frá Kosovo og að alþjóðlegt frið- argæslulið í héraðinu muni saman- standa af hermönnum NATO-ríkja. Þá lagði hann áherslu á að Kosovo- héraði yrði ekki skipt upp. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, var í Svíþjóð í gær og fundaði þar með Kofi Annan, aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna. Eftir fundinn sögðu þeir Annan og Ivanov að allir hlutaðeigandi aðilar væm að leggjast á eitt um að ná fram friðsamlegri lausn á átökunum í Kosovo. Sagði ívanov þó að nokk- uð bæri enn í milli áherslna Vestur- landa og Rússlands. miðlunum í stríðinu á Balkanskaga. Var haft eftir vestrænum erind- rekum í gær að ákær- an kynni að breyta þró- un mála á Balkanskaga. Þó slá menn ýmsa varnagla í Ijósi þess að sáttaum- leitanir í Kosovo-deil- unni kunna að verða flóknari fyrir vikið. En , eitt skilyrða Milosevics fyrir endalokum stríðs- ins er að honum verði veitt friðhelgi gagnvart stríðsglæpadómstóln- um í Haag. Þá er talið að ákæran muni auka þrýsting á þá aðila - líkt og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands - sem helst hafa viljað sjá landhersveitir ráðast til inngöngu í Kosovo-hérað í stað þess að frið- mælast við Milosevic, yfirlýstan stríðsglæpamann. „Ég get ekki séð að nokkur fulltrúi vestrænna ríkja geti samið við Milosevic nú, nema þá til að fallast á uppgjöf hans,“ sagði evrópskur erindreki í höfuðstöðvum NATO í gær. Ef af kæranni verður, þá þýðir það að Milosevic getur ekki yfirgefið Júgóslavíu nema að eiga á hættu að verða hneppt- ur í varðhald og færður til Haag. Fréttastofa CNN, sem fyrst greindi frá fréttunum, sagði í gær að líkur væra á að kær- ur á hendur fleirum en Milosevic fylgdu í kjöl- farið. Þá var enn óljóst hvort kæran myndi hljóða upp á glæpi gegn mannkyninu, þjóðar- morð eða stríðsglæpi með tilvísan í aðra al- þjóðlega sáttmála. Sáttatilraunum fram haldið Á meðan loftárásum NATO var haldið áfram á hemaðarlega mikil- væg skotmörk í Júgóslavíu í gær sat Strobe Talbott, aðstoðaratanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, stífa fundi í Moskvu þar sem hann leitaðist við að minnka áherslumun NATO og Rúss- lands varðandi lausn átakanna á Balkanskaga. Talbott og Martthi Ahtisaari, forseti Finnlands og sér- legur erindreki Evrópusambandsins í málefnum Kosovo, funduðu með Viktor Tsjémómýrdín og sagði Tal- bott fyrir fundinn að NATO myndi Louise Arbour The Sun biðst afsökunar Lundiínum. Morgunblaðið. BRESKA æsifréttablaðið The Sun baðst í gærkvöldi opinber- lega afsökunai- á að hafa birt tíu ára gamla mynd af Sophie Rhys- Jones, unnustu Játvarðs prins, þar sem annað brjóst hennar sást. Dagblaðið hafði keypt myndir af Rhys-Jones af vin- konu hennar og var ætlun blaðs- ins að birta þær í þremur tölu- blöðum. Vakti fyrirhuguð mynd- birting mikla andstöðu og reiði, meðal annars frá konungsfjöl- skyldunni. Sérstök siðanefnd mun fjalla um myndbirtingu The Sun á næstunni. ■ Leyniþjónusta/28

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.