Morgunblaðið - 27.05.1999, Side 4

Morgunblaðið - 27.05.1999, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 66°N-Sjóklæðagerðin ákveður að hætta starfsemi á Akranesi Störfum verður fjölgað um helming á Akureyri FYRIRTÆKIÐ 66°N-Sjóklæða- gerðin hf. ætlar að efla starfsemi sfna á Akureyri og fjölga störfum þar. Starfsmenn eru nú um 20 en gert er ráð fyrir að þeim fjölgi inn- an tíðar og þeir verði allt að 30 talsins. Jafnframt hefur verið ákveðið að hætta starfsemi á veg- um fyrirtækisins á Akranesi, en þar hafa verið framleidd vinnuföt í á níunda ár og eru starfsmenn 24 í 19 stöðugildum. 66°N-Sjóklæðagerðin er með starfsemi á þremur stöðum í Reykjavík auk þess sem rekstur er á Akureyri, Selfossi og Borgarnesi, en rekstri á Akranesi verður sem fyrr segir hætt. Forsvarsmenn fyr- irtækisins segja þá ákvörðun þung- bæra að segja upp starfsfólki á Akranesi, en slík ráðstöfun sé óhjá- kvæmileg. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafí ekki haft sam- band við bæjaryfirvöld til að til- kynna þessa ákvörðun og hann hafi því engar traustar fregnir af áformum að hætta rekstri á Akra- nesi. „Pað er auðvitað ekki gott að fyrirtækið skuli hætta og síst með þessum hætti, enda höfum við ver- ið afskaplega vinsamlegir í öllu sem að rekstriJjess hefur snúið hér á Akranesi. Eg harma að þetta skuli ekki hafa verið rætt við okkur áður,“ segir Gísli. Gott atvinnuástand á Akranesi Hann segir lán í óláni að at- vinnuástand hafi ekki verið betra á Akranesi í annan tíma og því geri hann sér vonir um að starfsmenn- irnir sem missa vinnuna verði ekki lengi atvinnulausir. „Eg vona og reikna fastlega með að þetta fólk gangi ekki lengi atvinnulaust," seg- ir hann. Alls starfa 207 manns hjá Sjó- klæðagerðinni og hefur þeim fjölgað mikið á liðnum árum, voru t.d. 70 árið 1990. „Þannig hefur tekist að efla starfsemina þrátt fyrir sívaxandi samkeppni við inn- fluttar og tollfrjálsar vörur frá löndum þar sem framleiðslukostn- aður er brot af því sem þekkist á íslandi. Því þarf sífellt að endur- skoða framleiðsluhætti og skipu- lag fyrirtækisins til að styrkja megi reksturinn. Við blasti að draga þurfti úr framleiðslukostn- aði og auka framleiðni, m.a. með því að fækka framleiðslustöðum og styrkja færri einingar innan fyrirtækisins," segir Elmar Jens- sen, framkvæmdastjóri iyrirtæk- isins. 66°N-Sjóklæðagerðin keypti í upphafi þessa árs framleiðsluvélar þrotabús Foldu á Akureyri og hóf framleiðslu þar skömmu síðar. Tækjabúnaður hentar starfseminni vel, en helsta ástæða þess að fyrir- tækið styrkir starfsemi sína á Akureyri er að margir fyrrverandi starfsmenn Foldu réðu sig til starfa hjá Sjóklæðagerðinni og nýtur hún þekkingar þeirra og reynslu. Gróin og rík hefð fyrir fataframleiðslu og iðanði af marg- víslegu tagi er fyrirtækinu þannig mikilvæg. Tekið hefur verið á leigu um 1.300 fermetra húsnæði af Lands- banka íslands á Gleráreyrum og hefst starfsemi þar síðar í sumar. LEIÐANGURSMENN fögnuðu ákaflega þegar þeir komust ásamt öku- tækjum sínum á þurrt land á austurströnd Grænlands, rétt tæpa 12 kílómetra frá þorpinu Isortoq. Lýsing á skyggnum Olís-stöðvanna Ný tækni vekur at- hygli er- lendis ERLENDIR aðilar hafa sýnt kantlýsingu á skyggnum Olís- stöðvanna mikinn áhuga. Þeg- ar hefur verið gengið frá sölu á lýsingunni til 32 bensínstöðva Q8 olíufélagsins í Danmörku og fleiri aðilar í Danmörku og Þýskalandi kanna kaup á tækninni. Ljósarendurnar eru hannað- ar af Olís í samvinnu við Dengsa ehf. og bandaríska fyr- irtækið Supervision. Dengsi ehf., fyrirtæki Jóhannesar Tryggvasonar, hefur framleitt lýsinguna. Hin nýja lýsing hef- ur verið sett á fjölda bensín- stöðva Olís hér á landi og verð- ur sett upp á fleiri stöðvum í framtíðinni. Nýja tæknin hefur í för með sér gríðarlegan orkusparnað. Endingartími lýsingarinnar er margfaldur á við venjulega ne- onlýsingu og viðhaldskostnað- ur töluvert lægri, að því er fram kemur í Dropanum, fréttabréfi Olís. Samanstendur af þúsundum punkta Ljósarendurnar, sem úr fjarlægð virðast óslitin röð ljósa, samanstanda í raun af nokkrum þúsundum punkta, sem eru endar á ljósleiðurum. Nokkrar ljósaperur, sem kom- ið er fyrir inni í skyggninu, varpa ljósi á innri enda leiðar- anna, ljósið endurspeglast svo í ytri endum þeirra og myndar eina ljósaheild. Stofnað hefur verið fyrir- tæki í Danmörku til að annast framleiðslu kantlýsingarinnar fyrir Evrópumarkað. Jeppaleiðangurinn á Grænlandi Hyggjast aka aftur yfir jökulinn ARNGRÍMUR Hermannsson, einn leiðangursmanna í ICE225-jeppa- leiðangrinum yfir Grænlandsjökul, segir sterkar líkur á að haldið verði til baka akandi yfir Grændlandsjök- ul. „Ef af verður leggjum við upp f nýjan leiðangur og höldum af stað á föstudag. Þá myndum við keyra til baka yfir jökulinn og enda í Syðri-Straumsfirði," segir hann. Arngrímur segir að ástæða þess- arar breytingar á áformum leið- angursmanna, hafi verið fregnir af strjálum skipaferðum á þessum slóðum. „Vörur hafa ekki komið þangað sem við erum staddir núna frá því í ágúst síðastliðnum og ekki skips að vænta fyrr en um miðjan ágúst næstkomandi. Við getum ekki látið bflana standa aðgerðar- lausa mánuðum saman og þvf mun- um við snúa til baka ef við fáum eldsneyti og mat,“ segir hann. Þar er að vænta skipakomu um miðjan júní. Ferjaðir á litlum bátum JEPPINN sem var í fararbroddi festist í sprungu á Ieiðinni yfir Grænlandsjökul og bfllinn sem kom honum til aðstoðar lenti einnig í erfiðleikum, en þeir voru síðan báðir dregnir með spili á öruggt svæði. Leiðangursmenn náðu upphaf- Iegu takmarki sfnu seint á þriðju- dagskvöld, þegar þeir renndu niður af Grænlandsjökli og urðu um leið fyrstir til þess að fara á jeppum yfir jökulinn. I gær þræddu þeir leið að þorpinu Isortoq, en það stendur á eyju og um hálfs kílómetra breitt sund á milli. „Það er ekki búið að byggja neina brú þannig að við komust ekki lengra á bflunum, en leiðangursmenn verða feijaðir á litlum bátum yfir,“ segir Arngrím- ur. Þangað var þyrlu að vænta með vistir fyrir leiðangursmerm og er búist við að hún flytji Danina í hópnum á brott. „Danirnir eru bún- ir að fá nóg en allir Islendingamir verða áfram og kannski fáum við liðsauka að heiman,“ segir Arn- grímur. LIN ákveður nýjar úthlutunarreglur Framfærsla í 62.500 krónur SAMKVÆMT nýjum úthlutunar- reglum LÍN, sem menntamálaráð- herra hefur staðfest, hækkar grunníramfærsla námsmanna um 3% eða í 62.300 krónur úr 60.500 krónum á næsta skólaári. Hinar nýju reglur voru samþykktar sam- hljóða í stjóminni. Á grundvelli nýju reglnanna, er áætlað að veita rúmlega 6 þúsund námsmönnum námslán að upphæð 3.490 milljónir króna á næsta skóla- ári. Reglurnar taka gildi 1. júní nk. og eru aðrar helstu breytingar á þeim m.a. fólgnar í hækkun frí- tekjumarks um rúm 35% eða úr 185 þúsund krónum í 250 þúsund krónur. Skólagjaldalán em hækkuð en hámark samanlagðra lána vegna skólagjalda hækkar um 170 þús- und krónur og verður frá og með næsta skólaári 2.600 þúsund krón- ókeypis aðgangur til ársins 2000 ®BONAÐARBAN10NN Traustur banlá Undanþáguheimild frá svokall- aðri fimm ára reglu er rýmkuð með þeim hætti að nú er heimilt að veita námsmanni lán í sex ár til að stunda almennt lánshæft nám ef samanlögð lán hans eftir fimm fyrstu árin nema lægri upphæð en 1.800 þúsundum. Þessi viðmiðun- arfjárhæð var áður 1.500 þúsund krónur. Þá em kröfur til námsmanna sem koma úr námshléi auknar i nýju reglunum, námslok eru skil- greind með ákveðnari hætti og svigrúm vegna veikinda maka eða barns námsmanns er aukið. Einnig er heimilað að falla frá kröfum um lágmarksárangur ef lesblinda háir námsmanni og hæg- ir á námsframvindu hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.