Morgunblaðið - 27.05.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.05.1999, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ $etttup peiwi I t PARKER SONNET ERLENT Morgunblaðið/Andri FYRIR utan borgina Montsjégorsk á Kóla-skaga þar sem reykháfar Nikkel-verksmiðjanna spúa brennisteinstvísýringi sem eyðileggur þann gróður sem fyrir er. Á sumum svæðum er talið að jarðvegur sé orðinn svo mettaður af þungmálmum að það borgi sig að vinna hann fremur en nýtt hráeftii. „VEGNA efnahagsástandsins í Rúss- landi hef ég áhyggjur af flestu þar í landi.“ Þetta sagði Inger M.H. Eikel- mann, ráðgjafi við öryggismáladeild norska geislavamaráðsins, sem er við Svanhovd-umhverfismiðstöðina og ráðstefnusetrið um 30 km frá bænum Kirkenes í Norður-Noregi, örskammt frá landamærum Rússlands. Kyrrð, ró og heiður himinn er yfir Svanhovd, sem ekki yrði rofið nema fyrir sakir grámóskulegs skýs í suð-austurátt. A bak við hæð eru landamærin. Steinsnar frá þeim er bærinn Nikkel, kenndur við samnefndan málm, og reykháfar málmbræðslu bæjarins sem spúa út í andrúmsloftið fjórfoldu magni brennisteinstvísýrings alls norsks iðnaðar á ári hverju. Lítið er til ráða án vilja heimamanna. Verk- smiðjan er mannanna verk og sér fjölskyldum farborða. Svanhovd-miðstöðin var reist árið 1993 fyrir opinbert fé og var mark- mið stjómvalda að auka viðbúnað vegna hugsanlegrar hættu af kjam- orkubúskap Rússa á Kóla-skaga. I Svanhovd starfa um 30 manns að staðaldri við almenna umhverfis- vemd, ráðstefnuhald og geislamæl- ingar auk annars. Svanhovd er í senn ráðstefnumiðstöð, rannsóknar- stöð og neyðarstjómstöð norska geislavarnaráðsins ef til þess kæmi að slys á borð við Tsjérnóbýl-slysið yrði handan landamæranna. Víðtækt geislamælinganet Inger Eikelmann sagði að mikill hluti starfsins færi í geislamælingar og að Svanhovd væri einn liður í víð- tæku geislamælinganeti norskra, sænskra og finnskra stjórnvalda. Geislamælingarstöðvar í Skandinav- íu og víðar séu tengdar saman og ef breytinga verði vart á einum stað fari ferli varúðarráðstafana í gang. I Svanhovd er loftmælingastöð sem getur numið minnstu breytingar á geislavirku ryki í andrúmslofti. Upp úr miðjum tíunda áratugnum hafi menn fengið staðfestingu á því að ár- ið 1993 hafi orðið sprenging í einni verksmiðju kjamorkuenduvinnslu- svæðisins í Majak, sem stendur nærri ánni Ob austur í Uralfjöllum. mbl.is MARIA LOVISA FATAHÖNNUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3A • S 562 6999 Kyrrð, ró og heiður himinn - sem stendur í Svanhovd skammt frá landamærum Rússlands og Noregs er rekin umhverfís- miðstöð er reist var í því skyni að auka viðbúnað vegna hættunnar á umhverf- isslysum Rússlandsmegin. Andri Lúthersson var í Svanhovd og ræddi við forsvarsmenn miðstöðvarinnar. Eikelmann segir að geislamæhngabúnaður Svanhovd hafi þegar greint aukið sesíum í andrúmslofti, sem vissulega hafi valdið áhyggjum, en hinu sé þó ekki að neita að nú séu menn fuhvissir um að búnaðurinn geti numið minnstu breyt- ingar, sem vissulega treysti menn í trúnni á að tími gefist til réttra viðbragða á hættutím- um. Þá sagði Eikelmann að vísindamenn á veg- um norska geislavarna- ráðsins stæðu fyrir reglulegum geislamælingum í fæði, dýrum og mönnum. Eftir Tsjér- nóbýl-slysið hafi t.d. skapast sú hefð að mæla geislavirkni í hreindýrum. Mælingar á mannfólki hafí staðið yf- ir í áraraðir og í Norður-Noregi hafa menn einkum beint sjónum að þeim sem búa norðan heimskautsbaugs allan ársins hring, þ.á m. fólki í Samabyggðum norðurhluta Skand- inavíu. Hvað mannfólk varði þá gæti enn áhrifa fjölda kjarnavopnatil- rauna Sovétmanna á fimmta og INGER M.H. Eikelmann, GÓLFEFNABÚÐIN Borgartiíni 33 ða flísar ^ppeða parket verð óð þjónusta sjötta áratugnum. Mik- ih hluti þeirra tilrauna fór fram í andrúmslofti og var Kóla-skagi og nánasta umhverfí sá hluti Sovétríkjanna sem einna mest var notaður undir slíkt. í dag sé enn hægt að greina áhrifin þótt í litlum mæli sé. Miklar áhyggjur af kj a r n ae fn as m y gl i Mikill hluti starfsins í Svanhovd fer í fyrir- byggjandi aðgerðir sem kreijast þátttöku ann- arra norskra aðila, s.s. lögreglu, tollembættis- ins og almannavama, auk grannanna í austri. Skhvirku eftirliti er haldið uppi á landamær- unum, en stjórnvöld hafa haft áhyggjur af ólöglegum innflutningi á kjamakleyfum efnum sem hægt er að selja hæstbjóðanda á svörtum markaði. Dæmi frá Mið- og Austur- Evrópu sanna að eftirspurnin eftir slíkum efnum er næg og því ástæða th fyllstu aðgæslu. I því skyni hefur norska geislavarnaráðið útvegað lög- reglu og tollyfirvöldum tækjabúnað th að leita í farangri og bhum. Vhdi Eikelmann ekki meina að nein tilvik kjamaefnasmygls hefðu komið upp við landamæri Noregs og Rússlands. Þá sé reynt að koma á samstarfi við Rússa, sem oftar en ekki hafi reynst erfitt, þá vegna tregðu mið- stjórnarvaldsins í Moskvu fremur en hlutaðeigandi aðha á Kóla-skaga. Mál Kóla-skaga séu einfaldlega ekki ofarlega á forgangslista stjómvalda í Moskvu. En samstarfið hefur öðra fremur beinst að því að gefa Rússum tækja- búnað og veita þeim viðeigandi þjálf- un. Segir Eikelmann að Kolatom- kjamorkuverið valdi mestum áhyggjum hvað Kóla-skagann varð- ar. Norðmenn hafi beint sjónum að öryggismálum í verksmiðjunni og reynt að aðstoða á þeim sviðum sem beinast liggi við. I þessu skyni hafi norsk stjómvöld t.a.m. stutt Kolatom við kaup á dísel-rafstöð sem sé óháð öðra orkuflæði til verksmiðj- unnar. Astæðan sé sú að fyrir hafi komið að verksmiðjan hafi orðið raf- magnslaus, sem geti valdið hættu á kælingu á kjarnakljúfum. í slíkum tilvikum hafi starfsmenn Kolatom ekki náð að gangsetja dísel-stöð kjamorkuversins. Af öðram áhyggjuefnum á svæð- inu nefndi Eikelmann geymslusvæði Rússa fyrir geislavirkan úrgang og almenna umhirðu svo hættulegra efna. Ef óhapp yrði væri allt lífríki Kóla-skaga og norðurhéraða Skand- ínavíu í bráðri hættu; mannfólk, dýra- og plöntulíf á láði og legi. Af nógu er að taka Ragnar Vaaga Pedersen er yfir- maður Svanhovd-miðstöðvarinnar. A blaðamannafundi lagði Petersen áherslu á hve mikilvægt það væri að efla samskiptin við Rússa í málefn- um er varða umhverfisvernd. Og ekki síst meðal starfsmanna verk- smiðja, vísindamanna og verkfræð- inga - fólksins sem vinnur verkin og starfar daglega við hættulegar að- stæður. Með þetta að markmiði hafi norskir vísindamenn leitast við að afla formlegra en einnig óformlegra tengsla með því að koma á vinnuhóp- um, kaupa sérþekkingu frá rúss- neskum sérfræðingum og deha með þeim upplýsingum. Er unnt hafi ver- ið að koma slíku samstarfi á hafi það reynst einkar happadrjúgt þar eð al- mennt menntunarstig Rússa er mjög hátt, þjónusta ódýr og vilji th breyt- inga ríkur. Af nægum umhverfisvám öðram en kjamorkubúskap Rússa er að taka á Kóla-skaga. Nikkel-verksmiðjumar, sem era aðahega á þremur stöðum á skaganum; í bænum Nikkel, við borg- ina Zapolyamy og við borgina Mont- sjégorsk, era miklir umhverfisógn- valdar og fi-am hefur komið að eig- endur verksmiðjanna hafi ekki tekið vel í óskir Norðmanna um að þeim verði hjálpað við að kaupa mengunar- búnað. í útblæstri nikkel-verksmiðja er mikið af þungmálmum sem menga jarðveginn auk brennisteinstvísýr- ings sem svíður megnið af gróðri. Ahs er talið að um tveir þriðju hlutar allr- ar þungmálmamengunar á norður- heimsskautssvæðinu komi frá verk- smiðjunum á Kóla-skaga. Umhverfis verksmiðjumar er gróður aðeins sviðin jörð. Skógar era htið annað en visnir trjábolirnir. Að sögn Pedersens er svo komið á vissum stöðum, líkt og á svæðinu umhverfis nikkel-verk- smiðjumar við Montsjégorsk, að í raun myndi það borga sig að moka jarðveginum upp í vörabha og keyra hann í málmbræðslumar þar sem hann yrði unninn, í stað þess að sækja nýtt hráefni í grjótnámur. Jarðvegurinn sé orðinn svo mettaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.