Morgunblaðið - 27.05.1999, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 39
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HEFJUM SOKN
ÞAÐ kemur vafalaust mörgum á óvart að íslensk
tunga er kennd við 92 erlenda háskóla í 23 löndum.
Kennslan er vissulega mismikil í þessum skólum, sums-
staðar er aðeins eitt og eitt íslenskunámskeið í boði sem
hluti af námsbrautum í öðrum tungumálum. I flestum
tilfellum eru þetta námskeið í íslensku til forna en aðeins
um tuttugu af þessum skólum bjóða námskeið í nútíma-
íslensku. Kennarar við þessa skóla eru flestir erlendir en
fjórtán stöður eru við erlenda háskóla fyrir íslenska
sendikennara.
Af þessum tölum má dæma að allmikið starf sé unnið
við kynningu á íslenskri tungu á erlendri grund en gera
má betur. Islendingar sjálfir hafa til dæmis ekki tekið
mikinn þátt í þessu starfí og uppbyggingu þess. íslenska
ríkið styrkir þessar fjórtán sendikennarastöður aðeins
lítillega með launaframlögum og bókastyrkjum. Laun eru
í öllum tilfellum nema einu greidd af ríki þess lands sem
háskólinn er í eða háskólanum sjálfum. Staðan við Uni-
versity College í London er undantekning en þar greiðir
íslenska ríkið helming launa. Þess má geta að á meðal
annarra þjóða er þessu yfirleitt öðruvísi farið. Laun allra
sendikennara í erlendum tungumálum við Háskóla ís-
lands eru til dæmis greidd af viðkomandi löndum, laun
sænskulektors af Svíum, dönskulektors af Dönum o.s.frv.
I þessum efnum hafa Islendingar því verið þiggjendur.
Eins og fram kemur í viðtali við Svanhildi Oskarsdótt-
ur, sendikennara í London, í blaðinu í gær er meginá-
stæðan fyrir því að íslenska er kennd í 92 háskólum víða
um heim einkum sú að áhugi á íslensku og íslenskum
bókmenntum hefur verið mikill erlendis. Ymislegt bend-
ir hins vegar til þess að sá áhugi sé að dvína svo sem
Svanhildur bendir á. Ljóst má vera að með því að leggja
aukið fé til þessa starfs geta Islendingar haldið þessum
áhuga við og jafnvel aukið hann. Ennfremur getum við
þannig haft áhrif á það hvernig þessari kynningu á
tungu okkar, menningu og þjóð er háttað erlendis.
Afstaða íslendinga til tungu sinnar og menningar hef-
ur mótast mjög af verndarsjónarmiðum og áhyggjum af
erlendum áhrifum. Þær áhyggjur eru ekki ástæðulausar.
En við gjörbreyttar aðstæður nú undir lok tuttugustu
aldarinnar þar sem heimsþorpið hefur orðið að veruleika
með nýrri tækni þá stoðar lítt að vera í vörn. íslendingar
þurfa þvert á móti að hefja sókn og efla íslenskukennslu
og íslenska menningu yfirleitt svo að hún verði undir það
búin að taka þátt í hinni fjölþjóðlegu menningarsam-
ræðu. Slík sókn verður ekki byggð á stórum orðum held-
ur umfram allt vilja og peningum.
GEGN FORDOMUM
HJÓNIN Jenný Steingrímsdóttir og Ólafur Snorra-
son sýndu aðdáunarverðan kjark með því að koma
fram í viðtali í Daglegu lífi í Morgunblaðinu síðastliðinn
föstudag og segja frá reynslu sinni sem foreldrar
tveggja geðveikra drengja. Þau greina frá sjúkdómssögu
drengjanna, heimilislífí, samskiptum við heilbrigðisyfir-
völd í gegnum árin og aðdraganda þess að nú hefur verið
stofnað Foreldrafélag geðsjúkra barna og unglinga.
Framlag þeirra er mikilvægt lóð á vogarskálarnar í bar-
áttunni gegn fordómum og fáfræði.
í áðurnefndu viðtali, sem birtist undir fyrirsögninni
„A vaktinni allan sólarhringinn“, gefa hjónin og synir
þeirra mjög góða, áhrifamikla og þarfa innsýn í líf geð-
sjúkra barna og aðstandenda þeirra. Þótt þau Jenný og
Ólafur segist fráleitt vera ofurmenni verður því vart á
móti mælt, að dag hvern vinna þau afrek.
Þau vinna afrek með stöðugri umönnun barna sinna
allan sólarhringinn; þau vinna afrek þegar þau taka
þann pól í hæðina, að sjúkdómur sona þeirra sé ekkert
feimnismál og hann eigi að ræða eins og hvern annan
sjúkdóm; þau vinna afrek þegar þau berjast við „kerfið“
og fá því framgengt að verða starfsmenn Félagsmála-
stofnunar og Svæðisstjórnar fatlaðra; þau vinna afrek
þegar þau hafa forgöngu um stofnun Foreldrafélags
geðsjúkra barna og unglinga og leggja þannig öðrum
foreldrum sem svipað er ástatt um ómetanlegt lið.
Því er það svo mikilvægt, að samfélagið veiti foreldr-
um eins og Jenný og Ólafi ríkulegan stuðning í verki,
þannig að þeir finni, að þeir standa ekki einir í hinni erf-
iðu baráttu.
Rammi myndaður um hljóð- og sjónvarp hérlendis í nýju frumvarpi til útvarpslaga
Reglur um
auglýsingar
og kostun
skýrðar
Reglur um auglýsingar og kostun dagskrár-
efnis í útvarpi og sjónvarpi eru gerðar
talsvert skýrari en verið hefur í frumvarpi
til útvarpslaga sem lagt var fram á nýliðnu
þingi og bíður nú afgreiðslu næsta þings.
Með frumvarpinu á að mynda ramma um
alla útvarpsstarfsemi hérlendis, bæði
sjónvarp og hljóðvarp.
I FRUMVARPINU er gert ráð fyrir að efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpsstöð, skuli jafnan fylgja fslenskt
tal eða texti á íslensku eftir því sem við á hveiju sinni. Það á þó ekki við þegar fluttir eru t.d. erlendir söngtextai'.
IFRUMVARPINU eru ekki að-
eins skýrðar reglur um auglýs-
ingar og kostun í hljóðvarpi og
sjónvarpi, heldur er einnig bætt
inn ákvæðum um fjarsölu og fjar-
söluinnskot, en í meginatriðum gilda
sömu reglur um þessi efni og gilda
um auglýsingar. Þá eru tekin upp
ákvæði um vemd barna gegn óheim-
ilu efni, sem styrkja eiga gildandi ís-
lensk lög um þau efni, sem og um
vernd barna gegn ótilhlýðlegum aug-
lýsingum, svo eitthvað sé nefnt.
Með frumvai-pinu er ætlunin að
mynda almennan ramma um alla út-
varpsstarfsemi í landinu og er þá átt
við bæði sjónvarp og hljóðvarp. Ekki
er gert ráð fyrir sérákvæðum um
Ríkisútvarpið, eins og era nú í út-
varpslögum, heldur er miðað við að
um RÚV gildi sérlög, þó þannig að al-
menn ákvæði útvarpslaga gildi um
RUV nema annað sé sérstaklega
ákveðið.
Beint endurvarp má
vera ótextað
I frumvarpinu er gert ráð fyrir að
efni á erlendu máli, sem sýnt er í
sjónvarpsstöð, skuli jafnan fylgja ís-
lenskt tal eða texti á íslensku eftir því
sem við á hverju sinni. Það á þó ekki
við þegar fluttir eru erlendir söng-
textar eða þegar dreift er viðstöðu-
laust um gervitungl og móttökustöð
fréttum eða fréttatengdu efni sem
sýnir að verulegu leyti atburði sem
gerast í sömu andrá. Við þær aðstæð-
ur skal sjónvarpsstöð, eftir því sem
kostur er, láta fylgja endursögn eða
kynningu á íslensku á þeim atburðum
sem orðið hafa. Skal lögð áhersla á að
allt tal og texti sé á lýtalausu íslensku
má]i.
Akvæði þessarar greinar eiga þó
ekki við þegar um er að ræða endur-
varp frá erlendum sjónvarpsstöðvum,
enda sé um að ræða viðstöðulaust,
óstytt og óbreytt enduivarp heildar-
dagskrár sjónvarpsstöðva. Þau eiga
ekki heldur við þegar útvarpsstöð
hefur fengið leyfi til útvarps á öðrum
tungumálum en íslensku.
Fyrsta grein framvarpsins miðast
við að leyfi útvarpsréttarnefndar
þurfí einungis til útvarps sem á upp-
runa sinn hér á landi en ekki til end-
urvarps og er það breyting frá gild-
andi lögum. Telja frumvarpshöfundar
rétt, ekki síst miðað við efni tilskip-
unar Evrópusambandsins frá 1997
um sjónvarp, að heimila endurvai'p
almennt án leyfís útvarpsréttar-
nefndar, einnig frá öðrum ríkjum en
EES-ríkjum. Þykir eðlilegast að láta
við það sitja að aðili, sem vill stunda
endurvarp, afli sér til þess leyfis rétt-
hafa, sem og leyfis Póst- og fjar-
skiptastofnunar að því er tæknileg
atriði varðar.
Skýrt afmarkaðar
auglýsingar
Utvarpsstöðvum er heimilt sam-
kvæmt frumvarpinu að afla tekna
með afnotagjaldi, auglýsingum, fjar-
söluinnskotum, kostun og sölu eða
leigu á vörum sem tengjast dagskrár-
efni þeirra. Auglýsingar skulu vera
auðþekkjanlegar sem slíkar og vera
skýrt afmarkaðar frá öðru dagskrár-
efni með myndskilti eða hljóðmerki,
og gildir hið sama um fjarsöluinn-
skot. Duldar auglýsingar era bannað;
ar, sem og dulin fjarsöluinnskot. I
auglýsingum og fjarsöluinnskotum
skal ekki beita tækni til að hafa áhrif
á fólk neðan marka meðvitaðrar
skynjunar. Almennt skulu auglýsing-
ar fluttar í sérstökum almennum aug-
lýsingartímum á milli dagskrárliða og
hið sama gildir um fjarsöluinnskot.
Einstök auglýsinga- og fjarsöluinn-
skot skulu ekki leyfð nema í undan-
tekningartilvikum. Heimilt er þó að
rjúfa einstaka dagskrárliði með aug-
lýsingartíma og fjarsöluinnskotum,
leiði það ekki til afbökunar á dag-
skrárefni eða veralegrar röskunar á
samfelldum flutningi eða skerði rétt
rétthafa. Þannig er heimilt að rjúfa
útsendingu dagskrárliða sem sam-
settir eru úr sjálfstæðum þáttum,
íþróttadagskrár eða sambærilega
dagskrárliði, með auglýsingatíma og
fjarsöluinnskotum á þann veg að aug-
lýsingum og fjarsöluinnskotum sé að-
eins skotið inn á milli þátta eða í hlé-
um. Utsendingu kvikmynda, þar á
meðal kvikmynda sem gerðar eru
fyrir sjónvarp og eru lengri en 45
mínútur í dagskrá, má rjúfa einu
sinni fyrir hvert 45 mínútna tima-
skeið með auglýsingatíma eða fjar-
söluinnskoti. Heimilt er að rjúfa út-
sendingu öðra sinni ef sýningartími
er meira en 20 mínútum lengri en tvö
eða fleiri 45 mínútna tímaskeið.
Skilgreining á auglýsingum
rýmkuð
Oheimilt er hins vegar að skjóta
auglýsingum eða fjarsöluinnskotum
inn í útsendingu á guðsþjónustu eða
trúarlegri dagskrá, fréttum eða
fréttatengdum dagski'árliðum eða
dagskrá fyrir börn. Þó verður heim-
ilt, nái frumvarpið fram að ganga, að
rjúfa fréttatengda dagskrárliði ef
þeir eru lengri en 30 mínútur. Frum-
varpið gerir ráð fyrir rýmkaðri skil-
greiningu á auglýsingum, með þeim
hætti að undir auglýsingar falli hvers
konar tilkynningar sem útvarpað er í
eigin þágu útvarpsstöðvar, auk þeirra
tilkynninga sem útvarpað er fyrir
aðra aðila gegn endurgjaldi. Þó er
miðað við að svokallaðir „treilerar11
eða kynningarstiklur, sem eru út-
drættir eða hlutar úr dagskrárefni,
skuli meta sem dagskrárefni en ekki
auglýsingar. Einnig er miðað við að
þótt tilkynningar útvarpsstöðvar í
eigin þágu falli almennt undir auglýs-
ingahugtakið, hafi birting slíkra til-
kynninga ekki áhrif til skerðingar á
heimilum auglýsingatíma í sjónvarpi.
Fréttatengt efni
ekki kostað
Útvarpsstöð er heimilt að afla
kostunar við gerð einstakra dag-
skrárliða samkvæmt frumvarpinu,
svo framarlega sem kostandi hefur
ekki áhrif á innihald eða efnistök við
gerð kostaðs dagski-árliðar og raskar
ábyrgð og ritstjórnarlegu sjálfstæði
útvarpsstöðvar. Oheimilt er hins veg-
ar að kosta fréttasendingar og frétta-
tengt efni, svo sem veðurfréttir og
íþróttafréttir. Frumvaipið gerir ráð
fyrir að í útvarpslög verði bætt inn í
skilgreininguna á kostun að framlag
kostanda til sýningar dagskrárefnis,
skuli vera fémætt til þess að það telj-
ist kostun í skilningi laganna. Er
þetta gert til að taka af öll tvímæli
um að framlagið þurfi að vera fjár-
hagslegt og er það í samræmi við al-
menna skilgreiningu á kostunarhug-
takinu.
Þegar dagskrárliður er kostaður,
má efni hans ekki fela í sér hvatningu
til kaupa eða leigu á vörum eða þjón-
ustu kostanda eða annars aðila, til
dæmis með því að auglýsa slíka vöru
eða þjónustu sérstaklega. Heimilt er
þó að ákveða með reglugerð að sér-
stakar reglur gildi um dagskrárliði
sem kostaðir eru af góðgerðar- eða
líknarfélögum. Kostaðar dagskrár
eiga að vera Ijóslega auðkenndar sem
slíkar með kynningu, nafni og/eða
vöramerki kostanda í upphafí og/eða
iok dagskrár. Oheimilt er að aðrir að-
ilar en sá sem leyfi hefur til útvarps-
rekstrar kosti almenna dagskrár-
gerð, þótt ekki gildi það um einstaka
dagskrárliði. Dagskrár mega ekki
vera kostaðar af aðilum sem bannað
er að auglýsa vöra sína eða þjónustu.
Þó er framleiðendum og söluaðilum
lyfja heimilt að kynna nafn eða ímynd
fyi-irtækis síns með kostun útvarps-
dagskrár, án þess þó að um sé að
ræða kynningu á einstökum lyfjateg-
undum eða læknisfræðilegri meðferð.
Fari útvarpsstöð ekki að fyrirmæl-
um laganna um auglýsingar, fjarsölu
og kostun, gerir frumvarpið ráð fyrir
að það varði stjórnvaldssektum sam-
kvæmt úrskurði útvarpsnefndar,
nema að brotið varði refsiviðurlögum
samkvæmt öðrum lögum. Við ákvörð-
un stjómvaldssekta skal m.a. tekið
tillit til tekna útvarpsstöðvar af brot-
inu og skal sektin ákveðin sem tvöfalt
til tífalt margfeldi af þeim tekjum
sem útvarpsstöð hefur aflað sér með
brotinu. Sektarúrskurðir útvarps-
réttarnefndar eru aðfararhæfir en út-
vai-psstöð getur skotið ákvörðun um
stjórnvaldssekt til dómstóla og frest-
ar málskot aðfór. Ef brotið telst ekki
alvarlegt eða er ekki ítrekað, getur
útvarpsréttarnefnd látið við það sitja
að beita áminningu. Útvarpsnefnd
getur einnig afturkallað leyfi til út-
varps séu reglur brotnar að því til-
skildu að um alvarleg og ítrekuð brot
sé að ræða.
Aukið hlutverk
nefndarinnar
Framvarpið gerir jafnframt ráð
fyrir að hlutverk útvarpsréttarnefnd-
ar verði aukið frá því sem verið hefur.
Nefndin fylgist áfram með því að
reglum sé framfylgt samkvæmt út-
varpsleyfum, auk þess að hafa að
öðra leyti eftirlit með framkvæmd
laganna, þar á meðal eftirlit með öll-
um útvarpssendingum er lúta ís-
lenskri lögsögu. Gert er ráð fyrir
nokkrum viðbótarkostnaði vegna
aukins verksviðs nefndarinnar, eða
um 1-1,5 milljónum króna á ári sam-
kvæmt lauslegri áætlun útvarpsrétt-
arnefndar, en kostnaður við störf
hennar nemur nú á milli 2,5 og 2,9
milljónum króna á ári.
Þorri fólks hafi aðgang
að stórviðburðum
HIÐ beina tilefni endurskoðunar út-
vaiiislaga er setning nýrrar tilskip-
unar Evrópusambandsins, sem ber
nafnið 97/36/EB, en hún var birt
30. júlí árið 1997 og átti að koma til
framkvæmda í öllum aðildarríkjum
EES eigi síðar en 30. desember
1998, þ.e. fyrir um hálfu ári.
Umrædd tilskipun felur m.a. í
sér það nýmæli að hverju aðildar-
ríki fyrir sig er gert heimilt að
gera skrá um tiltekna viðburði
sem senda skuli út í dagskrá sem
meginhluti almennings hefur að-
gang að. Þetta á við þó svo að
sjónvarpsstöð, sem selur sérstak-
lega aðgang að efni sínu, hafi
keypt einkarétt til sýningar frá
þessum viðburðum.
í reynd mun heimildin, að
minnsta kosti fyrst um sinn, eiga
aðallega við meiri háttar íþrótta-
viðburði, innlenda og alþjóðlega,
svo sem landskeppni, Ólympíu-
leika, heimsmeistarakeppni og
Evrópumeistarakeppni í knatt-
spyrnu og handknattleik. Gert er
ráð fyrir að sjónvarpsstöð uppfylli
það skilyrði að hún nái til megin-
hluta þjóðarinnar ef útsendingin
nær til að minnsta kosti 90% allra
landsmanna. Fyrir vikið uppfylla
allar þrjár helstu sjónvarpsstöðvar
landsins þetta skilyrði, svo fram-
arlega sem útsendingar þeirra eru
opnar. Með þessu móti eru afskipti
af samkeppni á sjónvarpsmarkaði
í lágmarki að mati frumvarpshöf-
unda, auk þess sem þeir telja að
það verði tiltölulega fáir viðburðir
sem skráin getur náð til.
„Ástæðan fyrir þessu ákvæði er
hugmyndin um upplýsingaþjóðfé-
lagið. Islenska ríkinu er ekki skylt
samkvæmt tilskipuninni að nýta
þessa heimild, en rétt þykir að
tryggður sé í lögum möguleikinn á
að gera það vegna hins mikla
áhuga sem rikir hér á Iandi á sjón-
varpsefni frá meiri liáttar íþrótta-
viðburðum,“ segir í athugasemd-
um við lagafrumvarpið. Gert er
ráð fyrir heimild til að setja reglu-
gerð um þetta efni í 23. grein
frumvarpsins.
I beinum tengslum við ákvæði
23. greinar frumvarpsins er ákvæði
24. greinar, sem gerir íslenskum
sjónvarpsstöðvum skylt að nýta
einkaréttindi sín til sjónvarps frá
viðburðum sem ríki inuan Evr-
ópska efnahagssvæðisins hefur
ákveðið að teljist hafa verulega
þýðingu í því þjóðfélagi, á þann
hátt að meginhluti íbúanna í við-
komandi ríki eigi þess kost að fylgj-
ast með viðburðunum. Samkvæmt
tilskipuninni er skylt að leiða
ákvæði í þessa átt í íslensk lög.
Tvær grundvallarreglur tilskip-
unarinnar eru annars vegar að
sjónvarpsstöðvar hafi frelsi innan
hvers aðildarríkis til þess að sjón-
varpa til allra annarra aðildar-
ríkja og hins vegar að sjónvarps-
útsendingar eru heimilar um allt
Evrópska efnahagssvæðið, svo
framarlega sem útsending er í
samræmi við löggjöf útsendingar-
ríkisins. Frá þeirri reglu, að mót-
tökuríki verði að heimila útsend-
ingu inuan Iandamæra sinna á
sjónvai’psefni se’m löglegt telst í
útsendingarríki, verða gerðar
undantekningar í vissum þröngum
tilvikum. Þar er meðal annars
horft til þess möguleika að sjón-
varpsútsending frá öðru aðildar-
ríki brjóti ljóslega, verulega og al-
varlega gegn ákvæðum til verndar
börnum og allsherjarreglu, eða að
sjónvarpsstöðin hafi á seinustu 12
mánuðum að minnsta kosti tvíveg-
is áður brotið gegn ákvæðum þar
að lútandi.
I þessu tilviki er einkum miðað
við dagskrárefni sem felur í sér
klám eða tilefnislaust ofbeldi en er
þó ekki takmarkað við slíkt efni.
tírslitum ræður sú viðmiðun, að
efnið teljist geta haft alvarleg
skaðleg áhrif á Iíkamlegan, and-
legan eða siðferðislegan þroska
barnsins. I flestum tilvikum væri
um að ræða efni sem refsivert
telst samkvæmt hegningarlögum.
Samkvæmt túlkun EFTA-dóm-
stólsins á þessum ákvæðum tilskip-
unarinnar eru það hin siðferðis-
legu viðhorf innan viðtökuríkisins
sem ráðandi skulu vera í því sið-
ferðislega mati sem þarna um
ræðir, en ekki þær siðferðishug-
myndir sem ríkjandi eru í útsend-
ingarríkinu. Ekki eru talin vera
fyrir hendi nein sameiginleg sið-
ferðisviðhorf í þessum efnum á
EES-svæðinu öllu. Þá hafa Mann-
réttindadómstóll Evrópu og Evr-
ópudómstóllinn einnig talið að
hvert ríki hafi mjög rúm valdmörk
til ákvarðana, þegar um siðferði-
leg álitaefni er að tefla.
Morgunblaðið/Baldur Sveinsson
BREIÐÞOTA Atlanta, Jóhannes R. Snorrason, lendir á Keflavíkurflugvelli á þriðjudagskvöldið.
HÉR era þau Jóhannes R. Snorrason og hjónin Þöra Guðmundsdóttir og Arngrímur Jóhannsson
að kankast á í hópi áhafnarinnar eftir heimkomuna frá Spáni.
Atlanta nefnir þotur sínar eftir frumkvöðlum í flugi
Komið að Jóhannesi
R. Snorrasyni
Sjö þotur flugfélagsins Atlanta bera nú
nöfn frumkvöðla íslenskrar flugsögu,
flugmanna og annarra forgöngumanna í
uppbyggingu flugmála. Sú sjöunda fékk nafn
Jóhannesar R. Snorrasonar, fyri’verandi
flugstjóra hjá Flugleiðum.
NÝJU þotunni var gefið nafn við
athöfn á Kefiavíkurflugvelli síðast-
liðið þriðjudagskvöld. Hún var ný-
komin frá Spáni og flaug Arn-
grímur Jóhannsson, sljórnarfor-
maður Atlanta og flugstjóri, þot-
unni frá Islandi til Spánar og til-
baka. Bauð hann Jóhannesi með
sér í túrinn og sagði hann hafa
verið á heimavelli þegar hann
prófaði að setjast við stjórnvöl þot-
unnar.
Arngrímur flutti stutt ávarp við
heimkomuna og kvaðst fyrst hafa
séð til Jóhannesar á Melgerðismel-
uin í Eyjafirði á unglingsáram sín-
um og hefði sér þótt hann guðum
líkastur. Hann sagði að með því að
láta þotur fyrirtækisins bera nöfn
frumkvöðla úr flugsögu íslands
væri verið að halda verkum þeirra
á lofti, þannig Iegði félagið sitt af
mörkum til að nöfn þeirra gleymd-
ust ekki. Þessum sið yrði lialdið
áfram og nóg væri eftir af nöfn-
um. Hann skaut því líka að að eng-
in regla væri í vali þeirra á nöfn-
unum og enginn skyldi móðgast
þótt ekki væri enn komið að hon-
um!
Siglir undir
heillastjörnu
Jóhannes, sem kominn er yfir
áttrætt og hætti sem fiugstjóri
eins og lög gera ráð fyrir þegar
liann var 63 ára, fylgist ennþá vel
með í flugheiminum. Hann sagði í
samtali við Morgunblaðið að
stjórnklefinn í Boeing 747-200 þot-
unni væri ekki mjög frábrugðinn
727 gerðinni sem hann flaug síð-
ast. Jóhannes var reyndar flug-
stjóri í fyrstu þotunni sem íslenskt
flugfélag eignaðist sumarið 1967,
Gullfaxa, B 727-100. Faug hann
henni heim frá Bandarikjunum.
Hann kvaðst þakklátur fyrir það
vinarþel sem eigendur Atlanta,
Þóra Guðmundsdóttir og Arn-
grímur, sýndu sér og sagði sér
heiður að fá nafn sitt á þotuna. Jó-
hannes óskaði þotunni, sem hefur
skráningarstafina TF-ABQ, og öll-
um, sem með henni fara þess að
sigla undir heillastjörnu, þeirri
sömu sem hann hefði siglt undir
og kvaðst fúslega lána félaginu
hana.
Hinar þoturnar sex bera eftir-
talin nöfn: Agnar Kofoed-Hansen,
fyrrverandi flugmálastjóri, Alex-
ander Jóhannesson, fyrrverandi
háskólarektor og oft nefndur faðir
flugsins á Islandi, Alfreð Elíasson,
einn stofnenda Loftleiða, Karl
Magnússon, fyrrverandi formaður
Svifflugfélags Akureyrar og kenn-
ari margra þeirra sem síðar gerð-
ust flugmenn, tílfar Þórðarson,
augnlæknir og áhugamaður um
flugmál fyrr og síðar, og Þor-
steinn E. Jónsson, fyrrverandi
flugstjóri hjá íslenskum og erlend-
um flugfélögum.
Atlanta hefur nú 15 þotur í
rekstri, 12 breiðþotur af gerðun-
um Tri Star og B 747 200 og 100,
tvær af gerðinni 737-200 sem not-
aðar eru í fraktflugi og eina 737-
300 farþegaþotu. Alls tekur flug-
floti félagsins um 5.200 farþega M
samanlagt. Félagið annast einkum
leiguflug og eru þau orðin um eða
yfir 100 fyrirtækin sem skipt hafa
við Atlanta. Veltan liefur aukist úr
þremur milljörðum króna árið
1994 í 10 milljarða á síðasta ári.
Starfsmenn á þessu ári verða
kringum 900 þegar mest er um að
vera. ’