Morgunblaðið - 15.06.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 15.06.1999, Síða 14
.smsm&z 14 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999___________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI útibúið JARÐVEGSFRAMKVÆMDIR vegna nýrrar viðbyggingar við matvöruverslun KEA við Hrí- salund á Akureyri eru komnar í gang. Við Hrísalund mun rísa fyrir haustið 340 fermetra bygging, þar sem m.a. er gert ráð fyrir apóteki og þá hefur íslandsbanld tekið hluta hús- næðisins á leigu og hyggst færa útibú sitt á Brekkunni þangað. Matvöruverslunin í Hrísa- lundi er lokuð en þar er verið að skipta um innréttingar „og verður ný og betri verslun opn- uð þar nk. föstudag,“ sagði Sig- mundur Ofeigsson fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs KEA. Einnig er verið að vinna við breytingar á bílastæðinu við verslunina og þar sem ekið verður inn á Þingvallastrætið frá bílastæðinu. Heildarkostn- aður við allar þessar fram- kvæmdir er um 40 miltjónir króna. Miklir vatnavextir á Norðurlandi Brýr í Svarfaðardal og Skíðadai voru í hættu og hafði þvegist undan öðrum sökklinum á brúnni að Klængshóli í Svarfaðardal og stöp- ullinn því farið að halla. Brúin í Skíðadal hafði einnig skemmst eitt- hvað en þar rann áin framhjá brúnni. „Báðar þessar brýr hafa skemmst áður í svona miklum vatnavöxtum,“ sagði Sigurður. Einnig var töluverður æsingur í Gleránni sl. föstudagskvöld og að- faranótt laugardags. Þar urðu skemmdir á árbakkanum, skammt fyrir ofan grjótvörnina með Borgar- brautinni. „Stærstur er þó bitinn fyrir rafveituna, vatnsveituna og símann, því þar eru kaplar farnir að dingla út úr árbakkanum,“ sagði Sigurður. Morgunblaðið/Kristj án SIGURÐUR Oddsson, deildarstjóri framkvæmda hjá Vegagerðinni á Akureyri, skoðar aðstæður J>ar sem minnstu munaði að vegurinn færi í sundur í Oxnadalnum um helgina. SUMARSTARF í Nonnahúsi er hafið og verður safnið opið alla daga frá kl. 10 til 17 til 1. sept- ember. Zontaklúbbur Akureyr- ar, sem heldur upp á 50 ára af- mæli sitt í ár, stofnaði þetta minningarsafn um rithöfundinn og jesúítaprestinn Jón Sveins- son, Nonna, árið 1958 og hefur rekið það siðan. f safninu gefur að líta ýmsa muni sem tengjast ævi og störfum Nonna, auk Nonnabókanna á ýmsum tungu- málum og myndskreytinga úr bókunum. Nýjasti safngripurinn er kista Jóns Jónssonar í Vogum, móðurbróður Nonna. Kistan er sveinsstykki hans í trésmíði, reyndar fyrsta íslenska sveins- stykkið, smíðuð í Kaupmanna- höfn árið 1850. Sverrir Her- mannsson trésmíðameistari gerði kistuna upp og heldur einmitt á gripnum, á meðfylgj- andi mynd, inn í Nonnahús ásamt Jóni Frímanni Jónssyni, eiganda kistunnar. Milljónatjón í Oxnadalnum Fyrsta ís- lenska sveins- stykkið synt í Nonnahúsi Morgunblaðið/Kristján Kuldalegir handboltakappar ÞEIR voru frekar kuldalegir handboltakapparnir Páll Þór- ólfsson og Patrekur Jóhannes- son atvinnumenn hjá þýska lið- inu Essen og félagi þeirra í lið- inu, heimamaðurinn Michel Volker, þar sem þeir voru að taka fellihýsi sitt saman á tjaldsvæðinu við Þórunnar- stræti á Akureyri í gær. Félag- arnir komu norður úr rigning- unni um helgina og fengu ágætis veður á sunnudag en í gær fór að rigna duglega. Ferðalangarnir settu því stefn- una austur á bóginn og hugð- ust fínna betra veður á Egils- stöðum. MILLJÓNATJÓN varð á þjóðvegi 1 um Öxnadal í miklum vatnavöxtum í Öxnadalsá um helgina. Munaði minnstu að vegurinn færi í sundur á nokkrum stöðum en með stórvirkum malarflutningabílum, vörubílum og gröfum tókst að koma í veg fyrir það, en skemmdir á vegköntum eru miklar. Einnig urðu skemmdir á brúm í Svarfaðardal og Skíðadal og þá var brúin yfir Gljúfurá í Grýtu- bakkahreppi í hættu, en henni tókst að bjarga. Unnið var að bráðabirgðaviðgerð í Öxnadalnum um helgina og í gær, en ekki verður hægt að ráðast í fullnað- arviðgerð fyn- en vatnið minnkar í ánni. „Það er hins vegar nægur snjór Viðbygging KEA í Hrísalundi Islands- banki færir í fjöllum og því gæti orðið enn frek- ari darraðardans ef hitnai- svona aft- ur í veðri,“ sagði Sigurður Oddsson, deildarstjóri framkvæmda hjá Vega- gerðinni á Akureyri. Brýr einnig í hættu Rúður brotn- ar í Glerár- skóla TILKYNNT var tvívegis um eignaspjöll til lögreglunnar á Akureyri eftir helgina. í Glerár- skóla höfðu um 10 rúður verið brotnar og einnig höfðu verið brotnar ráður í sumarhúsi í ná- grenni bæjarins. Málin eru óupplýst en í rannsókn. Þá voru 18 ökumenn teknir fyrir of hi-aðan akstur um helg- ina og þrír ökumenn voni teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Loks fengu þrír menn að gista fangageymslur lögreglunnar um helgina vegna óspekta. Listasafnið á Akureyri Mælt með Hannesi HANNES Sigurðsson verðui- næsti forstöðumaður Listasafns- ins á Akureyri, ef farið verður að tiliögu menningarmálanefndar bæjarins. Nefndin mælir ein- róma með Hannesi, þannig að líklegt verðui- að teljast að ráðn- ing hans verði samþykkt á fundi bæjarstjómar í dag. A fundi menningarmálanefnd- ar íyrir helgi var lögð fram fag- leg greinargerð frá forstöðu- mönnum Listasafns Islands og Kjarvalsstaða, sem vom nefnd- inni til ráðuneytis, og eftir sam- töl við tvo umsækjendur af fjór- um, Hannes og Ólöfu Sigurðar- dóttur, samþykkti nefndin sam- hljóða að mæla með þeim fyrr- nefnda, að sögn Þrastai- As- mundssonar, formanns menn- ingarmálanefndar. Forstöðumaður verður ráðinn til fjöguiTa ára með möguleika á framlengingu í fjögur ár til við- bótar að þeim tíma loknum. Sjö ár em síðan Listasafn Akureyi'ar var sett á laggimar. Haraldui- Ingi Haraldsson hefur verið forstöðumaður frá upphafí en lætur senn af störfum og síð- asta sýningin sem hann setur upp í safninu var einmitt opnuð á laugardag. Sextíu tillögur að útilista- verki SEXTÍU tillögui- bámst í sam- keppni um útilistaverk, sem setja á upp á Akureyri næsta sumar, en frestur rann út um síðustu mánaðamót. Listaverkið tengist hátíðahöldum í höfuðstað Norðurlands vegna aldamót- anna. Samkeppnin var auglýst skv. samkeppnisreglum Sambands ís- lenskra myndlistannanna (SIM) og em fulltmar þess og Akur- eyrarbæjar í dómnefnd. Hún fundar líklega um miðjan mán- uðinn og velur fjórar til fímm til- lögur sem fara síðan í lokaða samkeppni um útfærslu verk- anna. „Þetta er mjög góð þátttaka,“ sagði Ingólfíir Ái'mannsson, fræðslumálastjóri Akureyrar- bæjar, aðspui'ður við Morgun- blaðið. Ekki er endanlega ákveð- ið hvenær verkið verður af- hjúpað. „Það fer eftir því hve mikið verkið verður í fram- kvæmd. Við höfum á þessu stigi ekki viljað ákveða dagsetningu, en tvennt kemur til greina; ann- ars vegar að tengja það 17. júní eða afmælisdegi bæjarins, sem er í lok ágúst,“ sagði Ingólfur. Staðsetning hefur heldur ekki verið ákveðin. „Höfundar geta gert tillögu um staðsetningu. Bent var á tvo til þijá staði í samkeppninni, en ekkert er úti- lokað.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.