Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 14
.smsm&z 14 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999___________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI útibúið JARÐVEGSFRAMKVÆMDIR vegna nýrrar viðbyggingar við matvöruverslun KEA við Hrí- salund á Akureyri eru komnar í gang. Við Hrísalund mun rísa fyrir haustið 340 fermetra bygging, þar sem m.a. er gert ráð fyrir apóteki og þá hefur íslandsbanld tekið hluta hús- næðisins á leigu og hyggst færa útibú sitt á Brekkunni þangað. Matvöruverslunin í Hrísa- lundi er lokuð en þar er verið að skipta um innréttingar „og verður ný og betri verslun opn- uð þar nk. föstudag,“ sagði Sig- mundur Ofeigsson fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs KEA. Einnig er verið að vinna við breytingar á bílastæðinu við verslunina og þar sem ekið verður inn á Þingvallastrætið frá bílastæðinu. Heildarkostn- aður við allar þessar fram- kvæmdir er um 40 miltjónir króna. Miklir vatnavextir á Norðurlandi Brýr í Svarfaðardal og Skíðadai voru í hættu og hafði þvegist undan öðrum sökklinum á brúnni að Klængshóli í Svarfaðardal og stöp- ullinn því farið að halla. Brúin í Skíðadal hafði einnig skemmst eitt- hvað en þar rann áin framhjá brúnni. „Báðar þessar brýr hafa skemmst áður í svona miklum vatnavöxtum,“ sagði Sigurður. Einnig var töluverður æsingur í Gleránni sl. föstudagskvöld og að- faranótt laugardags. Þar urðu skemmdir á árbakkanum, skammt fyrir ofan grjótvörnina með Borgar- brautinni. „Stærstur er þó bitinn fyrir rafveituna, vatnsveituna og símann, því þar eru kaplar farnir að dingla út úr árbakkanum,“ sagði Sigurður. Morgunblaðið/Kristj án SIGURÐUR Oddsson, deildarstjóri framkvæmda hjá Vegagerðinni á Akureyri, skoðar aðstæður J>ar sem minnstu munaði að vegurinn færi í sundur í Oxnadalnum um helgina. SUMARSTARF í Nonnahúsi er hafið og verður safnið opið alla daga frá kl. 10 til 17 til 1. sept- ember. Zontaklúbbur Akureyr- ar, sem heldur upp á 50 ára af- mæli sitt í ár, stofnaði þetta minningarsafn um rithöfundinn og jesúítaprestinn Jón Sveins- son, Nonna, árið 1958 og hefur rekið það siðan. f safninu gefur að líta ýmsa muni sem tengjast ævi og störfum Nonna, auk Nonnabókanna á ýmsum tungu- málum og myndskreytinga úr bókunum. Nýjasti safngripurinn er kista Jóns Jónssonar í Vogum, móðurbróður Nonna. Kistan er sveinsstykki hans í trésmíði, reyndar fyrsta íslenska sveins- stykkið, smíðuð í Kaupmanna- höfn árið 1850. Sverrir Her- mannsson trésmíðameistari gerði kistuna upp og heldur einmitt á gripnum, á meðfylgj- andi mynd, inn í Nonnahús ásamt Jóni Frímanni Jónssyni, eiganda kistunnar. Milljónatjón í Oxnadalnum Fyrsta ís- lenska sveins- stykkið synt í Nonnahúsi Morgunblaðið/Kristján Kuldalegir handboltakappar ÞEIR voru frekar kuldalegir handboltakapparnir Páll Þór- ólfsson og Patrekur Jóhannes- son atvinnumenn hjá þýska lið- inu Essen og félagi þeirra í lið- inu, heimamaðurinn Michel Volker, þar sem þeir voru að taka fellihýsi sitt saman á tjaldsvæðinu við Þórunnar- stræti á Akureyri í gær. Félag- arnir komu norður úr rigning- unni um helgina og fengu ágætis veður á sunnudag en í gær fór að rigna duglega. Ferðalangarnir settu því stefn- una austur á bóginn og hugð- ust fínna betra veður á Egils- stöðum. MILLJÓNATJÓN varð á þjóðvegi 1 um Öxnadal í miklum vatnavöxtum í Öxnadalsá um helgina. Munaði minnstu að vegurinn færi í sundur á nokkrum stöðum en með stórvirkum malarflutningabílum, vörubílum og gröfum tókst að koma í veg fyrir það, en skemmdir á vegköntum eru miklar. Einnig urðu skemmdir á brúm í Svarfaðardal og Skíðadal og þá var brúin yfir Gljúfurá í Grýtu- bakkahreppi í hættu, en henni tókst að bjarga. Unnið var að bráðabirgðaviðgerð í Öxnadalnum um helgina og í gær, en ekki verður hægt að ráðast í fullnað- arviðgerð fyn- en vatnið minnkar í ánni. „Það er hins vegar nægur snjór Viðbygging KEA í Hrísalundi Islands- banki færir í fjöllum og því gæti orðið enn frek- ari darraðardans ef hitnai- svona aft- ur í veðri,“ sagði Sigurður Oddsson, deildarstjóri framkvæmda hjá Vega- gerðinni á Akureyri. Brýr einnig í hættu Rúður brotn- ar í Glerár- skóla TILKYNNT var tvívegis um eignaspjöll til lögreglunnar á Akureyri eftir helgina. í Glerár- skóla höfðu um 10 rúður verið brotnar og einnig höfðu verið brotnar ráður í sumarhúsi í ná- grenni bæjarins. Málin eru óupplýst en í rannsókn. Þá voru 18 ökumenn teknir fyrir of hi-aðan akstur um helg- ina og þrír ökumenn voni teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Loks fengu þrír menn að gista fangageymslur lögreglunnar um helgina vegna óspekta. Listasafnið á Akureyri Mælt með Hannesi HANNES Sigurðsson verðui- næsti forstöðumaður Listasafns- ins á Akureyri, ef farið verður að tiliögu menningarmálanefndar bæjarins. Nefndin mælir ein- róma með Hannesi, þannig að líklegt verðui- að teljast að ráðn- ing hans verði samþykkt á fundi bæjarstjómar í dag. A fundi menningarmálanefnd- ar íyrir helgi var lögð fram fag- leg greinargerð frá forstöðu- mönnum Listasafns Islands og Kjarvalsstaða, sem vom nefnd- inni til ráðuneytis, og eftir sam- töl við tvo umsækjendur af fjór- um, Hannes og Ólöfu Sigurðar- dóttur, samþykkti nefndin sam- hljóða að mæla með þeim fyrr- nefnda, að sögn Þrastai- As- mundssonar, formanns menn- ingarmálanefndar. Forstöðumaður verður ráðinn til fjöguiTa ára með möguleika á framlengingu í fjögur ár til við- bótar að þeim tíma loknum. Sjö ár em síðan Listasafn Akureyi'ar var sett á laggimar. Haraldui- Ingi Haraldsson hefur verið forstöðumaður frá upphafí en lætur senn af störfum og síð- asta sýningin sem hann setur upp í safninu var einmitt opnuð á laugardag. Sextíu tillögur að útilista- verki SEXTÍU tillögui- bámst í sam- keppni um útilistaverk, sem setja á upp á Akureyri næsta sumar, en frestur rann út um síðustu mánaðamót. Listaverkið tengist hátíðahöldum í höfuðstað Norðurlands vegna aldamót- anna. Samkeppnin var auglýst skv. samkeppnisreglum Sambands ís- lenskra myndlistannanna (SIM) og em fulltmar þess og Akur- eyrarbæjar í dómnefnd. Hún fundar líklega um miðjan mán- uðinn og velur fjórar til fímm til- lögur sem fara síðan í lokaða samkeppni um útfærslu verk- anna. „Þetta er mjög góð þátttaka,“ sagði Ingólfíir Ái'mannsson, fræðslumálastjóri Akureyrar- bæjar, aðspui'ður við Morgun- blaðið. Ekki er endanlega ákveð- ið hvenær verkið verður af- hjúpað. „Það fer eftir því hve mikið verkið verður í fram- kvæmd. Við höfum á þessu stigi ekki viljað ákveða dagsetningu, en tvennt kemur til greina; ann- ars vegar að tengja það 17. júní eða afmælisdegi bæjarins, sem er í lok ágúst,“ sagði Ingólfur. Staðsetning hefur heldur ekki verið ákveðin. „Höfundar geta gert tillögu um staðsetningu. Bent var á tvo til þijá staði í samkeppninni, en ekkert er úti- lokað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.