Morgunblaðið - 07.07.1999, Síða 23

Morgunblaðið - 07.07.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 23 LISTIR John Stuart Mill og nytjastefnan BÆKUR H e i m s p e k i NYTJASTEFNAN eftir John Stuart Mill í þýðingu Gunnars Ragnarssonar. 1998. Hið ís- lenzka bókmenntafélag, Reykjavík. 209 bls. JOHN Stuart Mill var merkur fyrir margt á sinni tíð en hann lifði frá 1806 til 1873. Hann var mjög bráðger og var ungur kominn í hóp lærðustu manna, hann átti farsælan starfsferil hjá Austur-Indíafélaginu sem sá um stjórn Indlands fyrir hönd brezka ríkisins, hann sat í neðri deild brezka þingsins, og síð- ast en ekki sízt var hann í hópi merkustu rithöfunda Breta um fræðileg efni á síðustu öld. Hann ritaði merkilegar bækur um hag- fræði, enn merkilegri bækur um rökfræði og aðferðafræði vísinda og svo ritaði hann um siðfræði og þjóðfélagsmál bækur sem halda gildi sínu enn þann dag í dag. Aður en Nytjastefnan kom út í flokki Lærdómsrita Hins íslenzka bókmenntafélags á sl. ári höfðu komið út tvær bækur eftir Mill í þeim flokki. Frelsið kom út árið 1970 og var meðal fyrstu lærdóms- rita og nýlega kom út eldri þýðing á Kúgun kvenna. Nú hefur bætzt við sú þriðja sem er Nytjastefnan. Það er hægt nú að mynda sér sæmilega heillega skoðun á fræðikenningu Mills um þjóðfélagsmál og siðferði með því að lesa þær bækur sem til eru á íslenzku. Mill er ekki upphafsmaður nytja- stefnunnar en samnefnd bók hans hlýtur að teljast merkilegasta rit sem skrifað hefur verið um þá siða- kenningu. Jeremy Bentham sem uppi var frá 1748 til 1832 telst vera upphafsmaður hennar en rit hans hafa ekki enzt eins vel og rit Mills. Bentham var mikill vinur James Mill, föður Johns Stuarts Mill, og átti mikinn þátt í að skipuleggja uppeldi sonarins. John Stuart var haldið að lærdómi frá blautu barns- beini, var látinn byrja að læra grísku þriggja ára og annað eftir því. En þegar hann stóð á tvítugu brustu innviðir hugans og hann leit- aði sér andlegrar upplyftingar í ljóðum. John Stuart Mill náði and- legri heilsu aftur en var ekki samur maður, hafði áttað sig á að mann- legt eðli er margslungið og fleira þarf til að það dafni eðlilega en lær- dóminn einan. Þetta varð ekki til þess að hann kastaði öllum þeim skoðunum og kenningum sem hald- ið hafði verið að honum í æsku heldur fágaði hann þær og felldi að þeim nýju sannindum sem hann taldi sig hafa komizt að. Þessa má sjá stað í Nytjastefnunni. Nytjastefnan kom fyrst út árið 1861 og vakti þegar í stað athygli. Það var ekki að ástæðulausu því að bókin er óvenjulega vel skrifuð og hugsuð, skýr og skipuleg. Hún skipar Mill í flokk með fremstu sið- fræðingum heimspekisögunnar. Þetta getum við staðhæft nú þótt það hefði sjálfsagt verið útilokað að átta sig á því á þeim tíma sem bók- in kom út. En lykillinn að því að bókin er enn lesin og rannsökuð er að Mill fágar nytjastefnuna umtals- vert frá því sem Bentham hafði mótað hana. Hann tekur tillit til ýmissa veikleika sem hann hafði áttað sig á og leitast við að styrkja kenninguna. Það verður að segjast eins og er að það tókst óvenjulega vel og nytjastefnan er enn í dag einhver öflugasta siðferðiskenning sem siðfræðingar rökræða um. Bók Mills er ekki löng en honum tekst að setja kenninguna skýrt fram og rökræða flest þau andmæli sem rökrædd voru á hans tíma og það sem merkilegra er hafa verið rökrædd fram á þennan dag. Grunnhugmynd nytjastefnunnar er einföld. Hún byggist á því að huga að því hvað við höfum venjulega tO marks um rétt og rangt í hvers- dagslegum veruleika. Eg held að það sé ómótmælanlega rétt að eitt af því sem gefur okkur tUefni tU að telja verknað rangan eða réttan eru afleiðingar hans. Síðan bætir MUl við að verknaður sé réttur að því leyti sem hann stuðlar að hamingju en rangur að þvi leyti sem hann stuðlar að óhamingju. Hann skil- greinir síðan hamingju sem ánægju og óhamingju sem sársauka eða vansæld. Síðasta atriðið sem hann bætir við er að ánægja sé hin æðstu gæði og allir aðrir hlutir séu eftir- sóknarverðir vegna hennar eða vegna þess að þeir leiða tU ham- ingju. Þetta er fullbúin kenning en hún krefst nánari útlistunar og skýringa og auk þess þarf að svara augljósum andmælum. Þetta gerir Mill samvizkusamlega og af mikilli hind í bókinni. Mill eyðir misjafnlega miklu rúmi til að svara augljósum and- mælum. Síðasti kafli bókarinnar -/eline^ Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473 fjallar til dæmis um réttlæti og nyt- semi og eyðir Mill miklu rými og hugviti til að svara þeirri athuga- semd að nytsemi og réttlæti hljóti að stangast á amk. stundum og nyt- semin krefjist þá verknaða sem beinlínis séu ranglátir. Svar Mills gengur út á að þessi skilningur á sambandi réttlætis og nytsemi sé rangur. í þriðja kafla veltir Mill fyrir sér hvernig hægt sé að sýna fram á nytjaregluna. Þar heldur Mill því fram að sama eigi við um að hlutur sé sýnUegur og að hlutur sé eftirsóknarverður. Eina sönnun- in sem hægt er að færa á sýnileik- ann er að athuga hvort fólk sjái hlutinn, eina sönnunin sem hægt er að færa á hvort hlutur er eftirsókn- arverður er að athuga hvort fólk sækist eftir honum. Þetta hefur ekki þótt góð latína í siðfræði lengst af þessari öld. En það er margt sem MUl á sér til málsbóta. Það er mögulegt að leiða það sem er eftirsóknarvert af því sem menn gera, það er engin óbrúanleg gjá á milli þess sem er og þess sem á að vera. Sömuleiðis er sjálfsagt að gleyma því ekki að MUl var ein- dreginn raunhyggjumaður og þess vegna eðlilegt að hyggja að reynsl- unni. Þessi atriði vUja stundum gleymast í umfjöllun um MUl. I bókinni er langur formáli eftir brezkan heimspeking, Roger Crisp, sem er prýðUegur, útlistar hugsun Mills vel og ætti að gera hverjum lesanda auðveldai'a um vik að átta sig á aðalatriðum og aukaatriðum. Þorsteinn HUmarsson þýðir for- málann á gott mál. Gunnar Ragn- arsson þýðir þessa bók Mills af mikilli námkvæmni og umtalsverðri smekkvísi og listfengi. Það kemur fram í eftirmála að nokkuð er um liðið síðan Gunnar skilaði þýðing- unni og löngu orðið tímabært að koma henni á prent. Bókin er öll ágæta vel úr garði gerð og prýði að henni í lærdómsritunum. Guðmundur Heiðar Frímannsson r 20 ára góð reynsla af Norm-X setlaugum á Islandi Hafið samband og fálð nánari upplýsingar. Sími 565 8822. www.islandla.ls/norml Skeiðarásl vlð Arnarvog, 210Garðabæ. Mikilvæg atriði sem hafa ber i NORM-X AÐRAR TEG. ® Já Nei Já Nei Full dýpt a.m.k. 90 cm ✓ Litekta ✓ Nær liturinn í gegn ✓ Brothættur ✓ Hætta á sprungum ✓ Hætta á flögnun / Frostþolinn -40° ✓ Hitaþolinn +90° ✓ Auövelt aö bora fyrir nuddstútum o.s.frv. ✓ Mjúkur viðkomu ✓ Helst yfirborðsáferð óbreytt ✓ Þolir hitaveituvatn ✓ Viðgerðir auðveldar ✓ Öryggislok ✓ Löng reynsla á Islandi ✓ Verð ásetlaug 1200 I. kr. 59.500 Verð ásetlaug 1900 I. kr. 87.500 KitchenAid mest selda heimilisvélin í 50 dr! 5 gerðir hrærivéla í hvítu, svörtu, bláu, rauðu eða gráu Fjöldi aukahluta íslensk handbók með uppskriftum fylgir Lágvær og þrælsterk - endist kynslóðir Sérstök brúðkaupsgjöf: Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með ísaumuðum nöfnum sínum og brúðkaupsdegi. Þú gefur ekki gagnlegri gjöf! ///' KitchenAid einkaumboð á ísiandi Einar Farestveit &Co.hf. BORGARTÚN 28 - S: 562 2900 & 562 2901 frá kr. 23.940

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.