Morgunblaðið - 07.07.1999, Qupperneq 32
>32 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
N áttúra og
tækni
„Er það ekki einmitt þetta sem við erum
öll svo önnum kafin við: að taka þátt í
veruleikanum sem tækniundri?“
Getur það verið að
tækni sé orðin of
umfangsmikil í
heiminum? Verða
nokkrar framfarir
án tækni? Þótt maður svari
seinni spurningunni neitandi er
ekki þar með sagt að maður
verði líka að svara hinni fyrri
neitandi. Þegar tæknin er farin
að ráða markmiðum manns þá
er hún vaxin manni yfir höfuð.
Þetta er viðhorf Páls Skúlason-
ar heimspekings, og rektors
Háskóla Islands, eins og það
kemur fram í bókinni Umhverf-
ing (Háskólaútgáfan, 1998).
I umfjöllun sinni um náttúru
og umhverfi og þær hættur sem
stafa að þessu
VIÐHORF tvennu gerir
Eftir Kristján G. Pál1 ^111-
Arngrímsson hygg)U mann-
anna að ein-
um helsta blórabögglinum. Með
tækniafrekum sínum hafi mað-
urinn gert greinarmun á sjálfum
sér og náttúrunni sem hann sé
sprottinn úr og sé hluti af; hann
hafi rutt náttúrunni tO hliðar.
Segja má, að þessi tæknilega
geta mannanna hafi leitt til
þess að þeir fara að sjá náttúr-
una fyrst og fremst sem nátt-
úruauðlind sem þeir geta nýtt.
Og að sjá og skilja náttúruna
sem auðlind fyrst og fremst fel-
ur í sér að það að nýta hana
ekki er beinlínis sóun. Sam-
kvæmt þessum hugsunarhætti
er það beinlínis að sóa verð-
mætum að láta fallvatn falla
óvirkjað - það er að sóa allri
orkunni sem býr í vatninu og
maður gæti nýtt.
Tæknileg kunnátta er for-
senda þessarar getu, og þegar
þessi geta er farin að skera úr
um hvað maður gerir þá er
tæknin orðin helst til rúmfrek.
Spurningum á borð við hvort
það sé rétt eða skynsamlegt að
gera það sem maður getur gert
hefur verið ýtt til hliðar. Þær
verða hjákátlegar og líta út
eins og orðaleikir akademíkera.
Með andstöðu sinni við
tæknihyggjuna er Páll hvorki
að lýsa sig andvígan tæknileg-
um framförum né neita því að
tækniþekking sé ein helsta for-
senda ríkjandi velmegunar á
Vesturlöndum. Skotspónn hans
er fyrst og fremst hinn tækni-
legi hugsunarháttur. Einkenni
hans er það, að tæknin er orðin
að gildismati: Tæknilegir kostir
eru lagðir til grundvallar dóm-
um um það hvað sé verðmæti;
hvað sé rétt og hvað sé rangt
Hið „hefðbundna viðhorf til
tækninnar" (bls. 20) byggir á
því að gildismat mannanna sé
það sem stjómi tækninni og
móti hana, ekki öfugt. Þetta
viðhorf felur í sér að tækni sé
„hlutlaus með tilliti til mark-
miða manna og gildismats. Hún
er einungis tæki til að ná þeim
markmiðum sem menn setja
sér í samræmi við óskir sínar
og hugmyndir um hamingjsamt
og farsælt líf,“ (sama).
Að spoma við tæknihyggju
er því ekki það sama og að
spoma gegn tæknilegum fram-
Páll Skúlason: Umhverfing
fóram. Tæknihyggja er, eins og
orðið bendir til, það, hvernig
hugsað er um tækni og hvaða
skilningur er lagður í hana. Páll
virðist telja (og óttast), að hinn
hefðbundni skilningur á tækni
sé á undanhaldi, og að auka
þurfí veg hans á ný.
Sá árangur sem náðst hefur
með tæknilegum leiðum (frem-
ur en til dæmis trúarlegum
leiðum - með lyfjum frekar en
fyrirbænum) hefur gert að
verkum að maður veðjar sjálf-
krafa á tæknilegu leiðina. Þetta
er ekki endilega slæmt, að
minnsta kosti ekki fyrr en hin
tæknilega leið hættir að vera
leið og verður að hinu eiginlega
markmiði.
Páll segir tæknina orðna
„mikilvægasta einkenni" veru-
leikans (bls. 21), og svo sé í
raun komið að maður eigi erfitt
með að skilja veraleikann nema
sem tæknilegt fyrirbæri. Hér
má nefna sem dæmi um slíkt,
þegar maður lítur svo á að það
sé „skilningur“ á mannshugan-
um að líta á hann sem einskon-
ar tölvu, það er, að telja hann
hlíta sömu lögmálum og tölva.
Eitt megineinkenni tækni-
hyggjunnar, að mati Páls, er að
mannleg skynsemi er smættuð
niður í tæknilega rökvísi. Þetta
segir hann misskilning, því þótt
tæknileg rökvísi sé ekki and-
stæða mannlegrar skynsemi þá
sé hún einungis hluti af skyn-
seminni. Aðrir þættir skynsem-
innar era siðferðileg rökvísi og
bókleg rökvísi. Þessir þættir
hafa sama vægi og hin tækni-
lega rökvísi.
„Verði tæknileg rökvisi alls-
ráðandi þá skeyta menn ekki
um annað en hagkvæmni og ár-
angur - og líta á spurningar um
sannleika og réttlæti sem hvim-
leiða orðaleiki sem engu skipta
fyrir gang mála í veruleikan-
um,“ (bls. 23).
Hin tæknilega rökvisi ryður
því skynseminni að miklu leyti
til hliðar - jafnvel útrýmir þeim
- og krýnir sjálfa sig hina einu
sönnu skynsemi. Þar með gerir
tæknihyggjan hina þætti skyn-
seminnar að andstæðu sinni.
Það er líklega svona sem hann
hefur orðið til, hinn meinti
greinarmunur á rökum og til-
finningum, sem svo margir líta
á sem mikilvægt einkenni vera-
leikans.
En það er misskilningur að
gera þennan greinarmun. Sá
misskilningur á þannig að lík-
indum rætur sínar í því, að hin
tæknilega rökvísi er orðin alls-
ráðandi í hugarheimi manns, og
þegar maður sér einungis hana
sem hina eiginlegu skynsemi þá
fara tilfínningamar að líta út
eins og andstæða skynseminn-
ar - það er að segja sem óskyn-
semi.
En ef það að vera skynsamur
er ekki bara að vera tæknilega
rökvís í hugsun, hvað er það
þá? Getur það verið eitthvað
annað? „Með öðrum orðum:
hvaða kost eigum við annan en
þann að fylgja boði tæknihyggj-
unnar?“ (bls. 23).
GUNNAR
HJALTASON
+ Gunnar Ás-
geir Hjaltason
fæddist á Ytri-
Bakka við Eyjafjörð
21.11. 1920. Hann
lést á St. Jósefsspít-
ala í Hafnarfirði 24.
júni síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Hjalti Gunnarsson
og Ásta Ásgeirsdótt-
ir. Systkini hans: Jó-
hanna Björg, f.
1919, maki Björn
Helgason. María, f.
1924, maki Jósef
Magnússon, bæði
látin. Friðrik, f. 1929.
Hinn 22. desember 1949
kvæntist Gunnar Jónu Kristínu
Ámundadóttur, f. 16.5.1923. For-
eldrar hennar voru Ámundi Hall-
dórsson og Kristbjörg Jónsdóttir.
Gunnar og Jóna bjuggu flest sín
búskaparár á Hverfisgötu 30 í
Hafnarfirði og eignuðust fimm
böm. Þau era: 1) Hjalti, f. 9.9.
1949, iðnverkamaður í Hafnar-
firði. 2) Ámundi, f.
7.10. 1950, vélvirki á
Siglufirði, maki Anna
K. Sæmundsdóttir, f.
17.11. 1948, húsmóðir.
Börn þeirra eru Sæ-
mundur Gunnar, f.
1974, og Jóna Kristín,
f. 1975. Dóttir Önnu af
fyrra hjónabandi er
Sigríður Jóhannsdótt-
ir, f. 1969. 3) Siguijón
f. 13.4. 1952, skrif-
stofumaður í Reykja-
vík, maki Helga Vil-
hjálmsdóttir, f. 20.3.
1956, sjúkraþjálfari.
Synir þeirra: Vilhjálmur Þór, f.
1974, Gunnar Ásgeir, f. 1975.
Sambýliskona hans er Kolbrún
Elsa Smáradóttir, f. 1976. Sonur
þeirra er Daði Már, f. 1997. Stefán,
f. 1983. 4) Kristbjörg, f. 23.8. 1953,
leikskólakennari í Hafnarfirði,
maki Guttormur Páll Sölvason, f.
15.3. 1952, vélvirki. Böm þeirra
eru Jóna Kristín, f. 1975, Hilda
Elisabeth, f. 1975. Maki Björgvin
U. Ólafsson, f. 1975. Böra þeirra:
Guttormur Unnar, f. 1995 og
Helga Rós, f. 1997. Rósa Matt-
hildur, f. 1979, sambýlismaður
Viðar Öra Guðnason, f. 1977.
Sonur þeirra er Guðni Grétar, f.
1999. Sölvi, f. 1990. 5) Ásgeir, f.
12.12.1956, bifvéiavirki í Reykja-
vík, maki Sólveig Gunnarsdóttir,
f. 22.4. 1960, leikskólakennari.
Böm þeirra: Helga, f. 1979, sam-
býlismaður hennar Birgir Öm
Björasson, f. 1976. Sonur þeirra
er Gunnar Björa, f. 1998. Asta, f.
1981, Ingimar, f. 1986 og Hjalti, f.
1989. Einnig ólst Hafsteinn Sig-
urjónsson, f. 25.3. 1940, mat-
sveinn í Reykjavík, bróðir Jónu,
upp hjá þeim eftir lát móður
þeirra.
Gunnar lærði útvarpsvirkjun
hjá Ríkisútvarpinu og vann
nokkur ár við það. Þá hóf hann
nám í gullsmiði og vann við það
æ síðan. Hann byrjaði ungur að
teikna og mála og var myndlist-
in alla tíð stór þáttur í lífi hans.
Náttúra Islands var hans aðal-
myndefni og ferðaðist hann víða
til að afla sér myndefnis.
Útför Gunnars Ásgeirs fer
fram frá Kristskirkju í Landa-
koti í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Þegar vorið er komið og sumarið
rétt að byrja virðist allt svo bjart.
Samt skyggja nokkrir svartir bakkar
á sólina, Gunnar Hjaltason mágur
minn er látinn. Systir mín hefur ver-
ið á Hrafnistu s.l. tvö ár. Gunnar
hugsaði vel um hana, heimsótti hana
á hverjum degi og líka á kvöldin.
Hann fór ekki frá henni fyrr en hún
var háttuð og sofnuð á kvöldin. Það
er mikil sorg að missa mann sinn eft-
ir mannsaldur í nærveru. En hún á
góð börn og tengdaböm.
Gunnar minn, ef ég heyrði góðs
manns getið komst þú alltaf í huga
mér. Gunnar minn, allar stundir sem
við höfum átt saman er Ijúft að
muna, kæri vinur. Þú varst listamað-
ur af guðs náð. Maður veit aldrei
hvort þú varst metinn að verðleik-
um. Eitt er þó víst að myndir þínar
úr Hafnarfirði hafa gert samfélagið
ríkara og stoltara af sínum bæ.
Smíðisgripir þínir í gulli, silfri eða
kopar, þar á meðal sem hirðsmiður
Bessastaða um margra ára skeið,
eru ógleymanleg listaverk. Þó ekki
sé nema einn öskubakki, gerður af
slíkum hagleik að erfitt er að þakka
slíka gjöf. Verk þín lifa þig og eru
lýsandi fyrir snilligáfu þína og mann-
kosti.
Sjálfhælni var ekki til í þínu fari.
Eitt sinn vantaði mig afmælisgjöf
handa manninum mínum. Eg spurði
Gunnar hvort hann ætti mynd frá
Arnarfirði, hann kvað nei við. En
bauðst strax til að fara vestur og
mála mynd. Svona var hann alltaf
boðinn og búinn til að hjálpa öðrum
og gera greiða ef hann gat. Myndin
kom innrömmuð og falleg. Ekki má
gleyma öllum fallegu jólakortunum
sem þú hannaðir sjálur og sendir um
hver jól til allra kunningja og vina.
Það er erfitt að átta sig á því að þú
skulir vera farinn frá okkur. Við spil-
uðum mikið brids saman. Ekki má
gleyma öllum ferðum okkar í kirkju-
garðinn á hverjum aðfangadags-
morgni. Til að tendra Ijós á leiði ná;
kominna ættingja sem þar hvíla. I
hádeginu borðuðuð þið Jóna hjá okk-
ur Hermanni. Þá fyrst fannst mér
jólin vera byrjuð.
Jóna mín, við höfum misst mikið.
Missir þinn er þó mestur. Við biðjum
góðan guð að styrkja þig, bömin,
tengdabörnin og barnabörnin á erf-
iðum tímum. Við Hermann sendum
innilegar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu þinnar og annarra vanda-
manna.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
- hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð í þúsund ár.
Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði er fyr naut hugur minn
er orðin hljómlaus, utangátta og tóm
hjá undrinu að heyra þennan róm,
hjá undri því, að líta lítinn fót
í litlum skóm, og vita að heimsins grjót
svo hart og sárt er honum íjarri enn,
og heimsins ráð sem brugga vondir menn,
já vita eitthvað anda hér á jörð
er ofar standi minni þakkargjörð
í stundareilífð eina sumamótt,
Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt.
(Halldór Laxness)
Helga Ámundadóttir.
„Gunni frændi“ var sá í hópi vina
minna, sem eg kynntist fyrst og
þekkti lengst, og mér finnst eg
þekkja enn í veröld vináttunnar, þótt
hann hafi lokið æviárum sínum hér á
jörðinni.
Að baki tímans er að eg hygg innri
veruleiki, sem sumir nefna eilífðina.
Sá veruleiki er ekki mældur í árum,
heldur kemur hann fram sem ylrík
tryggð og vinátta kærleikans, sem
hefir að baki viljann til að fórna sér í
þágu annarra. Þessi veruleiki annars
lífs, er í raun kjarni allra trúar-
bragða sem miða að friði á jörð.
Eg hygg að Gunni frændi hafi verið
fyrsta barnið, sem eg tengdist vin-
áttuböndum. Við Gunni vissum alltaf
að við voram vinir í raun og sannleika
og þurftum ekki að skilgreina hvað
það var. En það var eins og við hefð-
um vitundarsamband, sem var víst
meðfætt. Hann var góður og fallegur
drengur og okkur kom alltaf vel sam-
an. Hann var þrem árum eldri en eg,
og mér var eðlilegt að fara oft eftir
hans áliti, því að hugmyndir hans
voru mér að skapi, því að þær vora
oftast skemmtilega framlegar og við
vorarn báðir gefnir fyrir náttúruna og
myndlist, voram á svipaðri bylgju
enda systkinasynir. Hann var glaður
og athafnasamur alla ævi, einstaklega
hjálpsamur ferðafélagi og bóngóður
við að leysa hverskonar vanda.
Árið 1932 fluttu foreldrar okkar að
Laugarvatni þar sem faðir okkar
stofnaði gróðrarstöð á vegum Bún-
aðarfélags Islands og kenndi einnig
við alþýðuskólann. Um vor, sumar
og haust komu ættingjar og vinir oft
í heimsókn og dvöldu hjá okkur um
skeið. Gunni starfaði líka með okkur
systkinunum í mörg sumur í gróðr-
arstöðinni. Hið góða samband við
frændfólkið í Reykjavík var alla tíð
ákaflega náið og er okkur efst í huga
nú við leiðarlok.
Gunnar Iærði ungur útvarpsvirkj-
un, en sneri sér síðan að gullsmíði,
þar sem listrænir hæfileikar hans
nutu sin vel. Hann varð einn mesti
hagleiksmaður hér á landi í þeirri
grein. Var handverk hans leikandi
létt og undur fagurt, sem bar vott um
frábæra teiknihæfileika hans og
sjaldgæft formskyn. Gunnar smíðaði
um árabil allar opinberar gjafir sem
forsetar Islands gáfu þjóðhöfðingjum
annarra landa, og vora þar margir
fagrir gripir. Það var ótrúlegt hvað
hann komst yfir að smíða, mála og
teikna jafnframt öllu öðra annríki.
Gunnar var einstaklega trúr vinur
okkar allra í fjölskyldunni. Við sökn-
um nú hans, sem skilur eftir sig svo
ljúfar minningar og sendum Jónu og
öllum bömum þeirra samúðarkveðj-
ur og óskum frændgarðinum öllum
blessunar þann tíma, sem veitist
þeim áfram hér á jörðu.
Með hjartans þökk fyrir góða og
langa vináttu, sem frá þér streymdi.
Ulfur Ragnarsson, læknir.
Það er erfítt að setjast niður til að
minnast rúmlega 60 ára vináttu við
Gunnar Hjaltason, sem hófst er við
báðir tókum til starfa í Skíðadeild ÍR
á Kolviðarhóli á fjórða áratugnum og
síðan eftir 1940 í Farfuglum. Þær eru
svo margar minningarnar, sem fara í
gegnum hugann. Eg minnist náms-
ára hans í gullsmíði í Lækjargötu 2.
Þar hitti ég meistara hans þá Guð-
mund Guðnason og Leif Kaldal. Það
var fróðlegt að fylgjast með vinnu-
brögðum þeirra við smíði hinna ýmsu
hluta, sem urðu listaverk í höndum
þeirra, og því ekki að undra að Gunn-
ar yrði í sama flokki með sína hæfi-
leika. Enda smíðaði hann margan
listgripinn, sem nú prýðir heimili ým-
issa þjóðhöfðingja vítt um lönd. For-
setar þjóðarinnar nýttu sér hagleik
hans svo og aðrir framámenn þjóðar-
innar. Jafnfi-amt gullsmíðinni hóf
hann að festa á blöð og striga myndir
af landinu, sem hann fór um, og eru
eftir hann mörg listaverk á heimilum
vina hans og annarra listunnenda í
landinu. Gunnar var góðvinur Jó-
hannesar Kjarval og þekkti vel til
verka hans. Þegar Þorvaldur í Síld
og fisk setti upp málverkasýningar
fékk hann Gunnar til að annast það
verk. Gunnar var félagi í Ferðafélagi
Islands. Hann teiknaði í mörg ár
myndir í hinar vinsælu árbækur F.I.
Við Gunnar vorum spilafélagar í
áratugi. I hvert skipti, er hann kom
til mín að Kiðafelli, teiknaði hann
mynd í gestabók heimilisins á meðan
hann sat yfír við spilamennskuna.
Gunnar var mikill ÍR-ingur. Hann
var góður skíðamaður, bæði svig-
maður og göngumaður. Hann var
stökkdómari á öllum landsmótum í
fjölda ára. Hann var í stjórn Skíða-
sambands Islands í mörg ár, einnig í
stjórn Skíðaráðs Reykjavíkur. En
hann var ekki bara skíðamaður,
hann tók einnig þátt í hlaupum í
millivegalengdum (800 og 1500 m) og
jafnvel víðavangshlaupi með góðum
árangri. Eftir að Gunnar fluttist til
Hafnarfjarðar tók hann þátt í félags-
starfi skíðamanna þar. Hann var fé-
lagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar.
Gunnar var heiðursfélagi í mörgum
þeim félögum, sem hann starfaði í.
Gunnar Hjaltason var myndarleg-
ur maður, góðum gáfum gæddur,
hláturmildur og góður sögumaður og
því eftirsóttur félagi. Gunnar var
listhneigður, hann átti auðvelt með
að teikna og skapa myndir. Eru fjöl-
margar myndlistarsýningar hans og
fagrir silfurmunir til marks um það.
Hann var einnig mikill bókamaður
og í bókasafni hans voru ýmsar
sjaldgæfar bækur.
Ég sendi Jónu vinkonu minni og
börnum þeirra innilegar samúðar-
kveðjur og bið guð að blessa þau.
Iljalti Sigurbjörnsson, Kiðafelli.