Morgunblaðið - 07.07.1999, Page 33

Morgunblaðið - 07.07.1999, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 3g AGNES LISBET S TEFÁNSDÓTTIR + Agnes Lísbet Stefánsdóttir fæddist í Bitrugerði í Eyjafirði 11. nóv- ember 1908. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 27. júní síðastliðinn. Agnes var elst systkina sinna og er aðeins yngsta systir henn- ar á lífi, Gunnlaug Ólsen, sem býr í Keflavík. Maki Agnesar var Stefán Stefánsson útgerðarmaður í Hrísey en þau voru ógift. Agnes bjó í Hrísey til 1956 en þá flutt- ist hún á Akranes og bjó þar siðan. Hún eignaðist með Stefáni tvö börn: 1) Svavar Stefánsson, 2) Hebu Stefáns- dóttur. Svavar átti fjögur börn með Stefaníu Björgu Björnsdóttur, en Heba þrjú börn með Sigurði Þorleifs- syni. Alls átti Agnes sjö barnabörn, 12 langömmubörn og eitt langa- langömmubarn. Utför Agnesar fór fram í kyrrþey. & Hinn þjóðkunni listamaður, Gunn- ar Hjaltason, andaðist á Jónsmess- unni í ár. Kunnastur mun hann hafa orðið af málverkum sínum, en þar að auki var hann frábær hagleiksmaður sem vann ýmsa fagra gripi , bæði fyrir forsetaembættið, ýmsar stofn- anir og félög. Bandalag kvenna í Hafnarfirði má sérstaklega minnast þess er hann smíðaði félagsmerki þess, fagran silfurgrip, ásamt teikn- ingu af heilagri Barböru, sem prýðir nú skjöl bandalagsins. Sömuleiðis gerði hann mynd Barböru úr silfri, sem mátti bæði nota sem hálsmen og nælu fyrir aðra félaga í bandalaginu. Persónulega kynntist ég Gunnari Hjaltasyni mest þegar hann kom nær daglega að finna konu sína, Jónu Amundadóttur, sem dvelur á Hrafnistu. Nú saknar Jóna glað- værðar Gunnars og ljúfmennsku, þegar hann svo að segja fram á síð- ustu daga sína reyndi að létta henni lífið í baráttu við erfiða fötlun. Henn- ar er missirinn mestur. Allir sem höfðu kynni af Gunnari Hjaltasyni munu sakna þessa góðmennis og fjölhæfa listamanns. Jónu Amundadóttur og börnum hans votta ég mína dýpstu samúð. Sigurveig Guðmundsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. Enn er einn góðvinur brott kvadd- ur. Minningaheimurinn er heiður, svipríkur, stórbrotinn og fagur, en samtímis ofinn næmum fínleik og ljúfri, listrænni fegurðarfágun. Þessir eiginleikar birtust í verkum hans, allt frá svipríkum málverkum til hinna fíngerðustu dráttlistarteikninga og fagurgerðrar silfur- og gullsmíði. Viðfangsefnin virtust jafnan liggja glöggskyggni hans opin, enda vannst honum vel og afkastamikill var hann. Að sjá hann gera frumdrög (skissur) að málverkum var ævintýri líkast. Með fáeinum, leifturhröðum dráttum var það gert og sýndi, hve gjöropið og glöggt viðfangsefnið var honum - enda kom allt til skila. Þannig var Gunnar Hjaltason. Þessi, með mestu mönnum að vallar- sýn, hávaxinn, þykkur undir hönd, þrekinn og herðibreiður. Samtímis hið mesta ljúfmenni, örlátur, hjálp- samur, gjafmildur, hæverskur og h't- illátur, fjölfróður, ræðinn og hrókur alls fagnaðar í góðvinahóp. Góð- mennskan skein úr augum hans og ljómaði af ásjónunni allri, innrömm- uð í vinhýru brosi. Þannig minnumst við hans sem kærs frænda og góðvinar, þakklát fyrir ómetanlega vináttu óg örlátar gjafir af listarheimi hans. Kæra Jóna, og allur ástvinahópur- inn. Við sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur og söknum með ykkur. Látið samt ljúfu minningarn- ar hefja ykkur ofar hai-mi og trega í vissunni um endurfundina á landi lif- enda, svo sem Drottinn hefur heitið. Blessuð sé minning okkar kæra Gunnars. Sólveig, Jón Hjörleifur Jónsson og fjölskylda. Kveðja frá Félagi íslenskra gullsmiða Gunnar Ásgeir Hjaltason, einn okkar hæfileikaríkustu gullsmiða, er nú látinn. Gunnar var nemi Arna B. Björnssonar og var það heppinn á sínum námsárum að vinna meðal nafntoguðustu gullsmiða þess tíma,- Guðmundar H. Guðnasonar og Leifs Kaldal. Gunnar Ásgeir lauk sveins- prófi 1947 og á fýrstu starfsárum sínum vann hann hjá Árna en eftir 1952 starfaði hann sjálfstætt. Snemma beindist hugur hans að aukinni listsköpun og átti málverkið hug hans upp frá því. Gunnar tók þátt í ýmsum sýning- um á vegum F.Í.G. og var tryggur félagi gullsmiða. I gull- og silfursmíðinni komu list- rænir hæfíleikar Gunnars glöggt í ljós þar sem þeir endurspegluðu sköpunargleði og tilfinninguna fyrir forminu. Hann var m.a. fenginn til að smíða fyrir forseta íslands, Ás- geir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn, þannig að spor hans í sögu gullsmíð- innar eru skýr og djúp. Blessuð sé minning hans. Halla Bogadóttir, formaður F.f.G. Kveðja frá Ferðafélagi íslands Skyldu þeir forustumenn Ferðafé- lags Islands er höfðu forgöngu um stofnun Farfuglahreyfingarinnar hafa haft í hyggju að hreyfingin yrði nokkurskonar uppeldisstöð fyrir komandi forustumenn Ferðafélags- ins, en sú varð raunin. Margir af máttarstólpum Ferðafélagsins til margra ára höfðu starfað innan Far- fuglahreyfingarinnar sem ungir menn en færðu sig svo yfir til Ferða- félagsins er þeir fóru að reskjast. Einn þessara manna var Gunnar Hjaltason, gullsmiður og myndlistar- maður. Óhætt er að fullyrða að með komu Gunnars til F.í. hafi félaginu bæst góður liðsmaður, sem ekki lá á liði sínu er til hans var leitað. Auk þess að taka virkan þátt í ferðum fé- lagsins og vinna sem sjálfboðaliði í vinnuferðum að viðhaldi sæluhús- anna, var honum falið að mynd- skreyta upphafskafla í Árbókum fé- lagsins til margra ára og einnig myndskreytti hann félagsskírteinin. Fórst honum það vel úr hendi eins og annað er hann vann félaginu sem oft var baksviðs. Á góðum stundum, sérstaklega á kvöldvökum í ferðum félagins í Þórsmörk, en hún var hans staður, gat hann bryddað upp á ýmsu skemmtilegu er kom á óvart. Eins og þegar hann hélt málverka- sýningu á einni kvöldvökunni í Þórs- mörk. Eða þegar unnið var að Ár- bókinni um Syðra-Fjallabak og hon- um datt í hug okkur ferðafélögunum til mikillar furðu að renna fyrir fisk í Hvítmögu. Þá veiddi hann svo mikið að silungaveisla var í tvo daga. Já. Gunnar var sérlega skemmtilegur og góður ferðafélagi. Árið 1987 var Gunnar gerður að kjörfélaga í Ferðafélagi íslands í þakklætisskyni fyrir hans störf í þágu félagsins. Fyrir alla tryggð er hann ávallt sýndi Ferðafélaginu skal nú þakkað heilshugar um leið og aðstandendum er vottuð innileg samúð við fráfall hans. Grétar Eiríksson. Kveðja frá Rótarýklúbbi Ilafnarfjarðar Gunnar Ásgeir Hjaltason gerðist félagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar á árinu 1968 og hefur verið mjög virk- ur og öflugur félagi alveg frá upphafi. Hann gegndi öllum helstu embættum innan klúbbsins og var m.a. forseti klúbbsins starfsárið 1978-1979. Gunnar var mikil listamaður og naut klúbburinn þess ríkulega og má þar nefna fjölmargar teikningar sem prýtt hafa jólamerkin okkar, hand- smíðaða bréfahnífa sem skiptinem- arnir fengu alltaf í kveðjpgjöf frá klúbbnum að lokinni ársdvöl, vinnu hans við gerð útsýnisskífunnar sem stendur efst á Ásfjalli og ótal teikn- ingar sem hann rissaði á Rótarýfund- um, ferðalögum og öðrum uppákom- um og gaf félögunum. Vegna alls þessa og miklu meira var Gunnar út- nefndur Paul Harris félagi. Gunnar Ásgeir Hjaltason var mikil- hæfur og virtur listamaður. Hann teiknaði, málaði og smíðaði og hélt íjölmargar sýningar á verkum sínum. Gunnar var mikill ferðagarpur, úti- vistarmaður og náttúrunnandi. Snjall skíðamaður og mjög öflugur fyir á ár- um að byggja upp aðstöðu og mögu- leika fyrir Hafnfirðinga að stunda þá íþrótt. Undirrituðum er mjög minnis- stætt þegar hann árið 1980 hitti og sá til Gunnars á skíðum í Kerlingarfjöll- um, bruna eins og unglamb niður brekkumar sextugan að aldri. Það var mér mikil hvatning í viðleitni minni að læra að skíða og feta í fótspor Gunn- ars og skíða síðar meir í Ölpunum, sem ég veit að gáfu Gunnari margai- hamingju- og ánægjustundir. Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar stend- ur í mikilli þakkarskuld við Gunnar Ásgeir Hjaltason og vill að leiðarlok- um þakka honum fyrir öll hans góðu störf og hans mikla framlag til hreyf- ingarinnar á liðnum áratugum. Félagar í Rótarýklúbbi Hafnar- fjarðar senda eiginkonu og afkom- endum Gunnars Ásgeirs Hjaltasonar samúðarkveðjur og þakka góð kynni við góðan dreng og mikinn sóma- mann. Guðmundur Friðrik Sigurðsson, forseti Rótarýklúbbs Ilafnarfjarðar. Kveðja frá fþróttabandalagi Hafnarfjarðar Ég vil fyrir hönd íþróttahreyfmg- arinnar í Hafnarfirði minnast Gunn- ars Ásgeirs Hjaltasonar. Gunnar sat í stjórn Skíða- og skautafélags Hafnarfjarðar í áraraðir og var sjálfur mikill skíðamaður. Gunnar sagði mér einmitt nú á síðustu vor- mánuðum að það væru einungis þrjú ár síðan hann fór síðast á skíði og það þætti honum sárt að geta ekki, heilsu sinnar vegna, farið meira á skíði. Fram að því að hann fór síðast á skíði féll ekki úr ár þar sem hann komst til að renna sér í skíðabrekk- unum hér í nágrenni höfuðborgar- svæðisins og víðar, Gunnar taldi það hina mestu hvíld og upplífgun að stunda þessa uppáhalds íþróttagrein sína. Gunnar sat í stjórn íþróttabanda- lags Hafnarfjarðar fyrir íþróttafélag sitt frá árinu 1958 til ársins 1964. Þar lét hann gott af sér leiða sem og annars staðar þar sem hann starf- aði. Á þessum árum var nokkuð blóm- legt starf hjá Skíða- og skautafélag- inu, reglulegar skíðaferðir í skíða- skála félagsins sem staðsettur var við Hveradali. Einnig var á þessum árum gerður samningur milli Skíða- og skautafélagsins og bóndans á Set- bergi, Einars Halldórssonar, um að gera tilraun með að útbúa skíða- brekku í Fjárhúsholti í landi Set- bergs. Átti Gunnar Ásgeir Hjaltason ekki minnstan þátt í þessari tilraun. Þetta sýnir að menn eins og Gunnar reyndu sem mest þeir máttu til að útbreiða sína uppáhalds íþróttagrein og þakka ég Gunnari hans hlut í því máli. Skíða- og skautafélagið var því miður lagt niður árið 1968 og eigur þess seldar, fé það sem fékkst fyrir eignir þess voru settar í vörslu ÍBH og í sérstakri bókun sem sam- þykkt var í framhaldi af því var kveðið á um að ekki mætti ráðstafa fé þessu nema til eflingar skíðaí- þrótta í Hafnarfirði og þá með samþykki Gunnlaugs Guðmunds- sonar og Gunnars Asgeirs Hjalta- sonar. Fyrir þing IBH nú í apríl síðastliðnum hafði ég samband við Gunnar og síðasta formann Skíða- og skautafélagsins (Gunnlaugur Guðmundsson sem er því miður þegar fallinn frá) og leitaðist eftir því að þeir samþykktu það að skíðadeild Hauka fengi vörsluféð til ráðstöfunar. Að skoðuðu máli fannst þessum heiðursmönnum það sjálfsagt vegna þess að þar með væri verið að styrkja þessa frá- bæru íþróttagrein sem skíðaíþrótt- in er. Það var svo 17. apríl síðast- liðinn á 41. þingi ÍBH sem Gunnar Ásgeir Hjaltason og Örn Bergsson afhentu skíðadeild Hauka vörsluféð og sagði Gunnar mér að nú liði sér vel, það væri eins og hann væri að ljúka einhverju óloknu verkefni sem hefði orðið að klára og það væri vel. Ég get ekki lokið þessari minn- ingargrein án þess að geta þess að Gunnar Ágsgeir Hjaltason útbjó marga kostagripi sem IBH naut góðs af. Meðal þess eru ýmsir grip- ir sem Gunnar útbjó og ÍBH færði sem gjafir við hin ýmsu tækifæri. Gunnar hafði samband við mig nú í maí síðastliðnum og heimsótti ég hann þá á spítalann, tilefnið var að hann langaði að sýna mér myndir af ýmsum munum sem hann hafði út- búið í gegnum tíðina og var greini- legt að þar voru miklir kostagripir. Þar á meðal viðurkenningarskjöld- ur sem Gunnar hafði búið til og keppt hafði verið um í nokkur ár. Einhverra hluta vegna hafði verið hætt að keppa um viðurkenningar- skjöld þennan. Gunnar langaði að þetta yrði tekið upp aftur og nú þegar ég hef fundið þennan skjöld sem er listilega vel smíðaður sé ég ekkert því til fyrirstöðu að byrja þessa keppni aftur í einhverri mynd. Þetta sýnir að Gunnar fylgd- ist vel með allt fram til þess síðasta og þakka ég honum það sérstaklega og óska þess að hann megi hvíla í friði. íþróttahreyfingin færir eftirlif- andi konu Gunnars, Jónu Kristínu Ámundadóttur, og fjölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðjur. Friðrik Ágúst Ólafsson, formaður ÍBH. Elsku Agnes amma, okkur langaði að senda þér smá kveðju til að þakka fyrir alla ástina og allan kærleikann- sem þú hefur alltaf sýnt okkur í gegnum lífið, og þá sérstaklega þeg- ar við komum á dvalarheimilið til þín og færðum þér fréttir af okkur og sögðum þér alls konar sögur og brandara, sem þér fannst æðislegt að heyra og alltaf hlóst þú á meðan við stoppuðum hjá þér. Svo alltaf áður en heim var haldið þurfti maður í það minnsta að gefa þér þrjá kossa, hver og ein, og svo fengum við að fara í skúffuna neðst í ísskápnum þar sem við náðum okkur alltaf í síríus- súkkulaði og kónga-brjóstsykurs- poka, eitt af hvoru á mann. Meira að segja núna nýlega þegar við komum til þín á sjúkrahúsið og þrátt fyrir að þú gast ekki sagt manni það, þá hreinlega sveifstu upp úr rúminu þegar við komum með blóm og kveðj- ur til þín frá Hebu ömmu og Didda afa úr Reykjavíkinni og alltaf voru þrír kossar á hvern munn kysstir. Að lokum sendum við þér, elsku amma, þrjá fingurkossa hver og von- um að hann passi þig vel þama uppi og ef til vill útvegi þér nokkur súkkulaðistykki og brjóstsykurspoka til að eiga þegar við komum. Við elskum þig. Við sendum einnig frænkum og frændum okkar kærar kveðjur. Heba, Eygló og ína Stefánsdætur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN MEYVANTSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Garðvangi í Garði þriðjudaginn 6. júlí. Kristbjörg Jóhannesdóttir, Jón Þór Bjarnason, Kristín Bárðardóttir, Garðar Garðarsson, Brynja Bárðardóttir Green, Tyler Green, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, LÁRUS THORBERG HALLDÓRSSON, lést á heimili sínu Kópavogsbraut 1a, fimmtudaginn 24. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir tii starfsfólks Heimahlynningar Krabbameinsfélags Islands. Fyrir hönd sona okkar, fjölskyldna þeirra og annarra vandamanna, Ingibjörg Sæmundsdóttir. + Móðursystir mín, ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis í Stangarholti 16, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 5. júlí. Fyrir hönd vandamanna, Guðmundur Elíasson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.