Morgunblaðið - 07.07.1999, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 07.07.1999, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 37 að segja, „afi minn, þau eru næstum eins og hænuegg". Þegar þú kvaddir fékk ég meira knús en venjulega og ég átti fimm hænusvartbaksegg. Nú þegar komið er að kveðju- stund erum við amma rík að eiga minningar um yndislegan dreng, minningar sem enginn tekur frá okkur. Elskulegu foreldrar, Magnea, Fiffi og Gógó, við biðjum algóðan guð að styrkja ykkur og blessa í ykkar miklu sorg. Þig, elsku vinur, kveðjum við með orðum Valdimars Briem. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Amma og afi. Elsku drengurinn minn. Sár er skilnaðurinn. Margs er að minnast. Fyrsti skóladagurinn er við leiddumst sam- an upp í skólann þinn á fögrum haustdegi. Skólataskan var vel við vöxt og áformin voru líka stór. Eigi má sköpum renna. Nú bíða þín aðrir skólar sem þú verður eflaust fullnuma í er við hitt- umst aftur. Hafðu þökk fyrir sam- verustundirnar sem okkur gáfust. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Drottinn blessi þig, vinur minn. Friðþjófur (Fiffi). Elsku litli Viðar Þór okkar. Við kveðjum þig með ólýsanlegum sökn- uði en þökkum þó Guði fyrir þær stundir sem við fengum að verja með þér í Vestmannaeyjum. I öll þau skipti sem þú komst lýstist allt heimilið upp, þú varst alltaf svo kát- ur og lífsglaður og aldrei var fagra brosið þitt langt undan. Mikið þótti okkur erfitt og ósanngjarnt að heyra þær hræðilegu fregnir sem bárust okkur og allar minningarnar hentust fram í hugann, hver á eftir annarri. Mikið var gaman að eyða með þér þeim stundum þegar þú varst hjá okkur. Þú og Lilja Dröfn voru svo samrýnd og góðir vinir og var samband ykkar alveg einstakt. Það var svo gaman að horfa á ykkur leika ykkur saman í fótbolta, hvort sem það var úti eða í tölvunni, þótt útiveran hafi átt betur við ykkur. Sérstaklega er minnisstætt í fyrra- sumar þegar þú eignaðist litla syst- ur, spennan og tilhlökkunin var svo mikil. Þú gast leikið endalaust við Guðbjörgu og alltaf komstu henni til að hlæja. Einn daginn komstu heim með bikar frá fótboltanám- skeiðinu sem þú varst á, þú varst svo hreykinn með brosið út að eyr- um, enda var ekki talað um annað en þessa keppni það sem eftir var dagsins. Þú varst svo góðhjartaður og vildir alltaf öllum vel og gerðir allt fyrir alla. Allar minningarnar frá jólunum, páskunum og sumrun- um munum við ávallt geyma í hjörtum okkar. Maður getur víst aldrei fengið svar við þeirri spurn- ingu sem er svo oft spurt: „Af hverju?“ „Af hverju varst þú tek- inn svona fljótt frá okkur?“ Lífið getur verið svo ósanngjarnt en þér var kannski ætlað annað hlutverk, enda varst þú alltaf svo góður og skemmtilegur. Við vitum að framundan eru erfiðir tímar hjá okkur í fjölskyldunni en eins og þú veist stöndum við saman og sjáum til þess að Guðbjörg Ósk fái að vita hverslags demantur bróðir hennar var. Við gætum skrifað svo ' miklu meira um allar þær samverustundir sem við áttum með þér elsku engill- inn okkar. Okkur þótti öllum svo vænt um þig og missi okkar allra fá engin orð lýst. Þú verður alltaf í hug okkar og hjarta og við munum alltaf elska þig. Elsku Ómar og mamma, Heiða og Fiffi og allir þeir sem eiga um sárt að binda, megi Guð styrkja ykkur og vera með ykkur í þessari miklu sorg. Rikharð Bjarki og Þórhildur Ogn. Það var svo sárt þegar þetta slys kom fyrir þig og ég varð mjög leið þegar ég heyrði þessar fréttir um þig. Núna getum við aldrei aftur far- ið í fótbolta saman. Manstu þegar við spjölluðum alltaf saman í kojunni og sögðum hvort öðru brandara? Ég mun alltaf sakna þín. Þín Lilja Dröfn. Staðurinn er Ólafsvík á sjómanna- daginn árið 1993, sólin skín í heiði og varpar birtu og yl á viðstadda. I þeim hópi er tæplega tveggja ára glókollur sem stendur keikur frammi íyrir lúðrasveit dagsins og slær taktinn líkt og þaulæfður hljómsveitarstjóri. Skyndilega og án fyrirvara stefnir hann ákveðið í átt að bryggjukantinum. Eitthvað hefur fangað huga hans sem vert er að skoða nánar. En skyndilega snar- stoppar glókollur og lítill lófi grípur þéttingsfast í hönd frænda. Sá litli skynjar hættuna og leitar öiyggis hjá þeim sem hann treystir. Afram leið þessi bjarti dagur við gleði og fögnuð og einkunnarorð hans við dagslok þegar lítill þreyttur glókoll- ur lagðist á koddann sinn voru gleði, elska og ánægja. Þannig hljómar lít- ið minningabrot frá degi þegar lífið blasir við oss í sinni björtustu mynd og sem frændi og frænka hafa nú þrætt upp á perlufesti minninganna. Staðurinn er Norðurland, laugar- daginn 26. júní 1999. Við erum á ferðalagi með ömmu og afa litla glókollsins. Skýin grúfa sig niður í miðjar hlíðar og himinninn grætur hrollkaldri rigningu. Skyndilega glymur bflasíminn og tilkynnt er harmafregn. Litli glókollurinn hefur lent fyrir bfl og tvísýnt er um líf hans. Nístandi sársauki heltekur hjarta okkar þai- sem við stöndum í vegkantinum á þjóðvegi 1 og föðm- um hvert annað. Við biðjum þess heitast að úr rætist og að helfregnin verði ekki sögð. En augnabliki síðar blasir hinn ískaldi raunveruleiki við; Viðar okkar Þór hefur á einu andar- taki verið hrifsaður burt frá öllum þeim sem þótti svo óumræðilega vænt um hann. Já, þannig hljómar annað minningabrot sömu hjóna, frá degi sem allir vilja forðast og er þess eðlis að hann fær aldrei pláss á perlufestinni áðurnefndu. Eftir stöndum við særð, máttvana, orð- laus og lútum í allri okkar í smæð dómi almættisins. Engu að síður vakna með oss veikum og vanmátt- ugum spurningarnar hvers vegna? Hvers vegna hann sem var aðeins sjö ára og átti allt lífið framundan? Hvers vegna hann, sem var sann- kallaður sólargeisli og hvers manns hugljúfi? Og hvers vegna hann, sem geislaði af lífsgleði og hamingju? Fátt verður um svör og þó. Ein- hvern tilgang okkur hulinn hlýtur almættið að hafa þegar hann kallar brott af jörðinni sólargeisla sem alla daga sinnar stuttu ævi veitti birtu og yl inn í umhverfi sitt. Birtu sem engu var lík. Það fengu frændi og frænka í ríkum mæli að reyna. Allt frá því að þessi yndislegi sólargeisli leit fyrst dagsins ljós í Ólafsvík á haustdögum árið 1991 höfum við átt yndislega samfylgd. Samfylgd sem nú lýsir upp hið dekksta myrkur sorgarinnar. Nú merlar hún tær minningin þegar þínir yndislegu for- eldrai- hringdu til okkar á Brekku- lækinn í lok nóvember 1991 og spurðu hvort við gæfum jáyrði okk- ar fyrir því að þú bærir nafnið hans frænda þíns litla sem lést árið 1983. Kannske réð nafngiftin þar ein- hverju en brátt varðst þú á þínum eigin forsendum sá sólargeisli sem lýstir upp bæði hug og hjarta. Já þær voru margar ferðimar þínar með pabba og/eða mömmu inn á Brekkulæk og alltaf báru þær ferðir með sér sömu birtuna og sama yl- inn. Já yndislegar voru þær stund- irnar sem við áttum þrjú saman ofan á Tjöm, inni í Húsdýra- og fjöl- skyldugarði og á fjölmörgum öðmm stöðum. Nú hafa þær allar verið hengdar á perlufesti minninganna og verða þar að eilífu. Djúp er hryggð okkar yfir því að þær verða ekki fleiri. En hvað var það sem gerði þig svo einstakan. Jú það var lunderni þitt allt og víst er að þú varst svo sannarlega jafn góður og þú varst fallegur. Hæfileikar þínir sem sáttasemjari í afmælum eða jólaboðum þegar leikar tóku að æs- ast voru í sérflokki. Alltaf varst þú reiðubúinn að miðla málum, lána eða jafnvel gefa dótið þitt ef það mátti verða til þess að lítil sál tæki gleði sína á ný. Alltaf tókst þú afstöðu með þeim sem minnimáttar vom eða áttu bágt og sýndir slíkum ávallt samúð, skilning og hlýju. Allt þetta fengu vinir þínir og skólafélagar að reyna. Þú áttir skap við flesta og af- ar fá vora þau tilvik sem þú reistir róm við leikfélaga eða vini. Þó var víðs fjarri að þú værir skaplaus. En hvað var það sem gerði þig jafn einstakan sem þú varst? Jú það vijum við fullyrða að hafi verið sú einstaka nærgætni og hlýja sem að þér sneri allt frá fæðingu og fram til dagsins hörmulega. Yndislegir for- eldrar, afi og ömmur og aðrir sem nálægt þér stóðu. Við teljum á eng- an hallað þótt nafn Gógóar ömmu sé þar nefnt sérstaklega. Það var fátt sem hún ekki gerði fyrir litla gull- molann sinn. Já sú umhyggja og ást var engu lík. Avallt var hún vakin og sofin yfir velferð sólargeislans síns. Slík umhyggja þroskaði þig með allt öðmm hætti en títt er með börn á þínum aldri og gerði þig að sannköll- uðum ljúilingi. Jafnvel þótt foreldr- ar þínir slitu samvistir hafði það engin áhrif á umhyggju þeirra og elsku gagnvart þér. Bæði sýndu þau þann einstaka þroska að láta hags- muni þína alltaf og ávallt sitja í íyr- irrúmi. Afram naust þú atlætis ömmu Gógóar, Halla afa, ömmu Guggu og allra þeirra sem voru þér kærastir. Við þann hóp bættust síð- ar Magnea og Fiffi, hið nýja sambýl- isfólk foreldra þinna, og börn þeirra. Öll tóku þau þér opnum örmum og sýndu þér umhyggju og góðvild. Fyrir slíkt viðmót ber að þakka. En nú, elsku vinur, er komið að leiðarlokum í samfylgd okkar og þá ber að þakka algóðum Guði hverja stund sem hann gaf okkur saman og þann fjársjóð minninga sem þú skilur eftir þig. Huggun okkar í sorginni felst í þeirri staðföstu trú að nú gistir þú á lendum himinsins þar sem ljósið er bjartast, umvafinn kærleika Guðs. Við erum þess full- viss að börnin okkar, hún Þórunn og hann nafni þinn, hafi tekið á móti þér, ásamt afa og öðrum horfnum ástvinum þínum. Öll þau hafa leitt þig inn í ríki ljóssins og hina eilífu dýrð himinsins. Um leið og við vottum öllum þínum yndis- legu aðstandendum okkar dýpstu ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfiröi, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 samúð biðjum við algóðan Guð að ■gefa þeim styrk í þeirra djúpu sorg. Megi mildi Guðs og hans eilífi kær- leikur umvefja þau á erfiðum stundum. Megi þau einnig ylja sér við þann fjársjóð minninga sem þú elsku vinur skilur eftir þig. Elsku Viðar okkar Þór, þig kveðj- um við nú hinstu kveðju með fyrsta erindinu í ljóðinu sem við gáfum þér á skírnardegi þínum 1. desember 1991. I dag varst þú borinn í kirkjunnar kór krossinum merktur á brjósti og enni. Þar vígðist þó Drottni Viðar minn Þór ég vellíðan nóna í svip þínum kenni. (Hafþór Jónsson) Þú verður okkar að eilífu. Hafþór, Lilja og Tómas. Það er laugardagur 26.júní og loksins skín sólin í Reykjavík. Allt skartar sínu fegursta, fólk á stjái í görðum og börn að leik hvert sem litið er. Ekkert virðist geta skyggt á gleðina og ánægjuna sem hvarvetna virðist ríkja. Tveir litlir frændur, Viðar Þór og Þórhallur Páll, ætla að hittast og eyða saman helginni í leik og starfi eins og þeir höfðu gert svo oft áður. Eftirvæntingin er mikil því Viðar Þór er nýkominn frá Vest- mannaeyjum þar sem hann dvaldi hjá pabba sínum um tíma og Þór- halli finnst kominn tími til að hitta besta frænda sinn og vin. Það á að bralla margt og þeir frændur byrja á því að fara í sundlaugina. Það vom sælir og svangir strákar sem komu heim úr sundi og þar sem sól- in skein var alveg tilvalið að rölta í sjoppuna og fá sér ís. Tveir brosmildir hnokkar veifa í kveðju- skyni um leið og þeir halda af stað með pening fyrir ísnum. En allt er í heiminum hverfult. Þessi bjarti og fagri júnídagur snerist upp í and- hverfu sína þegar síminn hringir og tilkynnt er að hörmulegt slys hafi átt sér stað. Viðar Þór hafði orðið fyrir bíl. Ekki reyndist unnt að bjarga lífi hans. Viðar Þór var fallegur og skemmtilegur drengur sem hvar- vetna vakti athygli fyrir stóm bláu*" augun sín. Hann var þekktur fyrir að vera brosmildur og kátur hvar sem hann kom. Fallegu bláu augun hans og prakkaralega brosið mun lifa í hjörtum okkar sem þekktum hann og elskuðum um ókomna tíð. Falleg minning um lítinn dreng, ljósan yfirlitum með fjörlega fram- komu, mun hjálpa okkur sem syrgj- um að halda áfram að takast á við lífið og það sem framundan er. Við í Jöklafoldinni þökkum algóð- um Guði fyrir það að hafa átt Viðar Þór að frænda og fengið að taka þátt í lífi hans og leik. Við biðjum fyrir'* Ómari og Heiðu, biðjum um að þau fái allan þann styrk sem Guð getur gefið þeim í sorg sinni, við biðjum fyrir afa Halla og ömmu Guggu í Þverbrekkunni sem hafa misst svo mikið og við biðjum fyrir ömmu Gó- gó í Olafsvík sem horfir á eftir elskulega ömmustráknum sínum sem var svo mikið hjá henni. Við biðjum fyrir okkur öllum sem eigum um svo sárt að binda vegna þessa hörmulega slyss og við biðjum fyrir elskulegum Viðari Þór sem núna er lítill englastrákur á himnum, Ijós yf- irlitum með stór blá augu og fallegt bros. Hrafnhildur, Halldór, Ólöf Inga, Hafliði og Þórhallur Páll. Laugardagurinn 26. júní rann upp ljós og fagur, sólin skein, loksins kom sumarið. í kvöldfréttum var frétt um banaslys, 7 ára drengur hafði orðið fyrir bíl. Hræðilegt, hugsuðum við hjónin, þetta er eins og hann Geir okkar yrði tekinn frá okkur svona skyndilega. Seinna um kvöldið fengum við hringingu, drengurinn sem lenti í slysinu var SJÁ NÆSTU SÍÐU Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS HALLDÓRSSONAR skipstjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólks 14G á Landspít- alanum og Fjórðungssjúkrahúss ísafjarðar. Hugljúf Ólafsdóttir, Jón Steingrímsson, Margrét Ólafsdóttir, Brynjólfur Bjarnason, Hrólfur Ólafsson, Kristín Júlíusdóttir, Ásgerður Ólafsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Halldór Friðgeir Ólafsson, Vilborg Jónudóttir, Einar Ólafsson, Guðrún Helga Jónasdóttir, Elín Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför INGU JÓNU KARLSDÓTTUR, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheim- ilinu Hlíð fyrir umönnun síðustu árin. - \K1 J Sigríður Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Auður Guðmundsdóttir og fjölskyldur. t Þökkum samúð og vináttu við andlát móður okkar, SIGRÍÐAR GUÐBRANDSDÓTTUR. Ragnhildur Benediktsdóttir, Þorgerður Benediktsdóttir. Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.