Morgunblaðið - 07.07.1999, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 07.07.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 47 I DAG Árnað heilla P fT ÁRA brúðkaupsafmæli. Kórónudemantsbrúðkaups- OO afmæli eiga í dag, miðvikudaginn 7. júh', Hildur Árnason og Sigurður Árnason frá Vestur-Sámsstöðum í Fljót-shlíð. Þau búa nú á Kirkjuhvoli, dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli. Afkomendur þeirra eru orðnir þrjátíu og sex: sjö börn, sextán bamabörn og þrettán barnabarnaböm. BRIDS Umsjón (iuðmundur l’áll Arnarson GEIM eða bútur? Það er ágæt regla að fara í geim ef maður er í vafa og það gerði Frakkinn Multon, en Pólverjinn Romanski ákvað að vera mjúkur og passaði makker í þremur hjörtum. Þetta var í leik þjóðanna á EM. Vestur gefur; AV á hættu. Norður * 863 ¥ D2 ♦ ÁG104 * ÁD72 Vestur Austur * Á105 ♦ KDG94 ¥ 1087 ¥ 54 ♦ 76532 ♦ KD + K10 + 9864 Suður A 72 ¥ ÁKG963 ♦ 98 + G53 Það er norður sem tekur síðustu ávörðun eftir þessa sagnþróun: Vestur Norður Austur Suður Pass 1 lauíTtígull lspaði 2t\jörtu 2 spaðar Pass Pass 3 l\jörtu Pass m Multon vakti á Standard- tígli, en Romanski á Pólsku- laufi, en í raun er staðan sú sama á báðum borðum. Þrátt fyrir lágmark á norð- ur punktana á réttum stöð- um og því virðist rökrétt að hækka í fjögur hjörtu. En Romanski passaði og makker hans Kowalski fékk út spaðaás og síðan tígul í öðrum slag. Hann lét lítið úr borði og austur drap á kóng. Síðar þegar Kowalski komst að svínaði hann fyrir tíguldrottningu og gaf þannig tvo slagi á tígul og tvo á spaða. 140 í NS og Romanski gat verið ánægður með sína ákvörð- un._ Á hinu borðinu varð Mari sagnhafi í fjórum hjörtum. Þar tók vestur fyrstu tvo slagina á Á10 í spaða, en skipti svo yfir í tígul. Lítið úr borði og drepið með kóng. Síðar í spilinu svínaði Mari laufdrottningu. Svo tók hann tígulás og hugðist reyna að trompa niður drottninguna þriðju. En þá kom drottningin í slaginn og í ljós kom að laufsvíningin reyndist óþörf. Svolítið óná- kvæmt spilað hjá Mari og ekki honum líkt. En tíu slagi fékk hann og Frakkar unnu 6 IMPa. p* A ÁRA afmæli. Laug- OU ardaginn 10. júlí verður fimmtugur Hrafn- kell Karlsson. Á afmælis- daginn mun hann ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Gestsdóttur, taka á móti gestum í Básnum, Ölfusi, eftir kl. 20. pT A ÁRA afmæli. Fimm- uU tugur er í dag, mið- vikudaginn 7. júlí, Gunnar Reynir Bæringsson fram- kvæmdastjóri, Sóleyjargötu 25, Reykjavík. Hann og eig- inkona hans, Guðrún Am- finnsdóttir, taka á móti gest- um, ættingjum og vinum á heimili sínu milli kl. 17 og 20 í dag. ÁRA afmæli. í dag tl U er fimmtugur, Óli Jón Gunnarsson tækni- fræðingur, Þórólfsgötu 21a, Borgarnesi. Hann og eiginkona hans verða er- lendis á afmælisdaginn. Með morgunkaffinu Ast er... ...aðgagnrýna ekki vini hans. HEFÐURÐU hlutstað á mömmu þína á sínum tíma, væri ég hamingjusamur maður i dag. Jón Thoroddsen (1818/1868) Ljóðið Barmahlíð LJOÐABROT BARMAHLIÐ Hlíðin mín fríða hjalla meður græna og blágresið blíða og berjalautu væna, á þér ástaraugu ungur réð ég festa, blómmóðir bezta! Sá ég sól roða síð um þína hjalla og birtu boða brúnum snemma fjalla. Skuggi skauzt úr lautu, skreið und gráa steina, leitandi leyna. Blómmóðir bezta, beztu jarðargæða gaf þér fjöld flesta faðir mildur hæða. Hver mun svo, er sér þig, sálar þjáður dofa, að gleymi guð lofa? Hh'ð, þér um haga hlýr æ blási andi, döggvi vordaga dögg þig sífrjóvgandi! Um þig aldrei næði, af þér svo að kali, vetur vindsvali! STJÖRNIJSPA eftir Frances llrake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Það er ekkert kynslóðabil til íþínum augum og þú átt auðvelt með að aua þér vina á öllum aldn. Hrútur (21. mars -19. apríl) Gefstu ekki upp á því að leggja góðum málstað lið þótt baráttan sé hörð og þér finnist lítið miða áfram. Með lagni og léttri lund hefst þetta allt. Naut (20. apríl - 20. maí) Hlustaðu á þær raddir sem vilja leiðbeina þér og gefa góð ráð, því þær tala af reynslu. Efldu trúarlíf þitt og leitaðu svara við spum- ingum þínum. Tvíburar _ (21.maf-20.júní) AÁ Vertu kátur því þú mátt eiga von á því að eitthvað nýtt og framandi skjóti upp kollinum í lífi þínu. Einnig færðu óvænta heimsókn í kvöld. Krabbi (Utf* (21. júni - 22. júli) Eitthvað fer illa fyrir brjóst- ið á þér og þú þarft að halda sjálfsstjóm. Mundu að hlut- imir gerast ekki sjálfkrafa og þú þarft að hafa fyrir þeim. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) ít Þú ert í rómantískum hug- leiðum og ættir að gera þér glaðan dag með ástvini þín- um.Vertu svolítið frumlegur í þetta sinnið. Meyja (23. ágúst - 22. september) (Bu. Þú skalt ekki vera vonsvik- inn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Lærðu bara af reynslunni og láttu það ekki gerast aftur. (23. sept. - 22. október) 4* A Ekki er allt sem sýnist og það er þitt verk að komast að hinu sanna. Gættu þess bara að láta ekkert koma þér á óvart í leit þinni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú ert í toppformi bæði and- lega og líkamlega og vekur almenna athygli. Nú væri upplagt að gera sér glaðan dag í góðra vina hópi. Bogmaður # ^ (22. nóv. - 21. desember) ító) Viijirðu búa við áframhald- andi velgengni máttu í engu slaka á. Gættu þess bara að halda utan um þína nánustu eins og þeir gera um þig. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þú munt sjá að þú átt margt sameiginlegt með samstarfs- félögum þínum og skalt taka af skarið og stefna að því að þið getið átt stund saman. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Cíol Þú þarft að finna farveg fyrir sköpunarþrá þína og verður að yfirstíga allar hindranir í þeim efnum. Mundu að ekki er allt sem sýnist. Fiskar m (19. febrúar - 20. mars) MW> Hlutimir ganga oft betur og hraðar fyrir sig ef þú reynir að verja þig fyrir umhverf- inu. Blandaðu þér ekki í vandamál annarra. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. pmn&LOR I vmi-moR Patina-spray I FÖNDURLÖKK Antíkáferð á skrautmuni ARVIK ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 I® ÁRVlK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 588 7295 Eigum til afgreiöslu nú þegar þessa vinsælu handfærabáta. Gott vinnupláss, stöðugir, gangmiklir og með góða sjóhæfni. Eldunar-, svefn- og salernisaðstaða um borð. Öflug dieselvél með beinum öxli. Hagstætt verö ehf, Hafnarstræti 20, Reykjavík, sími 552 5000 UTSALA 10-70% afsláttur Dæmi áður nú Vattjakkar 9*900 1.900 Síðar kápur 32.900 5.900 Opið á laugardögum £rá kl. 10*16 Áo^HWSID Mörkinni 6 Sími 588 5518 TOPPTILBOÐ Breiðir og mjúkir barna leðurskór Litir: Rauðir, blóir • Stærðir: 22-30 T: Póstsendum samdægurs oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SlMI 552 1212

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.