Morgunblaðið - 07.07.1999, Side 52

Morgunblaðið - 07.07.1999, Side 52
52 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ r # * HASKOLABIO HASKOLABIO Wa • rsi < rviiio NOTTING HiLL forsýning Fríðindaklúbbsins. Miðasala í fullum gangi. Hagatorgi, sími 530 1919 Sýnd kl. 5, 9 og 11.15. b.í. m ára. rosie porei javier bardem Wild At Heart maxim milio af þessari" Emprla ' sem ég hef séð" sfranglega bönnuð innan 16 ára undirtóná)r ÚÍ/3Í; ÍJBÍLJ/ Sýnd kl. 6.40, 9 og 11.15. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5 og 7. 9 og 11.15. WOODY BILLY ^ FATRICIA HARRELSON CRUDUP 00 ARQIJETTE HLAUT SILFURBJÖRNINN FYRIR BESTU LEIKSTJÓRN A KVIKMYNDAHÁTIÐINNll BERLIN STEPHEN FREARS (THE GRimS 0G DANGEROUS UASONS -----------BTHEH------------ HMO COUNTRY HÁSLÉTTAN Sýnd kl. 5 og 7. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. Biie. PfRm 990 PUtfKTA FEROUI BÍÓ Álfab.ikkn 8, simi 587 8900 og 587 8905 Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. b.í. 16 ára. fflHDIGrTAL 9 og 11.05. Drew Banymore David Arquette HtíN HEFUR AI.DREI , www.samfilm.is Marvel Comics þar sem ég var að- stoðarrit- stjóri mynda- sögu sem þeir skriíuðu og Steve Skroce teiknaði, en Steve hefur teiknað margar myndasögur fyrir Marvel, m.a. hluta i af Spiderman-seríunni. Við kynntumst vel á þess- um tíma og urðum allir fjórir góðir vinir. Larry og Andy voru búnir að ganga lengi með hug- myndina að Matrix í maganum og þegar þeir fóru að vinna að handrit- inu réðu þeir Steve Skroce til að teikna myndarammana (storyboards) fyrir myndina því forráðamönnum kvikmyndaveranna fannst handritið svo flóldð að þeir ákváðu að sýna þeim myndræna útgáfu.“ Wachowski-bræðurnir réðu einnig Geof Darrow til liðs við sig, en hann er mjög þekktur í myndasögubransanum og hann vann einnig mikið af teikningunum fyrir Matrix-síðuna. „Larry og Andy höfðu samband við mig með það í huga að koma myndasögu úr Matrix á Netið en síðan þróaðist það verkefni í það að ég sá alfarið um vefstjómina á %\Iatrix-síðunni.“ Morgunblaðið/Ásdís Sýndarveruleiki ofinn á Netinu Spencer Lamm er frá New York í Bandaríkjunum. SPENCER Lamm er mjög frjálslegur þar sem hann situr á kaffihúsinu með sítt hrokkið hár í tagli og með derhúfu á höfðinu. Hann segist aðeins einu sinni hafa prófað jakkaiot og það var þegar hann fór í viðtal hjá forráðamönnum Warner Brothers fyrir starf vefsíðu- stjóra Matrix-síðunnar. „Það var eiginlega bara fáránlegt. Ég var nýbúinn að fá mér jakkaföt og kunni ekki við mig í þeim. Um leið og fundinum var lokið fór ég í mín þægilegu fót og ákvað að halda mig bara á þeirri línu. Enda búast fæstir við að þeir sem vinna við vef- síðugerð séu svona jakkafatagæjar, enda eru það ekki fötin sem skapa manninn á þeim vettvangi," og blaðamaður kemst um leið í gott skap enda alltaf gaman að hitta fólk sem lætur sér fátt finnast um skil- yi'ta tískustrauma viðskiptalífsins. „Ég hef unnið að gerð vefsíðunnar núna í eitt og hálft ár og hef raunar tengst þessu verkefni í enn lengri tíma. Ég kynntist Larry og Andy Wachowski í gegnum Hann er vefstjóri Matrix-vefsíðunnar og góðvinur leikstjóranna Larry og Andy Wachowski enda unnu þeir allir á Marvel Comics á sínum tíma. Dóra Ósk Halldórsdóttir hitti Spencer og spjallaði við hann um vefínn og myndina. Spencer segir að aðstaða sín hafi verið allt önnur en margra sem vinna vefsíður fyrir kvikmyndir því oft hafa þeir lítinn aðgang að öðru efni en kynningarefni myndarinnar. Matrix-síðan er fjölbreytt og ber því vitni því hægt er að skoða allt um leikarana, starfsliðið og söguna, en auk þess eru sjálfstæðar myndasög- ur eftir tíu þekkta myndasögusmiði sem allar gerast innan hugmynda- heims Matrix-myndarinnar. - Hvað er Matrix? Spencer hugsar sig um smástund áður en hann svarar. „Núna virðist allt sem við snertum raunverulegt og efnislegt, eins og til dæmis þetta borð,“ segir Spencer og kemur við borðið máli sínu til stuðnings. „En það er samt engin ástæða til að trúa öðru en að þessi efnislega skynjun sé ímyndun. í stuttu máli er það þessi hugsun sem Matrix snýst um. Hvað ef allt sem við sjáum í kring- um okkur er sýndarveruleiki? Hvað ef borðið og kaffibollarnir séu efnis- gerðar myndir búnar til í tölvu? Hvað ef við værum ekki í raun og veru að tala saman, heldur værum tengd við móðurtölvu sem byggi til þessa stund með þessu samtali eins og hún birtist okkur? Þetta eru spurningar sem eru undir yfirborðinu í handriti Matrix en hugmyndir manna um hvað gæti gerst með tilkomu gervigreindar eru áleitnar og spennandi viðfangsefni. Mun maðurinn geta skapað vélar sem geta hugsað sjálfstætt? Hvers konar vandamál munu þá koma upp? Munu þær vélar hafa einhver rétt- indi? Myndin gengur út frá því að manninum hafi tekist að skapa hugs- andi tölvur með sjálfstæðan vilja og að á einhverjum tímapunkti hafi vél- arnar snúist gegn manninum. Og nú segi ég ekki meira,“ segir Spencer brosandi enda ekki á dagskránni að gefa upp söguþráð myndarinnar. Aðspurður um Wachowski-bræð- uma segir Spencer að þeir séu frábær- ir handritshöfundar en sérstaða þeirra sé þó ekki síst mörkuð af þeirra mynd- rænu sýn. „Það er algjör snilld hvem- ig þeir skipta á milli sena í Matrix. Hæfileiki þeirra til að nýta sér óvenju- leg sjónarhom er einnig þeirra aðals- merki. Á því sviði slá fáir þeim við.“ - Tengist bakgrunnur þeirra í myndasögunni ekki þessari sýn sem þeir bafa í kvikmyndagerð? „Jú, alveg tvímælalaust. Þeir hugsa meira um tökurnar á nótum myndasögunnar en nokkrir aðrir leikstjórar sem ég þekki og þannig ná þeir fram sjónarhornum sem margir aðrir myndu ekki einu sinni reyna að ná fram. Þessi frábæra myndsýn og ótrúleg ástríða fyrir viðfangsefninu gerir þá alveg ein- staka í bransanum.“ - Hvernig var í Astralíu þar sem Matrix var tekin upp? „Frábært, í einu orði sagt! Ég fór þangað með Steve Skroce sem teiknaði myndarammana og það var ótrúlegt að sjá myndirnar sem hann hafði teiknað eftir fyrirmælum Andy og Larry verða lifandi í myndatök- unni. Allir sem komu nálægt mynd- inni smituðust af ástríðu og áhuga Wachowski-bræðranna og andrúms- loftið var engu líkt.“ Spencer dvaldi í Ástralíu um sex vikna skeið þar sem hann safnaði efni fyrir heimasíðuna. Hann tók myndir af starfsliðinu, tók viðtöl og þróaði hugmyndina að síðunni á meðan. Hann segist hafa fengið mun betri tilfinningu fyrir andrúmi myndarinnar með þessari nálægð og það hafi skilað sér á síðunni. / Avefsíðunni er hægt að skoða allt um bakgrunn myndarmnar, sjá myndir og viðtöl við leikarana og starfslið myndarinnar, ná sér í Mat- rix-skjávara, senda tölvupóst sem í reynd hefur orðið að spjallrás þar sem vitaskuld er rætt um Matrix og skoða nýjar myndasögur sem tengj- ast myndinni. Einnig eru tenglar á síðunni sem opna sögur sem bæta við eða skýra ýmsa hluti í myndinni og fyrir glögga tölvulæsa áhorfend- ur myndarinnar geta falin stikkorð í myndinni nýst til að opna spennandi tengla á síðunni. Spencer hefur séð til þess að allt útlit síðunnar er í anda Matrix-myndarinnar, í dökkum „noir“-litum en auk þess tók hann öll viðtölin og allar ljósmyndirnar af starfsliðinu baksviðs. Matrix-vefsíðan hefur fengið fjöld- ann allan af heimsóknum síðan hún var sett á Netið og hefur fengið glimrandi dóma þeirra sem fjalla um vefsíður, en í hverri viku er þætt og aukið við síðuna. Nýlegur tengill á síðunni er Zion Archives en ef ýtt er á hann er hægt að fá upplýsingar um það sem gerðist áður en tíma- skeið myndarinnar rennur upp og er sagan að sjálfsögðu úr smiðju Wachowski-bræðranna. - Verður framhaid á Matrix? „Larry og Andy hugsuðu myndina frá upphafi sem hluta af þríleik og með ótrúlegri velgengni myndarinn- ar er ekkert ólíklegt að það gangi eftir,“ segir Spencer og geta því að- dáendur myndarinnar átt von á meira góðgæti í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.