Morgunblaðið - 09.07.1999, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.07.1999, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 19 Stefán Gunnlaugsson á Bautanum um veitingasölu í Safnaðarheimili Munum veita öllum jafngóða þjónustu Morgunblaðið/Ásdís Sjáðu mig UNGLINGARNIR sem vinna í Frystihúsinu á Dalvík voru hressir í góða veðrinu sem hef- ur leikið við Norðlendinga und- anfarið. Þeir veittu góðfúslegt leyfi til myndatöku og veifuðu til ljósmyndara eins og sjá má. --------------- Laufásprestakall Prófastur heimsækir söfnuði presta- kallsins PRÓFASTUR Þingeyjarprófasts- dæmis, sr. Ingimar Ingimarsson, mun heimsækja allar þrjár sóknir Laufásprestakalls næstkomandi sunnudag, 11. júlí, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Sr. Ingimar byrjar heimsókn sína með samveru í Grenivíkur- kirkju kl. 10:30. Þar mun kór kirkj- unnar syngja undir stjórn Petru Pálsdóttur og prófastur flytur hug- leiðingu. Að lokinni helgistundinni fundar prófastur með sóknamefnd og söfnuði Grenivíkurkirkju. Þessu næst verður prófastur við- staddur guðsþjónustu í Laufás- kirkju. Þar syngur kór kirkjunnar undir stjóm Hjartar Steinbergs- sonar. Sóknarpresturinn sr. Pétur Þórarinsson þjónar fyrir altari og prófastur predikar. Heimsókn prófasts lýkur síðan í Svalbarðskirkju. Þar syngur kór kirkjunnar undir stjórn Hjartar Steinbergssonar og prófastur flyt- ur hugleiðingu. Að því loknu verð- ur fundur með söfnuði og sóknar- nefnd. ------♦-♦“♦---- Hríseyjarprestakall Minnast 1000 ára kristni ÍBÚAR í Hríseyjarprestakalli fagna 1000 ára kristni með hátíða- höldum að Hávarðsstöðum í Þor- valdsdal á Arskógsströnd á sunnu- dag, 11. júlí, kl. 14. Talið er að í Þorvaldsdal hafi staðið kirkja árið 1000. Meðal efnis verður helgistund í umsjá sóknarprests, Huldu Hrann- ar Helgaaóttur, Einar Georg Ein- arsson flytur gamanmál, kirkjukórarnir syngja undir stjóm Guðmundar Þorsteinssonar og Kór eldri borgara í Dalvíkurbyggð og Hrísey syngja undir stjórn Elín- borgar Gunnarsdóttur.. Árni Óla- son og Hafliði Ólafsson spila á harmonikku. Farið verður í leiki með börnunum og veitingar verða á staðnum. Vegurinn inn í Þorvaldsdal er við afleggjarann upp að Stærri-Ar- skógskirkju hjá spennistöðinni. Fólk er hvatt til að fjölmenna í Þorvaldsdal og njóta góðrar stund- ar saman. STEFÁN Gunnlaugsson, einn eig- enda Bautans, segir að sóknar- nefnd Akureyrarkirkju hafi farið fram á það við fyrirtækið að það sjái um alla þjónustu og veitinga- rekstur í Safnaðarheimilinu, fyrst og fremst í erfidrykkjum, en Bautinn hafi séð um brauðsölu í fjölda erfidrykkja mörg undanfar- in ár. Föst leiga innheimt Veitingamenn á Akureyri, eink- um forsvarsmenn Veislubaksturs, eru óánægðir með að sóknamefnd skuli hafa gert samning við Baut- ann um veitingaaðstöðuna án þess að rætt hafi verið við fleiri. „Við tókum strax fram að við kærðum okkur ekki um að það væri skilyrt að allt brauð væri keypt af Bautan- um, við töldum það ekki heppilegt fyrir Safnaðarheimilið né heldur góða auglýsingu fyrir okkur,“ segir Stefán. Hann sagði að ákveðið hefði ver- ið að fyrirtækið innheimti fasta leigu fyrir hvert skipti sem erfi- drvkkja eða annað færi fram óháð fjölda, eða 18.675 krónur. Gengur sú upphæð til Safnaðarheimilisins fyrir húsaleigu og ræstingu og að auki er ákveðið gjald fyrir hvern mann og er það breytilegt eftir stærð hópanna. Gjaldið væri hugs- að fyrir þá vinnu sem innt er af hendi við að dúka upp borð, þjón- ustu, uppvask og frágang og er gjaldið það sama hvort sem fólk ákveður að koma sjálft með brauð- ið eða kaupa það af veitingasölum úti í bæ, Bautanum, Veislubakstri eða einhverjum öðmm. „Við munum leitast við að veita öllum jafngóða þjónustu, eins og gert hefur verið undanfarin ár í Safnaðarheimilinu, og við vonumst til þess að standa undir því trausti sem sóknarnefnd ber til okkar,“ sagði Stefán. NYBYLAVEGI 2 • SIMI 554 2(00 140.000 kr. afsláttur verður gefinn á tveimur gerðum Peugeot 306 bíla vegna afar hagstæðra samninga við Peugeot í Frakklandi. Einungis er um að ræða mjög vel útbúna Peugeot 306 með öflugri 1800 cc vél og sjálfskiptingu, bæði 4ra dyra bíla og skutbíla. Þetta eru rúmgóðir og sportlegir fjölskyldubílar með framúrskarandi aksturseiginleika og nú á ótrúlegu verði. Fyrstir koma - fyrstir fá! Aðeins er um takmarkað magn að ræða og því þarf að hafa hraðar hendur til að tryggja sér bíl á þessu frábæra verði. Komdu og reynsluaktu. Þetta eru án efa ein bestu kaup sem hægt er að gera í nýjum bílum í dag. PEUGEOT Lfán 4 vejinunf!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.