Morgunblaðið - 23.07.1999, Side 43

Morgunblaðið - 23.07.1999, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 4í0k JONA SIGURJÓNSDÓTTIR + Jóna fæddist 14. jtílí 1920. Hún Iést 13. júh' síðastlið- inn. Jóna var fjórða barn hjónanna Sig- urjóns Jónssonar, f. 1882, d. 1957, bók- sala, Þórsgötu 4, Reykjavík, og Guð- laugar Ragnhildar Árnadóttur, f. 1891, d. 1947. Systkini Jónu voru; Gunnar, cand. theol., f. 1913, d. 1980, kvæntur Vilborgu Jóhannes- dóttur, Árni, banka- fulltrúi, f. 1916, d. 1999, Þor- björg Hólmfríður, f. 1918, gift Friðriki Vigfússyni, og Svan- laug, f. 1923, gift Heiðari Har- aldssyni. Auk systkinanna Hmm var Bjarni Eyjólfsson ritsljóri til heimilis hjá Sigurjóni og Guð- laugu frá unglingsaldri. Jóna giftist 30. júní 1945, séra Jóni Árna Sigurðssyni, f. 30.12. 1917, d. 22.11. 1988, sem þjón- Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðirmigumréttavegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Hinn 12. júlí sl. stóð ég ásamt elsta syni mínum Gunnari Jóhann- esi við sjúkrabeð Jónu, mágkonu minnar. Gunnar fór með þennan sálm og blessunarorðin og Jóna hvíslaði lágri röddu: „Þakka ykkur innilega fyrir.“ Hún var þá farin að kröftum og lést daginn eftir. For- eldrar Jónu höfðu haft þennan sálm sem yfirskrift yfir heimili sínu og var hann því skrautritaður í ramma sem blasti við þeim uppi á vegg. Æskuheimilið einkenndist af því að allir lögðu krafta sína til starfa í KFUM og K og kristniboðshreyf- ingunni, sérstaklega með söng og hljóðfæraleik. Ung gekk Jóna í KFUK og söng með í unglingakór KFUK. Seinna sungu þær saman á fundum og samkomum sex stúlkur, oft við undirleik Gunnars bróður hennar. Þær voru allar vinkonur og nágrannar, Þorbjörg, Jóna og Svan- laug Sigurjónsdætur á Þórsgötu 4 og Þórey og Ingibjörg Magnúsdæt- ur á Þórsgötu 9 og Guðfinna Jóns- dóttir á Týsgötu 4. En svo fluttist Jóna með manni sínum, séra Jóni Árna Sigurðssyni, að Stað á Reykjanesi í Barðastrandarsýslu. Þegar þau hjónin áttu von á fyrsta barni sínu var ég beðin að vera hjá Jónu. Þeirri ferð gleymi ég aldrei. Það var enginn vegur fær bílum frá Reykhólum að Stað svo presturinn þurfti að fara ríðandi til að messa á Reykhólum. Þennan mánuð sem ég var á Stað urðu fyrstu raunverulegu kynni mín af Jónu. Hún tók fagnandi á móti mér. Ekki var húsnæðið stórt sem prestshjónin höfðu, - lítil stofa og enn minna svefnherbergi þar inn af og aðgangur að eldhúsi. Ég hef oft hugsað um það síðan, þegar Jóna, sem var Reykjavíkurbarn, fluttist á þennan afskekkta stað, hve það hljóta að hafa orðið mikil viðbrigði fyrii- hana að hverfa frá foreldrum og systkinum og öllum vinunum úr KFÚM og K. Ferðamátinn var svo gjörólíkur því sem nú er. Þau bjuggu þó aðeins þrjú ár fyrir vest- an, því séra Jón Ámi var kosinn aði frá Stað í Reyk- hólasveit fyrstu ár sín í embætti. Jón Árni var kosinn til prestþjónustu í Gr- indavíkur- og Kirkjuvogssókn í lok árs 1947 og fluttust þau hjón þangað 1948 _og þjónaði Jón Árni þar allt til hann hætti prestþjónustu 1985, en þá fluttu þau til Reykjavíkur. Þau eignuðust þrjú börn; Valborgu Ólínu, f. 1946, gift Berki Þór Arnljótssyni, Guðlaugu Ragn- hildi, f. 1948, gift Margeiri Ar- manni Jónssyni, og Árna Þor- vald, f. 1953, kvæntur Guðrúnu Höllu Gunnarsdóttur. Jóna átti níu barnabörn og fjögur bama- bamaböm. títför Jónu fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. prestur í Grindavík og fluttust þau því aftur suður, en dvöldu sumar- langt á Þórsgötu 4 hjá föður Jónu og bræðrum meðan verið var að lagfæra prestssetrið í Grindavík. Enn urðu kynni mín af Jónu nánari þetta sumar, því ég var vinnukona á heimilinu. Síðar giftist ég Gunnari, bróður hennar, og áttum við áfram heimili að Þórsgötu 4, svo að þegar þau komu í bæinn áttu þau þar samastað. Þegar drengimir okkar Gunnars vom litlir bauð Jóna mér að dveljast hjá sér í vikutíma hvert sumar með- an Gunnar var að störfum í sumar- búðunum í Vatnaskógi. Það var yndislegt að vera hjá þeim og drengjunum fannst það ævintýri líkast þegar farið var með nesti í fjöruferðir. Þá voru kindur og hænsni víða í þorpinu og bátamir við bryggjumar. Gegnum árin var ávallt svo gott að koma til þeirra hjóna í Grindavík. Jóna hafði sífellt tilbúið veisluborð. Þegar sr. Jón hætti prestskap fluttu þau til Reykjavíkur. Jóna fór þá aftur að sækja fundi og samkom- ur í KFUK og kristniboðssalnum. Hún gerðist meðlimur í kristniboðs- flokki KFUK. Þar lét hún sig ekki vanta og naut þess að vera þar í samfélagi trúaðra. Hún var mjög músíkölsk og naut þess að hlusta á fallegan söng. Sérstaklega þótti henni yndislegt að hlusta á fjórar KFUK stúlkur sem kalla sig Kanga-kvartettinn syngja. Þá rifj- aði hún upp þegar hún sjálf söng með ungu stúlkunum í KFUK Drottni til dýrðar. Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg SOLSTEINAK 564 3555 3lómabwðÍK öa^ðskom v/ Fossvogskirkjugarð Símii 554 0500 Það er einkennilegt að kveðja systkinin Árna og Jónu með svo stuttu millibili, (Ami lést 11 dögum á undan Jónu), en Drottinn hefur kallað þau til sín. Jesús sagði: „Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauð- ina,“ (Jóh. 10,11.) og: „Ég er uppris- an og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ (Jóh. 11,25). Á þessari trú lifðu þau og dóu. Ég vil þakka fyrir langa og góða vináttu og bið Guð að blessa bömin hennar og alla ástvini. Verið öll Guði falin. Vilborg Jóhannesdóttir. Elskuleg móðursystir mín, Jóna Sigurjónsdóttir, lést 13.júlí sl. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta elsku hennar og hlýju. Góð- ar minningar á ég frá árum áður er við heimsóttum hana og fjölskyldu hennar til Grindavíkur og eftir að þau hjónin fluttu til Reykjavíkur var hún tíður gestur á heimili for- eldra minna, enda voru þær systur mjög nánar. Alltaf var hún tilbúin að rétta fram hjálparhönd ef á þurfti að halda. Hún var mjög barn- góð og vora bömin mín hænd að henni. Mér fannst hún alltaf vera ein af okkur og er við fjölskyldan gerðum eitthvað eða fóram var sjálfsagt að hún væri með. Söknuður okkar er mikill. Guð gefi börnum hennar, Valborgu, Guðlaugu, Áma og fjölskyldum þeirra styrk. Ólöf Inga Heiðarsdóttir. Þú, Guð, sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. (V. Briem.) í blúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Eg leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Eg reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Eg geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn að verðir þú æ drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Elsku langamma, það var alltaf gaman að heimsækja þig. Ég elska þig. Sjáumst uppi hjá Guði. Þinn, u- Margeir Alex og Jón Ámi Elsku amma mín, nú ert þú farin frá okkur eftir erfið veikindi síðast- liðna mánuði. Erfitt er að koma hugsunum á blað þegar söknuður- inn er svona mikill en minningarnar era margar. Það var svo gaman að Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ S£mi 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæíinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúSleg þjónusta sem byggir á tangrí reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266 koma tii ykkar afa í prestbústaðinn í Grindavík, alltaf vora til saltstang- ir í skápnum eða kex í búrinu. Mikið dunduðum við systkinin okkur með allar skyr- og jórgúrtdósimar við að byggja heilu kastalana og tumana, gaman fannst mér að sitja við snyrtiborðið þitt og gramsa í öllu skartinu þínu eða sitja við skrif- borðið hans afa á skrifstofunni. Þar áttum við afi líka góðar stundir þeg- ar hann hlýddi mér yfír kristinfræði fyrir próf í skólanum. Að fá að fara með þér í bankann og þrífa með þér, nú eða bara fara með ykkur afa í kirkjuna á sunnudagsmorgnum. Þegar afi hætti sem prestur í Gr- indavík eftir tæp 40 ár og þið fluttuð til Reykjavíkur var erfitt, þið komin allt í einu svo langt í burtu, ekki hægt að labba til ykkar og koma í heimsókn, en að koma í heimsókn á Keilugrandann var ekki síðra. Svo kom að því að afi veiktist og þú lent- ir einnig á spítala, þetta vora erfiðir tímar en aldrei kvartaðir þú. Þegar afi kvaddi okkur tókst þú öllu með jafnaðargeði, bjóst ein og fórst það sem þú ætlaðir þér. Um haustið 1989 flytjum við Halli svo til þín um tíma og var það mér dýrmætur tími þótt það hafi ekki verið langur tími. Þegar ég er svo ófrísk að öðra barni okkar flytur þú í Sunnuhlíð lb og var þá ekki langt á milli okkar þar sem ég var í Hamraborginni. Þegar Jón Ami var skírður eftir afa var hann þér eins og lítill sólargeisli eins og öll þín bamaböm og barna- bamabörn. Margeiri Alex og Jón46, Arna þótti svo gaman að koma til þín og fá að leika sér með dótið hjá þér og voru einnig heimsóknirnar á spítalann yndislegar, þótti mér gaman að sjá ijómann í andlitinu þegar þeir tóku um hálsinn á þér og sögðu „ég elska þig, amma, eða mér þykir vænt um þig, amma mín“. Síðastliðinn mánuður hefur verið okkur öllum erfiður og ekki síst fyr- ir þig, þú orðin mikið lasin og veik- burða, nú og svo kvaddi amma Lilla okkur fyrir tæpum sjö vikum og svo Addi bróðir þinn hinn 2. júlí. Megi góður Guð veita okkur öllum styrk á erfiðum timum og ekki síst systram þínum og mágkonu. En elsku amma, ég dáist að því hvað þú ert búin að vera dugleg í öllum þínum veikindum, aidrei kvartaðir þú eða kveinkaðir þér, en nú er þrautum þinum lokið og þú komin yfir móð- una miklu og hittir þar afa og bræð- ur þína. Elsku amma mín, ég, Halli, Margeir Alex og Jón Ami þökkum allar samverastundimai- okkar og bið ég góðan Guð um að blessa minningu þína. Þín dótturdóttir, Ólína Kristín Margeirsdóttir. HJÁLMAR HÚNFJÖRÐ" EYÞÓRSSON + Hjálmar HúnQörð Eyþórs- son fæddist á Blönduósi 4. desember 1917. Hann lést á Engimýri í Öxnadal 21. júní síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju l.júlí. Elsku afi minn, mig langar að þakka þér fyrir öll árin sem við átt- um saman. Alla mína ævi varst þú nálægur. Þegar mamma og pabbi vora upptekin vora stutt skrefin „upp á Brekku" til þín. Þú varst alltaf tilbúinn að styðja mig á þann hátt sem þú einn kunnir. Eftir að foreldrar mínir fluttu suður var ég iðulega hjá ykkur ömmu og heimili ykkar sem mitt eigið. Þegar ég fór sjálf að búa og eignast börn vora þau líka mikið hjá ykkur. Þar fengu þau þá hlýju og ástúð sem þið áttuð svo auðvelt með að gefa í ríkum mæli. Ég vil sérstaklega koma á fram- færi saknaðarkveðju frá Óla syni mínum. Hann var mest minna barna hjá ykkur ömmu og á erfitt með að skilja að afi hans, sem honum þótti svo vænt um, sé dáinn. Þegar hann kom með okkur í heimsókn til for- eldra minna í Keflavík var hann venjulega fljótur að hlaupa til ykkar því þar vildi hann helst vera. Elsku afi minn, við áttum saman hér í Engimýri yndislega daga sem ber<* að þakka fyrir. I langan tíma hef ég ekki séð þig eins frískan, þú röltir með okkur hér um, spjallaðir og hlóst. Þó að ég sakni þín sárt er ég samt glöð þín vegna, að fá að yfir- gefa þennan heim eins snögglega og þú gerðir. Við fjölskylda mín kveðjum þig nú og munum minnast þess að þú varst heiðursmaður, bæði í orði og verki. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guðþérnýfylgi, hans dýrðarhnoss þú hþjóta skalt. (V. Briem.) "41 Þín dótturdóttir, Kristín I. Sigurðardóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ÁSDÍSAR GUÐRÚNAR KJARTANSDÓTTUR, Hrísmóum 1, Garðabæ, áður til heimilis á Heiðarbrún 12, Hveragerði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Skjóls og hjartadeildar Landspítalans. Vaigarð Runólfsson, Vera Ósk Valgarðsdóttir, Guðjón Sigurðsson, Kjartan V. Valgarðsson, Nína Helgadóttir, Boili R. Valgarðsson, Hrafnhildur Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför ÞÓRDÍSAR ÍVARSDÓTTUR, Króki, Biskupstungum. Börn, tengdabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.