Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 11 Afgerandi forysta Borgar- fjarðaránna VEIÐI er enn góð í Borgarfirði og víðar á Vesturlandi, en norðan heiða reyna menn enn að sýna biðlund og vonast eftir auknum smálaxagöng- um til að rífa veiðiskapinn upp. Að- eins Blanda, Miðfjarðai'á og Víði- dalsá, úr röðum stóru ánna, geta talist í þokkalegu ástandi, en Laxá í Aðaldal er enn slök. I gærmorgun veiddust t.d. aðeins þrír laxar á svæðum Laxárfélagsins, allir ofan Æðarfossa. Litsinn yfir tíu gjöfulustu ámar er svohljóðandi: 1) Þverá/Kjarrá 1.530 2) Norðurá 1.272 3) Grímsá 920 4) Blanda850 5) Laxá í Kjós 710 6) Langá 670 7) Víðidalsá469 8) Miðfjarðará 462 9) Eystri Rangá 456 10) Haffjarðará 390 Rétt er að geta þess, að talan úr Eystri Rangá er frá sunnudags- kvöldinu og þann dag veiddust 54 laxar. Veiði þar er sumsé að glæð- ast og morgunveiði hennar í gær kann að hafa skotið henni upp fyrir Miðfjarðará og Víðidalsá. Hannes Hlífar Stefánsson á heims- meistaramótið í Las Vegas FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásgeir Heiðar KEVIN Costner sleppir hér 4 punda sjóbirtingi sem hann veiddi í Ála- bökkum í Laxá í Kjós fyrir helgina. Auk birtingsins veiddi Costner þrjá laxa í Kjósinni og a.m.k. einn í viðbót í Langá á Mýrum. Ýmsar þekktar ár eru ekki leng- ur á listanum, t.d. Laxá í Aðaldal sem hefur aðeins gefið 350 laxa, þar af um 300 á svæðum Laxárfélags- ins. Þórunn Alfreðsdóttir, bústýra í Vökuholti til margra ára, sagði í gær að ástandið væri með því daprasta sem hún myndi eftir, á sama tíma í fyrra hefðu verið komn- ir vel á áttunda hundrað laxar á land. Fleiri tölur Aðrar tölur sem upp komu í at- hugun á efstu laxveiðiám voru eftir- farandi: Vatnsdalsá 250 laxar, Laxá í Dölum 230 laxar og þar er loks far- ið að veiðast vel. Hjalti, Björnsson leiðsögumaður við ána, talaði í gær um „vaðandi veislu". Haukadalsá hafði gefið 370 laxa, Laxá í Leirár- sveit 345 laxa, Hofsá 270 laxa, Selá 260 laxa og Ytri Rangá 330 laxa. Fleiri 20 punda plús... Nokkrir stórlaxar hafa veiðst í ánum að undanfömu. 21 punds hængur veiddist í Blöndu fyrir skömmu og tók að sögn flugu. Spán- verji nokkur veiddi 20 punda hæng í Grímsá fyrir fáum dögum og er það stærsti lax úr Grímsá í þónokkur ár. Laxinn tók Green Butt númer 10 í Svartastokki. Þá veiddi Englend- ingurinn Robert Sheriff 20 punda lax á Hofsvaði í Eystri Rangá fyrir skömmu. Laxinn tók túpuflugu að nafni Temple Dog. HANNES Hlífar Stefánsson stór- meistari mun taka þátt í heimsmeistara- mótinu í skák, sem hefst í Las Vegas í Bandaríkjunum 31. júlí næstkomandi. Flestir helstu skák- menn heims, að Ka- sparov og Anand undanskildum, munu taka þátt í mótinu. Hannes ávann sér keppnisrétt með sigri á svæðismóti Norðurlanda í fyrra. Norður- löndin munu eiga þrjá fulltrúa á heimsmeistaramótinu, en samtals taka um hundrað kepp- endur þátt. Skáksamband ís- lands mun greiða fyrir ferð Hannesar til Las Vegas, en nýt- ur til þess stuðnings Búnaðar- bankans. Fyrsti mótheiji Hannesar verður Úkraínumaðurinn Zu- barev. „Þetta er tvítugur strák- ur á uppleið. Hann var í öðru sæti í keppninni í Úkraínu sem skar úr um hveijir færu á heimsmeistaramótið. Hann er mjög sterkur skákmaður, öðru- vísi hefði hann ekki komist áfram úr svona sterkum riðli,“ segir Hannes. Keppnin er með útsláttarfyrirkomu- lagi, þannig að ef Hannes tapar fyrir Zubarev heldur hann beint heim. Þeir munu tefla tvær skákir, og tek- ur hver umferð um þijá daga. Ef jafnt er eftir tvær um- ferðir eru tefldar styttri skákir, með 25 mínútna umhugsunartíma. Heimsmeistarakeppnin fór í fyrsta sinn fram 1997, og voru þá þrír íslendingar á meðal þátttakenda. „Á svæðismóti Norðurlanda í þetta sinn vildi svo óheppilega til að íslending- arnir lentu allir saman í fyrstu umferðunum, og keppnin var með útsláttarfyrirkomulagi,“ segir Hannes. Hægt verður að fylgjast með skákunum á heimsmeistaramót- inu á heimasíðu FIDE, Alþjóða skáksambandsins, www.world- fide.com. ( Geislaspilari og hátalarar ^ - betri bíll Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1100 ■ www.honda.is Akranes: Bílver sf.t sími 431 1985. Akureyri: Höldur hf., sími 4613000. Egilsstaðir Bíla- og búvélasalan hf., sími 4712011. Keflavík: Bílasalan Bílavík, sími 421 7800. Vastmannaeyjan Bílaverkstæðið Bragginn, sími 481 1535. Samlitir stuðarar HR-V öQfdncli oq fJórhijcJlcadrifinn 50** 1998 0 Nú er tími til að gleðjastþvíítilefni af 50 ára afmælisári Honda bjóðum við Honda HR-Vá sérstöku afmælistilboði. Honda HR-Ver tímamótabíll íumferðinni, ögrandi útlit, ótrúlegtrými. Komdu og skoðaðu í pakkana. Hondd HR-V, HxH frá 1.699.000 icr. 1 sæturri)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.