Morgunblaðið - 27.07.1999, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 11
Afgerandi
forysta
Borgar-
fjarðaránna
VEIÐI er enn góð í Borgarfirði og
víðar á Vesturlandi, en norðan heiða
reyna menn enn að sýna biðlund og
vonast eftir auknum smálaxagöng-
um til að rífa veiðiskapinn upp. Að-
eins Blanda, Miðfjarðai'á og Víði-
dalsá, úr röðum stóru ánna, geta
talist í þokkalegu ástandi, en Laxá í
Aðaldal er enn slök. I gærmorgun
veiddust t.d. aðeins þrír laxar á
svæðum Laxárfélagsins, allir ofan
Æðarfossa.
Litsinn yfir tíu gjöfulustu ámar
er svohljóðandi:
1) Þverá/Kjarrá 1.530
2) Norðurá 1.272
3) Grímsá 920
4) Blanda850
5) Laxá í Kjós 710
6) Langá 670
7) Víðidalsá469
8) Miðfjarðará 462
9) Eystri Rangá 456
10) Haffjarðará 390
Rétt er að geta þess, að talan úr
Eystri Rangá er frá sunnudags-
kvöldinu og þann dag veiddust 54
laxar. Veiði þar er sumsé að glæð-
ast og morgunveiði hennar í gær
kann að hafa skotið henni upp fyrir
Miðfjarðará og Víðidalsá.
Hannes Hlífar
Stefánsson á heims-
meistaramótið
í Las Vegas
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásgeir Heiðar
KEVIN Costner sleppir hér 4 punda sjóbirtingi sem hann veiddi í Ála-
bökkum í Laxá í Kjós fyrir helgina. Auk birtingsins veiddi Costner
þrjá laxa í Kjósinni og a.m.k. einn í viðbót í Langá á Mýrum.
Ýmsar þekktar ár eru ekki leng-
ur á listanum, t.d. Laxá í Aðaldal
sem hefur aðeins gefið 350 laxa, þar
af um 300 á svæðum Laxárfélags-
ins. Þórunn Alfreðsdóttir, bústýra í
Vökuholti til margra ára, sagði í
gær að ástandið væri með því
daprasta sem hún myndi eftir, á
sama tíma í fyrra hefðu verið komn-
ir vel á áttunda hundrað laxar á
land.
Fleiri tölur
Aðrar tölur sem upp komu í at-
hugun á efstu laxveiðiám voru eftir-
farandi: Vatnsdalsá 250 laxar, Laxá
í Dölum 230 laxar og þar er loks far-
ið að veiðast vel. Hjalti, Björnsson
leiðsögumaður við ána, talaði í gær
um „vaðandi veislu". Haukadalsá
hafði gefið 370 laxa, Laxá í Leirár-
sveit 345 laxa, Hofsá 270 laxa, Selá
260 laxa og Ytri Rangá 330 laxa.
Fleiri 20 punda plús...
Nokkrir stórlaxar hafa veiðst í
ánum að undanfömu. 21 punds
hængur veiddist í Blöndu fyrir
skömmu og tók að sögn flugu. Spán-
verji nokkur veiddi 20 punda hæng í
Grímsá fyrir fáum dögum og er það
stærsti lax úr Grímsá í þónokkur ár.
Laxinn tók Green Butt númer 10 í
Svartastokki. Þá veiddi Englend-
ingurinn Robert Sheriff 20 punda
lax á Hofsvaði í Eystri Rangá fyrir
skömmu. Laxinn tók túpuflugu að
nafni Temple Dog.
HANNES Hlífar
Stefánsson stór-
meistari mun taka
þátt í heimsmeistara-
mótinu í skák, sem
hefst í Las Vegas í
Bandaríkjunum 31.
júlí næstkomandi.
Flestir helstu skák-
menn heims, að Ka-
sparov og Anand
undanskildum, munu
taka þátt í mótinu.
Hannes ávann sér
keppnisrétt með
sigri á svæðismóti
Norðurlanda í fyrra. Norður-
löndin munu eiga þrjá fulltrúa
á heimsmeistaramótinu, en
samtals taka um hundrað kepp-
endur þátt. Skáksamband ís-
lands mun greiða fyrir ferð
Hannesar til Las Vegas, en nýt-
ur til þess stuðnings Búnaðar-
bankans.
Fyrsti mótheiji Hannesar
verður Úkraínumaðurinn Zu-
barev. „Þetta er tvítugur strák-
ur á uppleið. Hann var í öðru
sæti í keppninni í Úkraínu sem
skar úr um hveijir færu á
heimsmeistaramótið. Hann er
mjög sterkur skákmaður, öðru-
vísi hefði hann ekki
komist áfram úr
svona sterkum
riðli,“ segir Hannes.
Keppnin er með
útsláttarfyrirkomu-
lagi, þannig að ef
Hannes tapar fyrir
Zubarev heldur
hann beint heim.
Þeir munu tefla
tvær skákir, og tek-
ur hver umferð um
þijá daga. Ef jafnt
er eftir tvær um-
ferðir eru tefldar
styttri skákir, með 25 mínútna
umhugsunartíma.
Heimsmeistarakeppnin fór í
fyrsta sinn fram 1997, og voru
þá þrír íslendingar á meðal
þátttakenda. „Á svæðismóti
Norðurlanda í þetta sinn vildi
svo óheppilega til að íslending-
arnir lentu allir saman í fyrstu
umferðunum, og keppnin var
með útsláttarfyrirkomulagi,“
segir Hannes.
Hægt verður að fylgjast með
skákunum á heimsmeistaramót-
inu á heimasíðu FIDE, Alþjóða
skáksambandsins, www.world-
fide.com.
( Geislaspilari og hátalarar ^
- betri bíll
Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1100 ■ www.honda.is
Akranes: Bílver sf.t sími 431 1985. Akureyri: Höldur hf., sími 4613000. Egilsstaðir Bíla- og búvélasalan hf., sími 4712011. Keflavík: Bílasalan Bílavík, sími 421 7800. Vastmannaeyjan Bílaverkstæðið Bragginn, sími 481 1535.
Samlitir stuðarar
HR-V öQfdncli oq fJórhijcJlcadrifinn
50**
1998
0 Nú er tími til að gleðjastþvíítilefni af 50 ára afmælisári Honda bjóðum við Honda HR-Vá sérstöku
afmælistilboði. Honda HR-Ver tímamótabíll íumferðinni, ögrandi útlit, ótrúlegtrými.
Komdu og skoðaðu í pakkana.
Hondd HR-V, HxH
frá 1.699.000 icr.
1 sæturri)