Morgunblaðið - 27.07.1999, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MINJAGARÐURINN eins og hann mun líta út samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.
HLUTI af opna svæðinu milli Tónlistarskólans og íbúðarhúsa við Hofslund.
Nýr bæjargarður við
Tónlistarskólann
Garðabær
KYNNTAR hafa verið tillögur
að nýjum bæjargarði í Garða-
bæ. Garðurinn verður um-
hverfis nýja tónlistarskólann
og skiptist í þrjá hluta. í fyrsta
lagi verður minjagarður sem
varðveitir fornleifar við Hofs-
staði. I öðru lagi garður til-
heyrandi Tónlistarskólanum og
í þriðja lagi opið svæði milli
Tónlistarskólans og íbúðarhúsa
við Hofslund.
Hofsstaðir í Garðabæ er
gömul jörð og virðast fomleifa-
rannsóknir benda til þess að
þar hafi verið byggð frá fyrstu
tíð íslandsbyggðar. Síðasta
sumar lauk fomleifarannsókn-
um á Hofsstöðum og sagði
Ingimundur Sigurpálsson bæj-
arstjóri að þótt niðurstöður
lægju ekki fyrir væri án efa um
fomar rústir að ræða. Hann
sagði að í kjölfar þessara rann-
sókna hefðu menn sýnt því
áhuga að varðveita rústimar á
þann hátt að þeim yrði sýndur
sómi og svæðið umhverfis þær
gert aðlaðandi og snyrtilegt.
Niðurstaðan hefði verið sú
að útbúa nokkurs konar minja-
garð þar sem gengið yrði
þannig frá rústunum að þeim
yrði viðhaldið og þær jafnframt
gerðar sýnilegar fólki.
Ingimundur sagði að þrír
möguleikar kæmu til greina
varðandi varðveislu rústanna. I
fyrsta lagi að ganga frá svæð-
inu og láta það halda sér eins og
það er í dag. í öðm lagi væri
hægt að hlaða rústimar upp að
einhverju leyti og í þriðja lagi
að endurgera húsin samkvæmt
því sem rannsóknirnar sýna að
þau hafi litið út. Sá möguleiki
væri þó kostnaðarsamur og
engin ákvörðun hafí verið tekin
um slíkar framkvæmdir.
Bygging Tónlistarskóla
Garðabæjar er nú á lokastigi.
Lóðin umhverfis skólann mun
falla saman við minjagarðinn.
Hægt verður að ganga út úr
skólanum austanmegin beint út
í garðinn og þaðan yfir í minja-
garðinn. Sunnan megin er síðan
ráðgert að útbúa opið svæði
milli skólans og íbúðarhúsa við
Hofslund. Það svæði verður
þriðji og stærsti hluti bæjar-
garðsins. Þar er gert ráð fyrir
INGIMUNDUR Sigurpálsson
bæjarstjóri Garðabæjar.
Morgunblaðið/Ásdís
YFIRLITSMYND sem sýnir staðsetningu bæjargarðsins
umhverfis Tónlistarskólann nýja.
göngustígum, litlum tjömum
og hvers kyns gróðri sem gerir
garðinn að sælureit fyrir fólk í
fallegu veðri.
Ingimundur sagði að vænt-
anlegar framkvæmdir við bæj-
argarðinn væru í framhaldi af
uppbyggingunni á miðbæjar-
svæðinu. Garðurinn verður
tengdur miðbænum með
göngustígum þannig að allt
svæðið myndar eina heild.
Nú er verið að vinna við bíla-
stæðin framan við Tónlistar-
skólann en ekki verður byrjað
á framkvæmdum við bæjar-
garðinn fyrr en næsta sumar
að sögn Ingimundar. Verið er
að kynna tillögur að frágangi
bæjargarðsins sem Ragnhildur
Skarphéðinsdóttir landslags-
arkitekt vann fyrir Garðabæ.
Tillögurnar hafa hlotið góðan
hljómgrunn hjá þeim nefndum
bæjarins sem hafa haft þær til
umfjöllunar.
Göngustíga
net þétt
Kópavogur
UNNIÐ er að gerð stíga
fyrir gangandi vegfarend-
ur og hjólreiðamenn víðs
vegar í Kópavogsbæ. Bæði
eru gerðir nýir stígar og
eldri stígar endurgerðir.
Framkvæmdirnar eru
óvenjumiklar. Þær eru um-
fangsmestar í nýrri hverf-
um bæjarins, Smárahverfi
og Lindahverfum. Einnig
er verið að gera nýja stíga
í Fossvogsdal og bratta
stíga, svokallaða tröppu-
stíga, í Digraneshlíðum. Þá
er víða unnið að endurgerð
eldri stíga, meðal annars
við Sunnubraut.Stigurinn
þar hefúr látið á sjá vegna
ágangs sjávar. Hann verður
nú hækkaður og gijót-
hleðslu verður komið upp til
að verjast því að brimið nái
að éta undan stígnum.
Tenging við borgina
í vor var byrjað á
göngustíg í Fossvogsdal.
Stígurinn liggur á milli
Kjarrhólma og Víkings-
svæðisins. Hann verður
malbikaður á næstu dög-
um og lýsingu komið á.
Með framkvæmdunum í
Fossvogsdal verður net
göngustíga í Kópavogi
tengt göngustígakerfi
Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Golli
GÖNGUSTÍGAKERFI Reykjavíkur og Kópavogs tengjast í Fossvogsdal.
Snyrt fyrir
stúdenta
Vesturbær
UMHVERFI Skeijagarðs,
nýjustu stúdentagarðanna,
hefur tekið stakkaskiptum í
sumar. Húsið var fullgert í
ár og sumrinu hefur verið
varið í að tyrfa þar í kring
og útbúa göngustíga sem
tengja Skeijagarð eldri
hluta stúdentagarðahverf-
isins.