Morgunblaðið - 27.07.1999, Síða 41

Morgunblaðið - 27.07.1999, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 41 frekar en ég gleyma þessum göngu- ferðum og þeirri hlýju og vináttu sem Garðar sýndi þeim. Rebekka kona mín og ég minn- umst líka góðra samverustunda, eft- ir að við fluttum frá Keflavík. Fyrst til Skagafjarðar og síðar í Fljótshlíð- ina, þegar Garðar og kona hans Þóra komu við hjá okkur á ferðum sínum um landið. Vegna eigin veikinda get ég ekki verið við jarðarför vinar míns. En ég bið Guð að blessa minninguna um góðan dreng og góðan vin. Mínar dýpstu samúðarkveðjur sendi ég Þóru konu hans, bömum og barnabörnum og bið góðan Guð að blessa þau og styrkja. Yngvi Guðnason. Fyrir hartnær þrjátíu árum hóf dágóður hópur Keflvíkinga að sækja svokallaða „old boys“ tíma í íþrótta- húsinu við Myllubakkaskóla. Sumir í hópnum voru úr hópi þekktra íþróttamanna þess tíma en aðrir höfðu lítið nálægt íþróttum komið. Tímar þessir vom nokkuð fjöl- breyttir þvi ýmist vom menn í leik- fimi, frjálsum íþróttum, körfubolta eða fótbolta og síðan var einnig stundum farið í blak. Menn komust nokkuð fljótt að því, að blak var íþrótt sem hentaði vel hópi sem þessum, kannski ekki síst vegna þess að þar virtist nokkuð minni hætta á meðslum. Satt best að segja var mannskapurinn oftast kappsfull- ur og í fótboltanum mættust oft stál- in stinn og körfuboltinn minnti frek- ar á mðning en leik án snertingar. Það hefur síðan sennilega verið á árinu 1974 að „old boys“ tímamir mnnu sitt skeið á enda en nokkrir úr hópnum gengu þá til liðs við hóp kennara úr Myllubakkaskóla og fleiri sem vom farnir að iðka blak síðdegis á þriðjudögum í þessum sama íþróttasal. Meðal þeirra var Garðar Schram kennari sem nú er nýlátinn. Þessi blakhópur gengur undir nafninu Steinunn gamla og hefur nú komið saman á þriðjudög- um í aldarfjórðung. Við félagamir viljum með nokkmm orðum minnast þessa góða félaga okkar um leið og við kveðjum hann í hinsta sinn. Garðar Schram var í allri framkomu ákaflega hæglátur maður en það var ávallt stutt í glensið hjá honum og hann setti í ríkum mæli mark sitt á þessa blaktíma. M.a. kom hann sér upp sérstökum stíl við móttöku á uppgjöfum sem engum öðmm hefur tekist að leika eftir. Þær vom ófáar uppgjafir andstæðinganna sem hon- um tókst að læða yfir netið með handarbökunum án þess vömum væri við komið. Garðar reyndist ávallt góður félagi sem aldrei lét sig neinu skipta hvort hans lið væri að vinna eða tapa. Að vera með var hans markmið. Garðar var mikill áhugamaður um útiveru og hann var þaulkunn- ugur um allan Reykjanesskagann enda hafði hann gengið hann þver- an og endilangan. Er hin erfiðu veikindi sóttu Garðar heim varð hann að sleppa blaktímunum en jafnóðum og hann fann mátt sinn aukast á ný var hann mættur á þriðjudagsæfíngarnar. En seinni part síðasta vetrar hætti hann að mæta og var þá orðið ljóst hvert stefndi. Og nú er hann allur. Við viljum nota þetta tækifæri til að þakka Garðari þær góðu stundir sem við áttum með honum og við treystum því að hann verði búinn að setja upp blaknetið þegar við hinir komum á eftir honum. Jafn- framt eru fjöldskyldu Garðars sendar samúðarkveðjur. Blakhópur Steinunnar gömlu. rnz Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg SOLSTEINAK 564 3555 + Tómas Kristó- fer Halldórsson fæddist í Bæ á Sel- strönd 20. október 1919. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 18. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Halldór Guðmundsson frá Bæ á Selströnd, f. 1.10 1897, d. 18.2. 1975, og Guðrún Petrína Árnadóttir frá Sunndal í Bjarn- arfirði, f. 27.1 1894, d. 29.6 1974. Systk- ini Tómasar voru Guðmundur, f. 5.5. 1921; Anna Guðrún, f. 11.10 1922; Unnur, f. 18.8. 1925, d. 21.4. 1966; Jóhann Gunnar, f. 12.10. 1929; Ármann Heiðar, f. 23.10. 1937. Fóstur- systir er Guðlaug Ólafsdóttir, f. 9.10. 1943. Nú er komið að kveðjustund, bróðir sæll. Margs er að minnast. Tómas var borinn og barnfæddur Strandamaður, fæddur í Bæ á Sel- strönd. Elstur var hann sex systk- ina. Ekki var skólaganga Tómasar löng, fímm til sex vikur á vetri hverjum. Á Bæ var stundaður venjulegur búskapur, kýr, kindur og hestar. Á haustin þegar heyskap var lokið var farið að róa og byrjaði Tómas ungur að stunda sjóinn með föður og bróður okkar. Sjómennsk- an var honum í blóð borinn og undi hann sér hvergi eins vel og á sjón- um. Á veturna var venja að sitja yfir fé úti í Grímsey og gerði Tómas það í tvo vetur með öðrum manni. Hafði sú dvöl mikil áhrif á ungan mann. Við vinnu á Bæ kom verksvit og út- sjónarsemi Tómasar oft að góðum notum og þá sérstaklega við bygg- ingu á útihúsum þar sem Tómas færði sér oft í nyt á hugvitsamlegan hátt véltæknina. Um tvítugt fór hann á útilegu á línu á bátnum Gunnbirni frá Isafirði sem var á veiðum undir jökli. Einnig var hann á vertíðum í Höfnum og Njarðvík. Um 28 ára aldur kynntist hann Jónu Tryggvadóttur, eftirlifandi konu Eftirlifandi kona Tómasar er Jóna Tryggvadóttir, f. 8.3 1927. Börn Tómasar og Jónu eru: 1) Einar Breið- fjörð, f. 18.2. 1950, maki Elísabet Þór- dís Harðardóttir, f. 24.4. 1953. Börn þeirra eru Tómas Atli, f. 28.7. 1971, Hörður, f. 21.9. 1974, og Einar Ólafur, f. 2.12. 1982. 2) Alda Breið- Qörð.f. 29.11. 1951, dóttir hennar er Jóna Ann Pét- ursdóttir, f. 20.9 1971. Barna- barnabörn Tómasar og Jónu eru þrjú: Atli, Ólöf Þóra og Pét- ur Snær. Utför Tómasar fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. sinni, og hófu þau búskap sinn á Álf- hólsvegi í Kópavogi og eignuðust þar sitt fyrsta barn, Einar Breið- fjörð. Fluttu þau þaðan á Njálsgötu í Reykjavík þar sem þau eignuðust sitt annað barn, Öldu Breiðfjörð. Um það leyti hóf Tómas byggingu íbúðarhúss í Heiðargerði 65. Við byggingu hússins kom greinilega í ljós handlagni Tómasar og hugvits- semi. I nokkur ár vann hann svo til einsamall að byggingu hússins og fluttu þau inn árið 1954. Hætti Tómas þá sjómennsku og hóf störf hjá trésmíðaverkstæðinu Víði þar sem hæfileikar hans við smíðar fengu notið sín. Seinna vann hann hjá Kristjáni Siggeirssyni við hús- gagnaframleiðslu og vann hann þar til 73 ára aldurs. Á sínum yngri ár- um var Tómas söngelskur mjög og hafði góða söngrödd. Kunni hann fjöldann allan af ljóðum og þulum. Hafði hann gaman af því að segja sögur og fara með húsganga. Einnig var hann mikill áhugamaður um íþróttir, fór mikið í sund, á skíði og skauta. Tómas var alla tíð iðinn maður og stundaði sína vinnu vel. Hann var léttur maður í lund þótt ekki væri hann skaplaus. Það lýsir þó best hans innra manni hvernig hann frá fyrstu tíð stóð sem klettur við hlið Jónu konu sinnar í hennar veikind- um. Um leið og ég kveð þig, Tómas minn, vil ég votta Jónu, börnum ykk- ar, barnabörnum og barnabama- börnum mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning Tómasar Hall- dórssonar. Jóhann Gunnar Hallddrsson. Elsku afi minn. Það var á fallegum sólríkum morgni sem þú lagðir upp í lang- ferðina miklu. Þú hefur sjálfsagt verið hvíldinni feginn eftir nokkurra ára erfiða baráttu við krabbamein. Þú mættir veikindum þínum af miklu æðruleysi en jafnframt mikl- um viljastyrk. Þú varst sannkallað- ur kraftakarl bæði á sál og líkama. Það er sárt að horfa á eftir þér en minningin um þig mun verma hjartarætur mínar alla ævi. Frá því að ég fluttist frá Skotlandi sex ára gömul má segja að þú hafir gengið mér í föðurstað. Við mamma bjugg- um hjá þér og ömmu fyrstu árin eft- ir heimkomuna og minningar mínar frá þeim tíma eru ljúfar. Þú kenndir mér á skíði þegar ég var sjö ára gömul og upp frá því fórum við oft á skíði saman. Það var notalegt að búa hjá þér og ömmu, heimilislífið var rólegt og friðsælt. Eftir að við mamma fluttum burt hélt ég áfram að venja komur mínar til ykkar svo til daglega allt íram á fullorðinsár. Það var alltaf stutt í glettnina hjá þér og áttir þú það stundum til að vera svolítið stríðinn. Gaman þótti þér að fara með þulur frá löngu liðnum tíma og ræddum við um að koma þeim niður á blað sem því miður aldrei neitt varð úr. Þú hafðir orð á því að þú vildir lifa hana ömmu mína vegna þess að þú vildir geta hugsað um hana. Það lýsir þér vel, afí minn. Ég þakka þér, elsku afi minn, fyrir þær samverustundir sem við áttum. Því hvað er það að deyja, annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið. Og hvað er það að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum óldum lifsins svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá sem drekkur af vatni þagnarinnar mun þekkja hinn volduga söng. ,0g þegar þú hefiir náð ævitindinum þá fyrst munt þú heíja fjallgönguna og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu dansa í fyrsta sinn. (Kahlil Gibran.) Jóna Ann Pétursdóttir. Afi er dáinn. Pabbi hringdi í mijfíit út á sjó á miðvikudegi og sagði að afi hefði fengið hjartaáfall og að það væri ekki reiknað með að hann myndi lifa lengur en í sólarhring. Ég átti ekki von á að komast í land fyrr en á mánudegi. Óvænt komst ég í land á laugardegi og var kominn til hans um kvöldið. Morguninn eftir dó hann. Það var engu líkara en hann biði eftir sjómanninum í fjölskyld- unni. Hugur hans var mikið úti á sjó, og var það ósjaldan sem við ræddum um sjómennsku. Hafði hann mikinn áhuga á að vita hvemig túrarnir hefðu verið, hvað við vorum að veiða og hvernig hefði gengið. Hann sagði mér margar sögur af ýmsum raun- um sem hann hafði lent í á sjónum áður fyrr. Alltaf var gott að koma til þeirra afa og ömmu í Heiðargerði eða „Heiðó“ eins og það var kallað innan fjölskyldunnar, í húsið sem hann hafði byggt sjálfur, og tóku þau alltaf vel á móti mér og fjölskyldu minni. Ævinlega lumuðu þau á ein- hverju góðgæti handa okkur. Ekki eru mörg ár síðan afl hætti að fara á skíði og alltaf hafði hann gaman af því að fara að veiða. Hann var mikill dugnaðarforkur, hann afi minn. Hann hugsaði um viðhald á húsinu og um garðinn fram á síðasta dag og oft af meiri vilja en mætti. Já,^_ afi minn ég er stoltur af að bera nafn þitt enda kallaðir þú mig oftast nafna. Afi ætlaði að heimsækja okk- ur til Ólafsfjarðar í sumar en gafst ekki tími til þess. Afi var mikill smið- ur og ber húsið þeirra þess vitni. Aldrei mun ég gleyma fuglinum sem hann tálgaði úr trjágrein. Hann vann mikið við smíðar á sinni ævi. Ævin- lega þegar ég var polli og kom í heimsókn laumaði hann að okkur bræðrunum pening og sagði: „Ömmu ykkar langar að gefa ykkur þetta.“ Afi greindist með krabbamein fyrm#r um tveimur árum og gekk í gegnum erfiðan uppskurð. Hann náði að vinna sig út úr því að mestu leyti. Þrátt fyrir að honum liði ekki alltaf vel þá var alltaf stutt í glaðværðina. Mikið á ég eftir að sakna þín, elsku afi minn. Aldrei eigum við eftir að ræða saman um sjóinn. En ég veit að þú ert á góðum stað. Megir þú hvfla í friði. Tómas Einarsson. TÓMAS KRISTÓFER HALLDÓRSSON + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINÞÓR ÁRNASON prentari, Samtúni 12, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 24. júlí. Inga Ásta Ólafsdóttir, Ingunn Steinþórsdóttir, Marteinn Gunnarsson, Helga Steinþórsdóttir, Bjarni Ásgeirsson, Oddný Stefanía Steinþórsdóttir, Ólafur Magnús Einarsson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, GARÐAR SÆBERG SCHRAM kennari, Baugholti 3, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 27. júlí kl. 14.00. Þóra Gunnarsdóttir, Ólafur A. Schram, Gunnar Ó. Schram, Ásta Pálína Hartmannsdóttir, Stefanía H. Schram, Birgir Guðnason, bræður og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR SIGURÐSSON skósmíðameistari, Sævangi 8, Hafnarfirði, sem lést mánudaginn 19. júlí, verður jarðsung- inn frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 29. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Guðbjörg Kristjánsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Barbro Glad, Kristján Sigurðsson, Lára Guðrún Agnarsdóttir, Rúnar Sigurðsson, María Ýr Valsdóttir, Anna Sigurðardóttir, Bjarki Bjarnason og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS ÁSGEIRS HJALTASONAR gullsmiðs og listmálara, Hverfisgötu 30, Hafnarfirði. Jóna Kristín Ámundadóttir, Hjalti Gunnarsson, Ámundi Gunnarsson, Anna K. Sæmundsdóttir, Sigurjón Gunnarsson, Helga Vilhjálmsdóttir, Kristbjörg Gunnarsdóttir, Guttormur Páll Sölvason, Ásgeir Gunnarsson, Sólveig Gunnarsdóttir, Hafsteinn Sigurjónsson, barnabörn og iangafaböm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.