Morgunblaðið - 27.07.1999, Side 45

Morgunblaðið - 27.07.1999, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 4?* UMRÆÐAN SLÆÐUFOSS í Laugará. YTRI-GJÖGURFOSS í Jökulsá í Fljótsdal. Hagafellsjökull er að gera núna. Erum við tilbúin að bjóða náttúr- unni hvarvetna birginn? Er íslensk náttúra ekki magnaðri og jafnframt viðkvæmari en svo, að við getum verið herrar hennar? Höfum við rétt til þess? Sjáum við allar afleið- ingar virkjana fyrir? Ég hef séð stórkostlegar stíflur í Olpunum. Þar var vatni ekki safnað saman á flatlendi eins og við virð- umst neyðast til að gera, heldur í V- eða U-laga dali, hátt til fjalla. Kaprunerwerk í Salzburgarlandi er mikilfenglegt mannvirki í svo þröngum dal að það var ekki hægt að leggja veg hluta leiðarinnar og er m.a. ferðast þangað upp með „ská- braut“. Gaman er að koma upp í þann fjallasal þó eyðilegur sé og sjá lónin og stíflurnar. í júní flutu enn jakar á efra lóninu í 2000 m hæð. í Sviss er Grande Dixence í Val d’Herence hæsta stífla í Evrópu 284 m há. Lónið er 5 km á lengd í rúm- lega 2000 m hæð. I næsta dal; Val de Bagne er 237 m há stífla. Stífla við Kárahnjúka yrði 99 m lægri en Dix. Ég hef lengi haft áhuga á þessum málum og á í fórum mínum erindi sem Eysteinn Jónsson flutti á fundi Sambands Náttúruverndarsamtaka Islands og birtist í Tímanum 24. apríl 1977. Hann vitnar í þingræðu sem hann flutti á árinu 1971. „Menn verða því að gera sér grein fyrir því að hreinlegt, óspillt umhverfi sem almenningur hefur aðgang að, eru landkostir eins og gott búland, góð fiskimið, fallvötn, jarðhiti og önnur náttúrugæði. En þessi skilningur verður að koma til og setja sitt mót á þjóðarbúskapinn áður en það er orðið of seint.“ Því miður hafa forystumenn þjóðarinnar á þeim 28 árum sem liðin eru ekki tileinkað sér þessi varnaðarorð. Erum við ekki búin að misþyrma landinu nóg í aldanna rás? Haldið þið að landið hefði verið numið fyrir 1100 árum hefði gróður þess verið eins og hann er í dag? Síðar í greininni segii’ Eysteinn: „Er það t.d. raunsætt að gera ráð fyrir að fylla af vatni ýmsar mestu lægðir á hálendinu á stórum land- svæðum en þar er gróðurinn og dýralífið mest, eða flytja stórfljót á milli byggðarlaga o.s.frv.? Ég held ekki. Areiðanlega hafa menn ekki enn getað áttað sig á hvað af þess háttar gæti leitt í landsspjöllum, t.d. ágangi vatns, veðurfarsbreyt- ingum o.fl. Hér er því brýnt að fara með gát og í hvaða skyni ætti að færa slíkar fórnir. Umtuma land- inu með þvílíku móti? Til þess að koma upp orkufrekum iðnaði út- lendinga? Ekki geri ég ráð fyrir að landsmenn vilji það í raun og veru. En þá er líka vissara að kryfja þessi mál til mergjar í tæka tíð og taka þá með í reikninginn að okkur ber skylda til að koma bamabörn- um okkar eða þeirra börnum, ekki í þá klípu að þau telji sig til neydd að vinna stórskemmdir á landinu til þess að afla sér orku í lífsnauðsyn.“ Það er sorglegt að vita til þess að ekki skuli hafa verið hlustað á orð hins framsýna stjórnmálamanns. Ég hitti nýlega konu frá Reyðar- firði. Ég spurði hana hvort hún vildi álver. Hún hélt nú það. I ein- feldni minni sagði ég: „Til þess að þú getir flutt aftur austur.“ „Nei.“ svaraði hún:“ Svo að ég geti selt húsið mitt.“ Við skulum hugsa til orða lista- skáldsins góða. Er framkvæmda- gleðin svo rík í eðli stórhuga manna að þeir hafi glatað eða aldrei öðlast náttúmsýn Jónasar? Séu jafnvel blindir á náttúruna. Að skoðun nát- úrunnar veiti þeim enga gleði eða nautn. Við höfum misnæmt tón- eyra. Er tilfinningin fyrir náttúr- unni kannski áþekkt fyrirbæri, nokkuð sem verður að rækta frá bemsku, hlúa að og efla með ástundun rétt eins og tónlistina? Við skulum segja ungu heiðagæs- unum að hypja sig til Grænlands. Man nokkur eftir að hafa skrifað undir samning um vemdun vot- lendis? Ég hélt að við hefðum með- al annars skrifað undir hann fyrir hönd heiðagæsanna, vængi þeirra í sámm. Við skulum gleyma þessu. Ungum og óbornum Islendingum skulum við kenna að reisa sand- kastala á suðrænum ströndum. Höfundur er læknir. Ég mótmæli v HVAD í ósköpunum hafa Vestfirðingar eigin- lega gert fjölmiðlum á íslandi undanfarið? Það virðist vera í gangi skipulögð herferð ís- lenskra fjölmiðla með þann tilgang einan að leiðarljósi að leggja Vestfirði í rúst. Ekkert nema slæmar fréttir dynja yfir landsmenn með stómm íyrirsögn- um svo sem, hran Vest- fjarða, ægilegt áfall, engin framtíð og annað í þeim dúr. Með þessum fréttaflutningi er mark- visst verið að brjóta nið- ur andlegt ástand íbúa á Vestfjörðum og fá okkur til að trúa því að hér sé óbyggilegt og það eina rétta sé að flytja héðan sem fljótast. Ég mótmæli þessari herferð harðlega og krefst þess að þeir fjölmiðlamenn sem fjalla um okkur Vestfirðinga láti svo lítið að afla sér réttra upplýsinga Fréttaf I utn i ng ur Með þessum frétta- flutningi er markvisst verið að brjóta niður andlegt ástand íbúa á Vestfjörðum, segir Lilja Magnúsdóttir, og fá okkur til að trúa því að hér sé óbyggilegt. um það sem þeir era að fjalla um og segi frá málinu frá öllum hliðum. I grein sem birtist í DV í dag, 9. júlí, eftir Stefán Ásgrímsson er að- eins fjallað um neikvæðu hliðamar á atvinnuástandinu hér á Vestfjörðum en alls ekki sagt frá allri þeirri starf- semi sem gengur vel hér á Vestfjörð- um og gegnumgangandi virðist frétt- in vera skrifuð með það fyrir augum að draga upp sem svartasta mynd af ástandinu. Ég vil koma á framfæri við landsmenn því sem er að gerast hér á sunnanverðum Vestfjörðum sem er ekki á neinn hátt í líkingu við það sem fjöhniðlar vilja láta vera. Á Tálknafirði eru stai'fandi þrjú saltfiskverkunarfyrirtæki sem jafn- framt gera út hátt í tuttugu smábáta auk þeirra mörgu einyrkja sem gera hér út smábáta og leggja upp allan sinn afla hér á Tálknafirði. Hér era öflug þjónustuíyrirtæki, verslun, verkstæði sem sinna bæði járn og plastvinnu og trésmiðja. Hér er veit- ingahús og tvö gistiheimili og iyrir- huguð mikil og fjölbreytt uppbygging í ferðaþjónustu. Hér var fjölgun íbúa á síðasta ári og þá er ég ekki að tala um erlent vinnuafl sem mikið er af hér eins og annars staðar á Vestfjörð- um. Hér á Tálknafirði eru um 120 íbúar undir tvítugu af um 360 manns, það er einn þriðji hluti íbúanna. Það vantar húsnæði fyrir það unga fólk sem vill setjast hér að og kaupa hús. Allt þetta segir okkur að í Tálknafirði er enginn uppgjafarhugur í fólki og ég veit að þetta sama á við annars staðar á Vestfjörðum. Ég veit að íbúar á Suðureyri era sama sinnis, á Flateyri ganga hlutirnir vel, á Patreksfirði er mikill hugur í mönnum og unnið af krafti að upp- byggingu atvinnulífsins. Síðastliðið haust vantaði þar fólk í um þrjátíu störf og ekkert þessara starfa var í fiski, heldur í þjónustu og öðram slíkum atvinnugreimnn. Á Bfldudal er líka mikil uppbygging í atvinnulífinu, þar er rekin saltfiskverkun og kraftmikil matvöruverslun auk Rækjuvers sem hefur verið vel rekið í mörg ár. Allt þetta hefur ekki komið fram í fjölmiðlum að undanfómu, sennilega vegna þess að þetta era jákvæðar fréttir og hljóta þess vegna ekki náð fyrir augum fjölmiðlamanna. Við höf- um/ulla samúð með íbúum Þingeyrar og Isafjai’ðar vegna þess að við vitum hvemig þeim líður. Við höfum staðið í*~ sömu sporam og vitum hversu auð- velt er að hlusta á svartsýni og nei- kvæðni og smitast af þeim hugsunar- hætti. Það eina sem hægt er að gera er að bretta upp ermarnar og vinna í sínum málum sjálfir, það bjargar ykkur enginn ef þið reynið ekkert sjálf. Ég neita að trúa því að það finn- ist ekki fólk á þessum stöðum sem er tilbúið að berjast fyrir tilverurétti sínum og vinna að lausn á þeim vanda sem að steðjar. Hættið að bíða eftir frumkvæði ráðamanna og farið og_ segið þeim hvað þið viljið gera og vinnið síðan í því með kjafti og klóm. Stjórnvöld koma ykkur ekki til bjarg- ar nema að þið komið með tillögur að lausn vandans. Þetta kann að hljóma harkalega en þetta er eina leiðin útúr vanda okkar Vestfirðinga, við verðum að bjarga okkur sjálf. Við ykkur fjölmiðlamenn vil ég segja þetta: Þið hafið geysilega mildl áhrif á skoðanii- almennings með um- fjöllun ykkar um málefni. Ef umfjöll- unin er neikvæð eða einhæf fær fólk ekki rétta mynd af málefninu og myndar sér skoðun sem ekki á við rök að styðjast vegna ónógra upplýs- inga. Því hvflir mikil ábyrgð á ykkur að segja rétt og hlutlaust frá málum þeim sem era efst á baugi hverj^* sinni. Landsbyggðin á undfr högg að sækja gagnvart höfuðborgarsvæðinu og víða úti á landi stendur byggð mjög höllum fæti ýmissa orsaka vegna. Þess vegna er nauðsynlegt íyrir ykkur að vanda vinnubrögð ykk- ar því ef hallað er réttu máli eykur það enn á vanda okkar sem viljum búa úti á landi því skilningur á sjón- armiðum okkar er oft lítill, því miður. Ég vil líka hvetja ykkur til að vera duglegri við að segja frá öllum þeim góðu hlutum sem verið er að vinna að alls staðar á landinu því lifið er miklu skemmtilegra þegar horft er á já- kvæðu hliðarnar. Höfundur er formaður íitvinnumála.-r. nefndar Tálknafjarðarhrepps. Lilja Magnúsdóttir HEIMILISLÍFIÐ HEFIIR SIALDAN VERIÐ EINS FJÖRUGT OG EINMITT NÚNA. Útsala 22. júlí -14. ágúst • Minnst 15% afsláttur. habitat Heimaerhest.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.