Morgunblaðið - 27.07.1999, Page 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
SVONANÚ, ' ) ^ ÞÚLOFAÖIR! { I PÚSAGúIRAbEGGÆTI VERID SKIPSTJÓRINN í ÖAG! V (T —
] ) f-8 ( y
Hundalíf
ERTU BÚINN AÐ FINNA HVAÐ ER 4D?
JÁ, ÉG HELD ÞAt)
HÍ/jt
g§! imÉ^ 1; ÞJ/X Sá J§ ~A.C*wnfcm
EG HELD /U) PESSIHLUTUR PARNA
SE GALLAQUR, SVO At> PEGAR
HANN SNYSTÞÁ GERIR ÞETTA
HVAÐPAÐNÚHEITIR EKKINEITT,
SVO At> ÞETTA
ÞARNA VIRKAR EKKI
V
Eða á mannamáli
riðstraumsrafallinn
er ónýtur
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
Þjónustulund
Veiðimannsins hf.
Frá Matthíasi Einarssyni:
ÞAÐ VAR föstudaginn 2. júlí sem
undirritaður hófst handa við að yfir-
fara veiðibúnað fjölskyldunnar, enda
var að koma að því sem búið var að
bíða með eftirvæntingu. Veiðivötnin
hafa heillað lengi og í vetur létum við
loksins verða af því að panta veiði-
leyfi, því ekki er ráð nema í tíma sé
tekið. En nóg með það, Veiðivötnin
voru frábær og sviku okkur ekki og
því ekki í frásögur færandi. En þegar
undirbúningur stóð sem hæst og það
átti að fara að skipta um línu á síðasta
veiðihjólinu kom í ljós að það vantaði
bremsustillingarhnúðinn aftan á
ABU-veiðihjólið. Nú voru góð ráð dýr
og brunaði ég beinustu leið í Veiði-
hornið (áður Veiðimaðurinn). Þar var
mér tjáð að þeir væru ekki með um-
boðið fyrir ABU en sá sem ég hitti
fyrir þar leitaði samt sem áður dyrum
og dyngjum að nýjum bremsustilling-
arhnúð, en fann ekkert sem passaði á
hjólið. Hann benti mér á að fara í
Veiðimanninn sem væri þjónustu- og
umboðsaðili ABU. Skrifaði meira að
segja niður fyrir mig heimilisfang og
símanúmer. Þar sem áliðið var á
fóstudag þá hringdi ég á undan mér
og komst að því að það var búið að
loka. Þá ákvað ég að koma við í Veiði-
manninum snemma á mánudags-
morgni á leið út úr bænum.
Spennan lá í loftinu á mánudegin-
um og var farið eldsnemma á fætur til
loka undirbúnings og svo var brunað í
Veiðimanninn. Þar hitti ég fyrir
manneskju sem tjáði mér strax að ég
gæti ekki fengið að kaupa varahluti
hjá þeim beint!!! Eg varð hvumsa við
og spurði: „Hvers vegna“? Þá spyr
viðkomandi mig hver hafi sagt mér að
koma til þeirra eftir varahlut, sem ég
og gerði og fékk ég þá fyrirlestur á
þann veg að viðkomandi búð væri
ekki mjög vönduð og að hún væri
ABU og Veiðimanninum algerlega
óviðkomandi og að ég ætti að snúa
mér til tveggja ákveðinna verslana
með alla þjónustu. Þá varð mér að
orði að ég gæti sem sagt fengið vara-
hlut í viðkomandi búðum. Já, nei
takk! þar átti ég að skilja veiðihjólið
eftir og búðin átti að senda það til
Veiðimannsins sem gerir við hjólið og
sendir svo til baka í búðina. Þá spurði
ég hvort þetta teldist eðlilegt að það
tæki 2-5 daga að fá einn lítinn vara-
hlut sem auðvelt væri að skipta um.
Já, starfsmanninum fannst það mjög
eðlilegt og að: „Þannig viljum við
þjónusta okkar viðskiptavini!!“ (orð-
rétt). Þá tjáði ég viðkomandi að ég
væri að fara upp í Veiðivötn eftir hálf-
tíma og vantaði þennan varahlut
strax. En ekki var hægt að verða við
því og afgreiða þennan smáhlut og ít-
rekaði starfsmaðurinn „Þjónustuleið-
ina“ ætlaða fyrir ABU-eigendur. Ég
sagðist þá ætla að athuga málið og
bjóst til brottfarar, þá sagði af-
greiðslukonan: „Ertu að fara eftir
hálftíma?" og hýmaði þá yfir mér í
von um góða eða réttara sagt eðlilega
þjónustu. En þá segir hún við mig:
„Viltu ekki bara fara með hjólið í búð-
ina og skilja það þar eftir og fyrst þú
ert að fara strax getur þú bara keypt
ódýrt veiðihjól til að taka með í þessa
ferð og hjólið verður svo tilbúið þegar
þú kemur aftur.“
Ég fór vitanlega út í fússi og hét
því þá þegar að kaupa aldrei neitt
framar sem heitir ABU því ekki er
hægt að una við svona varahlutaþjón-
ustu á annars vandaðri vöru sem
þekkt er fyrir að endast mönnum svo
áratugum skiptir. En ég vil samt
þakka Veiðihorninu þjónustuna þrátt
fyrir að þeir ættu ekki réttan vara-
hlut.
MATTHÍAS EINARSSON,
Gnoðarvogi 74, Reykjavík.
Varðveitum það
sem best er
Frá Áma Helgasyni:
NÚ HAFA borgaryfirvöld bætt alla
aðstöðu við Nauthólsvíkina. í sumar-
blíðunni gefst borgarbúum tækifæri á
að busla og synda í volgum sjónum og
iðka heilbrigt líf. En hagsmunaaðilar
eru fljótir til og sjá nauðsyn þess að
reka á svæðinu sjoppu og veitinga-
stað með tilheyrandi leyfi til sölu á tó-
baki og jafnvel áfengi. Ég vil vai'a yf-
irvöld við að spilla góðum áformum
með því að hleypa að þeim sem ein-
ungis vilja selja og græða, „brennivín
til allra flæða“.
Við lesum um það á sama tíma að
þörfin fyrir meðferðarheimili handa
ungum vímuefnaneytendum hefur
aldrei verið meiri, tugir barna bíða á
götunni eftir plássi. Hremmingar
þeirra eru af völdum vímunnar.
Stjómvöld og yfirstjórn Reykjavíkur-
borgar mega ekki missa sjónar af há-
leitu markmiði, að útrýma vímunni
fyrir árið 2002. Hvað dvelur íþrótta-
hreyfinguna sem í orði boðar heil-
brigða sál í hraustum líkama en á
borði lifir á aumingjaskap meðbræðra
sinna með fjárhættuspili. „Fyrir-
myndar knattspymufélagið" aflar nú
tekna með bjórkráarrekstri. í minni
æsku var það við hún, að áfengi og
íþróttir ættu ekki saman. Þegar sjón-
varpsstöðvarnar sýna okkur skær-
ustu stjörnumar í keppni, oftast í
beinni útsendingu, em bjórauglýsing-
ar hvað mest áberandi í bakgrunni.
Samtök iðnaðarins æpa og emja yfir
misréttinu en leggja sig þá í líma við
klókindin. Arftakar manna eins og
Sveinbjarnar í Ofnasmiðjunni og
Sveins í Völundi sýna þá lágkúra að
varpa á skjáinn siðlausum auglýsing-
um þar sem horft er fram hjá löggjaf-
anum. Fyrrnefndir gengnir hug-
sjónamenn stóðu vörð um hollustu og
heilbrigði og því er það forystu iðnað-
arins til vansa að leiða menn á þenn-
an hátt til ofnautnar á vímuefnum öll-
uin til ógæfu.
Ég hef alltaf sagt það og fullyrt að
áfengisbölið sé það herfilegasta böl
sem lagt er á einstaklinga og heimili.
Hart er að horfa á vini sína verða böl-
inu að bráð, menn og konur sem ann-
ars áttu alla möguleika á að verða
landi sínu og þjóð til gagns og bless-
unar. Vímuefnin leika lausum hala og
fjöldi glæpamanna hefur að atvinnu
að ginna börn og unglinga til neyslu
þeirra. Hver borgar svo fyrh' allar af-
leiðingamar? það er ekki lengur tími
til að vaða í villu og svíma. Geta heim-
ilin leyft sér að bregðast í uppeldi
bamanna? Byrjum á börnunum, höf-
um fyrir þeim góða siði og varðveit-
um það sem best er í mannssálinni.
ÁRNI HELGASON,
Stykkishólmi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.