Morgunblaðið - 27.07.1999, Side 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 27. JIJLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
í DAG
Safnaðarstarf
Sumarbúðir
Hafnarfjarð-
arkirkju
FRÁ árinu 1997 hafa verið haldnar
sumarbúðir í bæ á vegum Hafnar-
fjarðarkirkju í ágústmánuði. Sumar-
búðirnar fara þannig fram að börn á
aldrinum 6-12 ára mæta við kirkjuna
kl. 13 mánudaga til föstudaga, en
sumarbúðunum lýkur hvern dag kl.
16. Margt skemmtilegt er gert: farið
í ferðir í nágrenni Hafnarfjarðar,
leikjadagar eru haldnir, grillað í
Heiðmörkinni, Fjölskyldu- og hús-
dýragarðurinn í Reykjavík sóttur
heim, Hafnarfjarðarbær kannaður,
buslað í sundlauginni og föndrað í
safnaðarheimilinu ef veðrið er
slæmt. Rétt fyrir kl. 16 er síðan stutt
sunnudagaskólastund í kirkjunni.
Allir krakkar eiga að koma með
nesti með sér og að sjálfsögðu klædd
eftir veðri.
Sumarbúðir kirkjunnar hafa verið
fjölsóttar þau tvö sumur sem þær
hafa verið haldnar. í ár er Eyjólfur
Eyjólfsson sumarbúðastjóri en með
honum eru hressir krakkar sem
þekkja vel til barnastarfsins.
Sumarbúðum Hafnarfjarðarkirkju
er skipt í fjóra flokka, einn flokk
hverja viku mánaðarins. Fyrsti
flokkur byrjar þriðjudaginn 3. ágúst.
Hægt er að skrá börnin í einn flokk
eða alla flokkana og boðið er upp á
systkinaafslátt. Skráning er í síma
5551295 í Hafnarfjarðarkirkju. Öll
börn á aldrinum 6-12 ára eru hjart-
anlega velkomin.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um.
Seltjarnameskirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyr-
irbænir kl. 18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. TTT-starf fyrir
10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn
Strandbergs. Rristin íhugun í Stafni,
Kapellu Strandbergs, kl. 21.30-22.
Heimsborgin - Rómverjabréfið, lest>
ur í Vonarhöfn kl. 18.30-20.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12.
Borgameskirkja. Mömmumorgunn í
safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12.
Helgistund í kirkjunni sömu daga kl.
18.30.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30
í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
VELVAKAJVPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Skotthúfan
fyrst
ÞAÐ var einu sinni kerl-
ing sem ætlaði nú heldur
betur að gera sig fína við
hátíðlegt tækifæri en
ákafinn var svo mikill að
hún setti fyrst á sig
skotthúfuna áður en hún
fór í peysufötin. Núna var
verið að klæða fröken
Reykjavík í sparifötin.
Ég er glöð yfir því að fal-
lega borgin okkar verði
menningarborg, en þegar
kom til mín grátandi ein-
stæð móðir einn daginn
sem er á bótum frá
Tryggingastofnun ríkis-
ins og varð að leita til
hjálparstofnana til að
hafa í'yrir mat handa
börnum sínum skyggði
það á gleði mína. Því mið-
ur er það nú svo að fjöl-
margir eiga hræðilega
erfitt í dag. Eitur-
lyfjafíklar og geðsjúk-
lingar ráfa um götur og
torg. Það er lítil sem eng-
in lausn fyrir þetta fólk.
Einmanna fólk, sérstak-
lega þó öryrkjar, mælir
göturnar því það er svo
þrengt að þeim í öllu góð-
ærinu að þeir geta ekkert
veitt sér. Margt fleira
fólk er líka illa sett. Fólk
vinnur myrkranna á mili
en hefur varla ofan í sig
né á. Félagsleg tengsl
hafa því miður mikið
rofnað. En það er alltaf
verið að reyna að breiða
yfir fátækt og eymd hér.
Góðærið kemur til fárra.
Nú þegar verið er að
klæða frökenina í spari-
fötin er það svipað og
með kerlinguna forðum
að ráðamenn hér sjá ekk-
ert nema toppinn á tilver-
unni.
Sigrún.
Þakkir fyrir
góðan þátt
MIG langar til þess að
þakka Jónasi Jónassyni,
útvarpsmanni, fyrir hans
góða þátt sem hann flutti
í Ríkisútvarpinu þriðju-
daginn 20. júlí sl. ki.
13.05. Þáttinn nefndi
hann „Kæri þú“. Ég var
þá stödd í sjúkrahúsi og
beið eftir að komast í smá
aðgerð. Mér leiddist biðin
og það sótti að mér kvíði.
Eftir að hafa hlustað á
þáttinn þar sem hann
minntist á verslun Silla og
Valda sem var mjög fróð-
legt og svo á okkar ást-
kæra tónskáld, Sigfús
Halldórsson, sem hann
lýsti svo frábærlega,
breyttist allt og um mig
fór ólýsanleg gleði við að
hlusta á lögin hans. Það
var ógleymanleg stund.
Kærar þakkir.
Helga Þórðardóttir.
Dýrahald
Kettlingur
fæst gefins
KETTLINGUR fæst gef-
ins, 11 vikna, kassavanur.
Upplýsingar í síma
862 8174.
Læður
fást gefins
TVÆR þriggja mánaða
læður fást gefins. Þær eru
kassavanar og sérlega
þrifnar. Fallegar, þrílitar
og mjög nettar. Þær þurfa
ekki að fara á sama heim-
ili. Hafið samband við
Guðrúnu í síma 555 3135.
Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni
og felur ekki í sér tilboð um sölu verðbréfa.
SPARISJÓÐUR VESTMANNAEYJA
Skráning skuldabréfa
Verðbréfaþing (slands hf. hefur ákveðið að
taka skuldabréf Sparisjóðs Vestmannaeyja, 1.
flokk 1999, á skrá þingsins. Bréfin verða skráð
þriðjudaginn 3. ágúst nk. Skuldabréfin greiðast
í einu lagi 10. apríl 2005, bera 5,5% fasta vexti
og eru bundin vísitölu neysluverðs. Skráningar-
lýsingu er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila
skráningarinnar, Kaupþingi hf. Hjá Kaupþingi
hf. er einnig hægt að nálgast þau gögn sem
vitnað er til í skráningarlýsingunni.
Ármúli 13A
108 Reykjavík
Sími 515 1500
Fax 515 1509
www.kaupthing.is
KAUPÞING
Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni
og felur ekki í sér tilboð um sölu verðbréfa.
9«I3
KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA
Skráning skuldabréfa
Verðbréfaþing (slands hf. hefur ákveðið að
taka skuldabréf Kaupfélags Héraðsbúa, 1. flokk
1997, á skrá þingsins. Skuldabréfin eru verð-
tryggð, bundin vísitölu neysiuverðs, og bera
7,5% fasta áriega vexti. Skuldin greiðist á 10
gjalddögum ásamt vöxtum og verðbótum,
þann 5. febrúar og 5. ágúst ár hvert, í fyrsta
sinn 5. égúst 1998 og ( siðasta sinn 5. febrúar
2003. Bréfin verða skráð þriðjudaginn 3. ágúst
nk. Skráningarlýsingu er hægt að nálgast hjá
umsjónaraðila skráningarinnar, Kaupþingi hf.
Hjá Kaupþingi hf. er einnig hægt að nálgast
þau gögn sem vitnað er til í skráningar-
lýsingunni.
Ármúli 13A
108 Reykjavík
Sim: 515 1500
rax 515 1509
www.kaupthing.is'.
1
KAUPÞING
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á
White Rose mótinu í
Englandi sem er að
ljúka, í viðureign
tveggja Englendinga.
Keith Arkeli (2.462)
hafði hvítt og átti leik
gegn Angus Dunn-
ington (2.366). Svartur
lék síðast 40. - F7-f5
sem lítur vel út, en hvit-
ur fann glæsilega lausn:
41. Rf6+!! - Bxf6 42.
He7+! - Bxe7 43. Df7+
- Kh8 44. dxe7 og
svartur gafst upp.
Fyrir síðustu um-
ferð á mótinu var
staðan þessi: 1. Ar-
kell 7% v. af 8 mögu-
legum, 2. Krutti,
Ungverjalandi, 5'A
v., 3. Dunnington 5
v., 4. Beaumont,
Englandi, 4Vz v., 5.
Sigurbjöm Björns-
son 4 v. o.s.frv.
HVÍTUR leikur
og vinnur
Víkverji skrifar...
að er rétt komið fram yfir
kvöldmat. Ró er að færast yfir
Víkverja og konu hans eftir að þau
eru búin að borða yfir sig af hinu
þjóðlega heilsufæði, soðnum kjöt;
farsbollum, káli og kartöflum. í
öðru hvoru sjónvarpinu er verið að
segja sömu fréttirnar og hafa skafið
innan á okkur eyrun allt frá því í
býtið um morguninn. Ekkert nýtt
eða hvað. Skyndilega hringir sím-
inn. Sá sem hringir vill ekki láta
vita hver hann er, því ekkert númer
kemur á símnúmerabirtinn. Vík-
verji héma, svarar karlkynið á
heimilinu - hvorki hann né kven-
kynið þolir fólk sem ekki þorir að
láta sjá hvaðan það hringir. - Það er
dæmi um vonda samvizku.
I símanum er kona, sem kynnir
sig með nafni, Víkverja fullkomlega
ókunnug. - Gott kvöld, ég er að
vinna að skoðanakönnun fyrir
(nafnið getur verið hvert sem er,
Gallup, Hagvangur, Félagsvísinda-
stofnun, eða hvað þetta heitir allt
saman) sem sagt eitthvað trúverð-
ugt. - Nafn þitt hefur verið dregið
út úr þjóðskrá, eða símaskrá, eða
hvaða skrá sem er, algjörlega fyrir
tilviljun. Við emm að kanna heimil-
istækjaeign landsmanna. Vildir þú
vera svo vænn að segja mér hvaða
tegund sjónvarpið er á heimilinu,
hve mörg sjónvörp em, hvað með
myndbandstæki, þvottavél, eldavél,
örbylgjuofn að ekki sé talað um
tölvuna. Næstu spumingar: Hve
mörg emð þið í heimili? Á hvaða
tíma dagsins stundið þið vinnu?
Farið þið mikið í ferðalög, um helg-
ar eða í lengri ferðir um landið eða
til útlanda? Hverjar em árstekjur
fjölskyldunnar?
XXX
essar spumingar, sem í fyrstu
kunna að virðast sakleysislegar
og sjálfsagðar vekja hins vegar
tvær stórar spurningar. Á ég að
svara eða á ég ekki að svara? Sé
seinni kosturinn tekinn er allt í lagi.
Sé sá fyrri tekinn er aldrei að vita,
að næst þegar Víkverji kemur heim
úr vinnu eða útilegu - reyndar frek-
ar ólíklegt - að búið sé að stela öllu
steini léttara úr húsnæði hans, svo
fremi sem heimilistækjalistinn hafi
verið nógu girnilegur og árstekj-
umar nægar.
Þetta kann að virðast ýkt mynd
af þessari plágu sem skoðanakann-
anir em anzi oft að mati Víkverja.
Fólk á að fá að vera í friði heima hjá
sér á kvöldin í stað þess að taka þátt
í einhverri upplýsingaöflun fyrir
auglýsingaherferð fyrir hvers konar
vömr. Á hinn bóginn er það sjálf-
sagt að Víkverja mati að taka þátt í
skoðanakönnunum, sem geta leitt
til upplýsinga, sem geta nýtzt þjóð-
félaginu á einhvem hátt. En að slík-
um skoðanakönnunum þarf að
standa með réttum hætti.
xxx
Félagsvísindastofnun Háskólans
gengst um þessar mundir fyrir
skoðanakönnun um lífsskoðun og
framtíðarsýn við aldamót. Vafalítið
ágætis mál. Víkverji fékk fyrir
nokkm bréf frá stofnuninni, þar
sem honum var sagt frá því að hann
hefði fyrir tilviljun verið dreginn út
úr þjóðskrá til að taka þátt í þeirri
skoðanakönnun og því lýst hve mik-
ilvægt væri að hún tækist vel. Sagt
var að haft yrði samband við hann
innan tíðar og fýrir hann lagðar
ýmsar spumingar og fullum trúnaði
heitið.
Nokkm seinna gerist einmitt
nokkuð svipað því sem að ofan var
lýst. Síminn hringir, ekkert númer
kemur á númerabirtinn og einhver
kona kynnir sig og segist vera að
fylga eftir bréfinu sem Víkveiji hafi
fengið. Hún spyr hvenær hvölds
hún megi koma í heimsókn og yfir-
heyra Víkverja um lífsskoðun og
framtíðarsýn um aldamót - og vænt-
anlega fleira. Þetta taki langan tíma
eða um klukkutíma og fjórðungi
betur. Víkverji fór eins og venjulega
í baklás þegar „nafnlaus" hringing
kemur. Hann hafði heldur ekki gert
ráð fyrir því að úttekt á híbýlum
hans væri hluti af könnum á fram-
tíðarsýn hans. Hann bað um ferst til
að svara því hvenær hann gæti sætt
sig við innrás af þessu tagi í helgi-
dóm sinn og þegar hringt var að
nýju sagðist hann enga framtíðar-
sýn hafa og baðst undan heimsókn
konunnar, sem ekki vildi láta vita
hvaðan hún hringdi; konunnar sem
var jafnvel tilbúin til að fá hann í
heimsókn til sín í Háskóla Islands,
að kvöldi til, því hún ynni aðeins að
þessu málefni á kvöldin.
Enn á ný vakna spumingar. Eins
og fyrst var lýst geta slóttugir
þrjótar auðveldlega notfært sér trú-
girni fólks og velvilja til að kanna
hvort það er þess virði að svipta það
innbúi sínu eða ekki. Jafnframt
skiptir það máli að friðhelgi heimil-
isins fái notið sín. Að mati Víkverja
er það út í hött að standa í fjórðung
stundar eða lengur til að svara
skoðanakönnun um val á heimilis-
tækjum, þvottaefni eða brauðáti,
svo einhver framleiðandi úti í bæ
geti grætt meira.
Mestu máli skiptir þó það, sem
kallaður er trúnaður. Það er víða
sagt. Trúnaði heitið! Hver er trygg-
ingin? Hún er engin ef spumingum
er svarað í gegn um síma, hún er
engin ef spurningum er svarað
augliti til auglitis. Það er kannski
engin trygging því alltaf er hægt, ef
vilji er fyrir hendi, að gera eyðublöð
þannig að vitað sé hver svari þeim,
því vitað er hver fékk þau send.
Póstleiðin hlýtur þó að vera sú
skásta. Á maður kannski aldrei að
svara?
Þessar hugleiðingar flugu í gegn-
um huga Víkverja, þegar „nafn-
lausa“ konan hringdi um kvöldið,
þegar hann var að springa eftir að
hafa etið yfir sig af kjötfarsi og káli.
Vafalítið er skoðanakönnum Fé-
lagsvísindastofnunar Háskóla Is-
lands þörf. En eins og hana bar að
garði varð Víkverji einfaldlega
þversum. Víkveiji vonar að útkom-
an verði marktæk án þátttöku hans.