Morgunblaðið - 27.07.1999, Blaðsíða 68
..tannlæknar
mæla með þvi
WrlQlx‘1^ -JEGŒSI
U3££fózim
ftull flmouwl sugurfteu au
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Mannfjöldi í góð-
viðri í Skaftafelli
Rúmlega 970 þúsund um Hvalfjarðargöngin á einu ári
Búist við milljónasta
bílnum í gegn í dag
Á NÍUNDA hundrað manns,
flestir þeirra Islendingar, voru
á tjaldstæðinu í Skaftafelli í
göðviðrinu um helgina, en í gær
var mannfjöldinn orðinn svipað-
ur því sem að jafnaði hefur ver-
ið í sumar. Þór Hagalín, fram-
kvæmdastjóri Þjónustumið-
stöðvarinnar í Skaftafelli, segir
að yfirleitt hafi verið á annað
hundrað manns á svæðinu fram
að síðustu helgi, eða um 20%
færri en í meðalári, enda hefur
að mestu verið sólarlaust síð-
ustu fimm vikur. I gær var sól-
skin og hitinn um 21 gráða.
Þór segir að sá fjöldi sem hafi
verið á svæðinu um helgina sé á
mörkunum að vera of mikill,
sérstaklega vegna þess að sumir
gestanna hafí verið latir að
ganga að snyrtiaðstöðu í þjón-
ustumiðstöðinni, og því hafí
myndast biðraðir við tvö minni
snyrtiskýli á svæðinu.
„Ef viðrar eins og hefur
gert núna verður vafalaust
talsverð aðsókn um verslunar-
mannahelgina líka. Við erum
þó ekki móttækilegir fyrir há-
vaðasaman gleðskap. Þetta er
fyrst og fremst tjaldstæði, þar
sem á að hafa hæfilegt næði,“
segir Þór.
BÚIST er við milljónasta viðskipta-
vininum í Hvalfjarðargöngum fyrir
hádegi í dag. Síðdegis í gær höfðu
995-996 þúsund bílar farið um
göngin frá því þau voru opnuð 11.
júlí í fyrra og töldu forráðamenn
Spalar því að sá milljónasti færi í
gegn fyrri hluta dags.
Frá því gjaldtaka hófst 20. júlí í
fyrra og til jafnlengdar í ár fóru
rúmlega 970 þúsund bílar um göng-
in en nokkur þúsund bflar fóru um
þau fyrstu dagana eftir að opnað
var og áður en gjaldtakan byrjaði.
Gísli Gíslason, stjómarformaður
Spalar, segir ætlunina að taka á
móti milljónasta viðskiptavininum
með viðeigandi hætti, líklega blóm-
vendi og veglykli.
Stefán Reynir Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Spalar, segir að enn
sé beðið samþykkis bandaríska
bankans John Hancock, aðallánveit-
anda vegna framkvæmdanna, á
hugmyndum stjómar Spalar um
lækkun á gjaldskrá. Var jafnvel bú-
ist við samþykki bankans fyrir
næstu mánaðamót en Stefán taldi
það orðið knappt. Vonast hann til að
af henni geti orðið um miðjan ágúst.
Morgunblaðið/RAX
Hitinn í Reykjavík
í júlí í meðallagi
Um 70 færri
sólskins-
stundir
SÓLIN hefur skinið talsvert minna
í Reykjavík í júlí í ár en í meðal
júlímánuði eða í um 100 stundir á
móti um 170 stundum í meðaljúlí.
Finna má sjö júlímánuði á síðustu
50 árum sem eru verri, þ.e. með
allt að þriðja tug færri sólskins-
stundir en júlí í ár.
Trausti Jónsson veðurfræðingur
segir að júlí, sem senn er á enda, sé
því líklega í 9. til 10. sæti síðustu 50
árin yfir þá mánuði sem fæstar
hafa sólskinsstundir og væri því
ekki alveg einstakur hvað það
varðaði. Hann benti á að nokkrir
dagar væru eftir og væri ekki frá-
leitt að brugðið gæti til betri tíðar
um miðja vikuna eftir súldina.
Úrkoman í Reykjavík í júlí er
líka yfir meðallagi sem eru 52 mm
en í gær hafði mælst alls 65 mm úr-
koma. Hann sagði að rigna mætti
talsvert til viðbótar næstu daga til
að met yrði slegið og fjöldi úr-
komudaga væri nálægt meðallagi.
Rignt hafði í gær í 14 daga af 26 en
meðaltal rigningardaga í júlí er 18.
Hitinn í júlí er nákvæmlega í
meðallagi eða 10,6 gráður. Á Akur-
eyri er hitinn það sem af er júlí 0,7
gráður yfir meðallagi eða 11,2
gráður.
26 stiga hiti
* á Egilsstöðum
MESTUR hiti á landinu í gær
mældist á Egilsstöðum eða 26 stig.
Hitinn komst yfir 23 stig á nokkrum
stöðum austanlands í gær en í
Reykjavík varð mestur hiti 11 stig.
Hitinn á Neskaupstað varð 25 stig
í gær, á Akurnesi skammt frá Höfn
varð hitinn 24 stig og á Kirkjubæj-
arklaustri var 23 stiga hiti. Á Akur-
eyri komst hitinn í 21 stig og víða
austanlands og norðan- var um og
yfir 20 stiga hiti í gær. Þá varð 15 til
17 stiga hiti á stöku stað á Vestfjörð-
Spáð er áframhaldandi blíðu á
Norður- og Austurlandi í dag og
heiðskíru veðri en suðvestlægum
áttum og súld syðra. Hiti á Norður-
landi eystra verður á bilinu 13 til 22
stig, víða um eða yfir 20 stig á Aust-
urlandi og 15 til 24 stig á Suðaustur-
landi. Á Suður- og Vesturlandi verð-
. uK 9-15 stiga hiti og 10 til 16 stig á
Vestfjörðum.
ESB frestar ákvörðun um
hámark díoxíns í dýrafóðri
ÁKVÖRÐUN Evrópusambandsins um hámark
díoxíns í dýrafóðri hefur verið frestað fram í
september. Engin slík mörk hafa verið í gildi.
Fyrirliggjandi tillaga var um 2.000 píkógrömm
í kflói. Það hefði haft í för með sér að ekki hefði
mátt nota mjöl og lýsi til fóðurgerðar, þar sem
þær afurðir innihalda of mikið díoxín til þess.
Tillaga þessi kom frá landbúnaðamefnd Evr-
ópusambandsins í kjölfar díoxíneitrunarinnar í
Belgíu fyrr í sumar. í fyrstunni kom fram til-
laga um 10.000 píkógrömm í hverju kflói, slíkt
hámark hefði ekki komið í veg fyrir notkun
fiskimjöls og lýsis í dýrafóðri.
Tillagan var tekin íyrir í fastanefnd Evrópu-
sambandsins í gær og mætti þar mikilli and-
stöðu. Samþykkt hennar hefði lagt fiskimjöls-
og lýsisiðnað innan Evrópusambandsins í rúst
Ekki hefði verið hægt að
nota mjöl og lýsi í fdður
og haft svipuð áhrif á laxeldi, sem er algjörlega
háð fiskimjöli.
Hvorki hættulegt
mönnum né dýrum
Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir
að nú verði allt kapp lagt á að sannfæra þá aðila
sem koma að málinu um að þau gildi sem mæl-
ast í íslenskum mjöl- og lýsisafurðum séu nátt-
úruleg og hvorki hættuleg dýrum né mönnum.
„Þessi tillaga um 10.000 píkógrömm er mun
raunhæfari en sú sem vísindamennirnir lögðu
fyrir nefndina.“
Jón Reynir Magnússon, forstjóri SR-mjöls,
segir að ef þetta verði samþykkt muni það þýða
að ekki verði hægt að flytja mjöl og lýsi til landa
Evrópusambandsins. „Við mættum ekki einu
sinni nota þessar afurðir hér heima. Hrun mjöl-
framleiðslu úr físki myndi einnig hafa mikil
áhrif á löndin í kringum okkur. Fiskeldisiðnað-
urinn í Noregi, Skotlandi og á írlandi er algjör-
lega háður fiskimjöli, þannig að það er mikið í
húfi og ekki bara fyrir okkur íslendinga."
Útflutningsverðmæti fiskimjöls og lýsis héð-
an á síðasta ári nam 16 milljörðum króna og fór
megnið til ESB.
Píkógramm er afar lítil mælieining, minna en
brotabrot úr grammi.
Ákvörðun/24