Morgunblaðið - 05.08.1999, Page 2

Morgunblaðið - 05.08.1999, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mikil eignaaukning hjá lífeyrissjóðunum á fyrsta ársfjórðungi Eignirnar hækkuðu um 25 milliarða AUKNING á heildareignum lífeyr- issjóðanna er rúmlega 11 milljörðum meiri á fyrsta ársfjórðungi ársins 1999 en á sama tíma í fyrra. Aukn- ingin var 14,218 milljarðar 1998 en er 25,420 milljarðar 1999 og er aukningin því 78,8% meiri í ár en í fyrra. Þetta kemur fram í Hagtölum júlímánaðar sem Seðlabankinn gef- ur út. Samkvæmt upplýsingum frá Við- skiptastofu Landsbanka íslands hf. er langstærsti hluti eignanna ríkis- tryggð verðbréf eða 39% og næst- stærsti hluti eignanna, eða 14%, er í erlendum verðbréfum. Eign lífeyris- sjóðanna í ríkistryggðum bréfum hefur lækkað um 2% og í sjóðsfé- lagalánum um 1%. Lækkunina má rekja til aukinna erlendra fjárfest- inga að mati sérfræðinga Lands- bankans en eignaaukningin á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er mest í er- lendum verðbréfum eða 15 milljarð- ar. Til samanburðar má geta að allt hið fyrra ár fjárfestu lífeyrissjóðirn- ir fyrir 20 milljarða erlendis. Næst- mesta eignaaukningin er í hlutdeild- arskírteinum verðbréfasjóða og hlutabréfum en eign lífeyrissjóð- anna í hvoru fyrir sig jókst um þrjá milljarða. Að mati sérfræðinga Landsbank- ans má að töluverðu leyti rekja aukningu heildareigna lífeyrissjóð- anna til tveggja prósentna viðbótar- lífeyrisgreiðslna sem mátti byrja að greiða um síðustu áramót en einnig vegna þess að lífeyrir er nú greiddur af hærri launum vegna launahækk- ana og að stærri hluti heildarlauna er notaður sem stofn til útreiknings lífeyrisgreiðslna. Áðspurður kvaðst Már Guð- mundsson, aðalhagfræðingur Seðla- bankans, aftur á móti ekki álíta að aukninguna mætti sérstaklega rekja til viðbótarlífeyrisgreiðslnanna. Sagðist hann halda að þetta hefði verið fyrirséð, eignir lífeyrissjóðanna hefðu verið að aukast mikið undan- farin ár. Launastigið hefði hækkað töluvert og stofneign lífeyrissjóð- anna yxi samhliða því að réttindi til lífeyris byggðust upp, ávöxtun væri góð og fjárfestingar gæfu vel af sér. Már vildi auðvitað ekki útiloka að viðbótarlífeyrisgreiðslurnar hefðu eitthvað að segja í þessu sambandi en benti jafnframt á að þær fara ekki allar í gegnum eiginlega lífeyrissjóði. Tölfræðisvið Seðlabankans hafði ekki tiltækar upplýsingar um fjölda þeiiTa sem hafa nýtt sér heimild til viðbótargreiðslu lífeyris né um hversu háar upphæðir væri að ræða þar sem bankinn er hættur að safna saman ársfjórðungslegu greiðsluyf- irliti. Nú er greiðsluyfirlit einungis tekið saman árlega. Upplýsingar fengust ekki hjá Landssamtökum líf- eyrissjóða sakir sumarleyfa. Morgunblaðið/Matthías Gislason EINMUNA bliða hefur verið á Iandinu undanfarna daga og ekk- ert lát verður á henni á næstunni ef marka má veðurspár. Þannig hefur viðrað sérlega vel til fall- Stiarna yfir Hellu hlifarstökks, eins og sjá má á myndinni sem tekin er yfir Hellu á RangárvöIIum, þar sem æfð verða stökk á vegum Félags fall- hlífastökkvara þessa vikuna. Reisa minnisvarða um breska flug'sveit á Selfossflugvelli ATLANTA býður nokkrum fyrr- verandi hermönnum frá Bretlandi til íslands í næstu viku og verða þeir viðstaddir afhjúpun minnis- merkis á Selfossflugvelli um veru flugsveitar úr konunglega breska flughernum þar á stríðsárunum. Fjórtán hermenn hafa þekkst boðið. Arngrímur Jóhannsson, stjórn- arformaður Atlanta, tjáði Morg- unblaðinu að umrædd sveit, 269. flugsveit RAF, hefði verið merki- leg fyrir margra hluta sakir. Hún hefði m.a. náð þýskum kafbáti og dulmáli hans sem talið væri að hefði verið lykill að velgengni í baráttu bandamanna við Þjóð- verja á þessu svæði. Hann kvaðst hafa fengið þá hugmynd að reist yrði minnismerki um veru sveitar- innar í Kaldaðarnesi og var ákveðið að það yrði á Selfossflug- velli. Fjórtán hermenn sveitarinnar eru enn á lífi og hafa þegið boð Arngríms um að koma hingað til lands og tveir þeirra taka konur sínar með. Arngrímur sagði þá vera kringum áttrætt og væri ætl- unin að fá inni fyrir hópinn á heimilum. Hópurinn kemur hing- að til lands næstkomandi mánu- dag og verður Arngrímur sjálfur við stjórnvölinn á Boeing 747-þotu Atlanta sem sækir hermennina. Morgunblaðið/Ásdís ÞYRLA Landhelgisgæslunnar svífur yfir Mógilsá með nýja og veglega brú. Við hægri enda brúarinnar gnæfir Þverfellshorn en þangað leggja flestir Esjufarar Ieið sína, eða um 6.000 á hverju ári. Mógilsá brúuð ÞYRLA Landhelgisgæslunnar flutti rammgerða brú upp í miðjar Esju- hlíðar í gærdag. Brúin gerir göngu- fólki kleift að ganga þurrum fótum yfir Mógilsá miðja vegu milli Kögun- ar- og Rauðhóls, u.þ.b. þriðjung leið- arinnar upp fjallshlíðina. Umsjónaraðili þessarar vinsælu gönguleiðar, sem um 6.000 manns ganga á ári hverju, er Rannsóknar- stöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá en frumkvæði að smíði brúarinnar hafði Ferðafélag íslands. ÍSAL var fengið til að smíða brúna og gaf fyr- irtækið bæði efnið og vinnuna við smíði hennar. Byggingafyrirtækið Eykt stjórnaði uppsetningu brúar- innar og gáfu starfsmenn þess vinnu sína. Auk Rannsóknarstöðvarinnar og Ferðafélagsins standa Sparisjóður Reykjavíkiu- og nágrennis og vinnu- hópar frá Vinnuskóla Reykjavíkur, Vegagerðin og Landsvirkjun að „endurbótum og framþróun stígs- ins“, eins og fram kemur í fréttatil- kynningu Rannsóknarstöðvarinnar. Um þessar mundir vinna 45 ung- menni að gróðursetningu trjáplantna og lagfæringu neðsta hluta göngu- leiðarinnar. Brúin, sem er 11 metra löng og vegur um 1.000 kg, beið þyrlunnar rétt ofan við Rannsóknarstöðina á Mógilsá. Að sögn þyrlumanna var það létt verk fyrir þyrluna að flytja brúna upp fjallið á tilbúna stöpla. Flugmaður var Jakob Ólafsson en honum til aðstoðar frá Landhelgis- gæslunni voru Magnús Óskarsson, Sigurður Ásgeirsson, Páll Geirdal stýrimaður og Hilmar Þórarinsson flugvirki. Brúin auðveldar göngufólki enn „nýju leiðina“ sem greinist frá þeirri gömlu bröttu rétt neðan við nýju brúna og liggur upp fjallshlíðina austan við Mógilsá og sprænur hennar, en skáskerst síðan upp og vestur í áttina að Þverfellshorni, al- gengasta áfangastaðnum. Banaslysið á Vestur- landsvegi KONAN sem lést á þriðjudag- inn var, er fólksbfll og vörubíll lentu í árekstri á mótum Vestur- landsvegar og Akranesvegar, hét Sigurlína E. Kristinsdóttir, til heimilis að Vallarbraut 13, Akranesi. Sigurlína var á 65. aldursári og lætur eftir sig fjög- ur uppkomin börn. ; Herbert Arnarson í at- ; vinnumennsku á ný/ C1 KR-ingar komnir í úrslit bikarkeppninnar / C4 Sérblöð í dag Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.