Morgunblaðið - 05.08.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.08.1999, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MORGUNBLABIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins TONY Elliott (t.v.) og Mike Libra við vél sína sem er af gerðinni Piper Maiibu. Flug milli Bretlands og Bandaríkjanna Styðja börn með heilalömun í GÆR lauk flugi eins hreyfils vélar frá Bretlandi til Bandaríkjanna til að afla fjár fyrir góðgerðarfélög í báðum löndunum til stuðnings bömum með meðfædda heilalömun. Tveir menn flugu vélinni og höfðu þeir viðdvöl í Reykjavík um síðustu helgi. Samtökin White Lodge Centre of Chertsey í Surrey á Englandi voru með fluginu að leitast við að koma á sambandi góðgerðarhreyfmga í báðum löndunum sem styðja ýmsa hópa hreyfihamlaðra, bæði barna og fullorðinna. Er ætlunin að sameina meira kraftana og eiga samstarf um ýmis verkefni. Breska fyrirtækið Masterdrive Leasing and Rental, sem sinnir m.a. fjármögnun í bílgreininni, stóð að fluginu milli landanna og hvatti fyr- irtæki í þeirri grein til að leggja fram fé. Flugmennimir tveir, Mike Libra og Tony Elliott, sögðu ferðina hingað til lands hafa gengið vel en þeir lentu á Reykjavíkurflugvelli síðdegis á föstudag eftir flug frá Ox- ford. Héðan héldu þeir á laugardag til Narsarsuaq á Grænlandi og síð- an til Kanada og Bandaríkjanna og var ráðgert að koma til Washington í gær. Mike kvaðst hafa komið hing- að til lands áður en Tony var hér í fyrsta sinn og báðir hlökkuðu þeir til að koma hér við á ný á heimleið- inni síðar í mánuðinum. Bresk kona á sextugsaldri Hleypur yfir hálendið og end- ar á Reykjavíkurmaraþoni 52 ÁRA kona frá Wales hefur undanfarnar vikur hlaupið um hálendi fslands, samtals um 1.200 kíló- metra. Hún er nú stödd í Vík í Mýrdal, en ætlar að hlaupa þaðan áfram að Geysi og síðan til Reykjavík- ur þar sem hún tekur þátt í Reykjavíkurmaraþon- inu 22. ágúst. „ísland er mjög fallegt, mjög dásamlegt," segir Rosie Swale Pope sem hefur gefíð sér tíma til að læra nokkur íslensk orð á leið sinni frá Raufarhöfn til Kópaskers, Ásbyrgis, Mývatns, Herðurbreiðar- linda, Kverkfjalla, Öskju, Sandvíkur, yfír Sprengisand til Landmannalauga og loks til Víkur. Hún segist hafa dottið illa tvisvar sinnum og skorist í andliti og á fótum og tvisvar villtist hún og varð matarlaus, hún lenti í snjókomu og sand- stormum, en segir samt að ferðalagið hafí verið stórkostlegt. „Þetta er frábær aðferð til að skoða land og eink- um á það við um ísland,“ segir Rosie. Hún segist hafa séð mikiu meira heldur en ef hún hefði ferðast með öðrum hætti. „Þetta hefur verið ógleymanleg reynsla, og ég er viss um það að ég á eftir að koma aftur til íslands.“ Harðfískur og snyör í nesti Á leiðinni hitti Rosie maraþonhlaupara sem gaf henni góð ráð um nesti. „Hann sagði mér að ís- lensku Everestfararnir hefðu haft með sér harðfísk og srnjör. Ég fór að þessum ráðum, og á leiðinni yfir Sprengisand hafði ég aðeins spaghetti, harðfísk og smjör í nesti. Ég var klædd íslenskum ullarfötum, og þau reyndust betur en nokkuð annað sem ég hef reynt.“ Hún segir að margir vegfarendur og aðrir sem hún hitti á leiðinni hafi verið mjög hjálplegir og gef- ið henni vatn og mat og jafnvel föt. Rosie hefur haft með sér stafræna kvikmynda- tökuvél og tekið upp efni til að nota í heimildamynd um hlaupið og á leiðinni frá Geysi til Reykjavíkur verður í för með henni kvikmyndatökulið frá sjón- varpsstöð í Wales. Með hlaupunum safnar Rosie einnig fé til stuðnings veikum börnum í Afríku. Morgunblaðið/Jónas ROSIE Swale Pope frá Wales hefur hlaupið yfir há- lendið og ætlar að keppa í Reykjavíkurmaraþoni. Verslun Símans Internet veröur eins árs 16. ágúst. Heilt ár góðra samskipta er liöið. Nú tekur það næsta við. Allir sem skrá sig til og með 16. ágúst fá fría Internetáskrift í tvo mánuði. Mótald 1.190 ISDN 64 1.690 ISDN 128 2.190 Samskipti eru góð. Ókeypis samskipti eru samt betri Komdu í heimsókn SÍMINNinternet'* -tengir þig við lifandi fólk Síminn Internet, Grensásvegi 3, sími 800 7575, simnet@simnet.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.