Morgunblaðið - 05.08.1999, Síða 24

Morgunblaðið - 05.08.1999, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ * Islenskur gagnagrunnur um efnainnihald matvæla Svarar ótal spurningum um næringarinnihald NEYTENDUR Morgunblaðið/Halldór Olafur Reykdal segir að í framtíðinni muni gagnagrunnurinn gegna ýmsum hlutverkum. FÆRÐU öll nauðsynleg bætiefni úr fæðunni sem þú neytir? Er spergilkál ríkt af C-vítamíni eða inni- heldur heiihveitibrauð eitthvað af járni? Það verður hægt að fá svör við spurningum á við þessar í íslenskum gagnagrunni um efnainnihald mat- væla sem væntanlegur er á Netið. Ólafur Reykdal, matvælafræðing- ur hjá Matvælarannsóknum Keldna- holti, hefur haft umsjón með upp- setningu gagnagrunnsins. „Þessi gagnagrunnur var byggður upp hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins í samstarfí við Manneldisráð íslands.“ 900 fæðutegundir „I gagnagrunninum eru þegar um 900 fæðutegundir. Þar eru skráðar upplýsingar um orkuefnin prótein, fítu, kolvetni og alkóhól svo og orku, trefjaefni, 10 vítamín, 15 steinefni og 4 þungmálma. Auk þessa er fítunni skipt upp í allt að 40 fítusýrur og undir kolvetn- um er tilgreindur sykur, Alls eru þetta 104 efnisþættir." Ólafur segir að fyrir hvern efnis- þátt sé skráð meðaltal, hæsta gildi, lægsta gildi, fjöldi sýna og heimild- arnúmer. „Ef við tökum bara meðal- töl þá eru þetta rúmlega 90.000 færslur.“ Hann segir að gagnagrunnurinn muni gegna ýmsum hlutverkum í framtíðinni og veita neytendum og næringarráðgjöfum upplýsingar. Er fæðuval þitt fíturíkt eða orkusnautt? Nýlega veitti RANNÍS styrk til verkefnisins Netyæðing næringarút- reikinga og gagnagrunns um mat- væli. Ölafur segir að forritarar hjá Hugbúnaði hf. vinni alla forritunar- vinnu. Hann segir að auk þess sem upp- lýsingar úr íslenska gagnagrunnin- um um efnainnihald matvæla muni koma fram á Netinu þá opnist einnig ýmsir aðrir möguleikar. „Fólk getur til dæmis haldið matardagbók í einn eða fleiri daga, sett upplýsingarnar inn í reikniforrit og fengið að vita hvaða næringarefni vantar í fæðuna, hvort of mikillar fítu sé neytt, of fárra hitaeininga og svo framvegis." Þegar Ólafur er spurður hvenær neytendur geti búist við að ganga að þessum upplýsingum á Netinu segir hann að ekki sé komin nákvæm dag- setning en fljótlega á næsta ári megi búast við að tilraunaútgáfa verði til- búin. Nýtist vel til kennslu Ólafur bendir á að forrit til nær- ingarútreikinga á Netinu muni nýt- ast vel til kennslu. .Aðgengilegt ís- lenskt kennsluforrit til að reikna út næringarefni í fæði hefur skort íyrir skólana en einnig fyrir sjúklinga sem þurfa sérfæði, íþróttafólk og aðra. Með forritinu verður hægt að reikna næringargildi eigin fæðis, einstakra rétta eða uppskrifta. Ráðlagðir dag- skammtar Manneldisráðs verða tengdir forritinu þannig að hægt verður að sjá hversu vel fæðið upp- fyllir þörf hvers og eins miðað við hæð, þyngd, aldur, kyn og hreyf- ingu.“ Heilhveitibrauð | /,.y.. 1 Orka í 100 g: 1030 kJ / 245 kkal Orkudreifing: Prótein 16%, fita 8%, kolvetni 76% V \ 'A Efnainnihald í 100 g af ætum hluta: Dagsetn. Meðal- tal Lægst Hæst Fj- sýna Heimild Prótein (g) 27/1/97 9,7 6 1455 Kolvetni (g) - þar af sykur (g) 27/1/97 22/11/96 45,7 0,4 2 1050 1451 Trefjaefni (g) 22/11/96 4,6 3,8 5,9 23 1440 Fita (g) - þar af mett. fitusýrur (g) - þar af ómett. fitusýrur (g) 27/01/97 27/01/97 22/11/96 2,3 0,5 1,1 6 6 6 1455 1455 1455 Vatn (g) 27/01/97 35,6 6 1455 A-vítamín (gg) 22/11/96 17 1050 B1-vítamín (Þíamín) (mg) 22/11/96 0,19 0,16 0,22 4 1920 B2-vítamín (Ríþóflavín) (mg) 22/11/96 0,12 0,08 0,14 4 1920 Fólasín (gg) 22/11/96 49 30 64 4 1920 C-vítamín (mg) 22/11/96 0 1801 Kalk (mg) 22/11/96 64 33 103 9 1437 Natríum (mg) 22/11/96 448 240 650 23 1440 Kalíum (mg) 22/11/96 194 148 224 18 1437 Járn (mg) 23/06/97 1,26 11 1456 Aðeins sum efnanna sem eru í gagnagruninum eru sýnd. Þar er að finna 10 vítamín, 18 steinefni og 40 fitusýrur. Efnainnihald er gefið upp fyrir 100 g af heilhveitbrauði og eru það um fjórar venjulegar sneiðar. í töflunni fyrir heilhveitibrauð má sérstaklega benda á kolvetni, trefjaefni, fólasín og natríum. Heilhveitibrauð eru kolvetnarík enda má sjá undir liðnum orkudreifing að 76% orkunnar kemur úr kolvetnum. Þetta er einmitt æskilegt enda segir í Manneldismarkmiðum Manneldisráðs að hæfilegt sé að úr kolvetnum fáist 50-60% af orkunni. Margir ná ekki þessu markmiði. Trefjaefni í heilhveitibrauði eru um 5 grömm í 100 grömmum og er það umtalsvert. Hægt er að reikna með um 49 grömmum af fólasíni úr 100 g af heilhveitibrauði og er það um 17% af ráðlögðum dagskammti. Það væri því ráð að setja grænmeti ofan á brauðið. Með því að margfalda töluna fyrir natríum með 2,5 fáum við matarsaltið. (100 grömmum af heilhveitibrauðinu eru 448 milligrömm natríum eða 1120 milligrömm matarsalt. Það er því rétt rúmlega 1 % matarsalt í heilhveitibrauðinu. Heimild: Islenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla (ISGEM) 10-60% staðgr. afsL af öllum vörum REIÐHJÓL //Q ..' ' ‘ ‘ " ICOTTUSÆi SPEEDO SPORTFATNAÐUR ÚTIVISTARFATNAÐUR QOLFFATNAÐUR OG KYLFUR rAn'tGi GMJUVT SUNDFATNAÐUR Rccboh - -- • ÍÞRÓTTASKÓR VIVI GONGUSKOR RÓLUR ■> Isl , | a CZDN iIHoujsori : Ármúla 40, símar 553 5320, 568 8860. l/'erslunin \ I I ! P | L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.