Morgunblaðið - 05.08.1999, Page 33

Morgunblaðið - 05.08.1999, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 33 LISTIR Út úr kortinu VERK Hrafnkels Sigurðssonar á sýningunni. MYNDLIST Listasafn Kúpavogs / Gerðarsafn BLANDAÐ EFNI ÝMSIR LISTAMENN Opið 12 til 18. Aðgangseyrir 300 kr. Sýningin stendur til 8. ágúst. ÚT úr kortinu er yfírskrift á stóru sýningarverkefni sem sett er upp í samstarfi Gerðarsafns í Kópa- vogi og Listamiðstöðvarinnar í S'ete í Frakklandi. Á sýningunni er teflt saman sjö íslenskum lista- mönnum og sjö frönskum. í heild er hér um vandaða sýningu að ræða og öll uppsetning er vel unnin, en þó virðist sem sýningin eigi eftir að taka nokkrum breytingum þegar hún verður sett upp í Frakklandi því þá bætast við upplýsingar á Netinu og ritgerð um hana eftir hinn þekkta listfræðing Bemard Marcadé. Verkin á sýningunni eru mjög mismunandi að umfangi og því ekki endilega sambæriieg, allt frá inn- setningu sem tekur hálfan sal niður í mynd sem límd er á einn glugga í kjallara. Stærsta verkið er innsetn- ing Didiers Marcel þar sem lituð líkön af húsum og kirkjum hafa ver- ið límd á vegg. Innan um þau standa síðan prjónar út úr veggnum og á endum þeirra hefur verið kom- ið fyrir tómötum. Af framlagi Is- lendinganna er verk Hrafnkels Sig- urðssonar líklega mest sláandi, en það er röð stórra ljósmynda sem sýna stórar snjóhrúgur sem rutt hefur verið upp. Hrafnkell hefur unnið með ýmis form landslagslist- arinnar en í þessu verki tekst hon- um á nýjan hátt að túlka þá ljúfsáru reynslu að búa á íslandi og vísa um leið í fjöllin því í myndunum birtast hrúgurnar sem hrikalegar mann- gerðir jöklar. Af allt öðrum toga, en þó tengt landslagi, er verk Katrínar Sigurðardóttur sem hefur útbúið líkön af stöðum, raunverulegum eða ímynduðum, og komið fyrh- í köss- um sem loka má fyrir flutning; þetta er því eins konar ferðalands- lag. Eina myndbandsverkið á sýn- ingunni er eftir Marion Lachaise en hún flytur texta í verkinu sem fjallar um kynóra og kynferði telpna og drengja. Myndrænt sveiflast verkið á milli þess að minna á fjölleikahús og vera of- skynjunarkennt og ýkt, en áhrifin af því undirstrika tvíræði textans. Tvíræði er líka viðfangsefni Nicholasar Moulin þó á öðru sviði sé. Hann raðar saman ljósmyndum úr ýmsum áttum, fjölmiðlamynd- um úr því mikla myndaflóði sem yfir okkur gengur daglega. Heild- aráhrifin af samsetningu hans eru þau að áhorfandanum finnst hann dreginn inn í einhvern torskilinn en þó dálítið kunnuglegan heim þar sem sumar myndirnar laða hann til sín en aðrar eru fráhrind- andi, jafnvel óhugnanlegar. Fram- lag Hugues Reip er líklega illskilj- anlegasta verkið á sýningunni, teiknimynd af trúði límd í glugga; án frekara samhengis er ekkert um það að segja. Philippe Ramette sýnir hins vegar einfalt verk sem þó hefur skýrar tilvísanir og virkni. Þar er um að ræða tréverk sem myndar einfalt horn, líkt og milli veggja. Verkið er merkt „Sektarrýmið" en einfaldari þýð- ing væri líklega „Skammarkrókur- inn“. Birgir Andrésson er á þjóðlegum nótum eins og oft áður og fjallar hér um útskurð. Fínlegar teikningar á veggnum kallast á við fagurlega út- skorið asklok sem hér er notað til að hylja opið á kamri sem settur hefur verið upp í salnum. Daníel Magnús- son fjallar einnig á gagnrýninn hátt um ímynd Islands í röð mynda af náttúruperlum sem á stendur síðan „OK“, „Thjodlegt.is" og fleira í þeim dúr. Hallgrímur Helgason vinnur í teiknimyndastílnum, bæði á pappír og á stórt málverk. Sigurður Árni Sigurðsson prentar Jjósmyndir af skýjum á striga og sýnir einnig stóran skúlptúr úr áli og járni, fjór- ar láréttar skífur sem tengjast með lóðréttri stöng og minna á ský. Fyr- ir utan safnið hefur verið sett upp verk Jacques Julien, en hann fjallar gjaman um leiksvæði og sýnir hér tvær körfuboltakörfur með óvenju- legri lögun. Loks sýnir Paul Pouvr- eau ljósmyndir sem límdar hafa verið á stóra stæðu af pappaköss- um. Eins og hér má sjá eru verkin á sýningunni af ýmsum toga en gæðin tengja þau saman og gera það að verkum að sýningin gengur upp þótt listamennirnir séu ólíkir. Jón Proppé Nemendur Vinnuskólans skoða Asmundarsafn og Kjarvalsstaði í ÁSMUNDARSAFNI í jiili. Sigríður Ólafsdóttir ásamt nemendum Vinnuskóla Reykjavíkur. í SUMAR hafa nemendur Vinnu- skólans í Reykjavík fengið fræðslu um myndlist á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsal. Heimsóknir ungling- anna á söfnin eru liður í samstarfi Listasafns Reykjavíkur og Vinnu- skólans í Reykjavík sem staðið hef- ur undanfarin ár, segir í fréttatil- kynningu frá Kjarvalsstöðum. Ennfremur segir: „Á Kjarvals- stöðum hafa nemendur 10. bekkjar skoðað sumarsýningu safnsins og sýningu á verkum hollenska lista- mannsins Karel Appel. Þeir hafa líka svarað nokkrum spurningum sem fræðsludeild safnsins lagði fyrir þá og hafa niðurstöðurnar verið um margt forvitnilegar. Nemendur voru spurðir hvaða verk á sýningunni þeim finnast best og einnig hvaða verk þeim finnast verst. Flestum fannst verk eftir Sigurð Árna Sigurðsson og Kjarval vera best en líkaði aftur verst við verk Karel Appel. Spurt var um hvað nemendur vildu helst sjá og kenndi þar ýmissa grasa, allt frá Monu Lísu til gjörninga. Krakk- arnir lýstu þeim verkum sem þeir vildu sjá á ýmsan máta t.d. „list sem hvíslar að þeim“ og „krafta- verk“. I Ásmundarsal við Sigtún skoð- uðu nemendur 8. bekkjai- nýja yfir- litssýningu á verkum Ásmundar Sveinssonar sem sett var upp í vor. Einnig er farið yfir sögu hússins. Að heimsókninni í Ásmundarsafn lokinni fóru nemendumir niður í Laugardalinn og skoðuðu þvotta- laugarnar og verk Rúríar, Fyssu. I könnuninni sem lögð var fyrir á Kjarvalsstöðum var forvitnast um það hvort krakkarnir hefðu komið áður á safnið og reyndust það um 60%. Þannig að þó nokkur hópur nemenda var í sinni fyrstu heim- sókn á safnið með Vinnuskólanum þó að á hverju skólaári komi um 7.600 nemendur á Kjarvalsstaði og í Ásmundarsafn en á síðasta skólaári var raunar slegið aðsóknarmet en þá fór fjöldi nemendanna yfir 10.000. Á bæði söfnin komu tæplega 2.000 krakkar í sumar og eru þá tal- in auk Vinnuskólans böm af hinum ýmsu sumarnámskeiðum." Á Kjarvalsstöððum er boðið upp á leiðsögn fyrir almenning alla sunnudaga kl. 16. Leiðsögn fyrir al- menning hefur verið fastur liður í starfsemi safnsins allt frá árinu 1992 og lengst af verið í höndum myndlistarmanna. SKAMMAKRÓKUR eftir Philippe Ramette. I3ICMIEGA Fólínsýra FOIJN Takist fyrir þungun og á meðgöngu. Fæst í næsta apóteki. EUMENIAV Eumenia, lítil og nett_____________ en stendur þeim stóru fyliilega á sporði í afköstum. Hún er afar vönduð, með bilanatíðni í algjöru lágmarki - og það heyrist varla í henni. Þetta er vélin sem hentar inni á baði, í eldhúsið eða í litla þvottahúsið. m 3 kg, 600 eða 800 snúninga, hœö/breidd/dýpt: 67,5 cm/46 cm/46 cm m 3kg, lOOO snúninga, hœð/breidd/dýpt: 67,5 cm/46 cm/46 cm m 4 kg, 1200 snúninga, hceð/breidd/dýpt: 82 cm/54,6 cm/56 cm m 4 kg, 700 snúninga með innbyggðum þurrkara fyrir 2 kg, hœö/breidd/dýpt: 78 cm/53 cm/55 cm Frá 49.900 kr. staðgr. Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SlMI S69 1500 úrvalstæki, einstök þjónusta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.