Morgunblaðið - 05.08.1999, Qupperneq 40
J 40 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
________________UMRÆÐAN
Hver er í álög'um?
DAGANA 27. júní
og 11. júlí ritar Þórir
Gröndal tvö greinar-
korn um „Iceland
Seafood í álögum“.
Eins og mörgum er
kunnugt er hér átt við
söluskrifstofu Sam-
bands íslenskra sam-
vinnufélaga í Banda-
ríkjunum. í fyrstu hét
þetta fyrirtæki Iceland
Product en síðar var
nafninu breytt í
Iceland Seafood. Er
Sambandinu var skipt
upp í nokkrar sjálf-
stæðar rekstrareining-
ar færðist þetta fyrir-
tæki yfii- til Islenskra sjávarafurða.
Félag þetta mun hafa verið
stofnað um 1950 til þess að annast í
Bandaríkjunum alla markaðssetn-
ingu á fiskafurðum þeirra fram-
leiðslufyrirtækja, sem þá tengdust
samvinnuhreyfingunni á einn eða
annan hátt.
I skrifum Þóris gætir nokkurrar
ónákvæmni og þar sem ég leyfi
mér að halda að bæði Þórir sjálfur
' sem og hans lesendur vilji heldur
hafa það sem sannara reynist, tel
ég nauðsynlegt að gera nokkrar
leiðréttingar á fyrrnefndum skrif-
um og jafnframt fylla betur inn í
frásögn hans, þar sem hann stiklar
gróflega á vissum staðreyndum í
frásögn sinni sem gefur viljandi
eða óviljandi tilefni til rangra
ályktana fyrir þá sem ekki þekkja
rétt til málanna.
I iyrsta lagi var skrifstofa fé-
lagsins aldrei í Chrysler skýja-
klúfnum eins og Þórir segir. Hún
var í Lincoln byggingunni á 42.
stræti á 52. hæð. Lítil skrifstofa
sem bæði hýsti innkaupaskrifstofu
SÍS í Bandaríkjunum sem og
Iceland Product eins og fyrirtækið
hét þá. Þetta var dýr
staður og hafði raun-
verulega ekkert sér-
stakt gildi fyrir sölu-
starfsemina þar eð öll
salan var utan New
Yopk borgar.
I öðru lagi segir
Þórir, að Eysteinn
Jónsson hafi verið
stjórnarformaður
Sambandsins á þess-
um tíma en það er
ekki rétt, hann varð
stj ómarformaður
mörgum árum síðar
og hafði þar af leið-
andi ekkert með ráðn-
ingu mína að gera.
Hitt er rétt að Sambandið hafði
styrkt Pálma Ingvarsson til náms í
Bandaríkjunum beinlínis í þeim til-
gangi, að hann tæki við starfi sem
framkvæmdastjóri Iceland Prod-
ucts.
Þegar ég var beðinn að taka við
þessu starfi í Bandaríkjunum hafði
ég ekki starfað hjá Sambandinu
nema í nokkrar vikur, hinsvegar
tók það rúmlega ár að fá vinnu-
heimild fyrir mig í Bandaríkjunum
vegna þess að ég hafði verið þar við
nám á svokölluðum forsetastyrk,
sem heimilaði ekki þeim sem þar
höfðu lokið námi á slíkum styrk að
koma þar til starfa fyrr en í fyrsta
lagi 3 árum eftir að þeir höfu lokið
þar námi. Sækja varð því um sér-
staka undanþágu sem tók ofan-
greindan tíma. Sjá má af þeim tíma
og erfiðleikum sem það tók að fá
slíkt vinnuleyfí að Sambandinu var
mjög í mun að fá nýjan mann í
þessa stöðu, þegar Pálmi hafði
skyndilega ákveðið að ráða sig til
starfa hjá Sölusambandi íslenskra
fiskframleiðenda.
Á þeim tíma sem Iceland Prod-
uct starfaði áður en ég kom þangað
hafði heildarsala skrifstofunnar
farið hæst í 7 milljónir punda (þ.e.
amerísk lbs.) á ári. Hún hafði síðan
smálækkað niður í 3,5 milljónir
punda eða minnkað um 50%. Enn-
fremur var verulegur halli á
rekstri skrifstofunnar miðað við
veltu og síðar var mér tjáð að tæk-
ist ekki að snúa rekstrinum í betra
horf, bæði hvað varðaði heildar-
sölumagn sem og rekstrarafkomu,
yrði þessari starsemi hætt og SH
falið að annast sölumál Sambands-
ins í Bandaríkjunum. Hér var því
Fisksölumál
Þau ár sem ég starfaði
í Bandaríkjunum, segir
Bjarni V. Magnússon,
voru bæði góðir og
mjög erfíðir tímar.
mikið í húfi en ekki kom ég auga á
þessa staðreynd í skrifum Þóris.
Er ég skilaði af mér stöðu fram-
kvæmdastjóra Iceland Products
rúmum 6 árum eftir að ég kom
þangað var heildarsalan komin yfir
22 milljónir punda. Hafði aukist
um rúmlega 18,5 milljónir punda
eða meira en sexfaldast. Jafnframt
var búið að vinna upp allt tapið og
því náð að skila það góðum hagn-
aði, að skömmu síðar var ráðist í að
byggja nýja og nýtískulega fisk-
réttaverksmiðju nokkrar mílur frá
þeim stað, er gamla verksmiðjan
stóð á. Hafði nýja verksmiðjan
margföld afköst og margfalda
geymsluaðstöðu miðað við gömlu
verksmiðjuna.
Ekki minnist ég þess að þegar
nýja verksmiðjan var opnuð og
stjórn Sambandsins mætti þar til
Bjarni V.
Magnússon
að fagna merkum og stórglæsileg-
um áfanga í starfsemi félagsins
vestan hafs að einhver minntist á
það að afhenda þessa starfsemi til
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna.
Enda kom það fram í viðtali við
fulltrúa gjaldeyrisdeildar Seðla-
bankans að á meðan ég stjórnaði
sölumálum í Bandaríkjunum skil-
aði Iceland Products að jafnaði
hærra meðalskilaverði fyrir fiskaf-
urðir til íslands en Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna.
Tuttugu árum eftir að ég hætti
störfum hjá Sambandinu var ég
staddur í Bandaríkjunum og var
þar kynntur fyrir svæðisstjóra
allra sölumála í austurhluta Banda-
ríkjanna hjá stærsta fiskframleið-
anda Kanada. Er hann heyrði nafn
mitt næstum því faðmaði hann mig
og sagði að sér væri sérstök
ánægja að því að fá loksins að hitta
þann mann, er hafði komið Iceland
Products á kortið í Bandaríkjun-
um. Óneitanlega skemmtileg viður-
kenning, sérstaklega þar sem hún
kom frá aðalsamkeppnisaðila Is-
lendinga á þessum markaði.
Ekki er söguþekking Þóris betri
þegar kemur til viðskipta Iceland
Products og Shoemakers. Eg seldi
honum aldrei eitt kíló af fiski, hins-
vegar hafði hann keypt nokkurt
magn af skelfiski frá Islandi mörg-
um árum áður en ég kom þangað,
sem reyndist gallað og hann tapaði
á. Um skuld við Iceland Products á
þeim tíma, er ég kynntist honum
var ekki að ræða. Aftur á móti voru
það sérstakar kringumstæður, sem
ollu því að viðskipti voru tekin upp
við hann.
Þannig var mál með vexti að árið
1958 fékk Iceland Products um
370.000 pund af blokk frá einu
frystihúsi á vegum Sambandsins
og reyndist þessi blokk vera með
slagvatnslykt. Kaupandi, sem var
einn af stærri notendum slíkrar
blokkar, var búinn að festa kaup á
öllu þessu magni en hafnaði því al-
gjörlega og ráðlagði mér að fá skip
sem gæti tekið allt þetta magn og
flutt út fyrir landhelgislínuna og
látið það hverfa án þess að meira
yrði um það talað, því að frekari
fregnir um þessi mistök myndu
skemma markaðsstöðu félagsins í
Bandaríkjunum. Vissulega voru
reyndir aðrir möguleikar á að selja
þessa vöru og það jafnvel með
verulegum verðafslætti en án ár-
angurs. Nú voru góð ráð dýr og
ljóst var að ætti ekki að fara að
ráðum fyrrnefnds kaupanda, yrði
að fjarlægja þessa vöru sem fyrst
og sem lengst frá löndunarstað
.hennar þannig að opinberir eftir-
litsmenn fengju ekki fréttir af
henni.
I því sambandi komu fram upp-
lýsingar um frystigeymslu í
Steelton, útborg frá Harrisburg
höfuðborg Pennsylvania-fylkis, í
eigu Shoemakers. Þetta vöruhús
stóð að mestu leyti ónotað og því
auðvelt að fá aðgang að því á góð-
um kjörum. Öll slagvatnsblokkin
var því keyrð þangað og látin
hverfa af markaðinum. Síðan var
ráðinn Islendingur, sem bjó úti á
Long Island, og hann sendur með
ísaxir til Steelton. Hann réð síðan
aðstoðarmenn og nú var hafist
handa um að opna allar blokka-
öskjurnar og höggva í þær með
ísöxunum og lykta í sárið og kanna
hvort slagvatnslykt væri í öllu
magninu. Fram kom að aðeins um
20% voru með lítilsháttar lykt.
Á meðan á þessum aðgerðum
stóð hækkaði blokkin í verði og að
lokum var hægt að skila uppruna-
legu útflutningsverði til framleið-
andans í stað þess að setja hann
beint í gjaldþrot, ef ráðleggingu
kaupandans hefði verið fylgt. Má
fullyrða að slíkar bjögunaraðgerðir
munu vera einsdæmi í sölu fisk-
blokka á Bandaríkjamarkaði.
Þannig hófust kynni okkar
Shoemakers en ekki í sambandi við
einhverjar ógreiddar skuldir eins
og Þórir af einhverjum óskiljanleg-
um ástæðum vill vera láta.
Þau ár sem ég starfaði í Banda-
ríkjunum voru bæði góðir og mjög
erfiðir tímar. Má í því sambandi
nefna að bankastjóri Landsbank-
Lausn byggðavandans
í SVONEFNDRI Byggðastofnun
sitja valinkunnir menn í stjóm og
framkvæmdastjóm. Þeirra hlutverk
er að gæta réttlætisins gagnvart al-
menningi í byggðum landsins. Þeim
* er orðið ljóst að kvótakerfið er að
granda byggðunum, því að kvótam-
ir vora teknir af þessum byggðum í
upphafi. Almenningur á enga kvóta
lengur, það era aðeins útgerðar-
mennimir sem frá árinu 1984 hafa
átt hann. Síðan hið „frjálsa framsal"
kom til framkvæmdar 1990 hefir þó
orðið sú breyting, að nú þurfa menn
ekki að eiga skip til að eiga kvóta,
heldur mega allir spekúlantar
kaupa og eiga hann. Byggðastofnun •
hefir á þessu ári 1500 tonna kvóta
til úthlutunar. Ef einhver skyldi
spyrja, hvaðan komu þessir kvótar,
er svarið augljóst: Ur sjónum.
Byggðastofnun hefir nú af alkunnri
_ réttlætisvitund gert tillögu um út-
*J hlutun á þessum kvótum til byggða,
sem era þar í náðinni, þannig:
Vestfirðir: tonn
Flateyri 115
Suðureyri 102
Þingeyri 170
Isafjarðarbær, alls 387
Vesturbyggð 105
Vestfirðir, alls 492
Austfirðir: tonn
Breiðdalsvík 181
Fáskrúðsfjörður 113
Stöðvarfjörður 94
Austfirðir, syðri alls 388
Aðrir staðir: tonn
Seyðisfjörður 67
Kaldrananes 63
Hofsós 114
Grímsey 92
Bakkafjörður 72
Borgarfj., eystri 112
— Aðrir alls 520
W Heildarúthlutun 1400
Úthlutunin ber með sér að
Byggðastofnun var
sett í mikinn vanda,
því að hann var óleys-
anlegur samkvæmt
núverandi kvótakerfi.
Helzt lítur út fyrir að
tOgangurinn sé að
halda þessum byggð-
um niðri, en ekki
leysa vanda þeirra.
Mörg byggðarlög era
einnig höfð út undan.
Reynt er að láta líta
svo út sem um
ábyrga framkvæmd
sé að ræða, td. er
norðurhluta Vest-
fjarða eða Isafjarða-
bæ úthlutað sama
magni kvóta og suð-
urhluta Austfjarða, og menn eiga að
halda að hér sé um svonefnt jafn-
ræði að ræða. Bæjarstjóri Isafjarð-
arbæjar segir að allir kvótar bæjar-
félagsins skuli nýttir á Þingeyri, þe.
öllum þessum afla skal landað þar,
eins þótt þeir séu eyrnamerktir
Flateyri eða Suðureyri. Þetta er
misneyting. Framkvæmdastjóri
Byggðastofnunar segir að kvótamir
gildi aðeins í eitt ár og séu ekki
framseljanlegir. Þetta er bara bull.
Augljóst er að ekki er unnt að aftur-
kalla þessa kvóta á næsta ári og að
þeir verða að gilda til langs tíma, ef
þeir á annað borð koma til fram-
kvæmdar. Það greiðir ekki fyrir
aukinni búsetu manna á Þingeyri að
úthluta kvótum til eins árs, því að í
því finnst ekkert atvinnuöryggi fyr-
ir fólkið á staðnum. Skiptir það
kannske ekki neinu máli?
Frétt í DV segir að samningsum-
leitanir standi yfir við sjávarútvegs-
fyrirtækið Visir hf. í Grindavík um
að taka upp saltfiskvinnslu á Þing-
eyri og leggja því til tæp 400 tonn í
kvótum, en hér mun átt við alla út-
hlutaða kvóta innan ísa-
fjarðarbæjar, þe. 388
tonn. Verðmæti slíkra
leigukvóta á ársgrand-
velli er nú 46,6 milljónir
ki-óna. Það er þó nokkuð
búsílag fyrir nýtt fyrir-
tæki, en það hjálpar ekki
„Rauða hemum“. Eða
hvaða verð skyldi
Byggðastofnun ætlast til
að sjómennimir fái fyrir
landaðan afla? Það vant-
ar eitthvað í myndina.
Sýnilega eiga sjómenn
eða almenningur engan
rétt hjá Byggðastofnun
sem fyrr, því að „ófram-
seljanlegum“ kvótum
Byggðastofnunar verður
aðeins úthlutað til fyrirtækja eða
ákveðinna skipa í tilteknum byggð-
arlögum.
Núverandi ófremdarástand í
sjávarútvegi er afleiðing af sér-
hagsmunastefnu framsóknar-
manna, sem frá upphafi hafa fylgt
þeirri stefnu að allt sé bundið í
skömmtunarkerfum eða kvótum,
sem þeir einir eigi að hafa for-
gangsrétt að. Þeir skömmtuðu áð-
ur innflutning með innflutnings-
leyfum samkvæmt svonefndri
höfðatölureglu, gjaldeyri með
gjaldeyrisleyfum, bankalán með
eyrnamerktum bankastjórum,
o.s.frv. Mikið af þessu baktjalda-
makki hrandi með tilkomu Við-
reisnarstjórnarinnar á sjöunda
áratugnum, sem varð til Jæss að
óskabarn Framsóknar, SIS, rúll-
aði, en það gjaldþrot var greitt af
Landsbankanum, sem fórnaði til
þess öllu eigin fé bankans, senni-
lega um 14 milljörðum króna, sem
þó hefir aldrei verið gert opinber-
lega grein fyrir af hálfu bankans
þótt hann væri fram til þessa opin-
Kvótakerfi
Greina verður á milli
djúphafsveiða, segir
*
Onundur Asgeirsson,
og veiða fyrir
landvinnsluna
ber ríkisbanki. Kvótakerfið í sjáv-
arútvegi nú er samskonar skömmt-
unarkerfi, ætlað hinum útvöldu.
Það var upp fundið af Framsókn.
Það verður að teljast óvitáskapur
að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa
tekið að sér að styðja þennan
óskapnað, sem sýnilega gengur
gegn öllum hagsmunum almenn-
ings í landinu, og er sérstaklega
stefnt gegn öllum fiskibyggðum
landsins. Afleiðingin er yfirvofandi
hrun þessara byggða um allt land.
Sjálfstæðismenn, sem eru að styðja
þessa stefnu, eru að svíkja sjálfa
sig og aðra.
Nauðsyn á nýju
fiskveiðikerfi
Það ætti nú að vera orðið öllum
ljóst, að stórútgerðin hefir nú þegar
lagt mestan hlutann af kvótum
fiskibyggðanna undir sig. Djúp-
veiðiskip, frystiskip og vinnsluskip
eiga að sjálfsögðu fullan rétt á sér
við veiðamar. LIÚ heldur því fram,
að þessi skip séu hagkvæmust, af
því að þau geti unnið aflann allan
sólarhringinn, en ekki sé unnið
nema á daginn í landvinnslunni.
Þetta er mjög vafasöm staðhæfing,
því að vel mætti vinna lengur í
landi, ef afli og mannafli væri til.
Sérstaða vinnsluskipanna er sú, að
þau geta valið úr afla að vild og nýta
0nundur
Ásgeirsson
aðeins það bezta úr aflanum, því að
aðeins reiknast það til kvóta sam-
kvæmt margföldunarstuðli, sem
þau koma með að landi. Hitt fer aft-
ur í hafið. I landvinnslunni er allur
afli vigtaður brúttó inn til vinnsl-
unnar. Þá er augljóst, að kvótakerf-
ið er í eðli sínu braðlkerfi, þar sem
smáfiski er fleygt í stórum stfl, eng-
um til gagns, en stórspillir greini-
lega veiðislóðunum. Verst era þó
togskipin, því að þau spilla varan-
lega botninum og umhverfi fisksins
mest. Við því verður að gera í nýju
kerfi, og það sem fyrst.
I nýju fiskveiðikerfi verður að
skilja á milli veiðislóða fyrir djúp-
veiðiskip og fyrir veiðar fyrir land-
vinnsluna, og væri þá eðlilegst að
miða við 50 mflna línuna hans Lúð-
víks, sem fylgir í aðalatriðum land-
granninu og er sýnd á öllum sjó-
kortum. Það er óviðunandi að land-
róðrabátar þurfi að sækja tfl veiða
út fyrir djúpveiðiskipin svo sem nú
er. Utan 50 mílnanna væru frjálsar
veiðar fyrir djúpveiðiskipin, og væri
etv. bezt og einfaldast að stjórn
þehra veiða væri í höndum LIÚ,
bæði hvað varðar fjölda og gerð
skipa og aflaheimilda hvers veiði-
skips. Allur afli tekinn innan 50
mflnanna sé tekinn á land tfl
vinnslu. Stjórn þeirra veiða væri
bezt komin í höndum Hafró, sem af-
markaði veiðislóðir fyrir mismun-
andi tegundir veiða eftir veiðarfær-
um, hrygningarstöðvum, verndar-
svæðum og öðru. Veiðar með færam
og línu verði frjálsar, og takmarkað-
ar aðeins af þeim ákvæðum, sem
fiskisérfræðingar Hafró telja nauð-
synlegar. Krókaveiðar hafa aldrei
stefnt fiskveiðunum í hættu. Yfir-
stjórn Hafró verði sjálfstæð og án
afskipta hagsmunaaðila í fiskveið-
unum. Með þessu móti mætti losna
við gjörræðislega íhlutun sjávarút-
vegsráðuneytisins og óábyrga um-
sýslu Fiskistofu, sem tímabært og
hagkvæmt væri að leggja niður.
Höfundur er fv. forstjóri Olís.