Morgunblaðið - 05.08.1999, Side 42

Morgunblaðið - 05.08.1999, Side 42
> 42 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ _____UMRÆÐAN Þriðja ríkið á Skriðuklaustri MEÐ því að rifta ráðningu Arthúrs Björgvins Bollasonar vegna umfjöllunar hans um tengsl Gunn- ars Gunnarssonar við valdamenn í Þýska- landi á fjórða áratugn- um hefur stjóm Gunn- arsstofnunar, að Hrafnkatli A. Jónssyni frátöldum, sýnt að hún er óhæf til þeirra verka sem henni voru falin. Menntamálaráðherra ber að ógilda ráðningu forstöðumanns Gunn- arsstofnunar á Skriðuklaustri og skipa Mörður Árnason nasista allt fram til vors 1940 þegar hann heimsótti Hitler kansl- ara í Berlín. Þessi sam- skipti eru samt stað- reynd, snar þáttur af ævi Gunnars Gunnars- sonar og hluti af ís- landssögunni. Það get- ur verið nokkurs virði að reyna að skilja hvaða ástæður lágu að baki og við eigum að fagna ofstækislausri umfjöllun um þessi samskipti í stað þess að beita rannsakendur vinnubanni. Sú Gunn- arsstofnun sem ætlar henni nýja stjóm sem gangi þegar til samninga við Arthúr Björgvin um starf forstöðumanns. Það er vanhæfa að Arthúr Björg- vin skuli vera hrakinn frá störfum vegna skrifa sinna um Gunnar Gunnarsson. Athafnir stjómarinnar benda til þess að hún beri ekki ' skynbragð á lífsnauðsynlegt frelsi fræðimanna - og rithöfunda - tO rannsókna og ritsmíða. Og af fram- göngu stjómarinnar má ráða að hún virðist beinlínis ekki þekkja þann Gunnar Gunnarsson sem stofnun hennar er kennd við, æviferil skáldsins og þá strauma sem mót- uðu samtíð þess. Okkur þykir ekki geðslegt að hugsa tO þess að Gunnar Gunnars- son átti veruleg samskipti við þýska Qarðptöntiistöðin 0(3000000 Ýmis tilboð í hverri viku. OpiA alla daga frá kl. 10 til 19 483 4840 sér að þurrka út þessa sögu er verri en engin. Það væri skOjanlegt að stjórnar- menn hikuðu við að ráða að stofnun- inni mann sem hefði í ræðu eða riti látið í ljósi megna andúð á Gunnari eða vanvirt minningu hans á ein- hvem veg. Svo er einfaldlega ekki um skrif Arthúrs Björgvins Bolla- sonar. I bókinni „Ljóshærða villi- dýrið - Arfur íslendinga í hugar- heimi nasismans" frá 1990 er meðal annars sagt frá tengslum Gunnars og annarra menntamanna íslenskra við Þriðja ríkið með aðferðum æs- ingalausrar sagnfræði og ekki felld- ir um þá neinskonar sleggjudómar. Skýrt er frá vinsældum Gunnars í Þýskalandi og því dálæti á Þjóðverj- um sem leiddu hann tO samneytis við háttsetta nasista, einkum innan vébanda Norræna félagsins, „Die nordische Gesellschaft", undir leið- sögn Alfreds Rosenbergs, eins af helstu hugmyndafræðingum nas- ista. Athyglisvert er að umsögn Arthúrs Björgvins um þessi tengsl er mjög ámóta niðurstöðum þeirra Þórs Whiteheads og Sveins Skorra Höskuldssonar sem einnig hafa rit- að um Gunnar og Hitlers-Þýskaland - að Gunnar hafi einna helst verið svokallaður nytsamur sakleysingi í augum þýskra forystumanna en sjálfur leiðst tO þessa félagsskapar á óljósum hugmyndalegum forsend- um án þess að geta kallast nasisti í hefðbundnum skilningi. Arthúr Gunnarsstofnun Vinnubrögðin fyrir austan við ráðningu forstöðumanns á Skriðuklaustur, segir Mörður Arnason, eru ósæmileg stjórnvöldum í lýðræðisríki. Björgvin varar sérstaklega við sleggjudómum í garð Gunnars, Guðmundar Kambans, Alexanders Jóhannessonar, Guðmundar Finn- bogasonar og annatra mennta- manna sem um hríð hrifust af pótemkíntjöldum Hitlers - í ljósi aðstæðna sé „rétt að vera varfærinn í mati á afskiptum íslenskra skálda og fræðimanna af menningarpólitík nasista“ (bls. 147). Það er fengur að umfjöllun Arthúrs Björgvins um þetta efni fyrir íslenska sagnfræði, bókmenntafræði og hugmyndasögu, og að réttu lagi ættu þessi skrif að mæla sérstaklega með honum tO ráðsmennsku á Skriðuklaustri. En stjóm Gunnarsstofnunar hafði ekki lesið bókina - þótt hún hafi fylgt umsókn Arthúrs Björgvins - og er sjálfsagt ekki búin að því enn. Vinnubrögðin fyrir austan við ráðningu forstöðumanns á Skriðuklaustur eru ósæmOeg stjómvöldum í lýðræðisríki. Því hlýtur pólitískur ábyrgðarmaður menntamála í landinu að losa okkur við núverandi stjórn Gunnarsstofn- unar og endurráða Arthúr Björgvin Bollason. Þá hefur stjómarformaður Gunn- arsstofnunar í blaðaviðtali varið hendur sínar með tilvísun tO ráð- gjafar og stuðnings úr menntamála- ráðuneytinu. TO að taka af allan vafa um að slíkur fiskur liggi undir steini verður ráðherra einnig að skýra opinberlega frá afskiptum embættismanna sinna af málinu. Höfundur er fslenskufræðingur. Ár aldraðra Jenna Jensdóttir „Heill eigum við öll eina“ (Verslunar- mannahelgin) Mikil er þín skylda, maður heimi fæddur. Vakna þú, er sefur ogvinn þín heit. Allir skulu bræður. Allir skulu sáttir. Allir hlutu jörðina íarf. (Kristján frá Djúpalæk.) Foreldrar sem sitja nú (sumir vegna eigin gerða) eins og ráð- villt fórnardýr: Til ykkar er horft frá sjónarhóli þess sem á 8 áratugi að baki og hfsreynslan hefur sannað svo ótal margt sem færir rósemi og gleði í samskipti þegar aðstæður virð- ast vonlausar. Þar er kærleikurinn áhrifaríkastur til skynsamrar framvindu í erli firrtra atburða. Akbarkeisari í Hindustan (á 16. öld), hinn mikli stjórnvitringur, sem var elskaður og virtur af þegnum sínum sökum göfuglyndis og kæríeika sagði í einu af spakmælum sínum, sem rituð standa: að ekk- ert læknar fremur órólegt geð en vera með góðu fólki. Gott fólk - hvað er nú það? Aðeins skal leita nokkurra skýringa í bók Páls Skúlasonar háskólarektors, Umhverfing (bls. 46-47): „Sann- leikurinn er sá að fólk með heilbrigða skynsemi hefur vit á því að láta ekki ævinlega hagsmuni sína Skáld sem fremur kenni- mönnum hefur aldrei sagt kærleikanum stríð á hend- ur, heldur litið hann sem þann mátt er vísar til hins háleitasta sem býr í hverj- um einstaklingi. ■ og þá einnig umhverfi stjóma gerðum sínum, heldur leitast það við að sýna hverju því sem fyrir ber í veruleikan- um virðingu og tOlitsemi og forðast yfirgang og hroka. Það segir sig sjálft að aldrei á að koma illa fram við neinn. Það er réttlætismál að komið sé vel fram við dýr og raunar allar lifandi verur - þeirra og búsvæði." TO frekari áréttingar skal vísað til ljóðaflokka eftir eitt af helstu núlifandi skáldum okkar, er horfir í þeim til bemsku sinnar og æsku. Skáldið talar skýrt og skorinort um vegferð drengsins, sem skynjaði af eigin raun gleði, sorg og firringu veraldar. Lærði af því án hugar- helsis „kerfisins“. Umvafinn kærleika og ástríki í frjálsræði sínu og lærði að hlusta á orð þeirra er lengst höfðu lifað. Skáld sem fremur kennimönnum hefur aldrei sagt kærleikanum stríð á hendur, heldur litið hann sem þann mátt er vísar tO hins há- leitasta sem býr í hverjum einstaklingi. Djúpstæð virðing fyrir lífs- reynslu eldri kynslóða hvívetna í ljóðum þessa skálds: xn Ég átti afa sem minnti á þig - með hvítt hár og hátt enni... (M.J.) Nú á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi hafa mér borist nokkur „sár og tár“ örvæntingarfullra foreldra (áður nemenda minna), langar mig því tO að vísa þeim, sem eru í slíkri aðstöðu, tO þess sem hér er bent á og draga af því nokkum lærdóm, auk þess að finna í því stuðn- ing - þar felast sígOd lífssannindi, sem vekja gleði og vonir í sálum þeirra er hugsa og tOeinka sér á vegferðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.