Morgunblaðið - 05.08.1999, Page 56

Morgunblaðið - 05.08.1999, Page 56
56 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Fi/s/Ári b Oflr Sport Músik og Sport ehf. - Reykjavíkurvegi 60 - Símar 555 2887 og 555 4487 Ferðatilboð Plúsferða til kortlnafa VISA Portúgal oMaMj amanr kr. m. v. að 2 ferðist saman, í íbúð á Sol Doiro. Innifalið: Flug, ferðir til og frá flugvelli erlendis, gisting í 7 nætur, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Itr. afsláttúr á ma; ■ 'r„ 4 ' ' ■ » V 3 Danmörk BILLUNDi U U Ufe m. v. að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið: Flug, bílaleigubíll í A-flokki í 1 viku og allir flugvallarskattar. Tilboð þessi miðast við að ferðir séu að fullu greiddar með VISA ( eingreiðslu eða raðgreiðslum) Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 568 2277 • Fax 568 2274 Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is (800 7722) VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Heimsókn til Grundarfjarðar EYJAFÉLAGAR er 20 manna hópur sem hefur það eina markmið um Jónsmessuleytið að heimsækja Eyjar við strendur íslands sem hafa verið í byggð. í síð- ustu ferð okkar gistum við á hótel Framnesi í Grundarfirði. Allur við- urgjörningur, skipulögn og leiðsögn á vegum hót- elsins var með miklum ágætum og þykir okkur ástæða til að benda ferðamönnum á þennan stað. Hápunktur ferðar- innar var þó siglingin um Breiðafjörð með eik- arbátnum Ásgeiri SH 150 frá Grundarfirði. Sigurjón skipstjóri og áhöfn hans áttu ráð und- ir rifi hverju. Félagar í Eyjafélaginu. Tapað/fundid Myndavél týndist í Skaftafelli CANNON Ixus L-1 myndavél í svartri tösku með beltisfestingu týnd- ist í Skaftafelli laugar- daginn 17. júlí sl. Skilvís finnandi hafi samband í síma 564 2228. Myndavél týndist í Fjölskyldugarðinum CANNON-myndavél í hulstri týndist í Fjöl- skyldugarðinum sl. mánudag. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 565 3266. Sigrún. Silfiirhringur týndist SILFURHRINGUR með stórum gulum raf- steini týndist við þvottaplanið hjá Olís- stöðinni við Sæbrautina 27. júlí sl. Skilvís fínn- andi vinsamlega hafíð samband í síma 864 2566. Fundarlaun. Dýrahald Páfgaukur óskast PÁFAGAUKUR, Blue Fronten, óskast. Upp- lýsingar í síma 467 3121. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á norska meistaramótinu í Gausdal í júh'. Rune Myhr- vold (2245) hafði hvítt og átti leik gegn Andreas Moen (2235) 42. Hxc6! og svartur gafst upp, því eftir 42. - Rxc6 43. Hxc6 - Dxc6 44. Dxf7 + er hann mát. Berge Ostenstad varð Noregsmeistari í fimmta sinn. Hlutaveltaur Morgunblaðið/Ásdís. ÞESSIR duglegu strákar héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.390 til styrkar Rauða krossi íslands. Þeir heita Ólafur Bjarki Bogason, Stefán Þór Bogason og Snorri Már Arnólfsson. Á myndina vantar Eddu. Morgunblaðið/Golli ÞESSIR duglegu strákar héldu tombólu og söfnuðu 2.875 kr. til styrktar Rauða krossi Islands. Þeir heita Andri Einarsson, Indriði Freyr Indriðason og Amar Freyr Indriðason. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... •• OLLUM ætti að vera kunnugt um hinn mikla skort á heimilis- læknum úti á landsbyggðinni. Ástæðan er sú að mikill skortur er á sérmenntuðum heimilislæknum og það að kjör lækna úti á landi freista ekki. Þetta sagði Jón G. B. Jónsson, yfírlæknir á heilsugæslu- stöðinni á Patreksfirði, í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu. Hann sagði einnig að úrskurður kjara- nefndar hefði valdið heimilislækn- um miklum vonbrigðum m.a. vegna þess að í honum hefði heimilislækn- um, sem heyra undir nefndina, ver- ið skipað undir aðra lækna í laun- um. Læknirinn taldi jafnframt að mikil óánægja væri meðal heimilis- lækna með afstöðu heilbrigðisráðu- neytisins til stéttarinnar og kjara- mála hennar. Tíu dögum eftir að þetta viðtal var tekið birtist í Morgunblaðinu listi yfír tíu hæstu skattgreiðendur á Vestfjörðum. Það vekur athygli að yfirlæknirinn á Patreksfirði er þar í öðru sæti með 5.422.253 krónur í skatta á síðasta ári. Yfirlæknirinn á Isafirði er í þriðja sæti með 5.007.219 krónur í skatta og læknir- inn í Bolungarvík í tíunda sæti með 3.786.822 krónur. ISLENDINGUM hefur tekist að byggja upp þjóðfélag sem er þess umkomið að bjóða stærstum hluta þegna sinna ágæt kjör. Það vekur þess vegna nokkra furðu að maður sem er í hópi hæstu skattgreiðenda þessa lands skuli sjá ástæðu til að bera sig aumlega yfir kjörum sínum eins og hann gerði í Morgunblaðinu 21. júlí sl. Er það virkilega svo að þessi kjör „freista ekki“? Víkveiji á bágt með að trúa því að kjör lækna hafi verið að versna síðustu misseri. Jafnvel þótt laun sjúkrahúslækna hafi hækkað eilítið meira en laun heilsugæslulækna geta þeir varla haft ástæðu til að kvarta stórlega yfir bágum kjörum. Fyrir stuttu var vakin athygli á því í blaði stéttarfélagsins Eflingar, að laun lækna og hjúkrunarfræðinga hefðu hækkað miklu meira en laun ófaglærðra starfsmanna sjúkrahús- anna, sem eru þó með lægstu launin. Ekki heyrist þetta fólk kvarta mikið yfir kjörum sínum í Morgunblaðinu. Ekki heyrist heldur mikið frá ófag- lærðum starfsmönnum leikskólanna sem eru með einna lægstu launin sem greidd eru hér á landi. Víkverji þekkir konu sem vinnur á Ieikskóla í Reykjavík og hefur fengið útborgað- ar rétt í-úmlega 400 þúsund krónur frá áramótum fyrir fúllt starf. Það hvarflar að Víkveija að sumir hefðu gott af því að kynnast því hvemig það er að draga fram lífið á slíkum kjörum. Það gæti þá verið að laun lækna á Vestfjörðum færu að „freista" einhverra. XXX Heilbrigðisráðuneytið hefur á síðustu misserum og árum unnið að því að bæta stöðu heilsugæslunnar á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að byggja upp heilsugæslustöðvar úti á landi og uppbygging er í full- um gangi á höfuðborgarsvæðinu. Stöðum heilsugæslulækna hefur verið fjölgað og reynt hefur verið að tengja stöðvarnar betur saman þannig að vaktabyrði minnki. Einnig voru í vetur keyptir jeppar fyrir allar heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni. Sjálfsagt má gera betur, en ráðuneytið verður tæp- lega sakað um að hafa ekki reynt að stuðla að betra starfsumhverfi í heilsugæslunni. Um sjálf launin hef- ur heilbrigðisráðuneytið ekkert að segja. Þau heyra undir kjaranefnd og fjármálaráðuneytið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.